Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 1
47. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 200 mílna útfærsla stórveldanna í dag írar fresta 50 mílna einkalögsögu sinni Bráðabirgðasamkomu- lag Rússa og Japana Washington, Moskvu, Dublin, BrUssel og Havana, 28. februar. Reuter — AP. 200 MtLNA útfærsla stórveldanna tveggja, Bandarfkjanna og Sovét- rfkjanna, tekur gildi f dag, 1. marz. Þá hefur Kúbustjórn einnig tilkynnt 200 mflna útfærslu frá og með deginum f dag, en trar hafa frestað um 14 daga gildistöku 50 mflna einkalögsögu innan 200 mflna lögsögu Efnahagsbandalagsins, sem taka átti gildi í dag. Sovétmenn og Japanir hafa komist að samkomulagi um bráðabirgðasamkomulag, sem heimilar japönskum fiskimönnum að halda áfram veiðum innan 200 mflna lögsögunnar unz gengið hefur verið frá endanlegu sam- komulagi. Japanskir fiskimenn hafa veitt um 1,8 milljónir lesta af fiski árlega á svæðum, sem nii eru innan 200 mílna lögsögu Sovétríkj- anna, eða um 18% af heildarafla sfnum. 4 ár eru nú liðin frá því að | sækja um veiðiheimildir innan frumvarp um 200 milna efnahags- lögsögu var lagt fram á Banda- ríkjaþingi. Frá og með deginum í dag verða öll erlend fiskiskip að 200 mílna lögsögunnar. Þá hefur erlendum fiskiskipum verið bannað algerlega að veiða þorsk, Framhald á bls. 31 Evensennefndin: Reynt að ná samkomulagi Genf, 28. febrúar. Reuter. HATTSETTIR embættismenn írá 40 þióðum hófu f dag tveggja vikna óformleg fundarhöld f Genf til að reyna að leysa ágreining iðnaðarþjóðanna og þróutiarþjoð- anna um hafsbotnsmálin áður en næsti fundur hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hefst f New York f maf. Hér er um að ræða fulltrúa f Evensen-nefndinni, sem heitir eftir formanni hennar, Jens Evensen, hafréttarmálaráð- herra Noregs. Ágreiningur um yfirráð og nýt- ingu málma og annarra náttúru- auðæfa á hafsbotni hefur verið eitt helzta ágreiningsefnið og hindrun í vegi fyrir samkomulagi um ný hafréttarlög á vegum S.Þ. Meðal fundarmanna nú er Elliot Richardson, sem er sérlegur full- rúi Bandarfkjastjórnar á hafrétt- arráðstefnunni. Þróunarþjóðirnar hafa einkum áhyggjur af því að verða útundan, er iðnaðarþjóðirnar byrja málm- vinnslu á hafsbotni og vilja fá sérréttindi og fyrirgreiðslu á þessu sviði. Talsmenn iðnaðar- þjóðanna segja hins vegar að þær muni þurfa að leggja fram mest fjármagn til þessara mála og þurfi að fá tryggingu fyrir arði af fjárfestingunum. Vmsir nefndarmenn hér hafa sagt I einkaviðræðum, að ef ekki takist að ná samkomulagi um hafsbotnsmálin muni horfa illa um samkomulag á hafréttarráð- stefnunni. 200 MÍLUR — Starfsmaður bandarísku strandgæzl- unnar fylgist tir flugvél með sovézkum togara að veiðum um 40 mílur undan austurströnd Banda- ríkjanna í gær. Idi Amin Amin lof- ar góðri veizlu á morgun Kampala, Washington og Moskvu, 28. febrúar. AP—Reuter—NTB. IDI Amin Úgandaforseti var f bezta skapi f dag, er hann hitti nokkra Bandarfkjamenn f Kampala að máli og fullvissaði þá um að hann ætlaði aðeins að þakka þeim og löndum þeira, sem alls eru 240 f land- inu, fyrir góð störf f þágu Úganda, og sæma marga heiðursmerkjum. Amin sagði að hann liti á Bandarfkja- mennina sem bræður og syst- ur. Hann sagði að það hefði verið óþarfi hjá Carter Banda- rfkjaforseta að hafa áhyggjur, Framhald á bls. 46 Síðustu fréttir tJtvarpið f Úganda skýrði frá þvf f kvöld, að fundinum með Bandarfkjamönnum hefði enn verið frestað. Engin ástæða var gefin, en sagt að nýr fundardagur yrði tilkynntur sfðar. Mannréttindamálin víða í deiglunni: ,JEkki stjórnmálalegt bragð heldur grundvallarmál" sagði Carter, sem tekur á móti Bokovsky í Hvíta húsinu í dag Carter Bukovsky Washington, London, Prag og Briissel, 28. febrúar. Reuter. CARTER Bandarfkjaforseti sagði f viðtali, sem birtist f dagblaðinu Washington Star f dag, að um- mæli hans undanfarið um mann- réttindamál f heiminum væru ekki stjórnmálalegt bragð, heldur grundvallarmál og hann sagðist gjarnan vilja gera Bandarfkin að miðpunkti vaxandi umhyggju þjóða heims fyrir mannréttind- um. Hann sagði að frá þvf að hann fyrst gerði þessi mál að umtals- efni hefðu ýmsar þjóðir orðið til þess að lofa stefnubreytingum, er draga myndu úr baráttu gegn andófi. Carter sagðist ekki vilja eigna sjálfum sér það sem áunn- ist hefði, slfkt væri ósanngjarnt gagnvart öðriini þjóðutn, en hann neitaði þvf ekki að hann væri glaður yfir þeim hræringum, sem ummæli hans væru sögð hafa komið af stað. Hann sagði að mannréttindamál væru mál, sem þyrftu mikla umhugsun og hann hefði hugsað lengi um þau áður en hann f jallaði um þau opinber- lega. Carter forseti, sem fyrir skömmu ritaði Andrei Sakharov stuðningsbréf, tekur á móti so- vézka andófsmanninum og útlag- anum Vladimir Bukovsky i Hvíta húsinu á morgun, þriðjudag. Bu- kovsky er á ferðalagi i Bandarikj- unum og átti um helgina langan fund með George Meany, for- manni bandarísku verkalýðssam- takanna, AFL-CIO. Hann mun einnig hitta Mondale varaforseta nú í vikunni en fundi þeirra fyrir helgi var frestað. Bukovsky sagði á stuttum blaðamannafundi í Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.