Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 37

Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAUUR 26. FEBRUAR 1977 37 *ww »7—<55 ‘ '< L í i ? í» 1 siliinsl X5“^+91 = VELVAKANDI = SVARAR í SÍMA ^0100 KL. 10—11 1 FRÁ MÁNUDEGI Félagslíf skólanna hefur mjög aukist og sýnum þakklæti fyrir þaö. Þó mætti gæzla gagnvart vímugjöfum stóraukast. Skólinn kennir okkur ekki aðeins þessi vanalegu fög heldur einnig stund- vísi, aga vinnugleði og heilbrigði, svo eitthvað sé nefnt og sem við þu4fum ekki síður á að halda úti í hinu daglega lífi. Með þökk fyrir birtinguna. Einar Ingvi Magnússon." Velvakandi þakkar bréfið og hér á eftir fer bréf frá Halldóri Kristjánssyni um það mál sem virðist ætla að verða að miklu hitamáli ef marka má skrif um það og umræður manna á meðal, en það er um £ Bjórinn enn Haraldur Einarsson, sem sagður er búsettur i Vestur- Þýzkalandi, gerist svo djarfur að mótmæla upplýsingum þeim sem Áfengisvarnaráð hefur látið frá sér fara um áfengismál í Finn- landi og Svíþjóð. Þar sem hann segist vera búsettur í Vestur- Þýzkalandi telur hann sig þekkja vel til i Finnlandi. Þetta eru alvarlegar ásakanir á opinbera stofnun og hún birti falsaðar skýrslur, væntanlega i áróðursskyni. Nu er Áfengisvarnaráð ekki mér viðkomandí og getur eflaust svarað fyrir sig svo sem því þykir við eiga. Hins vegar hélt ég að þessar upplýsingar sem Haraldur mótmælir væru hvorki leyndar- mál né leyndardómur. Tölur um áfengisneyslu Finna eru teknar eftir skýrslum áfengiseinkasölu finnska ríkisins. Tölur um afbrot, glæpi og hryðjuverk eru teknar eftir lögregluskýrslum. Hvernig getur Haraldur borið brigður á þær tölur þó hann kunni að dvelja í Vestur-Þýzkalandi? 1 Svíþjóð starfaði i 10 ár stjórn- skipuð nefnd til að athuga áfeng- ismál og gera tillögur um það! Álit hennar liggur fyrir i bók. Þá bók hef ég séð og veit að Áfengis- varnaráð hefur stuðst við þær upplýsingar sem þar eru svo sem vænta má og sjálfsagt er. Harald- ur þykist vita betri skil á sænsk- um áfengismálum en þessi nefnd. Hann segir: „í Svíþjóð er mér sagt að neysla sterkra drykkja hafi minnkað mjög eftir að bjór- inn var leyfður og bjórinn hafi verið mjög til bóta.“ — Allt má heimskum segja,“ er gamalt orð- tak. En skyldi sænska þingið hafa samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að banna milliölið ef það væri satt sem Haraldur er nú látinn hlaupa með? Geta nú ekki flestir vorkennt honum þá heimsku og þann hroka sem i því felst að þykjast allt vita? Mér finnst hann aumkunarverður of- láti. Haraldur talar um að tími sé kominn til ,,að stöðva alla þá hræsni og þær lygar sem eru i kringum áfengismál hér á landi." Hvað á manneskjan við? Þegar nefnd er hræsni i sambandi við áfengismál verður mér fyrst hugsað til þeirra sem gaspra um að „þróa vínmenningu" og minnka áfengisböl en eru sjálfir sífellt að drekka og auka drykkju- skap. Og þegar þessi maður nefn- ir lygi er það að nefna snöru í hengds manns húsi. Það á ekki að gera sér að góðu og taka með þögn og þolinmæði þegar heiðarleg embætti og stofn- anir eru tilhæfulaust bornar hin- um verstu sökum. Ég veit hver hræsnar og hver lýgur í þessu sambandi. Það er hvorki ég né Áfengisvarnaráð. Halldór Krist jánsson. Þessir hringdu . . . % Prófað í því sem aldrei var lært Tveir hringdu sama morg- uninn, ungur piltur og undrandi faðir, vegna hins samræmda prófs í stærðfræði, — einhvers konar arftaka landsprófsins. — „Hluti þessa prófs var í reikningi, sem okkur í minum skóla hefur aldrei verið kenndur," sagði pilturinn og var eðlilega óhress yfir því. „Ég hef alltaf verið góður í reikn- ingi, en nú þurfti ég að skila prófblaðinu með mörgum óreikn- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á ALÞJÖÐLEGA skákmótinu í Reggio Emilia á Italíu um sl. ára- mót kom þessi staða upp í skák svíans Akvist, sem hafði hvítt og átti leik, gegn sovézka stórmeist- aranum Kuzmin: a b c d • I Q h 21. Dg4! — Bg6, 22. Hxf7!! (Vegna hótunarinnar 23. Hxg7+ er svartur nú þvingaður tii að leika 22... Kxf7 en eftir 23. Bc4+ verður hann mát eftir bæði 23... Kf8, 24. De6 og 23. . . Hd5, 24. Df3+ — Ke6, 25. Bg3+ — Kd7, 26. Bxd5 — Da6, 27. Be6. Kuzmin gafst því upp. Kuzmin tókst samt að sigra á mótinu, hann hlaut 8 v. af 11 mögulegum. Næstir komu Bilek, Ungverjalandi, Toth, ítaliu, og Haik, Frakklandi, allir með 7!4 v. uðum dæmum. Nú langar mig til þess að fá að vita hvort kennarinn okkar hefur svikist um að kenna okkur þennan reikning eða þeir, sem prófið sömdu, fylgjast svona illa með, hvað kennt er í stærð- fræði í skólum." Faðirinn kvaðst vita að í ýmsum skólum eða bekkjum væri allur sá reikningur, sem prófað var i, kenndur, en í öðrum ekki. Hans sonur hefði að vísu verið svo heppinn að hafa lært þessa stærð- fræði en gagnvart hinum hefði prófið verið mjög ósanngjarnt. Hann eins og pilturinn óskar eftir skýringum réttra aðila á þessu. Þá kvaðst hann hafa hlustað á samræmda ensku prófið, þegar það var lesið í Utvarpinu — og mikill tími þularins farið í þaó að leiðrétta mistök, sem áttu sér stað við geró þess. „Það sýður í krökk- unum," sagði hann, „og slíkt er að sjálfsögðu ekki vel failið til þess að bæta árangur þeirra." HÖGNI HREKKVISI c 1977 y McN»ught Synd., Inc. Dómnefndin ákveður úrslitin! Frá Timburverslun Árna Jónssonar & Co hf. --------------------------------A Krossviður - Amerískur - Venjulegur oregonpine krossviður, vatnsþolinn Stærð:. 244x1 22 cm. Þykktir: 3/8.. 1/2.. 5/8,. Verð pr. plata 2430 - 2950 - 4220 - verð án söluskatts. „Concast": húðaðurá aðra hlið: Vatnsþolinn Þykktir: 3/8„ 1 /2" Verð pr. plata 3370.- 3890.- verð án söluskatts. „Concast" húðaðar báðar hliðar. (Steypumótakrossviður) Þykktir: 5/8., 3/4.. Verð pr. plata 5280 - 5840 - verð án söluskatts v---Plöturnar fást hjá okkur----J Timburverslun Árna Jónssonar & Co hf. Laugavegi 148 símar 11 333 og 1 1420. Við höfum hafið innflutning á vönduðum léttbyggðum rafknúnum járnakl.ippum frá V-Þýzkalandi. Hér er um að ræða tvær gerðir og klippir sú stærri allt að 20 mm kambstál. gerB 1/12 gerð1/20 Klippigeta: alltað12mm alltað20mm stál eða tvö stál eða tvö 8,5 mm samtimis 1 2 mm samtimis Togþol stáls: Aflþörf: Hámarks afköst: Lengd: Þyngd: 55 kp/fmm 600 W 35 skurðir/min 470 mm 6.2 kg 55 kp/fmm 1 500 W 30 skurðir/min. 550 mm 1 1,4 kg, Við leigjum einnig út Mono-skitt járnaklippurnar ásamt ýmsum öðrum tækjum, sem notuð eru í byggingaiðnað- inum. Leitið nánari upplýsinga. (S»[?lisi hf. Laugavegi 178 MONO- SKITT RAFKNÚNAR JÁRNKLIPPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.