Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 21
MORCiUNBLAÐIÐ, LAUGARDAC.UR 26. FEBRUAR 1977
21
Því skyldum
við þurí’a að
veljaámilll
landannaokk-
ar tveggj a?
— sagði Marina Spassky í spjalli á
hestbaki með blaðamönnum Mbl.
MARINA Spassky er einstaklega Ijúf og elskuleg
kona, opinská og eðlileg í framkomu. Það kom-
umst við að raun um, sem skruppum með henni á
hestbak á fimmtudagsmorgun. Upphaf þess fund-
ar var í þeim dur, :ð Boris Spassky spurði i
símtali við blaðamann Mbl. frá París hvort kona
hans mundi fá tækifæri til að koma á bak
íslenzkum hestum. Raunar nefndi hún það sjálf á
fyrsta biaðamannafundinum eftir komuna. Og
þar sem menn héldu að óreyndu, að hún talaði
kannski ekki fremur en svo margir Frakkar annað
mál en frönsku, var á ritstjórn Mbl. stungið upp
þvi að eini frönskumælandi hestaeigandinn þar,
undirrituð Elín Pálmadóttir tæki að sér að bjóða
henni á bak. Það kom svo i Ijós, að Marina
Spassky talar ekki aðeins rússnesku og frönsku,
sem eru hennar móðurmál, heldur prýðilega
ensku. Bauðst þá einnig meðreiðarsveinn úr hópi
blaðamanna, Pétur J. Eiríksson og Erla Sveins-
dóttir flugfreyja.
Varð Þytur öruggur og þýður töltari sem Erla á
fyrir valinu sem reiðskjóti Marinu í þessum fyrsta
reiðtúr á islenzkum hesti. Á leiðinni upp i hest-
hús Fáks veitti hún góðfúslega leyfi til að skrifað
yrði um ferðina og spjallið á leiðinni upp með
Elliðavatni og i áningarstöðum.
En hve íslenzku hestarnir ganga mjúklega, sagði Marina Spassky (önnur
frá hægri), er Þytur tölti af stað með hana. Til hægri við hana riður Pétur
J. Eiriksson á Kóp, og til vinstri Erla Sveinsdóttir á Móslu og Elín
Pálmadóttir á Kinnskær.
Á æskuheimili Marinu í París var
ætið töluð rússneska, en hún og
bróðir hennar töluðu auðvitað
frönsku í skólanum og utan heimilis
Og enskuna lærði hún, er hún var i
þeim tilgangi send til Englands i
sumarleyfinu. Faðir hennar, sem er
eldflaugaverkfræðingur, kom til
Frakklands með foreldrum sínum, er
flúðu frá Rússlandi eftir byltinguna
1922 og settust að i Paris. Töluðu
afi hennar og amma, sem voru á
æskuheimili hennar, ekki orð í öðru
máli en rússnesku er þau komu til
Parísar. Móðir hennar kom svo sem
flóttamaður frá Eistlandi í siðari
heimsstyrjöldinni
— Ég var búin að heyra svo
mikið um Rússland, að mig langaði
til að koma þangað og kynnast sjálf
landinu og þjóðinni. og þvi réð ég
mig sem ritara í franska sendiráðið i
Moskvu, þar sem ég var i tvö ár.
sagði hún Það var mjög skemmti-
legt. Þar sem við, nokkrar ungar
manneskjur þar, töluðum
rússnesku, höfðum við möguleika á
að umgangast Rússa, en sendiráðs-
fólk þar umgengst mest hvert ann-
að
Og þannig hitti hún Boris
Spassky Ein af samstarfskonum
hennar i sendiráðinu bauð oft til sin
rússneskum listamönnum og öðru
ungu fólki. Eitt sinn tók boðsgestur,
rússnesk stúlka með sér lækni einn
Og hann hafði aftur með sér vin
sinn. skákmeistarann Boris Spassky
Og þar með voru örlög þeirra ráðin,
sem leiddu til ýmiss konar erfiðleika,
þar til þau fengu að gifta sig. og
fengu svo sl. haust leyfi til að fara til
Frakklands Það gerðist nokkuð
snögglega
— Boris hafði verið að tefla i
Filippseyjum i ágúst sl og við vor-
um nýkomin heim til Moskvu, varla
búin að taka upp úr töskunum. og
áður en mánuður var liðinn vorum
við farin til Frakklands sagði hún
Og er hún var nánar innt eftir því
hvar þau ættu heimili. sagði hún að
þau hefðu verið búin að kaupa ibúð
og koma sér fyrir í. Moskvu og þar
stæði heimilið þeirra.
— En ef ég fer þangað, þá yrði
ég að koma þar sem gestur Borisar
Það er kannski svolítið skrýtið að
vera gestur á heimili sinu. En Boris
er raunar gestur minn i Prakklandi
núna. þar sem við búum i húsi, sem
einn af ættingjum mínum á, skammt
frá foreldrum minum i útjaðri Paris-
ar.
— Hvað verður veit ég ekkert,
svaraði hún spurningu þar að lút-
andi Við viljum ekki þurfa að velja á
milli landanna þvi skyldum við gera
það? Við erum raunar nokkurs konar
brautryðjendur. erum að reyna að
eiga heima á báðum stöðum Jú.
þetta er erfitt lif núna. En kannski
lagast þetta og verður eftir 1 5 ár
ekkert orðið erfitt. hver veit?
Það var i Moskvu sem Marina
fékk áhuga á hestum Að visu hafði
verið hesthús skammt frá heimili
hennar. en þar er hestamennska
mjög dýrt sport. í Moskvu er tiltölu-
lega ódýrt að fara i reiðtima og
stunda hestamennsku undir stjórn
kennara. Og hún fór á hestbak í hálft
annað ár á morgnana áður en hún
hóf vinnu, fyrsta hálfa árið reið hún
hesti af Arabakyni. en síðar öðrum
tegundum rússneskum Rússneskir
hestamenn eru meira fyrir svokall-
aða hlýðmþjálfun en hindrunar-
hlaup, og það stundaði hún. Enda
var útlenda sendiráðsfólkinu ekki
leyft að vera með í stökkum á hest-
um, því talið var að Rússar bæru
ábyrgð á þvi, ef eitthvað kæmi fyrir
þá En „reiðtúrinn' á morgnana fór
fram í reiðhring undir stjórn rúss-
nesks þjálfara Hún kvaðst hafa
fengið mikinn áhuga á þessu sporti
Áður en við lögðum af stað, hitti
ég Boris Spassky i anddyrinu á
Hótel Loftleiðum Hann sagðist ekki
þora að fara á bak með konu sinni
þvi það sem hrifi hann gengi hann í
af miklum krafti og nóg væri nú
samt
Þau hjónin hafa bæði gaman af að
fara á skíði og voru i hálfan mánuð á
skiðastað í Ölpunum, áður en þau
komu til íslands. En þar rigndi og
snjóaði daglega. svo varla sást út úr
augum, sagði Marina Þess vegna
urðu þau alveg undrandi. er ’þau
komu til íslands i þetta látlausa
fallega vetrarveður Hún sagði að
Boris væri mjög góður skiðamaður
Hann hefði svo styrka fætur, enda
væri hann i almennri þjálfun og
góður i öllu sporti, sem hann tæki
fyrir.
Hún kvaðst hlakka til að sjá skiða
löndin á íslandi Síðdegis á fimmtu-
dag ættu þau von á að fá bil til
umráða og þá mundu þau kannski
aka upp i Bláfjöll til að lita á staðinn
Hvort ekki væri hægt að leigja sér
skiði og skíðaskó i verzlun? Þá
mundu þau gera það, og kannski
skreppa saman á skiði. þegar tæki-
færi gæfist milli leikja og ef frídagar
fyndust.
Hún sagði að þegar maður hennar
væri i keppni, þá svæfi hann fram
eftir, gæti sofið i 1 2 tíma samfleytt.
og væri jafnvel enn þreyttur eftir
álagið er hann vaknaði En þau hefði
alltaf einhvern tima á milli.
Ekki kvaðst Marina tefla, Boris
hefði rétt kennt henm manngang
inn, sem nægði að sjálfsögðu ekki til
að fylgjast nægilega með Því sagð-
ist hún þiggja það með þökkum að
fá að skreppa oftar á bak Hún hefði
gott af því að gera eitthvað annað,
þvi að sjálfsögðu töluðu allir sem
þau hittu eingöngu um tafl og skák
keppnir Þegar hún heyrði að Erla
gæfi oft hestunum, sagðist hún
gjarnan vilja þiggja að koma með
henni, þegar vel stæði á og læra að
gefa hestum, sem væri önnur hlið á
hestamennskunni en hún þekkti
— En hvað þeir eru mjúkir is-
lenzku hestarnir, sagði Marina. þeg-
ar við höfðum riðið svolitinn spöl frá
hesthúsunum upp með Elliðaánum í
blæjalogni og fögru veðri Það
stirndi á hjarnið og isinn á Elliða-
vatni í lágri morgunsólinni og við
okkur blöstu Bláfjöllin snævi þakin
með skíðalandinu Er við riðum á
hægu tölti, sem Marina hafði aldrei
kynnst fyrr. röbbuðum við öðru
hverju um hana sjálfa og aðstæður
hennar Og hún sagði að lifið hefði
leikið við þau siðan þau komu til
íslands. allt verið eins og best yrði á
kosið veðrið. fólkið. sem væri sér
lega elskulegt og nú kynnin af þess-
um skemmtilegu hestum. sem væru
allt öðru visi en hún ætti að venjast
Og ég bætti við, að ef við gætum
fengið ákafamanninn Boris Spassky
upp á hest. þá eignuðumst við ís-
lendingar annan rússneskan aðdá-
anda, sem vildi setjast að hjá okkur.
eins og Azkenasy — E Pá
Að sjálfsögðu var tekin hestaskál að íslenzkum sið i áningarstað.
Ljósmyndir RAX.