Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 K jarnf ódur lið- urinn lækkaði NÝTT verð á landbúnaðarvörum tók gildi i gær og nemur hækkun á algengustu búvörutegundum 5—7%. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara hækkar hins vegar um 4.4% og þar af hækkar launaliður bóndans um 7.63% frá siðustu verðlagningu 1. desember sl. Einn liður verðlagsgrundvallar lækkar en það er kjarnfóður, sem lækkar um 2.1% eða um 14000 krónur. Hækkun á einstökum lið- um verðlagsgrundvallar er sem hér segir: Aðkeypt viðgerðavinna hækkar um 7.7%, disilolía um 11.08%, flutningskostnaður um 7.92%, fasteignagjöld um 23.1%, rafmagn um 14.3% og^ýmis kostn- aður um 4.2% en þar er einkum um að ræða kostnað við dýralækn- ingar og lyf. Ljósm. KrttH*1"tur. Á fundi orkuspárnefndar með fréttamönnum í gær. Á myndinni má m.a. sjá Jakob Björnsson orkumálastjóra, sem situr fremst til vinstri. Orkuspá til aldamóta: Til viðbótar Sigöldu þarf þrjár virkjanir á stærð við Hrauneyjarfossvirkjun Loðnuaflinn yfír 13 þusund tonn Höfn. Hornafiroi 1. marz. FRÁ áramótum er heildarafli kominn á land á Höfn f Horna- firði 1281 tonn af bolfiski og 13540 tonn af loðnu eða 14822 tonn. Á sama tím'a í fyrra var bolfiskafli 745 tonn og loðna 8037 tonn, eða 6040 tonnum minni. Bol- fiskaflinn skiptist þannig eftir veiðarfærum: Togarinn Skinney 390 tonn i 5 löndunum. Aðeins einn bátur, Gissur hviti, hefur róið með línu og aflað 320 tonn i 33 róðrum. Fimm bátar hafa verið á togveiðum og er afli þeirra 317 tonn i 35 sjóferðum. Sjö bátar eru byrjaðir með net og hafa farið 69 sjóferðir og er afli þeirra aðeins 254 tonn eða um 3V4 tonn i sjóferð. Loðnumjölsframleiðslan gengur vel og er hún orðin 1500 tonn og búið er að afskipa 420 tonnum af lýSÍ. — Gunnar. TIL AÐ anna áætlaðri raforku- þörf árið 2000 verða tvær virkjan- ir á stærð við Hrauneyjarfoss- virkjun að rfsa hér á landi á árun- um 1980—2000, að Hrauneyjar- fossvirkjun lokinni. Að Sigóldu- virkjun meðtalinni, en Hrauneyj- arfossvirkjun undanskilinni þýð- ir þetta f raun tvöföldun afkasta- getu virkjana landsins. Kemur þetta f Ijós ef skoðaðar eru niður- stöður orkuspár sem samstarfs- nefnd Orkustofnunar, Lands- virkjunar, Rafmagnsveitu Reykjavfkur, Rafmagnsveitna rikisins, Laxárvirkjunar og Sam- bands fslenzkra rafveitna hefur nú látið frá sér fara, og kynnti fjöimiðlum f gær. Samkvæmt orkuspá þessari er gert ráð fyrir að raforkuþörf landsmanna um næstu aldamót verði um 6370 gígawattstundir, en afkastageta virkjana landsins, að Sigölduvirkjun meðtalinni, er um 3300 gigawattstundir. Sé reiknað með að orkuvinnsla Hrauneyjar- fossvirkjunar verði um 1000 gíga- wattstundir þarf tvær aðrar eins til að hægt sé að anna þessari spáðu þörf. í spánni um orkuþörf er siðan aðeins reiknað með þeirri stóriðju sem nú þegar hefur verið samið um, svo verði teknar ákvarðanir um aðra frekari stór- iðju mun sú orka sem til hennar þarf bætast við það sem spá sam- starfsnefndarinnar gerir ráð fyr- ir. Þá hefur orkuspárnefndin lagt til grundvallar spánni mann- fjöldaspá og spá um mannafla í einstökum atvinnugreinum sem Framkvæmdastofnun ríkisins hefur gert, svo breytist þessar spár breytist raforkuspáin einnig. Raforkuspáin er miðuð við þá forsendu, hvað húshitun varðar, að forgangsorka komi i stað oliu til hitunar húsrýmis I dreifbýii og í þéttbýli þar sem möguleikar á öflun jarðvarma eru taldir litlir eða vafasamir sem stendur. Gert er ráð fyrir að þessi umskipti á hitunaraðferð eigi sér stað að 25,7% hækkun auglýsinga útvarps ÁKVEDIN hefur verið hækk- un á auglýsingataxta Ríkisút- varpsins á tilkynningum, sem lesnar eru f hljóðvarpi. Meðal- talshækkun auglýsinganna er 15,7%. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Vagnssonar, fjár- málastjóra útvarpsins, er um fjóra verðflokka að ræða. Lægsti verðflokkurinn hækkar úr 95 krónum orðið í 120 króri- ur eða um 26,3%. í þeim flokki eru jarðarfarartiikynningar, auglýsingar frá kirkjunni og líknarfélógum. Annar flokkur hækkar úr 150 krónum hvert orð i 190 krónur eða um 26,6%. i þessum flokki eru verzlunar- auglýsingar, sem lesnar eru klukkan 09.30 og klukkan 16.00. Þriðji flokkur hækkar úr 180 krónum hvert orð i 225 krónur eða um 25%. í þeim flokki er almennar verzlunar- auglýsingar, sem lesnar eru á öðrum tímum, en getið er um i sambandi við annan flokk. Fjórði flokkur hækkar úr 360 krónum hvert orð f 450 krónur eða um 25%, en íhonum eru tilkynningar, sem lesnar eru eftir kvöldfréttir hvers efnis sem eru. langmestu leyti fyrir 1985. Ef húshitun i þéttbýli verður leyst með fjarvarmaveitum frá olíu- og rafskautakötlum í kyndistöðvum í stað beinnar rafhitunar kæmi af- gangsorka og olía í stað ofan- greindrar forgangsorku að hluta, og lækkar þá rafhitunarspáin, sem þvi nemur. Raforkuspá orkuspárnefndar- innar tekur ekki til afgangsorku til neinna nota, enda hefur sala hennar ekki áhrif á stærð og tfma- setningu virkjana, segir í spánni. Að öðru leyti sýnir raforkuspáin þá orkunotkun, sem að mati nefndarinnar er þörf fyrir á hverjum tima. Hún tekur ekki mið af þvi að orkunotkun verði haldið niðri með beinni skömmt- un, né haldur eð hún haldist niðri vegna þess að orkan sé ekki tiltæk þeim notendum, sem á henni þurfa að halda, vegna takmark- aðrar vinnslugetu orkuvera og/ eða takmarkaðrar flutningsgetu flutnings- og dreifikerf a. Til að áætla þörfina fyrir raf- magn tii húshitunar í hverjum landshluta er I raforkuspánni gerð áætlun fyrur hvern byggðar- kjarna landshlutans og dreifbýlið i hverri sýslu, og metið að hve miklu leyti hægt sé að nýta jarð- hita til húshitunar. Samkvæmt því er rafhitun árið 2000 áætluð minnst á Suðurlandi og Reykja- Framhald á bls. 19 Góður afli Siglufirði, 1. marz — STÁLVÍKIN landaði hér á milli 120 og 130 tonnum af Austfjarða- miðum. Hér eru menn nú orðnir heldur hissa á þvi, að ekki skuli vera flutt hingað loðna, þegar svo mikil löndunarbið er syðra og verksmiðjurnar hér standa aðgerðalausar. Vertíðin hér meðal netabáta er ein albezta vertíðin, sem komið hefur i mörg ár. Er firkurinn, sem veiðst hefur, bæði stór og falleg- ur. Linubatur, sem rær héðan, er með um 6 til 8 tonn í róðri. — m.j. / Ekkert kom fram sem studdi fullyrðingu um fikniefhaneyzlu í skólum NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem fram fór um neyzlu ffkniefna f skóliim, var f gær rædd I borgar- ráði Reykjavfkur. Samkvæmt upplýsingum Krisjáns J. Gunn- arssonar námsstjóra voru niður- stöðurnar þær að ekkert kom fram, sem styður fullyrðinguna um að ffkniefna væri neytt f skól- um eða þau seld þar. Kristján sagði að leitað hefði verið til allra skólanna, skóla- stjóra, kennara og nemenda og til yfirsakadómara og sakadómara í ávana-og fikniefnarannsóknum. Kom þar hvergi neitt fram, sem studdi þessa fullyrðingu, sem svo mjög hefur valdið umtali meðal fólks. Þá sagði Kristján J. Gunnarsson að ákveðið hefði verið i borgar- ráði að blöðum yrði send fréttatil- kynning, þar sem nákvæmar yrði skýrt frá þessum niðurstöðum. áætlunarflug póstf lug.. . Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggöa- lögum. Við fljúgum reglulega til: Hellissands, Stykkishólms, Búðardals, Suðureyrar, Siglufjarðar. Bíldudals, Gjðgurs. Olafsvíkur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavíkur, Blönduóss Flateyrar, Tökum að okkur leiguf lug. sjúkraf lug. vöruf lug hvert á land sem er. Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvélum. öryggi • þægindí • hraði . VÆNGIR h/f REYKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066 — 26060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.