Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 Nú er erfitt að vera spámaður Getraunaþáttur Morgunblaðsins ÞAÐ var ekkf að sökum að spyrja, að um leið og við fórum aftur að spá eftir eigin sann- færingu, þá fór strax að ganga betur (8 réttir af 11). Aldrei þessu vant, erum við ekki ýkja bjartsýnir á snilldarframmi- stóðu að þessu sinni, vegna þess, að við teljum að seðillinn nú sé einn sá erfiðasti í allan vetur. Arsenal — Ipswich X. Eftir góða frammistöðu fyrr í vetur, hafa bæði þessi lið dalað all-mikið upp á síðkastið. Því troðum við meðalveginn, jafn- tefli (1—1). Birmingham — Coventry 1. Hér eigast við tvö rétt miðl- ungs lið, en við teljum, að heimavöllurinn skipti hér megin máli og höllumst því að heimasigri (3—1). Bristol C — Everton X. Everton hefur sótt sig nokkuð undanfarið, en varla fá þeir meir en eitt stig í Bristol, því að heimaliðið er afar erfitt heim að sækja. Jafntefli (0—0). Leeds — Middlesbrough X. Hér finnst okkur jafntefli einnig líklegast, vegna þess, að okkur þykir bæði liðin ólíkleg til taps (0—0). Leicester — Aston ViIIa X. Eitt jafnteflið enn, og ástæð- urnar hinar sömu og í leik Leeds og Middlesbrough fyrir ofan og eins og þau keppa bæði þessi lið að því að hljóta sæti í Evrópukeppninni að ári og er því mikilvægt að tapa ekki að minnsta kosti (2—2). Liverpool — Newcastle 1, Newcastle-liðið er eitt heima og annað úti, en á útivöllum er liðið oft æði örlátt á mörk til handa andstæðingum sínum og teljum við að Liverpool vinni öruggan sigur (3—1). Manchester Utd — Manchester C. Tvöfaldur 1 eða X. Óumdeilanlega mjög athyglisverður leikur. City hefur nú tapað tveim leikjum i röð, eftir mikla sigurgöngu fram að því, en United vinnur hins vegar hvern leikinn af öðrum um þessar mundir og freistumst við því til að hafa aðalspána heimasigur, (2—1). Norwich —Tottenham 1. Árangur Tottenham hefur verið lygilega lélegur í vetur, meira að segja West Ham skor- aði fimm sinnum hjá þeim og annað botnlið, Derby, skoraði átta. Tottenham eiga ekki móguleika gegn all-þokkalegu liði Norwich. Heimasigur (2—0). Stoke — QPR. Tvöfaldur X eða 2. Miðað við hve lið Stoke er slakt, er mesta furða hve vel því gengur að hala inn stigin. QPR hefur farið mikið fram undanfarið og auk þess hefur miklu Ieikjafargi verið létt af þeim undanfarið er þeir voru slegnir út úr bikarkeppnunum ensku. Spá okkar er útisigur eðajafntefli (0—2 eða 1—1). Sunderland — West Ham. Tvö- faldur, 1 eða X. Fram eftir öllum vetri voru lið þessi límd við botninn í fyrstu deild, en nú hefur svo brugðið við að þeim halda engin bönd og vega þau nú á báða bóga hvert liðið af óðru. Einkum hefur Sunderland farið í andlitslyftingu og hefur liðið í þrem síðustu leikjum sínum skorað aðeins tveim mörkum minna en þeir höfðu skorað allan veturinn fram að því. WBA —Derby 1. WBA hefur lítið sýnt af viti á nýja árinu, en Derby er svo lélegt að WBA ætti að kippa því í lag á laugardaginn (2—1). Chelsea — Blackpool. Tvöfaldur 1 eoa X. Jafntefli Chelsea við Bolton í siðustu viku bendir til þess, að liðið sé að ná sér aftur á strik eftir hálfslakt tímabil. í sam- ræmi við það tippum við á heimasigur (2—0). Til vara er jafntefli, ef Chelsea-liðið skyldi enn vera eitthvað miður sín (1—1). — gg- Knattspyrnufélagið Þróttur Arshátíð í Víkingasal Hótel Loftleiða föstudaginn 4. marz og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Miðasala í Klausturhólum Lækjar- götu og Háteigskjöri, Háteigsvegi 1. Síðast var uppselt. Skemm tinefndin. SAGT EFTIR LEIKINN I LINZ VIL VERA AFRAM NÚ ÞEGAR segja má aS íslendingar séu komnir með annan fótinn ! A-heimsmeistarakeppnina I Danmörku að ári, er sjálfsagt sú spurning ofarlega ! huga margra hvort Janusz Cerwinski fáist til áframhaldandi starfa með íslenzka landsliSiS. MorgunblaSiS lagSi þá spurningu fyrir Janusz eftir leikinn ígærkvöldi, hvaS hann hygSist gera: — Ég hef mikinn áhuga á aS starfa áfram aS þjálfun islenzka liSsins, sagSi Janusz. — ÞaS hefur veriS mjög gaman aS vinna meS þessum piltum, þeir eru fullir af áhuga og fúsir aS leggja mikla vinnu á sig. Þess vegna hef ég áhuga á aS starfa aS undirbúningi !slenzka liSsins fyrír keppnina i Danmörku. ef þaS kemst þangaS, og stjórn Handknattleikssambands íslands hefur lýst áhuga sinum á aS ég haldi áfram meS NSiS. VerSur unniS aS því á næstunni aS ég geti komiS málum mlnum þannig fyrir aS ég geti veriS áfram meS liSiS — ef þaS kemst áfram. SigurSur Jónsson, formaSur HSÍ, sagSi þaS vera næsta stórmál HSÍ aS fá Janusz til áf ramhaldandi starfa, — þaS verSur aS takast sagSi SigurSur. íslenzku leikmennirnir eru einnig greinilega á þvi, aS á öllu velti aS Janusz verSi áfram meS liSiS, og kom raunar fram, þegar MorgunblaSiS ræddi viS leikmennina, aS þaS yrSi forsenda þess aS þeir héldu áfram aS leggja eins hart að sér og leika meS liSinu. aS svo yrSi. Um leikinn I gærkvöldi sagSi Janusz. — í þessum leik náSi islenzka liSiS bezta „taktiska" leiknum sem þaS hefur leikiS undir minni stjóm, sagSi Janusz Cerwinski i viStali viS Morgun- blaSiS í Linz I gærkvöldi. Strákarnir gerSu nákvæmlega allt sem fyrir þá var lagt. Samvinnan var ífyrirrúmi I leiknum. Menn hugsuSu ekki um sjálfa sig heldur fyrst og fremst og eingöngu um árangur liðsins. Ég er auSvitaS i sjöunda himni eftir þennan sigur okkar, það var búiS aS vera mikil pressa ð okkur, og hér ! Austurríki var greinilegt aS allir áttu von á fremur auSveldum sigri Spánverja. Ég sagSi áSur en viS fórum frá jslandi aS viS yrSum aS komast ! A-keppnina. Eftir þennan sigur eigum viS mjög mikla moguleika, og nú stefnum viS aS sigri ! leiknum við Holland og þriSja sætinu í keppninni. Hollenzka liSiS leikur fremur einfaldan handknattleik aS mínu mati, en þeir geta samt sem áSur orSiS okkur hættulegir. ÞIÐ VORUÐ EINFALD- LEGA MIKLU RETRI JOSE Perramon, mark- vörður spánska liðsins og bezti leikmaður þess í leiknum f gærkvöldi sagði í viðtali vð Morgunblaðið, að einföld ástæða hefði verið fyrir ðsigri Spán- verja í leiknum. — Við réð- um einfaldlega ekkert við fslendingana, sagði hann, — þeir voru miklu betri en við, og sá sigur sem þeir un u vvr verððdskuldaður. Við vorum á toppnum fyrir þremur mánuðum, og erum greinilega á niður- leið um þessar mundir. Við höfum oft leikið betur en í kvöld, og það er staðreynd að okkur hefði ekki veitt af okkar bezta til þess að eiga möguleika f íslendingana. Þegar Perramon var spurður álits um beztu leikmenn fslenzka liðsins svaraði hann, að það hefðu verið þeir Viðar Símonar- son, Ólafur H. Jðnsson og Axel Axelsson. Ánægður jneð Axel og Olaf SIGURÐUR Jónsson, formaður Handkanttleiksambands íslands, var einn hinna ánægðu íslend- inga í Linz í gærkvöldi: —Það er búið að vinna mjög gott starf að þjálfun islenzkaliðs- ins, sagði Sigurður, — og árangur þess starfs er nú að koma í ljós. Allt þetta starf hefur verið ákaf- lega ánægjulegt, ekki sízt vegna þess meðbyrs sem við höfum haft heima, og þess almenna áhuga sem virðist rikjandi á handknatt- leiknum. — Og ég verð að segja það beint frá hjartanu, sagði Sigurður, — að sennilega hefur enginn verið ánægðari með það hvað þeir Ólaf- ur og Axel komu vel frá þessum leik en ég — þeir voru frábærir. ÞURFUM AÐ NA ÞRIÐJA SÆTINU — Auðvitað er ég ánægður með minn hlut i þessum leik, sagði Axel Axelsson, sem í gærkvöldi lék eins og hann gerði bezt í „hina gömlu góðu daga". — Vörnin var góð hjá okkur í leiknum, og sóknarleikurinn einnig allgóður, sagði Axel, þótt hann dytti reynd- ar niður á köflum. Þá má auðvitað ekki gleyma því að markvarzla Ólafs var stórkostlega góð, og kom þar hið gamla fram, að ef við stöndum okkur í vörninni, þá fylgir hann á eftir. Nú er ekkert annað en að hreppa þriðja sætið f keppninni. FANN MIG VEL í LEIKNUM — ÉG f ann mig mjög vel i þessum leik, sagði Ólafur Benediktsson markvörður íslenzka liðsins i gær- kvoldi."— Það er segín Saga, að ef vörnin stendur sig vel, þá gengur mér betur í markinu. Þetta var góðurleikur, sem við getum verið ánægðir með, og sigurinn var okkur mikilvægur. Ekki má þó gleyma þvi að við eigum Hol- lendinga eftir, og þurfum við auð- vitað að „keyra" á fullu í þeim leik einnig. BINGOÁRSINS I Sigtúni fimmtudaginn 3. marz. Húsið opnað kl. 19.30 og bingóið hefst kl. 20.30. Glæsilegir vinningar Heildarverðmæti vinninga GÓÐIR AUKAVINNINGAR Spilaðar verða 1 8 umferðir. Spjaldið kostar 300 kr. og inngangur 200 kr. 750.000 kr. LITASJÓNVARP 2 sólarlandaferðir með Útsýn. 2 mokkajakkar saumaðir af steinari Júlíussyni feldskera. Vikudvöl í Kerlingafjöllum. Heimilistæki. ferðaviðtæki og fleira frá Heimilistækjum sf. Körfuknattleikssamband Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.