Morgunblaðið - 26.02.1977, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUOARDAOUR 26. FEBRUAR 1977
KAW7NU \\ r’fe
LTtSií: -
GRANI göslari
Þi-lla cr hin ramn eruk'na
ðsla-rta Ij 1 þess a<) éjj ha-lli a<)
reykja.
— Ég finn það, elskan min,
að ég er aðeins smávala á
strönd lífs þfns.
— Ó, haltu áfram, þú getur
orðið með timanum dálftill
klettur.
II) að er þella'.’ — l.i ani giislari á stökkpallinum!
Tónskáldið og pfanósnill-
ingurinn Rachmaninoff, sagði
einhvern tfma eftirfarandi
sögu:
— Þegar ég var smástrákur,
lék ég eitt sinn á tónlistakvöldi
hjá rússneskum hertoga. Þótt
ég sjálfur segi frá, tókst mér
mjög sæmilega. Sónatan hefur
áhrifamiklar þagnir á nokkrum
stöðum og þegar ég hætti leikn-
um í eitt skiptið, laut hertoga-
frúin, móðurlega að mér,
klappaði á öxlina á mér og
sagði: — Spilaðu bara eitthvað
sem þú kannt elskan mfn.
... að liðha'tlu tíniakaupi og
hónus!
Miður gott eftirlæti
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
DOBLIÐ er vandmeðfarið vopn
og getur verið tvíeggjað. Þegar
spilari doblar lokasögn er hann í
raun og veru að segja sagnhafa,
að spilið liggi ilia. Spilið í dag
kom fyrir í riðlakeppni Reykja-
vikurmótsins og er þannig:
Austur gefur
N — S á hættu.
Norður
S. A73
II. G1043
T. KG1064
L. D
Vestur Austur
S. DG54 S. 9
H. Á976 II. 852
T. — T. D9832
L. Á983 L. 76542
Suður
S. K10862
H. KD
T. Á75
L. KGIO
í öðru herberginu sögðu spilar-
arnir þannig:
®>pii
COPIHMHCIS
COSPER
7333
Mamma. — Litli bróðir er búinn að læra alveg á
ísskápinn!
„Virðulegi Velvakandi.
Mig langar gjarnan lil þess að
fá að minnast aðeins á skólamálin
nú á tímum. Þessi stefna sem nú
er ríkjandi hefur bæði sínar góðu
og slæmu hliðar. Þær góðu eru
helzt þær að nemendur og kenn-
arar eru meira sem ein heild,
heldur en áður var. Nemandinn
hefur fengið sinn rétt, og það er
að sjálfsögðu ágætt að gefa hon-
um frjálsar hendur og láta hann
átta sig á þeirri ábyrgð sem hon-
um er gefin, sálfræðilega séð. En
nemandinn er farinn að misnota
rétt sinn heldur betur og kennar-
ar loka oftast augunum fyrir því.
Skólinn er til að þroska nem-
endur andlega og ef til vill nokk-
uð likamlega óbeint. Þar, innan
veggja skólans, ætti að ríkja sá
agi að sýna kennurunum fulla
virðingu og sýna að nemendur
vilji læra.
Sá andi sem nú ríkir í íslenzk-
um skólamálum er gjörsamlega
fyrir neðan allar hellur. Ærsl og
svívirðingar eru keyrð úr hófi
fram. Þó ættu skólar ekki að vera
svo þvingandi sem hér áður fyrr.
Kurteisi þarf ekkí að kosta pen-
inga. Það má vel stilla þessu í hóf
frá því sem nú er og nemendur
hafa án efa mjög gott af því að
sækja skóla sem lætur þá skuld-
binda sig gagnvart námi og þó
aðallega á þann hátt að sýna al-
gjöra kurteisi og sterkan aga.
Andlegar hugleiðingar eru
nauðsyn hverjum manni og því
skyldi stuðla að þeim í skólunum
ef mögulegt er. Kennarar nú til
dags þurfa tvímælalaust að endt
urskoða stöðu sína gagnvart
bekknum, því nemendur hafa
miður gott af þessu eftirlæti sem
margir kennarar sýna þeim. Á
síðustu árum hefur þessi þróun
farið síversnandi. Nemendur sem
vilja læra og leggja sig fram við
námið fá yfirleitt ekki möguleika
á að sýna það í skólanum vegna
óláta annars staðar í bekknum. Og
það sem verra er, kennarar skipta
sér ekki lengur af því.
Þetta er þróun í ranga átt.
Kennurum ber að halda uppi aga
í bekknum. Þeir ættu að líta
meira á nemandann sem einstakl-
ing heldur en bekkinn í heild.
Með þeirri stefnu að líta ætíð á
bekkinn í heild verða útundan
mörg myrk skot sem ekki fá litið
dagsins ljós.
Vissulega væri gott ef nemend-
ur bættu ráð sitt áður en þeir
verða almennt alteknir af þessum
ósiðum, því það þarf ekki titring
frá mörgum raddböndum til að
magnaður kliður komist á í
bekknum. Menntamálaráð ætti að
endurskoða þetta mál í tíma, því
þó að sumum þætti kvalræði og
þvingun í þeim aga sem sýna ætti
yrði skólinn fljótt alvarlegri og
skemmtilegri og öllum til gagns
þó gamanið kæmi kannski ekki
strax í Ijós.
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 spaði pass 2 tfglar
pass 2 grönd pass 3spaðar
pass 4 tíglar pass 4 spaðar
pass pass dobl pass
pass redobl og allir pass
Vestur spilaði út laufás og aftur
laufi í von um, að hægt væri að
stytta blindan i trompinu. En
sagnhafi tók slaginn heima. Hon-
um leist ekki sem best á spilið og
hálfpartinn sá eftir að hafa re-
doblað. Það var að vísu ekki alveg
útilokað að vinna spilið þó vestur
ætti öll trompin fimm en það var
mjög ósennilegt. Og eðlilegast var
að spila upp á leguna, sem var
fyrir hendi. Þegar nían kom frá
austri í spaðakónginn var spilið
orðið upplagt. Næst svínaði sagn-
hafi spaðasjöu blinds og vestur
fékk aðeins einn trompslag ásamt
ásunum tveim.
Það er tiltölulega sjaldan, að
rétt er að redobla spil. Og fyrsta
skilyrðið er, að spilarinn sé viss
um að tala ekki nema einum.
Annars er of miklu hætt.
Á hinu borðinu varð suður
einnig sagnhafi í fjórum spöðum,
en þar doblaði vestur ekki. Út
kom hjartaás og sagnhafi fór eðli-
lega vitlaust í trompið. Hann
hafði ekki doblið sér tíl leiðbein-
ingar og fór einn niður.
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
bersýnilega f þeim tilgangi að
stöðva þennan orðaf laum.
— Forstjórinn er dáinn.
Gamii maðurinn varð orðlaus
um stund.
— Er... er hann dáinn...?
Hvað ... hvað? Hvenær?
Við hjálpuðumst að við að
segja honum að Frederik
Malmer hefði verið myrtur og
Björn endurtók þolinmóður
sömu atriðin þar til Kalli virt-
ist loks hafa náð þessu öllu.
Þegar ég hafðí kinkað kolli til
Björns og lagt af stað heimleið-
is heyrði ég enn kveinstafina f
Kalla að baki mér.
— Æ, Æ, enginn veit sfna
ævina fyrr en öll er. Meðan ég
gekk nú gegnum skóginn var ég
að reyna að gera mér einhverja
heiidarmynd af þvf sem gerzt
hafði sfðasta klukkutfmann. Ég
gerði mér Ijóst að það sem
hafðí komið mér mest á óvart
var sú uppgötvun að Björn Ud-
gren var ekki vitund skotinn f
Piu. Hann var hins vegar hrif-
inn af Gabrieifu. Og var það þó
alltof veikt orð f þvf sam-
bandi... Ég velti fyrir mér
hvort karlmaður gæti hreiniega
orðið bergnuminn af kven-
manni... ef hún hefði ekki ein-
hvern tfma veitt honum dálitfa
uppörvun. Ég hugsaði einnig
um samband Björns við Piu.
Það var öllum augljóst að hún
var yfir sig hrifin af honum. En
hvað lá að baki áhuga hans á
þessari unglingsstelpu?
Ég hafði farið yfir lækinn
þegar ég gekk fram á Piu hvar
hún sat á stfgnum. Ég gerði ráð
fyrir að hún hefði hlammað sér
þarna niður til að láta f Ijós
andúð sfna á stjórnsemi
Gabriellu sem hafði dregið
hana brott frá vinum sfnum og
fokillt augnaráð hennar og
bólgnir vangar hennar sann-
færðu mig um að ég hefði á
réttu að standa.
Það leið drjúg stund áður en
ég gat fengið hana til að standa
á fætur og verða mér samferða
heim. Hún hafði svo rfka þörf
til að létta á hjarta sfnu að ekki
leið á löngu unz hún kom með
alla söguna og ég minntist þá
um leið hversu erf itt er að vera
sextán ára og vera enn hvorki
barn né fullorðin manneskja.
— Þe.tta er ógeðslegt af
Bellu, ógeðslegt, ógerðslegt...
Bara vegna þess að hún er
nokkrum árum eldri en ég. Ég
sé ekki að hún þurfi að setja sig
á háan hest þess vegna! Það er
naumast. Hún kemur fram við
mig eins og ég sé enn með pela
og smekk og bleiu... Og til að
kóróna allt þarf hún að auð-
mýkja mig að Birni áheyr-
andi... Hún kemur Ifka rudda-
lega fram við hann, svo að mað-
ur skyldi ætla að hann væri
eins konar padda en ekki mað-
ur. En sfðustu sumur hefur
hann svei mér verið fullgóður
til að halda henni selskap. Ef
afi hefði ekki sagt blákalt nei
hefði hún áreiðanlega trúlofast
Birni f fyrrahaust þegar hann
bað hana að giftast sér. Og enda
þótt hún giftist nú ffnni og
penni manni og af ofsaættum
og ég veit ekki hvað þá er Björn
Udgren fullgóður handa mér,
þvf að ég er guði sé lof ekki enn
orðin skfrmerkilegt yfirstéttar-
snobb — enn.
Hún nam staðar til að átta sig
og hélt sfðan áfram og var nú
ögn rólegri:
— Eiginlega er alls ekki ííkt
Gabriellu að hegða sér svona.
Ef ég á að vera heiðarleg er
hún alls ekki snobb, enda þótt
henni finnist ofsagaman að
leika stóru systur, er hún ekkl
vön að vera harðstjóri gagnvart
mér. Auðvitað er hún miður sfn
f dag og við erum sjálfsagt öll
dálftið rugluð. En reyndar hef-
ur hún ekki bara verið svona f
dag, heldur sfðan hún kom
heim f vor. Mér þætti fróðlegt
að vita hvað amar eiginlega að
henni...
— Hvað hefur þú lengi verið
með Birni Udgren? spurði ég
hugsandi.
Pia smeygði ermunum á
peysunni upp.
— Það er ekki fyrr en f sum-
ar. Hann hefur aldrei veitt mér
neina athygli. En ÉG hef alltaf
verið ofsalega hrifin af honum
alveg sfðan ég var ellefu tólf
ára.
Ég spurði enn.
— Hvað er hann gamall?