Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 13
m~,-, .... ----, ...■ ..
M<i»OCW®bAÐIÐ. LAL'GARDAUt’R 26. FtBRUAR 1977
13
Aöalfundur Myntsafnarafél-
ags íslands var haldinn sunnu-
dainn 6. febrúar s.l. i Norræna
húsinu. Fram kom i skýrslu frá-
farandi formanns, Indrriöa
Indriðasonar, rithöfundar, að
stjórnin heföi hafið útgáfu
blaðsins MYNT, sem sent er
öllum félagsmönnum, en þeir
eru nú um 330 talsins. í blaðinu
eru greinar, uppboðsskrár og
ýmislegt annað. Formaður
minntist einnig á Myntsýning-
una, sem haldin var á Akureyri
á síðastliðnu vori. Á komandi
vori er gert ráð fyrir fundi með
félögunum á Akureyri og upp-
boði.
Hina nýju stjórn félagsins
skipa: Formaður: Ragnar Fjal-
ar Lárusson, gjaldkeri: Jón
Guðbjörnsson, ritari: Tryggvi
Ólafsson, erlendur bréfritari:
Anton O’Brian Holt.
Aðrir I stjórn eru: Gunnlaug-
ur Gunnarsson, Hjálmar Haf-
liðason, Stefán Hannesson,
Trausti Finnbogason og Axel
Clausen.
Fyrsti fundurinn á ný-
byrjuðu starfsári þessarar
stjórnar er í dag klukkan 14.30
í Templaráhöllinni. Afgreiddar
verða þar pantanir á peningum
og svo verður kaffi fram borið
og uppboð. Á uppboðsskránni
er ýmislegt athyglisvert, svo
sem 10 og 25 eyringar Islenzkir.
22 mismunandi einseyringar,
danskir, frá 1887—1923.
Þriggja marka Graf Zeppelin
peningar frá 1931, þýzkir. Seðl-
ar eru bæði íslenzkir, færeysk-
ir, danskir, norskir, sænskir,
finnskir og rússneskir. Er ekki
að efa að fjörlega verður boðið í
marga gripi.
Nú er 1977 heftið af Islenzkar
Myntir komið út. Þar er allt í
hefðbundnum stíl. Litlar tilfær-
ingar á verðum. Það vekur þó
athygli að gullpeningarnir
íslenzku hafa báðir lækkað í
verði, miðað við árið áður. Jóns
Sigurðssonar peningurinn er
nú talinn 45000 krónu virði og
10000 krónu peningurinn frá
1974 25000 krónu virði.
Flokkun peninga er nú hin
sama og hjá Myntsafnara-
félaginu og er það mjög til bóta.
íslenzkar myntir kosta 540
krónur.
Hjá Frímerkjamiðstöðinni
rakst ég á skemmtilegan
minnispening, sem sleginn var
I tilefni af íslendingadeginum í
Kanada árið 1975. Eigulegur og
fallegur peningur. Kostar 750
krónur.
Seðlabanki islands hefir nú
gefið upp magn myntar sem
slegin var árið 1976. Er það sem
hér segir:
eftir RAGNAR
BORG
Um
félags-
mál og
fleira
ISLENZKAR
MYNTIR
1977
Það segir sína sögu um verð-
bólguna hvilik óskup þurfti að
slá af álkrónunni. Við skulum
vona að Seðlabankinn sjái sig
um hönd og slái aldrei svona
lélegan pening aftur, hvað sem
það kostar og hvað sem hinni
hræðilegu, taumlausu verð-
bólgu liður. Mér er sagt að
gyllta krónan komi minna og
minna til baka í bankana. Menn
eru farnir að halda henni til
haga.
1 króna
10.000.000 stk.
5 krónur
500.000 stk.
Þar sem skurðhnifar, raf-
eindahvatar og kóbaltgeislar
duga ekki, á KARIN að koma til
hjálpar. KARIN — nafnið er
myndað af upphafsstöfum orð-
anna: Karlsruhe Ring Ionenqu-
ellen-Neutronengenerator — er
hið nýja geislatæki, sem mið-
stöð krabbameinsrannsókna I
Heidelberg er nú að taka í notk-
un í viðureigninni við illkynjað-
ar bólgur. Með hröðum neind-
um (neutrónum) — byggingar-
steinum eindarinnar, hlöðnum
orku með þróun eins og á sér
stað inni i sólinni og I vetni-
sprengju — á að sækja enn
fram og færa út mörk barátt-
unnar gegn krabbameininu, frá
því sem verið hefur. En þó að
vlsindamennirnir i Heidelberg
geri sér góðar vonir um
árangurinn af beitingu hins
nýja, afar öfiuga tækis, lita þeir
ekki á það sem hinn almáttka
bjargvætt krabbameinssjúkl-
inga — engan veginn.
Þegar fyrir fjörutíu árum
gerðu læknar tilraunir til að
eyða illkynjuðum bólgum með
hröðum neindum. En þekking
manna þá i geisla-
liffræðilegum og lifeðlisfræði-
legum efnum nægði þá ekki til,
til þess að meðhöndlunin tækist
eins og vonir stóðu til. Of háir
neindarskammtar höfðu auk
þess alvarlegar skemmdir á
heilbrigðum vefjum i för með
sér. I visindalegu riti, sem kom
út 1948, var loks staðhæft, að
þessar frumeindir væru ónot-
hæfar til geislalækninga. Eftir
það voru neindir til geislalækn-
inoa hannorð I tvo áratugi.
Frá miðstöð krabbameins-
rannsókna í V-Þýzkalandi
Geisla-
tækið
KARIN
krabba-
meini
zyklotrónum og gerir því kleift
að meðhöndla bólgur, sem
liggja djúpt. Kraftur lækninga-
geislanna er meiri en verður
með öllum öðrum aflvökum til
framleiðslu á neindum með 14
millj. rafeindavoltum, og þvi er
hægt að nota styttri geislunar-
tíma en annars er venjulegt.
Stærð og kostnaður er ekki
meiri en- þeirra tækja, sem
hingað til hafa verið notuð.
Neindarhylkið er 40 senti-
metrar I þvermál og 60 á hæð.
Geislahlífin, sem nauðsynleg er
vegna lækningageislanna er
samföst, og hægt er að koma
tækinu þannig fyrir, að hægt er
að snúa þvi eftir þörfum. Veiga-
meira er geislahöfuðið allt —
átta tonn að þyngd og einn og
hálfur metri í þvermál.
Fjölmiðlum var sýnt tækið í
janúar s.l. en þá voru lækninga-
tilraunir að hefjast samkvæmt
ítarlegri áætlun i samvinnu
margra stofnana í Þýzkalandi.
Sérstakur starfshópur lækna og
visindamanna annast val á
sjúklingum þeim, sem með-
höndlaðir verða með hinum
nýju aðferðum. Gert er ráð
fyrir, að á þessu ári verði geisl-
unarlækningum beitt gagnvart
100 til 200 sjúklingum með ill-
kynjaðar bólgur á háu stigi
fjórum til fimm sinnum á viku.
Með þvi vonast menn til að fá
svar við eftirfarandi spurning-
um:
Yfir sjöklingnum hangir átta tommu þungur geislahjálmur.
Breyting varð á, þegar vís-
indamenn skýrðu frá því, að hið
svokallaða súrefnisafl hjá
neindum sé minna en til dæmis
hjá gammageislum. Með súr-
efnisafli — segir í skýrslu Mið-
stöðvar þýzku krabbameins-
rannsóknanna — „er átt við
það fyrirbæri, sem komið hefur
I ljós með tilraunum á sam-
eindum, gerlum og frumum
spendýra, að geislaviðnám
eykst með minnkandi súrefnis-
þrýstingi." Með öðrum orðum:
Heilbrigður vefur hefur yfir-
leitt nægilegt súrefni, en við
bólgur vegna hins óreglulega
vaxtar orsakast skortur á súr-
efni. Og vefur, sem hefur ekki
nægilegt súrefni, er ennfremur
tiltölulega ónæmur fyrir áhrif-
um flestra geisla, en með hröð-
um neindum verður aftur á
móti mismunurinn á geisla-
næmi sjúks og heilbrigðs vefjar
mun minni.
Af þessum ástæðum voru
gerðar tilraunir með neindum
við Hammersmith sjúkrahúsið I
London I meira en tíu ár, og þar
hafa bólgur með viðnámi gegn
geislum verið meðhöndlaðar á
áhrifaríkan hátt. Um þessar
mundir er verið að vinna að
smíði tækja eða útbúnaðar til
að framleiða „neindir gegn
bólgum” viðar en í Heidelberg
og London, svo sem i Banda-
ríkjunum (Stanford, Seattle),
Hollandi (Rijswik), í Austur-
Þýzkalandi (Dresden) og I
Hamborg. Að hluta er þegar
farið að reyna slík tæki á
sjúkrahúsum.
Það eru til margar aðferðir til
að framleiða neindir með
kjarnasvörun, en aðeins fáar
þeirra koma til greina í sam-
bandi við lækningar. Sam-
kvæmt þeirri reynslu, sem
fengizt hefur fram til þessa, er
aðeins hægt að nota tvær þeirra
i því skyni, Deuterium-
Tritium-Generator (K^RIN er
af þeirri gerð) og Zyklotrone.
Tæki af báðum tegundum eru
nú reynd í stofnuninni í Heidel-
berg á kerfisbundinn hátt.
Sá sem fann upp geislatækið
KARIN heitir K. Albrecht
Schmidt, doktor í eðlisfræði, og
hefur unnið við kjarna-
rannsóknarstofnunina i Karls-
ruhe. Neindaraflvaki hans er
meginhluti lækningatækisins.
Fyrirmyndin að honum er sótt i
sólina. Þungu vatnsefni
(Deuterium) og ofurþungu
vatnsefni (Tritium) er skotið
saman með mikilli orku og
renna þá saman í heliumeindir.
Við samrunann leysast neindir
úr læðingi.
Árangurinn og hin tæknilegu
atriði vöktu þegar mikla athygli
bæði í Evrópu og Bandaríkj-
unum, segja þeir i Heidelberg.
Þannig er til dæmis neindar-
lækningaaðferðin, sem beitt er
í krabbameinsmiðstöðinni, með
14 millj. rafeindavoltum nær
tvöfalt sterkari en með
— I sambandi við hvers
konar bólgur aukast líkurnar á
bata með neindargeislunar
læknismeðferð?
— Hvernig er hægt að flokka
niður áhrif hinna einstöku
geislunaraðferða?
— Eru likur á, að samræmd
meðhöndlun með öðrum
gerðum geisla eða með lyfjum
geti gefið góða raun?
Fyrstu sjúklingarnir hafa
þegar verið valdir og hafa þeir
illkynjaðar bólgur þar, sem
erfitt er að komast að þeim.
Það, sem mestu réð um valið,
var, að læknismeðferð á þess-
um sjúklingum mun að öllum
líkindum bæta mjög lfðan
þeirra almennt. En vissulega
verður að vera hægt að stað-
binda krabbameinsbólguna
mjög vel, þvi að einungis þann-
ig er hægt að sannreyna áhrif
geislunarinnar.
Geislunarlæknar í Heidel-
borg eru bjartsýnir um árangur
og um, að mikilvæg reynsla og
þekking fáist af þessum lækn-
ingatilraunum. Starfsbræður
þeirra i Hammersmith sjúkra-
húsinu í London fullyrða, að
enda þótt ekki verði hægt að
uppræta vissar bólgur á háu
stigi, þá sé mjög hægt að bæta
líðan sjúklinganna, draga muni
verulega úr sársauka og bólgur
að minnsta kosti halda undan,
hversu langt sem það verður.
í!r „Dit’ Zeif*.