Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 Þúsundir skólanemenda á mótmælafundi úti fyrir þinghúsinu f Kaupmannahöfn í gær. Talið var, að um tuttugu þúsund ungmenni hefðu komið þarna saman og var aðalkrafa þeirra að fjölgað yrði skólastundum um fjórar á viku. Sams konar mótmælafundir voru einnig f Árósum og Óðinsvéum. Idi Amin reiður Bandaríkjamönnum Kampala 17. marz NTB. Kekkonen gagn- rýnir Nordmenn Helsinki 17. marz Ntb. IDI AMIN, forseti (Jganda, gagnrýndi í dag Bandarík- in harðlega fyrir að hafa komið sér upp flugstöð f afrísku landi sem sé nán- ast innan seilingar við Kampala, þar sem ekki taki nema klukkustund að fijúga frá stöðinni til Úganda. Ekki tilgreindi Amin þó við hvaða land hann ætti. Utvarpið I Kampala sagði, að Amin hefði gefið þessa yfirlýs- ingu í samræðum við sendifull- rúa Lfbýu í Uganda, Mohammes £I-Bahi. El-Bahi færði Amin persónuleg boð frá Gaddafi for- seta Libýu þess efnis að Amin kæmi í heimsókn þangað. Amin gagnrýndi nýlega bæði Bandarfkin og tsrael mjög harð- lega fyrir að hafa átt aðild að misheppnaðri byltingartilraun gegn honum, eins og sagt hefur verið frá. El-Bahi var hins vegar tjáð f dag, að ástandið nú væri allt annað og betra og engin ástæða til að óttast neitt. París 17. marz Reuter. TALSMAÐUR franska sósfalista- flokksins lét f dag í Ijós hryggð vegna þess að sovézka leyni- lögreglan hefur handtekið Ana- toly Shcharansky, þekktan bar- áttumann sovézkra Gyðinga fyrir auknum mannréttindum. 1 yfir- lýsingu flokksins segir, að þessi BRKTAR verða að vera viðbúnir þvf að grfpa til einhliða aðgerða til að vernda fiskveiðihagsmuni sfna, ef frekari tafir verði á þeirri viðleitni að móta sameiginlega fiskimálastefnu Efnahagsbanda- lagsrfkjanna. Svo segir ' skýrslu þingnefndar, sem birt var f Bret- landi f dag. Þar er þvi haldið fram, að bandalagið hafi vikizt undan því að gæta hagsmuna hinna þriggja síðustu aðildarlanda að bandalag- inu, þ.e. Danmerkur, írlands og Bretlands. Þessi þrjú lönd eru nú mestu fiskveiðilöndin innan bandalagsins og eiga því veru- legra hagsmuna að gæta, sem ekki MALGAGN finnskra sósfaldemó- krata f Helsinki, Suomen Sos- aldemokraatti, hefur það fyrir satt f dag, að Kekkonen forseti hafi sagt að Norðmenn hefi verið beittir þrýstingi til að víkja frá hinni varfærnislegu stefnu sem þeir hafi fylgt f öryggismálum og það beri að harma. Kekkonen seg- ir þennan þrýsting koma frá her- foringjum öfgasinnuðum fylgis- mönnum Atlandshafsbandalags- ins innan Verkamannaflokksins, sem séu þó f minnihluta í Verka- mnnaflokknum, og frá hægri- sinnuðum blöðum, sem leggi hat- ur á Sovétrfkin og hafi nú einnig snúið sér að þvf að taka samskipti Noregs og Finnlands til umræðu. „Breytingin frá fyrra ástandi get- ur haft f för með sér harkaleg pólitfsk viðbrögð sem hvorki okk- Servant- Schrei- ber selur hluta- bréf í L’Express París 17. mars. Ntb. BREZKUR kaupsýslumaður, Sir James Goldsmith, hefur keypt 45% hlutabréfa f franska blaðinu L’Espress af Jean Jacques Servan Schreiber. Servan Schreiber hef- ur á prjónunum áform um að gefa út dagblað, sem snúist ein- göngu um efnahagsmál, og stefn- ir að því að útkoma þess hef jist á árinu. handtaka svo og f jölmargar aðrar á Gyðingum, rithöfundur og öðr- um listamönnum f Sovétrfkjun- um skapi ástand, sem brjóti f bága við meginreglur Ilelsinki- samkomulagsins og þetta veiki detente stórlega f þann mund sem Belgradfundurinn sé að hef jast. verður framhjá gengið, segir i í skýrslunni. Hver sú töf, sem verð- ur á þvi að móta hina margumtöl- uðu sameiginlegu fiskimála- stefnu, mun efalaust skaða brezk- an fiskiðnað og fiskiðnað innan Efnahagsbandalagsins í heild. Nefndin mælir eindregið með því, að Efnahagsbandalagslöndin fái sem mesta einkalögsögu innan 200 mílna lögsögu bandalagsins og telur að slíkt mundi tryggja verndun fiskistofnanna á beztan hátt. Kostnaðurinn við fiskvernd- unina skuli og deilast jafnt milli aðildarríkja. Nefndin leggst eindregið gegn kvótafyrirkomulagi sem aðferð til að vernda fiskstofna og telur hana lítils megnunga. ur né Norðmönnum verður sómi að“ er haft eftir Kekkonen. Að sögn blaðsins sagði Finn- landsforseti einnig, að það væri leitt til þess að vita, að upplýs- ingar lækju frá trúnaðarsamtöl- um sem hann hefði átt, þegar hann var f heimsókn I Osló. Kekkonen hefur endurtekið, að það skipti máli fyrir Finnland, við hverja Norðmenn kjósi að hafa hernaðarsamvinnu. Blaðið segir, að Kekkonen hafi sagt þetta á fundi f sósfaldemó- kratiskum klúbbi f Helsinki, sem uppgjafa stjórnmálamenn eru einkum félagar f, og er K.A. Fagerholm formaður klúbbsins. David Owen mun hitta Ian Smith London 17. marz NTB. DAVID Owen, utanrfkisráð- herra Bretlands, mun að öllum Ifkindum hitta Ian Smith, for- sætisráðherra Ródesfu, að máli f Höfðaborg einhvern tfma f næsta mánuði. Fregnir höfðu verið á kreiki þessa efnis og brezka utanrfkisráðu- neytið staðfesti þær í morgun. Woodham- Smith látin iAindon 17. marz. Reuter. SAGNFRÆÐINGURINN og ævisagnahöfundurinn Cecil Blanche Woodham-Smith lézt I gær f London. Hún varð átta- tfu ára gömul. Fjórar bóka hennar „Florence Night- ingale”, sem kom út 1950, „The Reason Why“, sem kom út þremur árum sfðar, „The Great Hunger" frá árinu 1962 og „Queen Victoria" er kom út fyrir fimm árum eru meðal þeirra bóka hennar sem mest lof hafa fengið. Woodham-Smith þótti sér- staklega nákvæm f söguskoðun sinni og hún var f níu ár að undirbúa bók sína um Florence Nightingale, áður en hún hóf að skrifa hana. Hún var af frskum ættum og bókin „The Great Hunger” fjallaði og enda um hungursneyðina miklu á trlandi um miðja sfð- ustu öld. 2 misheppn- uð flugrán Tókíó 17. marz AP. TVEIR menn, annar vopnaður hnff og hinn að Ifkindum byssu, gerðu tilraun til að ræna tveimur vélum í innan- landsflugi f dag, en bæði mis- tókust, að því er lögreglan sagði frá. Tókst farþegunum að ráðast gegn öðrum ræningj- anna og hinn flúði iifn á sal- erni vélarinnar eftir að hafa slæmt til eins farþegans. Þess- ir atburðir gerðust með sex stunda millibili. Lögreglan sagði að f öðru tilvikanna hefði einn farþegi slasast. 1 annarri vélinni voru 37 farþegar og sjö manna áhöfn, en f hinni voru 173 farþegar og sjö manna áhöfn. Engin tengsl virðast hafa verið milli mannanna tveggja. SÓMIÆSLANDS SVERÐKSS 0G SKJÖLDUR Plakat í fullum litum eftir Kristján Kristjánsson. Stærð: 47 x 57 sm. Fæst í bókaverslunum. IÐUNN Sími12923 Franskir sósíalistar gramir vegna hand- töku Shcharanskys Bretar vilja meiri fiskvernd London 17. marz. NTB. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.