Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 Guðmundur Jónsson á Hvanneyri 75 ára GUÐMUNDUR JÓNSSON, fyrr- verandi skólastjóri á Hvanneyri, er 75 ára í dag. Fimm ár eru nú síðan hann hætti skóiastjórn á Hvanneyri, en sfðan hefur hann unnið mikið að fræðistörfum um landbúnaðarmál og m.a. ritstýrt skrá um búfræðikandidata. Eins og kunnugt er var Guðmundur skólastjóri á Hvann- eyri frá 1946 og átti meðal annars frumkvæði að því að framhalds- - Utanríkisráð- herra Hollands Framhald af bls. 1. alþjóðasáttmálum, sem stjórnin í Prag sé aðili að. Tékknesk blöð hafa ekki getið ummæla hollenzka utanríkisráð- herrans um mannréttindi, en full- trúi tékknesku stjórnarinnar sagði i dag, að skoðanir hans og hins tékkneska starfsbróðui hans færu saman í mörgum veigamikl- um atriðum, og einu ágreinings- efni þeirra værú á sviði hug- myndafræði. Þar væru sjónarmið- in ósamræmileg. í gær var handtekinn í Prag hollenzkur blaðamaður, er hann kom af fundi Jiri Hajeks, fyrrver- andi utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, sem er einn helzti stuðningsmaður „Mannréttinda 77“. Blaðamaðurinn var færður til yfirheyrslu, en sleppt fljótlega. Hann neitaði með öllu að svara spurningum um viðræður þeirra Hajeks. r — Akvörðun Framhald af bls. 32. Ótfmabærar veiðiheimildir nú, áður en stofninn hefði náð veiði- þoli, kynnu að hafa mjög neikvæð áhrif á framtíðarhagsmuni fs- lenzkra fiskimanna og fiskiðnað- ar. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði þessa ákvörð- un norskra stjórnvalda hafa kom- ið mjög á óvart, enda gengi hún þvert á álit og niðurstöður norskra fiskifræðinga, eftir þvf sem hann vissi bezt. íslenzka sjáv- arútvegsráðuneytið myndi taka þetta mál til vendilegrar könnun- ar og hefja viðræður við norsk stjórnvöld þar um. deildin þar var stofnuð. í dag og næstu daga verður Guðmundur Jónsson staddur í Borgarfirði. — Hikum ekki Framhald af bls. 1. til kommúnistarikjanna, Úganda og Suður-Afrfku,“ sagði ráðherrann. Þetta var í fyrsta skipti, sem Owen kom í Neðri málstofuna eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra, og hóf hann umræður til að ræða efndir Helsinki-sáttmálans í Belgrad í júní í sumar. — Jenkins Framhald af bls. 1. A fundi með fréttamönnum sagði Jenkins, að það væri sið- ferðileg skylda bandalagsins að styðja lýðræðisþjóðfélag, sem stæði á veikum fótum. ,,Ef við skellum hurðinni á Soares,“ sagði hann „þá er hætt við því að lýð- ræðið líði undir lok í Portúgal, og það yrði erfitt að rfsa undir þeirri ábyrgð." Mario Soares kemur til Parísar um næstu helgi til að leita stuðn- ings við umsókn Portúgala um inngöngu í EBE. Bretar styðja aðilda þeirra að bandalaginu, en Frakkar hafa hingað til verið tregir til að fallast á hana, einkum vegna þess að þeir óttast að landið verði EBE efnahgasleg byrði. Jenkins benti á það, að búast mætti við því að Spánverjar óskuðu eftir aðild að EBE innan skamms, eða þegar lýðræðislegar kosningar hafa verið haldnar í landinu, og sagði í því sambandi að bandalaginu bæri að gera sér- stakar ráðstafanir með tilliti til Pýreneaskagans í heild. — Ginsburg Framhald af bls. 1. á meðal Yelena Sakharova, Pjotr Grigorenko, fyrrverandi hershöfðingi, og tölvufræðing- urinn Valentin Turchin. Á fundinum voru birtar yfirlýs- ingar Helsinki-nefndarinnar, sem hefur það að markmiði að fylgjast með efndum sáttmál- ans. Meðal annars er því fagnað að Carter Bandaríkjaforseti hafi hitt að máli Vladimir Bu- kovsky, um leið og því er lýst yfir, að andófsmenn muni ekki láta undan síga í baráttu sinni fyrir mannréttindum, þrátt fyr- ir kúgun og þrýsting af hálfu sovézkra stjórnvalda, og hand- tökur andófsmanna að undan- förnu. Meðal þeirra, sem undir- rituðu yfirlýsingarnar, er Andrei Sakharov. — Kommúnismi Framhald af bls. 1. dulnefndi. Boðskapur greinar- innar er ftrekun harðlfnustefn- unnar, sem þeir Carillo, Berlinguer og Marchais hafa að undanförnu hvað eftir annað lýst sig andvfga., Allir hafa þessir kommúnista- leiðtogar lýst því yfir, að flokkar þeirra séu óháðir kommúnista- flokknum í Moskvu, og segja að þeir vilji starfa í samræmi við það lýðræðislega þjóðskipulag, sem rfki f löndum þeirra. 1 greininni segir, að í Evrópu og annars staó- ar vinni kommúnistaflokkar um þessar mundir að því að gjör- breyta þvf efnahagsskipulagi, sem sé afsprengi lýðræðisins, í stjórn sem lúta muni órofa fylk- ingu vinstri afla. — SVR-gjöld Framhald af bls. 32. fyrir einstaklinga fer úr 50 krón- um f 60 krónur, sem er 20% hækkun. Þá var heimiluð verðhækkun á gasoliu. Olía án söluskatts, þ.e.a.s. olía, sem notuð er til húshitunar og i fiskiskip, hækkar um 2 krón- ur úr 28 krónum í 30 krónur eða um 7%. Sé olian seld á bíla hækk- ar hún úr 38 krónum í 40 krónur eða um rúmlega 5%. Olíuhækk- unin er eingöngu tilkomin vegna erlendra verðhækkana, sem raun- ar eru meiri en nemur þessari hækkun, sem heimiluð er hér nú — sagði verðlagsstjóri. I fréttatilkynningu frá Strætis- vögnum Reykjavikur, sem Morgunblaðinu barst í gær, segir að fargjald fullorðinna kosti nú 60 krónur. Farmiðaspjöld með 19 miðum kosti 1.000 krónur, með 44 miðum 2.000 krónur og farmiða- spjöld fyrir aldraða og öryrkja með 44 miðum kosti 1.000 krónur. Einstök fargjöld barna kosta 20 krónur, en farmiðaspjöld með 40 miðum kosta 600 krónur. — Harmar tillögur Framhald af bls. 3 taka þátt í þríhliða viðræðum við verkalýsðhreyfinguna og rikis- valdið um lausn kjaramálanna og sér sambandið því ekki ástæðu til að gera niðurstöður kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambandsins frekar að umræðuefni opinber- lega að sinni. Vinnuveitendasam- bandið vill einungis ítreka að við launaákvarðanir í vor verður að taka fyllsta mið af efnahagshorf- um, spám um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur, eigi að takast að varðveita og treysta þann efna- hagsbata sem hafinn er, stuðla að frekara jafnvægi í þjóðar- búskapnum og vinna að raun- verulegri kaupmáttaraukningu. Stigmögnun verðbólgu og við- skiptahalla, atvinnuleysi og aukn- ing erlendra skulda getur ekki verið markmið neins þjóðfélasg- hóps.“ — Lágmarks- verð Framhald af bls. 2 Það kann að vera að nýr spá- maður sé risinn meðal okkar grá- sleppuhrognaútflytjenda, sem sér betur fyrir markaðshorfur marga mánuði fram í tímann en við hin- ir. Það væri ekki ónýtt fyrir ís- lenzka framleiðendur, ekki aðeins I grásleppuhrognum, ef slíku mætti treysta. Um langan tíma hefur verðákvörðun á grásleppu- hrognum verið tekin af viðskipta- ráðuneytinu í samráði við helztu útflytjendur. Ég tel, að þessi hátt- ur hafi gefizt vel, utan einu sinni, en það var árið 1966, er spámenn þess tfma fengu því ráðið, að verð- ið var ákveðið 135 dollarar fyrir hverja tunnu. Ekkert seldist á þessu verði og um áramótin 1966/1967 lágu um 5—6.000 tunn- ur óseldar. Það, sem ekki var orð- ið ónýtt, seldist á 30 dollara tunn- an á árinu 1967 og kom jafnvel til orða að banna framleiðslu 1967 til að greiða fyrir sölu gömlu hrogn- anna. Það tók svo markaðinn nokkur ár að jafna sig eftir þetta ævintýr.“ „Það er aðeins einn vettvangur, þar sem forráðamönnum íslenzku útflutningsmiðstöðvarinnar gefst kostur á að sannprófa þessar full- yrðingar," sagði Sigurður Mark- ússon framkvæmdastjóri sjávar- afurðadeildar SÍS. „Sá vettvang- ur er ekki á fréttasíðum dagblað- anna, ennþá sfður í auglýsinga- dálkum þeirra, heldur á markað- inum sjálfum, þar sem kaupin gerast.“ Sigurður taldi af og frá, að hægt væri að fá 275 til 300 dollara cif. fyrir hverja tunnu grásleppuhrogna. Lágmarksverð til útflutnings var fyrir nokkru eins og áður er getið ákveðið 250 dollarar, en var 230 dollarar árið 1976. „Næstu dagar munu væntan- lega leiða f ljós, hvað býr að baki þessum fullyrðingum," hélt Sig- urður áfram. „Allir útflytjendur eru vafalaust sammála um, að i þágu íslenzkra framleiðenda beri að spenna bogann sem hæst. Hins vegar ber að varast að spenna bogann það hátt, að hann bresti. Um leið og menn reikna ímyndað tap út úr ímynduðu verði, mættu menn einnig minnast þess raun- verulega taps, sem íslenzkir fram- leiðendur urðu fyrir, þegar brest- ur kom í markaðinn árið 1966. Þá varð verðið ákveðið 135 dollarar á tunnu — það hélt ekki og nokkurt magn mun hafa verið selt á 120 dollara . Sfðan hrapaði verðið allt niður í 30 dollara og hluti fram- leiðslunnar seldist ekki fyrr en árið eftir. Það tók markaðinn mörg ár að jafna sig eftir þetta áfall, eins og sést af því að á næstu árum var útflutningsverðið sem hér segir: 1967 — 50 dollarar, 1968 — 65 dollarar, 1969 — 70 dollarar, 1970 og 1971 — 110 doll- arar, 1972 — 125 dollarar. Von- andi sjá menn af þessari talnaröð, hvað í húfi er.“ Þá sagði Sigurður Markússon: „Sérstök ástæða er til að benda á, að það verð, sem nú hefur verið ákveðið af ráðuneytinu, er lág- marksverð og því hverjum sem er heimilt að selja á hærra verði. Árið 1973 tókst sjávarafurðadeild að selja verulegt magn á 160 dollara, þegar gildandi lágmarks- verð var 145 dollarar. Það var einkum tvennt, sem réð þvf að þessar sölur urðu til þess að hafa áhrif á lágmarksverðið þannig að það var fært upp f 160 dollara. I fyrsta lagi sú staðreynd, að hér var um verulegt magn aó ræða, líklega 30% af heildarframleiðslu ársins. í öðru lagi það, að hér var um að ræða raunverulegar, frá- gengnar sölur, en ekki lauslegt umtal í blöðum." Þá ræddi Morgunblaðið loks við Margeir Sigurjónsson í Steinavör h.f. Margeir sagði að Óttar Ingva- son hefði auglýst með sama hætti í fyrra og hann sagði að fyrir sér væru auglýsingar sem þessar algjör nýjung. Hann kvað ráðu- neytið setja lágmarksverð, en mönnum væri frjálst að selja á hærra verði. Útflytjendur eru ráðgefandi viðskiptaráðuneytinu við ákvörðun lágmarksverðsins og hann kvað um 90% þeirra hafa setið fundinn, sem ákvörðunin var tekin á. Hann kvað margs að gæta við ákvörðun lágmarks- verðsins, því að fyrri reynsla, er það var ákveðið of hátt, hefði verið dýrkeypt. — Stefna okkar Framhald af bls. 1. Blaðafulltrúi varaforsetans sagði að heimsókninni lokinni, að samræðurnar hefðu að mestu snú- izt um mannréttindi, en andófs- maðurinn hefði beint því til vara- forsetans, að nauðsynlegt væri að skilja sálarástand sovezkra leið- toga og sovézku þjóðarinnar. Blaðafulltrúinn skýrði þetta ekki frekar, en sagði að Carter hefði óskað eftir því við Mondale að hann skilaði skriflegri skýrslu um viðræður slnar við Bukovsky, og mundi skýrslan koma að góðu gagni við undirbúning forsetans fyrir Belgradfundinn um efndir Helsinki-sáttmálans í sumar. Um lfkt leyti og Carter ræddi við Bukovsky samþykkti utan- ríkismálanefnd öldungadeildar- innar samhljóða ályktun þar sem skorað er á Moskvu-stjórnina að veita Gyðingum, sem þess óska, leyfi til að flytjast frá Sovét- ríkjunum hið allra fyrsta. Þessi samþykkt utanríkis- nefndarinnar er upphafið af um- ræðu Bandaríkjaþings um áksak- anir á hendur Sovétrikjunum fyr- ir brot á mannréttindum, sem sennilega hefst síðar i þessari viku. — 93 rithöfundar Framhald af bls. 5 ir, Ólöf Jónsdóttir, Sigurður A. Magnússon, Tryggvi Emilsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þór Whitehead, Þórarinn Helgason, Þórir S. Guðbergsson, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Örn Bjarna- son, örnólfur Árnason. 2ja mánaða starfslaun hlutu: Agnar Þórðarson, Ari Gislason, Armann Dalmannsson, Birgir Svan Simonarson, Sr. Björn Magnússon, Dr. Björn Þorsteins- son, Erlingur E. Halldórsson, Geir V. Vilhjálmsson, Gestur Guð- finnsson, Guðmundur Halldórs- son frá Bergsstöðum, Gunnar Benediktsson, Gunnar Dal, Guð- rún Helgadóttir, Guðrún Jacobsen, Hilmar Jónsson, Indriði Úlfsson, Dr. Ingimar Jóns- son, Ingólfur Jónsson, Dr. Jakob Jónsson, Jóhann Hjálmarsson, Jónas Guðmundsson, Kári Tryggvason, Matthias Johannes- sen, Njörður P. Njarðvik, Óskar Aðalsteinn, Ragnar Þorsteinsson, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Ragnarsson, Sigvaldi Hjálmars- son, Snjólaug Bragadóttir, Stefán Júlíusson, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Þórleifur Bjarnason, Þorsteinn Marelsson, Þorsteinn Matthíasson, Þorvaldur Sæ- mundsson. í stjórn Launasjóðs rithöfunda eru: Bjarni Vilhjálmsson, Guðrún P. Helgadóttir og Vésteinn Ólafs- son. — Yfir 7 þús. Framhald af bls. 13. hefur verið rekin. Mörg barnanna hafa dvalið oftar en einu sinni, en þó mun ekki fjarri lagi að áætla að fjöldi einstaklinga sem notið hafa sumardvalar og æfingameð- ferða þessi ár sé liðlega 400. Fyrstu 20 árin var Svavar Páls- son formaður og framkvæmda- stjóri S.L.F. Síðastliðin 5 ár hefur Friðfinnur Ólafsson verið for- maður, en áður hafði hann frá upphafi verið varaformaður. Aðr- ir í núverandi stjórn eru: Guðný Danfelsdóttir, Óli Pálsson, Óttar Kjartansson og Björg Stefáns- dóttir. Forstöðukona er Jónfna Guðmundsdóttir og skrifstofu- stjóri Matthildur Þórðardóttir. Núverandi framkvæmdastjóri er Eggert G. Þorsteinsson. í annarri grein laga S.L.F. segir svo um markmið þess: „Markmið félagsins er að greiða fyrir lömuðu og fötluðu fólki, einkum börnum, á hvern þann hátt sem félagið hefur tök á og stuðlað getur að aukinni orku, starfs- hæfni og velferð þess.“ Starfsemi Styrktarfélagsins hefur á liðnum árum einkum beinzt að endurhæfingu í þrengri merkingu, þ.e. að gera hinn fatl- aða eins líkamlega og andlega hæfan og hægt er. Hjá flestu fötluðu fólki eru því þó alltaf takmörk sett hve langt má ná á þeirri braut og hefur starfsemi félagsins þvf mikið verið miðuð við börn. — Sjóprófin Framhald af bls. 32. ins. Hélt skipherrann þvf fram að hann hefði aldrei heyrt neina til- kynningu um breytta legu kapals- ins. Þá kom einnig fram að breytt lega kapalsins hafði ekki verið tilkynnt sjómælingunum. Hins vegar hefur verið gefin út hafnarreglugerð fyrir Vest- mannaeyjahöfn. Hún er birt f Stjórnartíðindum, B-deiId nr. 119 frá 1975. Þar kemur fram að ekki sé ætlazt til að skip varpi akker- um nánar tiltekið innan svæðis sem afmarkast af línu frá norðan- verðum jaðri nýja hraunsins f Bjarnarey, þaðan í Elliðaey, það- an í Faxasker og frá Faxaskeri með línu suður í Yzta-Klett. Orða- lag f reglugerðinni segir að ekki sé ætlazt til, en þar er ekki talað um blátt bann. Skipherrann bar að hann hefði ekki séð þessa reglugerð. — Minning Jóhann Framhald af bls. 22 ill alvörumaður ekki hvað sfst þegar eitthvað blés á móti. I dag kveðjum við Jóhann hinstu kveðju með innilegri þökk og sárum söknuði. Ég flyt honum kveðjur frá sonum mínum og eig- inkonu fyrir allt hið góða sem hann gerði fyrir okkur og vottum við eiginkonu hans, börnum hans 11, systkinum, barnabörnum 15, frændliði og vinum innilega sam- úð okkar og biðjum við Drottin Guð að blessa hann og leiða hann á þeirri braut sem hann nú er kominn á en okkur er hulin. Pétur Pétursson. t Eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG E EYFELLS verður jarðsungín frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3 mars kl 10 30 Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim. sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð um foreldra hennar Minningarspjöld eru af- greidd i bókabúð Lárusar Blöndal Eyjólfur J. Eyfells börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.