Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 25 tveggja ára viðkynningu, finn ég mig knúinn til að rita nokkur kveðjuorð á blað. Eru þau hugsuð i nafni tengdafólks og þá sérstak- lega sameiginlegs nafna okkar, Steinars Braga, sem nú er móður- afa sinum sviptur, þeim er hann var svo nánum tilfinningabönd- um tengdur. Það skiptir hverja fjölskyldu miklu að tengjast traustu og góðu fólki. Gifting barna okkar Stein- ars lokaði þeim hring giftusam- lega að þvi er okkur hjónin áhrærir. Minnisstæður er sá sól- skinsdagur fyrir tæpum tveim árum, er við kvöddum dyra á stúdentsdegi Guðrúnar verðandi tengdadóttur og stofnuðum til kynna við þetta ágæta fólk. Margs er að minnast á stuttu skeiði sið- an, sem þarflaust er að rekja á almennum vettvangi. Hæst ber brúðkaupsdag barnanna með reisn og höfðingsskap þeirra hjóna og fagra- heillaræðu hús- bóndans. Þar talaði maður, sem þjálfaður var og þrautreyndur við mannrækt. Litla dóttursoninn kallaði hann sólargeislann, sem komið hafð inn á heimilið — og kom inn í líf hans, þegar þrauta- timi helstríðs var i nánd. Fjölskyldu Steinars heitins biðjum við líknar og blessunar, og öllum þeim öldnum og óbornum, sem fara munu á mis við áhrif þessa ágæta mannræktarmanns. Bjarni Bragi Jónsson. Hinn 10. mars síðast liðinn lést á Borgarspítalanum í Reykjavík Steinar Þorfinnsson, yfirkennari við Melaskólann, aðeins fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann var jarðsettur frá Fossvogskirkju i gær, fimmtudaginn 17. mars. Það er ekki ætlun min að rekja æviferil hans eða störf hér að neinu ráði, það mun verða gert annars staðar. Ég vildi aðeins þakka ágætum og tryggum vini okkar hjónanna þær samveru- stundir sem við höfum átt fyrr og síðar. Fréttin um lát hans kom okkur vinum hans ekki á óvart. Við höfðum um skeið fylgst með hinni hetjulegu baráttu hans við þann er enginn fær sigrað. Þessa bar- áttu háði hann af þeirri karl- mennsku og því æðruleysi sem jafnan var hans aðal. En þótt fréttin um lát Steinars kæmi ekki á óvart fór okkur svo sem oft vill verða undir slikum kringum- stæðum, við erum ekki reiðubúin að trúa eða sætta okkur við það ranglæti örlaganna að menn skuli á besta aldri vera hrifnir brott frá ástvinum sinum og lifinu með allri fegurð þess sem birst getur jafnt i hinu smæsta sem hinu stærsta. Steinar bjó yfir heitum og ein- lægum tilfinningum. Hann unni Hfinu og fegurð þess hvort sem hún birtist i litríku, veikbyggðu blómi eða töfraheimum sönglistarinnar. Hann hafði sjálf- ur mikla og bjarta rödd og var í karlakórnum Fóstbræðrum. Þær eru ógleymanlegar stundirnar sem við hjónin og sameiginlegir vinir og kunningjar áttum heima hjá Steinari og Bíbí á hinu yndis- lega heimili þeirra i Skipholti 42. Þá gleymdist argaþras hins dag- lega lífs við músík og söng í góðum vinahópi. Þar var að finna islenska gestrisni eins og hún getur sönnust verið — að mönnum finnist sem þeir séu heima. Það er ekki neitt sérstaklega hrósvert að klöngrast einhvern veginn yfir torfærur þessa lifs ef mönnum er gefin sæmileg heilsa og efni. En það er hrósvert að komast yfir þær án þess að bíða tjón á sálu sinni, að standa við leiðarenda sem maður í þess orðs bestu merkingu. Þetta tókst Steinari. Ég hef kynnst mörgum sönnum mönnum. En að öllum ólöstuðum hef ég kynnst fáum jafnvammlausum og honum og við engan finnst mér betur eiga hin þúsund ára gömlu orð Háva- mála; „sólar sýn“ og „án við löst að lifa“. Við kveðjum Steinar með inni- legri þökk fyrir samveruna. Ef til vill eiga leiðir okkar eftir að liggja saman síðar. Ég og fjöl- skylda mín vottum Bibi og börnum hennar dýpstu samúð okkar. Þau hafa mikið misst. Flosi Sigurbjörnsson. Styrkur er stofn fallinn. Tryggur maki, traustur faðir. Mikill að manndómi, gildur að gjörvuleik. Yfir móðuna miklu, fyrir aldur fram, kvaddur fjörvi frft. Steinar Þorfinnsson var fæddur að Bitru í Hraungerðishr. i Árnes- sýslu 12. maí 1922. Foreldrar hans voru Þocfinnur Jónsson, lengi kunnur veitingamaður I Tryggva- skála, og siðari kona hans, Steinunn Guðnadóttir frá Tungu- felli. Þau voru bæði prýðilega gefin, mestu dugnaðar og sóma hjón, komin af vel metnum og traustum stofnum í bændastétt Árnesinga. Steinar lauk prófi frá Kennara- skóla íslands 1948 og hóf sama ár kennslu við Melaskólann í Rvík. Reyndist hann brátt hinn ágætasti starfskraftur, enda vann hann sig þar upp að vindsældum, viróingu og trausti, svo að hann varð þar yfirkennari 1966 og allt til dánardags 10. þ. m. Auk skóla- starfsins vann Steinar allmikið hér í borg m.a. I lögreglunni á timabili. Alls staðar var hann jafnvel liðinn og virtur, bæði af samstarfsfólki, nemendum og yfirboðurum. Við, sem þekktum hann bezt, skildum það líka vel. Hann hafði tileinkað sér af mikilli kostgæfni allt hið bezta i kennaramenntuninni og bætti þar jafnan við eftir föngum. Þar inn í fléttaðist sálfræðileg ihygli á öllu, sem viðkom umgengnis- háttum, ekki einungis gagnvart nemendum, heldur og öllum og öllu, sem hann hafði eitthvað með að gera. Grundvöllur þessa var þó að sjálfsögðu meðfæddir og þjálf- aðir eiginleikar, svo sem skap- festa og hógværð, ásamt skarpri greind og víðsýni. Auk hinna föstu atvinnustarfa, vann Steinar mikið að félagsmálum kennara. Þar ávann hann sér einnig traust og virðingu, og þar mun ekki hvað sízt hafa reynt á hina eðlislægu sanngirni hans gagnvart skoðunum annarra á öllum sviðum. Steinar var ljóðelskur og hag- mæltur vel, söngvinn, spilaði á hljóðfæri og iðkaði kórsöng. Slikir hæfileikar eru oft ríkir þættir í heilbrigðu og þroskandi félags- og skemmtanalifi, enda var ánægjulegt að vera samvist- um með honum á góðra vina fundum. 11. júli 1953 kvæntist Steinar Jakobínu Helgu Finnbogadóttur frá Hafnarfirði, mikilli afbragðs- konu. Urðu þau samhent um að skapa sér heimili, er í senn væri skemmtilegt og hamingjurikt. Með miklum dugnaði þeirra beggja, ásamt þeirri giftu, sem þeim hefir fylgt, hafði þeim einmitt tekist að stofna og búa upp slíkt heimili að Skipholti 42 hér I borg. Þar hafa þau svo búið við mikla fegurð I öllum skilningi, ásamt 5 börnum sínum, hið yngsta þeirra nú um fermingar- aldur. Kennarastéttin hefir misst merkan og mikinn starfsmann úr röðum sinum. Það er sárt. En sárastur er þó missirinn hjá eftir- lifandi konu og börnum. Ómetan- leg huggun er þó það, að öll börn- in eru hin mannvænlegustu og líkleg til þess að verða stoð og styrkur móður sinnar, og góðir og nýtir þegnar þjóðfélagsins, í anda hins látna föður og mikilhæfu móður. Ég kveð svo Steinar frænda minn og heimilisvin með innilegri þökk fyrir langa og umfram allt góða og þroskandi kynningu og samskipti. Sú kveðja er jafnt fyrir hönd konu minnar og barna okkar. Votta ég svo konu og börnum Steinars, systkinum hans og öllu vinum og vandamönnum mina dýpstu samúð. „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir.“ Og þótt sárt sé að missa og sakna, þá er þó sennilega flestum mest virði, þegar frá liður, að hafa góðs og mikilla mannkosta manns að sakna og minnast. RVk. 15. marz 1977 Halldór Guðjónsson Það er með söknuð i huga, að ég sest nú niður til að festa á blað nokkrar línar til að minnast látins vinar mins, Steinars Þorfinnsson- ar, kennara. Það er erfitt að þurfa að trúa því, að hann sé ekki leng- ur hér meðal okkar sem áttum hann að félaga og vin. Hann hafði að visu kennt las- leika á s.l. ári en úr þvi gerði hann sem minnst, og þótt hann legðist inn á Borgarspitalann i byrjun nóvember s.l. til upp- skurðar, datt mér í fyrstu ekki í hug að alvarlegt væri að. Sterk likamsbygging og heilbrigt liferni veita harðvitugt viðnám sjúkdóm- um. 1 ljós kom þó, að hér var á ferðinni sá illkynjaði vágestur i mannslíkamanum, sem margan hraustan drenginn hefur að velli lagt. Mun fátt um varnir gegn þeim óvini. Smám saman dvinaði þróttar hins æðrulausa karlmenn- is og aðfararnótt hins 10. mars s.l. var hann allur. Við, sem lifur, verðum að sætta okkur við staðreyndirnar. öll er- um við nú fátækari en áður. Eiginkona og börn sjá á bak ástrikum og umhyggjusömum heimilisföður, í frænda- og vina- hópinn er orðið skarð fyrir skildi, kennarastéttin hefur misst menntaðan og hæfan starfskraft. Steinar féll frá langt fyrir aldur fram, aðeins á 55. aldursári. Hann lauk kennaraprófi 1948 og starf- aði síðan sem barnakennari við Melaskólann í Reykjavík og frá 1966 sem yfirkennari við þann skóla. Foreldrar Steinars voru hjónin Þorfinnur Jónsson veit- ingamaðar I Tryggvaskála og sið- ar i Baldurshaga og seinni kona hans, Steinunn Guðnadóttir. Af tiu systkinum Steinars eru áður sex látin: Guðlaug, Guðni, Tryggvi, Haraldur, Einar og Sig- riður. Þau tvö siðast nefndu dóu i frumbernsku en Haraldur dó um tvftugt. Eftir lifa Efa, tviburasyst- ir Steinars, Kristín Hrefna og hálfbræður hans, Einar og Karl Þorfinnssynir. Steinar var fjölhæfum gáfum gæddur og áhugamál hans marg- visleg eins og einatt er um slika menn. Hann lærði orgelleik ungl- ingur í heimahúsum hjá föður sinum og jók síóan við kunnáttu sina með sjálfsnámi. Tók hann lagið og lék undir á orgel I vina- fagnaði á gleðistund, og var þá sem endranær hrókur alls fagnað- ar i sínum hópi. Var hann um tíma hjá Sigurði Skagfield við söngnám og var jafnan eftirsóttur í kóra og sem einsöngvari því Steinar var gæddur óvenju hárri tenórrödd. Átti hann furðu létt með hæstu tóna meðan hann var í þjálfun, og var ekki auðvelt að fylgja honum eftir í þær hæðir. Á siðari árum hafði Steinar lagt nið- ur kórstarf, en áður söng hann með karlakórnum Fóstbræðrum, Þjóðleikhúskórnum og Lögreglu- kórnum í Reykjavi, en hann starf- aði áður fyrr sem lögregluþjónn yfir sumartímann. Steinar var aðdáandi tónlistar og hann var líka unnandi skák- listarinnar, sem sumir vilja þó fremur kalla íþrótt. Var hann furðulega kræfur skákmaður þeg- ar þess er gætt, að hann þjálfaði sig ekki með þátttöku í skákmót- um og skákbækur las hann ekki. meðfæddir hæfileikar gerðu hon- um létt með að tefla. Hann var skemmtilega baráttuglaður keppnismaður og marga hildi háð- um við Steinar á „hvitum reitum og svörtum“. Leið þá timinn oft hratt, er mönnum hafði hlaupið kapp i kinn. Þær stundir koma ekki aftur og þeirra mun ég sakna. Steinar Þorfinnsson var hinn gjörvulegasti maður, meðalmaður á hæð, þrekvaxinn en samsvaraði sér þó vel, þéttur á velli og þéttur í lund, eins og svo vel hefur verið að orði komist. Á yngri árum sínum stundaði Steinar nokkuð frjálsar íþróttir. Komst hann um tíma I fremstu röó langhlaupara okkar og vann til verðlauna i þeim greinum og e.t.v. fleiri þó ég ekki muni það, en hitt veit ég að hann var kapp- samur og fylginn sér í keppni. Steinar kvæntist 11. júli 1953 eftirlifandi konu sinni, Helgu Finnbogadóttur frá Hafnarfirði. Hún er-alltaf köllað Bíbf af kunn- ugum. Blbi er indæl kona, glað- vær, hlý og skapgóð og þau áttu vissulega vel saman hjónin. Þau eiga fimm börn, þrjár stúlkur ot tvo drengi. Öll eru þau í foreldra- húsum nema elsta dóttirin, sem er gift og flutt að heiman. „Ung var ég gefin Njáli,“ mælti Bergþóra, Aftur og aftur komu þessi orð upp i huga mér, þegar ég varð vitni að því með hversu mikilli hlýju og úmhyggju Bíbí stundaði mann sinn í veikindum hans og þar til yfir lauk. Sár er missir barnanna og kon- unnar, er heimilisfaðirinn er svo skyndilega burt kallaður. Ekki síst þegar þess er gætt að Steinar var manna heimakærastur og vildi hvergi fremur vera en heima hjá sér að loknum vinnudegi. Timafrek félagsmálastörf I þágu stéttarfélags hans tóku þó frá honum marga frístundina. Eftir meira en þrjátiu ára óslit- in kynni okkar Steinars veit ég fullvel, að hann kynni mér enga þökk fyrir að hlaða á sig lofi lát- inn. Svo hógvær var hann og laus við að láta á sér bera. Vil ég þvi aðeins segja, að heilsteyptari og drengilegri persónuleika hefi ég ekki kynnst. Ég vil þakka þær mörgu ánægju- og gleðistundir sem ég og við hjónin höfum átt á heimili þeirra Bibi i Skipholtinu. Frá þeim stafaði sú alúð og sá hlýleiki, sem erfitt er að lýsa með orðum en allir finna. í návist þannig vina líður gestunum vel. Ingi Ingimundarson. Steinar Þorfinnsson, yfirkenn- ari við Melaskóla, er látinn. Fregnin barst i skólann að morgni fimmtudagsins 10. mars s.l. Það er erfitt að sætta sig við, að Steinar kemur ekki aftur til starfa i Melaskóla. Hér var hann búinn að starfa í nær 30 ár, fyrst sem kennari og siðar sem yfir- kennari. Okkur grunaði að visu sum hver í það minnsta, að hverju stefndi, en að kallið kæmi svo fljótt, sem raun er á orðin, bjóst enginn við. Þegar skólinn tók til starfa s.l. haust, duldist víst engum, að Steinar gekk ekki heill til skógar, og I nóvembermánuði lagðist hann inn á sjúkrahús, þar sem hann gekkst undir uppskurð. Hann komst ekki til heilsu eftir það og dvaldist lengst af á sjúkra- húsinu. Veikindum sínum tók hann með stillingu og hugarró og lét aldrei neinn bilbug á sér sjá. Þó er mér kunnugt um það nú, að allt frá þvi, að hann var skorinn upp í vetur, vissi hann að hverju fór. Það sýnir hvað styrkur hans og kjarkur var mikill. Steinar Þorfinnsson var fæddur 12 mai 1922 i Bitru i Hraungerðis- hreppi. Foreldrar hans voru Þor- finnur Jónsson veitingamaður i Tryggvaskála á Selfossi og síðar í Baldurshaga í Mosfellssveit og kona hans Steinunn Guðnadóttir. Hann brautskráðist úr Kenn- araskóla íslands vorið 1948. Þá um haustið hóf hann kennslustörf við Melaskóla í Reykjavík og starfaði þar óslitið siðan. Hann varð yfirkennari skólans haustið 1966. Steinar var farsæll kennari, hafði gott lag á að umgangast nemendur, ekki síst þá sem eiga erfitt með að ganga troðnar slóðir og tilsögn hans var skýr og mark- viss. Steinar tók mikinn þátt i félags- málum kennara. Árið 1951 var hann kjörinn i stjórn Stéttar- félags barnakennara í Reykjavik og átti siðan sæti i stjórn og vara- stjórn félagsins um tveggja ára- tuga skeið. Hann var formaður Framhald á bls. 19 Hef flutt skrifstofu mína að Garðastræti 11. Sími 10260 Kristinn Einarsson, hæs taréttarlögmað ur. Nýkomið frá Herrasokkar 9 litir 2 pör í pakka á kr. 499.- Kindakjöt og svið á gamla verðinu. Kjötkjúklingar 820 kr. pr. kg. Kindahakk ........550 pr. kg. Nautahakk .... 750 kr. pr. kg. Unghænur .........580 pr. kg. Opið til kl. 10 I kvöld Lokað laugardag í Skeifunni, en opið í Kjörgarði kl. 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.