Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR '1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Askriftargjald 1 100.00 kr á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Aundanförnum vik- um hefur baráttan fyrir auknum mann- réttindum í hinum sósíalísku ríkjum Austur- Evrópu komizt á nýtt stig og fengió aukinn styrk vegna þeirrar forystu sem hinn nýi forseti Banda- ríkjanna, Jimmy Carter, hefur tekið í málum and- ófsmanna austur þar. Glæsilegasta dæmið um þessa hugsjónabaráttu Carters er bréf það, sem hann sendi helzta leiðtoga andófsmanna í Sovét- ríkjunum fyrir skömmu, Andrei Sakharov. Aðrar stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjaforseta sjálfs og einstakra ráóherra í ríkis- stjórn hans, svo og hörð viðbrögð hans við brottvís- un bandarísks fréttamanns frá Moskvu sýna að nú er tekinn við völdum í Banda- ríkjunum maður, sem er tilbúinn til að láta hug- sjónir sitja í fyrirrúmi. Fram til þessa hefur stuðningur við mann- réttindabaráttuna í Austur-Evrópu fyrst og fremst komið frá fjölmiðlum, listamönnum og félagasamtökum á Vesturlöndum. Hlutur stjórnmálamanna í valda- aóstöðu hefur verið þar miklu minni og má þó ekki gleyma því að stjórnmála- mennirnir sömdu um það ákvæði og orðalag Helsinkisáttmálans, sem nú reynist adnófsmönnum fyrir austan járntjald einna mestur styrkur í bar- áttunni við einræðisstjórn- irnar þar. En yfirleitt hefur afstaða vestrænna stjórnmálaforingja verið hin sama og fram kom hjá Frakklandsforseta á dög- unum, þegar hann neitaói að hitta sovézka andófs- manninn Amalrik að máli, bersýnilega til þess að mógða ekki Sovétstjórnina, og sú sem fram kom hjá Trudeau, forsætisráðherra Kanada fyrir nokkrum dögum, þegar hann hvatti Carter forseta til þess að fara varlega í sakirnar og vinna fremur að málstað andófsmanna bak við tjöld- in en opinberlega. Enn er í minnum höfð afstaða Fords, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, þegar hann neitaði að taka á móti mesta leiðtoga andófs- hreyfingarinnar, Alex- ander Solzhenitsyn, á síðastliðnu ári og telur það nú einhver mestu mistök embættisferils síns. Frumkvæði Carters hefur leitt til þess, að staða andófsmanna hefur styrktzt stórlega og þar kemur einnig til margefld barátta þeirra í Sovét- ríkjunum, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Austur- Þýzkalandi og jafnvel Rúmeníu á undanförnum vikum og mánuðum. And- ófshreyfingin hefur ber- sýnilega mikla breidd og hefur fengið á sig nýjan svip og hún er nú orðin svo öflug, að stjórnvöld í hinum sósíalísku einræðis- ríkjum ráða í raun ekki við hana og vita ekki, hvernig þau eigi að bregðast við. Stuðningur Carters við þessa mannréttindabar- áttu er einnig fagnaðarefni af öðrum ástæðum. Fyrir rúmlega einum og hálfum áratug, þegar John F. Kennedy kom til valda í Bandaríkjunum, blés hann slíkum hugsjónaeldi í brjóst æskufólks um víða veröld, að það fór ekki á milli mála, að Bandaríkin voru ekki aðeins mesta stórveldi í heimi heldur og einnig forysturiki í bar- áttunni fyrir lýðræði og frelsi öllum þjóðum til handa. Lengi mun i minnum höfð ræða sú sem þessi Bandaríkjaforseti flutti í Berlin eftir að múrinn hafði verió reistur þar, en sú ræða var táknræn fyrir hugsjónabaráttu Banda- ríkjanna á þeim tima. Síðan hallaói mjög undan fæti, hugsjónaeldurinn virtist hverfa úr forystu- sveit Bandaríkjanna og þau fengu á sig svip hvers annars stórveldis, sem beitti hervaldi hingað og þangað um heiminn, oft að því er virtist til þess að halda fámennum her- foringjaklíkum við völd. í meira en áratug hefur enginn sá tónn borizt út um heimsbyggðina frá Washington, sem benti til þess, að Bandaríkjamenn væru sér meðvitandi um það sérstaka hlutverk, sem þeir hafa sem forystuþjóð lýðræöisins í heiminum. En nú hefur þessi tónn heyrzt á ný. Nú sitja hug- sjónir lýðræðis og frelsis aftur í fyrirrúmi í banda- rískri utanrikisstefnu. Nú hefur bandarískur forseti á ný tekið forystu og frum- kvæði í baráttu fyrir auknum mannréttindum um allan heim, fyrir lýð- ræði og frelsi öllum þjóðum til handa. Hið lýðræðislega stjórnskipu- lag hefur verið á undan- haldi síðasta áratuginn, en nú bendir allt til þess, að vörn hafi verið snúið í sókn og ef duglega verður tekið til hendi eru engin tak- mörk fyrir því, sem sam- staða lýðræðisríkjanna á Vesturlöndum og andófs- manna austan járntjalds getur fengið áorkað. Hugsjónir lýdrædis og frelsis í sókn á ný Jón H. Þorbergsson: Fyrirspögn þessaar stuttu greinar minnar er aöeins eitt orð Orðin í málinu hafa ólíka merkingu, bæði fjölbreytta og fábreytta, góða og vonda o.s.frv. Þetta ef gott orð, sem markar hugsjón, takmark, úrlausn, líðan fólks heilla þjóða, og segir til um merkingu þeirra Orðið er frá Guði komið, eins og allt annéð gott okkur til handa Blessunar orðin, sem Móse fékk að heyra frá Guði og hljóða um það hvernig ísraelsmenn áttu að biðja Guð. enda á þessari setningu. ..Jave upplyfti augliti yfir þig og gefi þér frið' (IV Mós 26) Jesús sagði: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur, hjarta yðar skelfist eigi né hræðist' (Jóh 14 27) guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Messu þesssari við setningu yfir- standandi Alþingis var útvarpað Séra Gunnar Gíslason prófastur pré- dikaði Ræða hans var mjög góð Hann hvatti mjög til friðsamlegs og kirkjulegs samstarfs alþingismanna um þjóðmálin og öll störf Alþingis. Svo sá maður það í fréttum, að þingmenn kommúnista hefðu ekki sótt þessa þingmessu Þeir eru ekki liðsmenn í helsta sjálfstæðismáli þjóðarinnar og ættu því ekki að eiga sæti á Alþingi Þessir menn eiga bágt Kirkja Krists og trúað fólk þarf að hjálpa þeim Þeir þurfa að taka það með í reikninginn hvernig fer fyrir því fólki, sem upplýst er í fagnaðarerindi Guðs í kirkjunni, en landi framsókn í þessu merkasta máli allra tíma. Það lýsir sér í trú- boði innanlands og erlendis, vax- andi starfsemi í líknarmálum og auknu starfi meðal æskufólks. Margt fleira mætti nefna, sem miðar í sömu átt. Guð gefi því öllu vöxt og viðgang og almenn vakningu í kirkju Krists og málefnum hennar! Því tak- marki þarf þjóðin að ná Það þarf að verða að sterkri hugsjón, sem hrífur með sér fjöldann af landslýðnum. Þá þarf að koma unga fólkinu og skóla- lýðnum betur í gang í málinu Þýðingarmesta framfaramál þjóð- arinnar er almenn vakning í kirkju Krists og í orði Guðs. Þá ætti þjóðin létt með úrlausn vandamálanna Þá losnaði þjóðin við ófrið, við heið- ingjana, við hina hálf-kristnu. Einnig við þá, sem hafa í frammi sviksemi við skyldustörfin, við ofdrykkjuna og Fridur Heimurinn bætir oft einum staf framan við þetta merkilega orð Þá er hljóðan þess ófriður Ófriður er skaðvaldur kristinni trú og siðgæði Þar sem hann ríkir fyllist lif fólksins af illverkum og stöðugri óvissu og hræðslu Ég tel kristnítökuna á Alþingi árið 1000 merkasta viðburð i sögu ís- lenzku þjóðarinnar Trúin á almátt- ugan Guð og frelsarann Jesúm Krist hefur verkað á þjóðina síðan, og allt fram á þennan dag Þorgeir á Ljósa- vatni skíldi orðið fríður. Kristin trú er okkar litlu þjóð aðal stjálfstæðis- málið Samtök fólks um kirkju Krists eru fremst allra samtaka þess Kirkju Krists fylgja öll heimsins mannrétt- indi og allar mannlegar dyggðir: Friður, kærleikur. áhugi til góð- verka, litillæti, trúmennska, þörf bænarinnar til Guðs, sá sannleikur, sem jafnan sigrar að lokum og m fl Öll þurfum við að standa sem einn maður um þetta okkar merkilegasta og dýrmætasa mál Kirkja Krists getur gert okkur sterka þjóð og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. þótt fámenn séum Og það er okkar eina leið, ef við rækjum hana nógu vel Þvi verður ekki með sanni neitað. að margt er fyrir kirkjuna gert hér á landi. en margt ber að athuga i þvi sambandi. svo vel megi vera Sá góði háttur er hafður hér á við setningu Alþingis. að áður fer fram hefur það að engu, og jafnvel vinnur á móti því Þegar mgður nokkur spurði Krist að þvi, hvað gott hann ætti að gera, til þess að eignast eilift lif, svaraði Kristur: „Ef þú vilt inn ganga til lifsins, þá hald boðorðin" (Matt 19 17). Þetta svar þarf mikillar at- hugunar við Hér á landi er t d 6 boðorðið mjög brotið Margt er óskilgetinna barna hér á landi Mik- ið er hér um hjónaskilnaði. Þetta veikir þjóðina og er ekki hjá sann- kristnu fólki Það hefur verið athug- að i Bandarikjunum að trúað fólk — kristið fólk — er heilsubetra og langlifara en hið vantrúaða Það seg- ir sina sögu Þegar lögvitrmgur Fariseanna spurði Krist. hvert væri hið mikla boðorð, svaraði hann: „Þú skalt elska drottin Guð þinn af öllu hjarta þinu og af allri sálu þinni og af öllum huga þinum og þú skalt elska náunga þinn, eins og sjálfan þig Á þessu hvað hann mikið lif hægt að byggja Ég birti þetta til að minna okkur á, að aldrei er ofleitað þar, sem sann- leikann má finna • Eitt sinn er Kristur talaði um himnaríki i likingamáli, sagði Hann: „Þess vegna er sérhver fræðimaður, sem er orðinn lærisveinn himnarik- is, likur húsbónda, sem ber fram nýtt og gamalt úr fjársjóði sinum" (Matt. 13 52) Kristur varar mjög við lærdómum, sem eru manna boð- orð Hann segir: „Sérhver jurt, sem minn himneski faðir hefir ekki gróðursett, mun upprætt verða" (Matt 15 13.) Þannig má halda áfram að vitna til stofnanda kristinn- ar kirkju. Ég vil benda á, að þrátt fyrir vöntun og mistök í kristinhaldi, sem eykur verkefnin, er ríkjandi i kirkjunni og hjá kristnu fólki hér á margt fleira óæskilegt og siðspill- andi. Grundvöllur vakningarinnar yrði auðvitað kirkja Krists Þeir sem trúa í þögn sinni myndu fá málið, og allir i vakningunni óðlast það, sem Kristur sagði við Mörtu, þegar Hann gerði eitt af sinum kraftaverkum og vakti upp Larsarurs, sem var dáinn Marta sagði að þegar væri komin nálykt af honum. Þá sagði Kristur: „Ég er upprisan og lifið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilifu deyja" (Jóh 1 1.25.36). Þessi orð gilda fyrir alla um alla tima Kirkjan hér hefur komið á fót kristilegum lýðskóla i Skálholti Hólamenn eru þegar farnir að undir- búa að koma upp á Hólum í Hjalta dal kristilegum heimarvistarskóla. Skólar þessir ættu að verða til hjálp- ar vakningunni. Það er fróðlegt að heyra hvað kirkja Krists og kristið fólk viða um lönd gerir fyrir þetta málefní, með kristniboðum, útvarpsstöðvum á fjölda tungumála og líknarstarfi Þá má ekki gleyma hjálpinni, sem veitt er kristnu fólki austan „Járntjalds" Það er jafnvel farið að hrikta i heið- indóms kerfinu þar, enda á það dauðann vísan, eins og allt sem byggt er á lygi Atlantshafsbandalagið er stofnað til þess að vernda friðínn Svipað má segja um samtök Sameinuðu þjóðanna Kristur heilsaði lærisveinum sin- um með þessum orðum: „Friður sé með yður " Ef Kristur gerir ekki vonda menn að góðum mönnum, er það mönn- unum að kenna Vondir menn fremja glæpi þá, sem útrýma þarf Þeir mundu ekki haldast við, ef á kæmist almenn trúar- og kristileg vakning i landinu Kristnin er undir- staða og uppistaða allra menningar, allra þjóða Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka kirkju og öllu kristnu fólki hér á landi, fyrir allt það sem vel er gert fyrir þetta aðal- lifshagsmunamál þjóðarinnar Þá vil ég þakka Morgunblaðinu fyrir ritn- ingargreinar, sem birtar eru í Dag- bók þess. Sömuleiðis fyrir samtöl við ameriska trúboðann Billy Gra- ham, sem blaðið birtir við og við Þetta er alveg sérstætt með stjórnmálablað og verkar til gæfu Bæti hér við nokkrum orðum úr Bibliunni: „Standið þvi gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju rétt- lætisins og skóaðir á fótum með fúsleik til að flytja fagnaðar boðskap friðarins og taka ofan á allt þetta skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda Takið hjálm hjálpræðis- ins og sverð andans, sem er Guðs orð " (Ef 6 14—17) Guð gefi þjóðinni sinn frið, náð og hjálp. til þess að hún sameini alla slna góðu krafta til að vinna að almennri vakningu I orði Guðs og kirkju Krists Megi vakningin verða varanleg hjá þjóðinni ævinlega Þá hefur trúin náð takmarkinu. Jón H. Þorbergsson L-axamýri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.