Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 7 1- Verðbólgan og kaupmátturinn Það er grátbroslegt að lesa gremjuskrif Þjóðviljans vegna almennrar umræðu I þjóð- félaginu um áhrif óða- verðbólgunnar á kaup- mátt launa Blaðið kemst ekki hjá þvl að viður- kenna að verðbólgan er helzta orsök rýrnandi kaupmáttar rauntekna fólks. en hinsvegar lokar það enn augunum fyrir þeirri launaskerðingu. sem felst I vaxandi hlut samneyzlunnar / skatt- heimtunnar I vinnutekjum alls þorra þjóðfélagsþegn- anna. Verðbólguvanda- málið afgreiðir blaðið með þeirri einföldu, marxísku skýringu. að verðbólgan sé vopn borgara- stéttarinnar til að rýra kaupmátt almennra launa! Svo bemsk er niðurstaða hinnar póli- tlsku sjónskekkju blaðs- ins. Ef blaðið hyggst tlna til rök fyrir staðhæfingu sinni ætti það að skýra eftirfarandi staðreyndir, sem eru geymdar en ekki gleymdar I reynslubanka þjóðarinnar. 0 — 1) Öll 12 ár svo- nefndar viðreisnarstjóm- ar. samstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- flokks varð verðbólgu- vöxtur aldrei meiri en 10—12% að meðaltali á ári — og þótti þó ærinn á þeim árum. ^ — 2) Slðan tók við vinstri stjórn, þar sem ráðherra Alþýðubanda- lagsins fór með verðlags- mál. En vinstri stjómin átti sér tvfburasystur, óðaverðbólguna. enda rauk verðbólguvöxtur upp l 54% á ársgrundvelli I lok stjómarferils hennar. Hvers vopn var óðaverð- bólgan I verðlagsmálaráð- herratlð Lúðviks Jóseps- sonar? 0 — 3) Siðan vinstri stjómin fór frá hefur verð- bólguskriðan hægt á sér, þó hraði hennar sé enn alltof mikill. Á liðnu ári var verðbólguvöxtur talinn rétt rúmlega 30% á ársgrundvelli. Úrtak úr skattframtölum I Reykja- vik og nágrenni leiddi hins vegar I Ijós, að brúttótekjur til skatts hafa hækkað á árinu (1975—1976) um 32% en nettótekjur til skatts um 30% Verðbólgan er ekki aðeins hættuleg gagnvart kaupmætti almennra launa Hún ógnar og rekstraröryggi atvinnu- veganna og þar með atvinnuöryggi fólks. Ekkert þjóðfélag þolir árum saman slika verðbólgu sem hér hefur rlkt um árabil. sem er tvö- til þreföld á við það sem gerzt hefur I nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Verðbólgan er ekki aðeins meinsemd og orsök rým- andi kaupmáttar launa, hún er jafnframt og ekki siður allt að þvi dauða dómur yfir alla sparifjár- myndun i landinu. Hún bitnar ævinlega þyngst á þeim, sem verst eru settir, en eykur hlut annarra. sem kunna að færa sér hana i nyt. Fjólurnar í blómabeði Alþýðu- bandalagsins En það eru fleiri urtir í blómabeði Alþýðubanda- lagsins en verðbólgu- arfleifð vinstri stjórnar- innar. Þar má og lita þá rauðu rós er Alþýðu- bandalagið rauf tengsl kaupgjalds og visitölu sem frægt er orðið enda flokkur „sósíalisma. verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis", eins og segir i haus Þjóðviljans. Það sáði fleiri fræjum i sitt vinstri stjómar beð: hækkun söluskatts, hækkun verðjöfnunar- gjalds á raforku, gengis- lækkun (og fleiri „kaup- máttaraukandi" ráðstöf- unum). Og hver man ekki þing- manns hendur Alþýðu- bandalagsins móti himni réttar árið 1973, þegar samþykktar vóru 2ja ára veiðiheimildir til handa 139 brezkum togurum innan 50 milnanna. Það kennir fleiri grasa i þessum gróðurreit. En það þarf ekki að lesa fleiri blóm af reynslutré Alþýðubandalagsins til að sjá tviskinnungshátt þess; að orð þess og efndir stangast á; að allur áróðursvaðall þess er úr sama efni og ..nýju fötin keisarans". að það er nakinn hentustefnu- flokkur þó með hrein- kommúnískum bakgrunni sé, sem „biður sins tæki- færis"; tækifæris er óða- verðbólgan og afleiðingar hennar geta fætt af sér, ef ábyrg öfl i þjóðfélaginu halda ekki vöku sinni. góð kaup Leyft verð Okkar verð Ríó-kaffi 1 pakki kr.'yjtQ kr. 280 Pillbury's Best hveiti 10 Lbs kr.'54a kr. 487 Maggy súpur 1 pakki kr.^03 kr. 95 Rúsínur 1 kg kr. 580, kr. 525 Nesquik kókómalt 800 gr kr. 58Q. kr. 467 Gunnars mayonnaise líters fata kr.'340 kr. 493 Sirius suðusúkkulaði 200 gr kr.*5K kr. 283 Tropicana stór ferna kr.560 kr. 332 Ath Ath ■ Þetta eru aðeins fáein verðsýnishorn.. ■ einnig verðsamanburð sem sést á tvöföldum ■ verðmerkimiðum er sýnir leift verð og okkar verð. Opið til kl. 10 föstudaga Lokað á laugardögum vl Vörumarkaöurinn hf. M. 1 Armúla 1A Sími86111 SKRIFSTOFU- STJÓRN og gjaldkerastörf Stórt Iðn og innflutningsfyrirtæki á Reykja- víkursvæðinu, óskar eftir að ráða mann eða konu sem getur annast daglegan rekstur fyrir tækisins. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi staðgóða reynslu í bókhaldi og rekstri fyrirtækja, og geti unnið sjálfstætt. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 25. mars n.k. merkt: Rekstur — 2260. Öllum umsóknum verður svarað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Orð Krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 10:00—1 0.1 5. Sent verður á stutt- bylgju 31 metra, (9,5 MHZ.) Orð Krossins, pósth. 4187, Reykjavík. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands h.f. verður haldinn að Hótel Sögu súlnasal, laugardaginn 26 marz 1977 kl. 14.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. grein sam- þykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í afgreiðslu aðalbankans, Banka- stræti 5, miðvikudaginn 23. marz, fimmtudag- inn 24. marz og föstudaginn 25. marz 1 977 kl. 9.30 — 12.30 og 13.00 — 16.00. Bankaráð Verzlunarbanka fslands h.f. Þorvaldur Guðmundsson, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.