Morgunblaðið - 26.02.1977, Side 29

Morgunblaðið - 26.02.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1977 29 „Fryst fé” endurlán að til atvinnuvega Framhald af bls. 18 inu, sem ekki veður auðvelt að leysa. Engar skyndiráðstafanir eða bráðabirgðaráðstafanir til að bæta úr þessu vandamáli hjá einni stétt, með því að beita póli- tískum þrýstingi, sem ekki er liður í neinni heildarstefnu til að taka á aðalvandamálinu, leiða til varanlegra bóta. Það er sánnfæring mín. Jón nefndi dæmi um hlutfall innlánsfjár í bankakerfinu á föstu verðlagi árisns 1970 til ársins 1975. £ 1970: Þá uxu spariinnlán á föstu verðlagi miðað við árið á undan um 5% og voru 27% af vergri þjóðarframleiðslu. Á þvf ári voru raunvextir þeirra, sem sparifé áttu. mfnus 8% Ö 1971: Þá uxu spariinnlán, eins reiknuð, um 10% og hlutfall sparifjár af þjóðarframleiðslu var 27%. Raunvextir reyndust mfnus 5%. • 1972: Vöxtur spariinnlána 1% Hlutfall sparifjar 25%. Raunvextir mínus 9%. 0 1973: Þá minnkar sparifé á föstu verðlagi miðað við árið á undan um 7%. Hlutfall innlána 22%. Raunvextir mínus 19% (neikvæðir vextir). 0 1974: Sparifé minnkar um 11% og er aðeins 19% af vergri þjóðarframleiðslu og neikvæðir vextir sparifjáreigenda 23 V4. % 1975: Minnkun sparifjár 8%. Hlutfall 18%. Raunvextir mínus 18%. Þá vék Jón að svokölluðu frystu fé í Seðlabankanum. Þessu fé hefði f raun öllu verið veitt út til atvinnuveganna. Hugsunin á bak við hið „frysta fé“ hafi verið að tryggja atvinnuvegunum lánsfjár- magn. Bundið fé i Seðlabankanum um sl. áramót hafi numið 15.9 milljörðum króna. Á sama tíma hafði Seðla- bankinn endurkeypt framleiðslu- vixla viðskiptabankanna, sem þeir hefðu tekið af atvinnu- vegunum, fyrir rúma 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist þann veg milli höfuðatvinnu- veganna: sjávarútvegur 7500 m.kr., landbúnaður 5932 m.kr., iðnaður 1861 m.kr. Önnur endur- kaup námu 718 m.kr. Þetta svo- kallað bundna fé er því allt í útlánum. Ef framkvæma á þá tillögu sem hér um ræðir, þyrfti að hækka bindiskyldu í Seðlabanka úr 25% í a.m.k. 39%. Ég hygg að það sé of stórt stökk, sem ekki fái staðizt. Varðandi ummæli Ólafs Þ. Þórðarsonar, um ísafjörð, held ég að það skipti þann stað miklu máli, að sjávarútvegurinn, iðnaðurinn og nærliggjandi land- búnaður eigi aðgang að lánsfé, þó það sé eftir þeirri leið, sem hér hefur verið um fjallað. Mfn lokaorð eru að eina raun- hæfa og skynsamlega leiðin til að auka sparifjármyndun og leysa lánsfjárskort f landinu sé að draga úr verðbólgunni með sam- átaki þjóðarinnar. Islenzka krónan og annar gjaldmiðill Úlafur Þ. Þórðarson (F) sagði síðan efnislega: Þegar þjóðarklukkan var tekin niður á Þingvöllum forðum (tilvitnun í íslandsklukkuna), þá var ekki fjölmenni til staðar. Og það er ekki þéttskipað á þing- bekkjum (umræðan fór fram síðdegis og hluti þingmanna fjar- verandi) þegar rætt er um smækkun gjaldmiðils okkar, islenzku krónunnar. En Seðla- bankinn vex i öfugu hlutfalli við krónuna, bæði að starfsliði og húsakosti. Mannorði krönunnar verður ekki bjargað með vaxta- hækkun. Orðrómur um vaxta- hækkun vekur ótta um gengis- lækkun. Hærri vextir lækka heldur ekki dýrtíðina. Við kunnum að vera komnir í sjálf- heldu. E.t.v. verðum við að gefa íslendingum kost á að eiga spari- fé sitt í erlendum gjaldeyri, á þeim vöxtum, sem tiðkast 'heima- landi hans, svo sparifé sé ekki allt rifið út í óhófseyðslu, þegar gengisfellingaróttinn grípur um sig. Við ræðum nú um stöðvun verð- bólgu — en hversu margir hlýða á þá umræðu hér ? — eða meðal þjóðarinnar? Sú rödd mætti berast úr Seðlabankanum, „að Alþingi íslendinga bæri að starfa með ábyrgari hluta þjóðarinnar að því að byggja upp islenzku krónuna á ný sem gjaldmiðil, en ég er hræddur um, að það verði þá lika að liggja ljóst fyrir í vitund þjóðarinnar, að banka- kerfið ætli sér ekki að hagnýta verðbólguna sem aðrir, t.d. með óhóflega dýrum byggingum". „Það verða ekki réttlátar reglur i fjármálum þessarar þjóðar fyrr en það er tryggt, að þeir, sem leggja sparifé á banka, fái í það minnsta jafnverðmæta peninga út þaðan aftur. Það er hverjum einum ljóst.“ Ég held þvi fram að tillaga þessi sé spor í þá átt að stuðla að meira jafnvægi í íslenzkum þjóðarbúskap og hamla gegn óeðlilegri samkeppni um þær fáu krónur, sem almenningur í Iandinu leggur til hliðar sem sparifé. Auk framangreindra tók Stefán Jónsson (Abl) þátt í þessari um- ræðu. — Ráðast þarf að rótum vandans Framhald af bls. 18 góma, að þar er alkunnur fjár- hagsvandi Stofnlánadeildar og Veðdeildar, og er raunverulega . svo komið að Veðdeild Búnaðar- banka íslands er gjaldþrota. Þennan vanda er verið að athuga nú af stjórnskipaðri nefnd, og held ég að ég megi segja að sú nefnd möni skila áliti til hæst- virts IancfSúnaðarráðherra áður en langur tími líður. í tillögu þeirrar nefndar verður að þvi stefnt að gera kleift að frumbýl- ingar geti hlotið betri og meiri lánafyrirgreiðslu en verið hefur a undanförnum árum. Það gerist vitaskuld best með þvi að auka jarðakaupalán og gera þau hag- stæð. Það gerist einnig með þvi að gera mögulegt að lána til véla- kaupa frumbýlinga, jafnvel án þess að um nýjar vélar sé að ræða. t Þökkum öllum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR Brautarholti Eiginkona, synir og tengdadætur, systir og barnabörn. + Við þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ELÍNBORGAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Frá Eyrarbakka. Skeiðarvogí 127, Reykjavik. Einmg þökkum við heiður, traust og vinsemd við hina látnu lifs og liðna . Sigurður Kristjánsson og fjölskylda, Jóhannes Kristjánsson, Kristján Sigurbjörn Sigurðsson, Guðmunda Magnúsdóttir. Og svo skiptir vitaskuld mjög miklu máli að takist að auka fyrir greiðslu til bústgfnskaupa. Fjár- magn til þeirra lána hefur, eins og kunnugt er, verið veitt úr Líf- eyrissjóði bænda, og það er auð- vitað á valdi stjórnar hans hvern- ig þau lánakjör eru og hversu mikið fé verður fáanlegt til þeirra hluta. En ég held að enda þótt vandi frumbýlinga sé mikill og nú sé ástandið þannig að fjármagns- kostnaður við að setja saman bú sé svo gífurlegur að megi með ólíkindum teljast að það sé kleift ungum og efnalitlum manni án þess að standa i skjóli einhverra venslamanna sem veita honum mikinn stuðning, þá sé sá vandi, sem bændastéttin á við að etja í dag, ekki eingöngu bundinn þess- um mönnum. Sá vandi nær lengra. Og þó að sú athugun, sem þessi tillaga fer fram á sé góðra gjalda verð, þá held ég að við verðum að ráðast að rótum þessa vanda alfarið og horfast í augu við það, að við verðum að búa svo að þessum atvinnuvegi að hann geti staðist. Ég skal ekki fara hér út í það að ræða þýðingu landbúnaðarins fyr- ir þjóðina. Það er, vona ég, öllum hér ljóst hversu mikil hún er, hversu þjóðfélagið byggist allt á því að framleiðsluatvinnuvegir gangi, hversu byggð um landið er því háð að blómlegur Iandbúnað- ur megi haldast og hversu atvinna fólksins er þvi háð að framleiðsla landbúnaðarvara dragist ekki saman. Ég vonast til þess að allir, sem hér eru, séu mér sammála um þetta. Þó að þvi sé híddið á lofti af einstökum öfgaskriftfnrrtifíi^að ís- lenzk þjóð væri bættari með því að stórfækka í bændastétt eða jafnvel leggja landbúnaðinn nið- ur, þá álít ég að það muni leið til hruns okkar þjóðfélags. í annan stað held ég að sú fyrirgreiðsla, sem hið opinbera hér á landi veit- ir bændastéttinni sé sízt meiri en gert er i flestum eða öllum okkar nágrannalöndum. Þrátt fyrir það hefur bændastéttin skilað mjög mikilli framleiðsluaukningu og mikilli framleiðni fyrir þjóðarbú- ið. Þvi tel ég að íslenzk bænda- stétt geti borið höfuðið hátt. Og þó verið sé að finna að því t.d. að greiddar séu útflutningsbætur sem verða kunna á þessu ári i kringum 2 milljarða, þá er ég ekki í neinum vafa um að það hefur ekki vafist fyrir hæstv. iandbún- aðarráðherra að sanna, að það sé þjóðinni til hags og jafnvel að það sé ríkissjóði til hags. Þess vegna vil ég aðeins ljúka þessum orðum með þvi, að segja að það ér mín skoðun að við séum að efla okkar þjóðfélag, við séum að styrkja fjárhagsstöðu þjóðarinnar og treysta byggð um allt ísland með því að gera vel við landbúnaðinn svo að hann megi blómgast á kom- andi tið. — Það sýndi sig Framhald af bls 11 Stefán er nú að nálgast 70 ára aldurinn og við spurðum hann hvort hann hygði á eitthvað sérstakt í tilefni þess: „Mér finnst algjorlega óviðunandi að sýna ekki á stórum stöðum þegar sérstakt tilefni er. Það var t.d. ægilegt að þurfa að keyra helminginn af myndunum til baka héðan frá Mokka af því að þessi ágæti og skemmtilegi staður gerir ekki ráð fyrir stórsýningum. Ég hef lika verið óvenjulega duglegur i vetur við að negla utan um mynd- irnar ramma og gera þær klárar til sýningar. Nú svo er ekki nema rúmt ár þar til ég verð 70 ára gamall og þá vona&t ég til þess að fá að sýna á Kjarvalsstöðum. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir leyfðu mér að sýna þar þegar ég verð 70 ára. Þá verð ég búinn að mála i 65 ár, þvi ég byrjaði hjá Ásgrimi 5 ára gamall er ég var fylgdarmaður hans. Þá málaði ég vatnslitamyndir og það sýndi sig skjótt hvað upplagið var magnað." — Afmæli Guðmundur Framhald af bls. 25 legum trúnaðarstörfum I þágu samferðamannanna. Þeir sveit- ungarnir, Guðmundur og Pétur heitinn Ottesen, alþingismaður, voru miklir og traustir vinir og unnu í áratugi saman að margs konar velferðar- og framfaramál- um fyrir sveitunga sína og sam- ferðamenn. Guðmundur hefur átt sæti í hreppsnefnd Innri- Akraneshrepps i nærri hálfa öld, eða allt frá árinu 1929 að undan skildu einu ári. Oddviti sveitar- innar var hann í 23 ár. Þá hefur hann verið formaður búnaðarfél- ags sveitarinnar og átt sæti í stjórn Búnaðarsambands Borgar- fjarðar. Hann á sæti i sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu og er einn af deildarstjórum Sláturfélags Suðurlands. Guðmundur var einn af stofnendum Samvinnufélags Hvalfjarðar og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Hann átti lengi sæti i sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju, hefur verið hringjari kirkjunnar um langt árabil og er nú einnig meðhjálpari, eftir að Þorgrimur bróðir hans lét af þvi starfi á síðast liðnu ári. Fleiri trúnaðar- störf hafa verið falin forsjá Guð- mundar, sem hér verða ekki upp talin. Öllum þessum störfum hef- ur hann gegnt af mikilli trú- mennsku og árvekni, áhuga og alúð. Alls staðar hefur munað mikið um hann. Hann er athugull og úrræðagóður, sjálfstæður i skoðunum og getur verið ákveð- inn og fastur fyrir, ef þvi er að skipta, en drenglyndi hans, rétt- sýni og góðvild geta allir treyst. Guðmundur er prýðilega vel gefinn, stálminnugur og fjölfróð- ur, einkum um allt, er lýtur að ættfræði og þjóðlegum fróðleik. Hann býr yfir mikilli þekkingu f þeim efnum, les mikið og er unn- andi þjóðlegrar menningar og menningararfs. Hann er skemmti- legur og fræðandi i viðræðum, glaður í viðmóti og gæddur góðri kimnigáfu. Guðmundur á Innra-Hólmi hef- ur verið gæfumaður i lffinu. Mesta gæfa lífs hans er eiginkon- an og börnin. Kona hans er Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir frá Másstöðum, hin ágætasta kona og myndarhúsmóðir, hæglát og traust. Hún verður 65 ára hinn 5. marz n.k. Þau hjónin giftust hinri 6. júní árið 1933. Þau eiga sex börn, sem öll eru ágætlega gefin og hið bezta fólk. Börn þeirra eru: 1. Jón Auðunn, bóndi á Kollslæk í Hálsasveit, kvæntur Elsu Engil- bertsdóttur úr Reykjavik, 2. Jó- hanna Kristfn, hjúkrunarkona i Arnarholti á Kjalarnesi, gift Haf- steini MSgriússyni frá Akranesi. 3. Sigurjón, bóndi á Kirkjubóli, kvæntur Kristínu Marísdóttur úr Reykjavík, 4. Þorvaldur Thor- grímsen, búfræðikandidat, bóndi á Guðrúnarstöðum i Vatnsdal, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur frá Hafnarfirði. 5. Ragnheiður, gift Jóni Hjálmarssyni, vélstjóra. Og eru þau búsett á Ásfelli í Innri-Akraneshreppi, 6. Guðrún, gift Arnþóri Ingibergssyni húsa- smið, úr Reykjavík. Þau eru bú- sett á Akranesi. Heimili þeirra Jónínu og Guð- mundar á Innra-Hólmi er mikið myndarheimili og rausnargarður. Þar rikir gestrisni og góðvild, samheldni og samhugur, trú- rækni og þjóðleg menning. Þau hjónin láta sér mjög annt um kirkjuna og sýna henni i hvívetna ræktarsemi, kærleika og fórnfýsi. Talandi tákn um það er skirnar- fonturinn, hinn fegursti gripur, er þau gáfu kirkjunni á öndverð- um þessum vetri til minningar um foreldra sina. Var hann vigð- ur við hátfðlega athöfn i kirkjunni sunnudaginn 21. nóv- ember s.l. Og við það tækifæri var hið yngsta af sautján barnabörn- um þeirra skirt. Fyrir alla ræktarsemi, góðvild og fórnfýsi þeirra hjóna í garð kirkjunnar er mér bæði ljúft og skylt að þakka á þessum degi. Við hjónin þökkum þeim fyrir góð kynni, hlýhug og vinsemd í okkar garð siðustu árin. Við færum af- mælisbarninu, húsmóðurinni og fjölskyldunni allri innilegustu hamingju- og blessunaróskir á þessum merkisdegi og við biðjum þess, að sveitin og kirkjan, Guð og gróðurmoldin fái enn um langt skeið að njóta starfskrafta, hæfi- leika og þjónustu þessa bænda- höfðingja og heiðursmanns, sem er sjötugur í dag. — Jón Einarsson, Saurbæ. BORGARMALA- KYNNING VARÐAR 1977 febrúar -marz -apríl. HEILBRIGÐISMAL, laugardaginn 26. febrúar kl. 14:00. Kynning Heilbrigðismála verður laugardaginn 26. febrúar kl. 14 i Valhöll Bolhoti 7. Þar mun Páll Gislason, formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavikur flytja stutta yfirlitsræðu, en auk hans verða Úlfar Þórðarson læknir og Skúli Johnsen borgarlæknir viðstaddir og munu þeir svara fyrirspurnum. Farið verður i skoðunar* og kynnisferð í nokkrar stofnanir borgarinnar á sviði heilbrigðismála. Ollum borgarbúum boöin þátttaka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.