Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977 25 fclk í fréttum Jens í Kaldalóni: Hvað er að frétta? Kjöt- kveðju- hátíð... + Um það leyti sem fast- an gengur í garð eru víða haldnar kjötkveðjuhátfð- ir. En sem kunnugt er mega kaþðlskir ekki neyta kjöts á föstunni. Þessar myndir eru tekn- ar við slfk tækifæri. Vöðvatröllin tvö eru þýsk og er sú mynd tekin á götum Dusseldorf f Vestur-Þýskalandi en á hinni er það mannfjöld- inn á götum New Orleans sem heldur kjötkveðju- hátfð. Nýjasta nýtt frá ítalíu + Ef þið viljirt fylgjast með tfskunni þá verið ekkert að hafa fyrir þvf að klæða ykkur f föt. Stráið bara á ykkur silfur- dufti svona hingað og þangað og þá getið þið farið f partý f Róm. Það gerði þessi leikkona sem heitir Crippy Yocard og ljósmyndararnir tóku a.m.k. eftir henni. Bæjum 15.febrúar. 1977. Veðrátta siðasta hausts var svo með eindæmum góð, að um langt árabil hefur önnur eins veðursæld ekki verið hér um slóðir. En allt frá því um 10. janúar hefir verið rys)ótt veðurfar, og 4. febrúar gekk hér í norðan storm með isingu og brotnuðu þá fjórir rafmagns- staurar í raflínunni milli Unaðs- *dals og Bæja, sem þó tókst fljótlega að gera við. En raf- magnslausir vorum við hér þá i Bæjum í 2 sólarhringa. Á s.l. hausti var lokið við að setja upp nýja raflínu frá Látr- um i Mjóafirði útí Ögur, og á hana hleypt rafmagni frá Blævardalsárvirkjun. En eins og viðar á landi hér, að við hefir viljað brenna, þvarr vatnið í Blævardalsárvirkjun, nú í janúar svo alvarlega að segja má, að nær við liggi að þurr sé, og rafmagnsframleiðslan allt ofan í 30 kilóvött, frá því að geta verið yfir 200 kílóvött, ef nóg vatn er fyrir hendi. Hefur því af þeim sökum verið hörmungarástand í rafmagns- málum Djúpverja. Hins vegar hefur Mýrarárvirkjun staðið sig + Shirley Temple var 6 ára og Jane Withers 8 ára þegar þær léku saman f kvikmyndinni „Bright Eyes" árið 1934. En tfminn stendur ekki f stað og ekkert sýnir það betur og sannar heldur en gamlar myndir. En hér eru þær einmitt að rif ja upp gamlar minningar og skoða gamlar myndir. og einnig slæddist i förina með þeim fyrrverandi stýrimaður af Djúpbátnum þeim til liðveizlu. Og er þeir höfðu fundið 4 af kindunum, og handsamað þær, var ekki til setu boðið til heimferðar, enda stuttur dagur um það leyti árs. Nestuðu þeir sig með að fá kaffi keypt á brúsa sina áður en á Þorska- fjarðarheiði skyldi haldið, sem var ráð hygginna manna. En um það bil er upp Þorska- fjarðarheiði skyldi aka skall á stórhrið, svo illt var að rata, og með því að billinn drap á sér vegna bleytu og snjóa, máttu þeir þar láta fyrir berast um nóttina, og kom þá kaffisopinn í góðar þarfir, en er af degi tók að birta tóku þeir það ráð, að pæla á tveimur jafnfljótum í sortabyl labbandi yfir alla Þorskafjarðarheiði, og voru á þeirri göngu aila götu að mestu myrkra á milli. En kindurnar skildu þeir eftir í jeppanum, enda forboðinn ávöxtur nokkurs staðar útá ómengað land að stíga sínum fæti, enda sem þeir gátu sótt daginn eftir er veður batnaði. En mörgum hefði sjálfsagt þótt það dýrt í Úr Kaldalóni nokkuð vel það sem af er vetrar. Það voru hörmuleg tiðindi þegar garnaveiki skaut upp kollinum hér í Djúpi ( haust. Búið er að slátra um 1 50 ám úr Reykjarfjarðarhreppi, og voru teknar þaðan til slátrunar milli 40 og 50 ær nú í febrúar, að fluttar voru til ísafjarðar og fargað þar. Á hverjum bæ í Reykjarfjarðarhreppi hefir veikinnar orðið vart, en aðeins > einni til tveim kindum á sumum bæjum, en flestu á einum bæ hefir verið álátrað frá bænum Botni í Mjóafirði, eða um það bil 50 kindum. Þar sem Djúpbændum hefir af sumum verið nokkuð álasað fyrir einhliða byggingar fjár- húsa á undanförnum árum, skal hér getið, að nú nýverið er lokið við byggingu 30 kúa fjóss hjá Sigmundi bónda á Látrum í Mjóafirði. En þar er um meira að ræða en veggina stripaða, því svo hefur Sigmundur fyllt fjósið af kúm, að útúr flóir, og mjólkin flæðir beint úr kúnum í nýmóðins mjólkurtanka af fullkomnustu gerð. Það er i frásögur færandi, ekki siður en annað, að bændur nokkrir úr Reykjar- fjarðarhreppi, fóru nokkru fyrir jólin vestur í Skálmardai á Barðaströnd i jeppa, að leita 7 kinda er þar sáust úr flugvél. Ljósm. J. Glslad. pottinn holdið af skjátunum þeim arna, hefði það átt að bera uppi þann kauptaxta, sem reikna hefði mátt við höndlun þeirra. Ekkert lát virðist hér i Djúpi á þeirri rækjugnótt sem daglega er mokað hér uppúr Djúpinu. Hér er stundum eins og yfir borg að líta á heiðbjörtum vetr- ar kvöldum, þegar rækju- bátarnir sigla heim á leið eftir fengsælan dag. Sumar rækju- stöðvarnar búnar nærri að fá þann skammt, sem þeim er ætlað nú um miðjan vetur, en von er um að eitthvað verði úr bætt til viðbótar. Hér blómstra því allar sjávarbyggðir af gullfiskum þeim sem úr djúpi eru dregnir, og er það mála sannast, að nú eru umskiptin svo stórkostleg frá sjómennsku okkar eldri manna, að þegar útí Eldingarnar að komið var, mátti sjá sem i stórborg væri Ijósaþyrpingar útlendra togara svo vandræði voru að koma niður linuspotta, en nú er auður sjór af öllum fleytum nema okkar eigin skipa. Þessu hefði enginn trúað í þá daga að slík veraldar undur ættu þeir eftir að líta í tilveru nýrra tima. Þetta eru þau önnur og mestu straumhvörf i sögu okkar ágætu þjóðar. Lifiðheil. Jens í Kaldalóni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.