Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 1
Bls. 33—56 Sunnudagur 24. apríl Kaflar úr bók SAUL BELLOW um. 1 desember má sjá hann meö loðhúfu og jakkann hnepptan, en aldrei hefur sézt til hans I yfirhöfn. Hann hreyf- ir sig af svo miklum hraða að frakki myndi aðeins vefjast fyr- ir honum. Tvær rosknar konur sögðu mér frá þvi er hann tók eitt sinn leigubflinn þeirra traustataki. Þær voru nýbunar að biðja leigubiistjórann að aka niður I gamla borgarhlutann, þegar umbúðamikill ókunnur maður kom þjótandi, vatt sér inn i bílinn við hliðina á bil- stjóranum og sagði honum lágri röddu hvert skyldi aka. önnur kvennanna varð öskureið, hin hló við þegar hún sagði frá þessu. „Hann lét aka okkur þangað sem við ætluðum að fara,“ sagði hún, „ og tafði okk- ur ekki að marki.“ En borgar- stjórinn var í timaþröng og sá einu sinni andstæðingar hans. Verið getur að kristnir menn og Arabar sætti sig ekki alls kost- ar við stjórn tsraels, en þeir eru vissulega dús við stjórn Kolleks á Jerúsalem. Mér er sagt að án atkvæða Araba hefði Kollek varla verið endurkosinn. Fólk kallar hann i spaugi „arabiska póliti'kusinn". Hann hefur sér- staklega góð tengsl við leiðtoga Múhammeðsstrúarmanna og þeim farnast hér mun betur en þegar Jórdanir réðu rikjum. Og svo hefur Kollek yndi af því að ávarpa kirkjunnar menn og geistlega með allri þeirri til- hlýðilegu lotningu og auðmýkt sem við á. En hápúnkturinn á degi okkar, er þegar við heils- um upp á hinn aldurhnigna griska patríarka. Ég verð að játa að sú stund lætur mig held- ur ekki ósnortinn. kaþólskrar trúar, gefur hann henni lítinn gullkross. Sem hann festir krossinn um háls henni, segir Kollek hálfvandr- æðalega við mig: „Þér takið þetta vonandi ekki illa upp?“ „Nei, hef ég nokkuð á móti slíkri gjöf? Ekki hið allra minnsta. Mér er skemmt og ég hef líka lúmskt gaman af þvi að sjá áhyggjur Kolleks yfir þvi er trúarleg viðkvæmni skyldi hrjá mig. Eins og mörg þúsund ísrael- ar hefur Kollek, að margra ísraela við náin og kröftug sam- skipti við umheiminn. Israelar eru mikið á faraldsfæti. Þeir þurfa á heiminum að halda. Þegar þeir finna þörfina — og hún gerir oft vart við sig — verða þeir að fara langt. Ná- Seinni grein SKILABOÐ berast mér i stríð- um straumum frá borgarstjór- anum í Jerúsalem, Teddy Kollek. Hann býður mér og Alexöndru, konu minni á hljómleika, til tedrykkju með patriarki grisku kirkjunnar; í fornleifaskoðun og hvaðeina. Teddy Kollek man eftir öllu, lætur aldrei hjá liða að hafa samráð við mig, minna mig á það sem honum þurfa þykir, þakka mér fyrir. Skilaboð hans eru svo nákvæm, að mér finnst ég hálfgildings durgur. Kollek er þunglamalegur ásýndum, en þó er hann fjarska snar í snún- ingum og sistarfandi. Hann er á sífelldum þönum, þeytist áfram eins og storm- sveipur og heimspekilegar vangaveltur sækja lítt á huga hans. Andlitið hvilist ekki mak- indalega á kjálkabeinunum, hrukkurnar eru ósviknar hrukkur greinds manns. Nefið er beint, stutt og digurt, hann er rauðbirkinn og hárið er rauðleitt og það dettur alltaf fram á ennið, þegar hann lætur til skarar skriða, tekur tilhlaup og hefst svo handa. Kollek er slíkt afl að það er ógerningur að fella það inn i neina fastmót- aða fræðilega skilgreiningu. Við skyldustörf sin — hann er að sinna þeim sýnkt og heil- agt — brunar hann um borgina á bílnum sínum. Hann fer með mig i ökuferð um hverfin, sem hann hefur látið byggja i aust- urhluta Jerúsalem. Hann kemur í gula bílnum, sem er I eigu bo'rgarinnar og með nokkra aðstoðarmenn með, og. hann sýnir mér garðana, sem hann hefur látið útbúa á auðum svæðum víða i borginni. Þar er meira að segja sérstakur garður ætlaður blindu fólki og þar hef- ur verið komið upp útbúnaði sem lýsir útsýni og gróðri fyrir gestunum. Sjálfur er Kollek áhugamaður um garðyrkju og virðist þekkja hvern runna í borginni og kunna skil á hverj- um krók og hverjum kima. Hann er tölvu likastur þeg- ar hann þylur upp gefendur hvers einstaks hlutar. Svo gef- ur hann fyrirmæli og ritari hans hripar niður: „Við getum komið fyrir dálitlu leiksvæði hérna... Sendi Pétri eða Páli ' bréf um það o.s.frv. ..“ Kollek þekkir alla alls stað- ar. Hann þekkir þá riku og mektugu hvarvetna. Hann þekkir líka alla hina, sem hvorki eru auðugir né voldugir. Kollek er gæddur þeim eigin- leika að tala hreint út úr poka- horninu og hreinskilnin ljómar úr bláum augum hans — en hann hefur engu að síður I heiðri ákveðin formsatriði og kurteisisvenjur. Hann er fágað- ur maður, á sinn hátt. Fram- komu hans mætti líkja við Vín- arbúann með smáblöndu af brezkri sjentilmennsku hrært saman við. Hann talar ensku reiprennandi. Hann er enda aldrei sælli en þegar hann er að hafa ofan af fyrir menntuðum enskum gestum. Kollek var að sögn i sjöunda himni þegar Sir Isaiah Berlin var staddur hér og Kollek var I för með honum einn dag. Hann bauð honum I svo dýrðlegan hádegisverð að minnti á þjóðhöfðingjaveizlu og þar flutti hann yfir sir Isaiah fróðlegar fyrirlestur um Kant og Königsberg. Gefist Kollek nokkurn tíma ráðrúm til að rita endurminningar sinar munu þær verða meiri háttar metsölu- bók og hrífa heim allan. En Kollek hefur fátt gott að segja um sjálfsævisögu Goldu Meir, sem var nýkomin út, þeg- ar fundum okkar bar saman. Ég Kollek og patriarki grísk-kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem. TIL JERHSALEM OG HEIM AFITJR var honum sammála um að bók- in olli mér vonbrigðum. Golda Mejri, þessi litskrúðugi karakter, virðist hafa ritskoðað tilfinningar sínar í bókinni og skoðanir og tileinkað sér þess i stað diplómatiskan og þing- mannslegan stil. Forsendur hennar fyrir þessu eru augljós- lega af pólitiskum toga. I aug- um hennar er hún enn óbeinn aðili að stjórn tsraels og þvi er ljóst að hún vill ekki baka sér óvild bandarískra stuðnings- manna Gyðingarikisins. Snotur orð hennar um Nixon og fleiri eru kannski af einlægni mælt, en þau eru svo innihaldslaus að maður verður litlu nær eftir. Lesandinn reynir að seilast eft- ir innri tilfinningum hennar, koma auga á þær, lesa milli linanna. Ég efast um, að Kollek myndi leggja slik höft á sig, færi hann að skrifa. Hann er frumkraftur, náttúrubarn. Án þess þó að hann opinberi skil- yrðislaust allar tilfinningar sin- ar. I góðu veðri arkar nú Kollek með mér um göturnar og skyrt- an hans er fráflakkandi i hitan- hvorki ástæðu til að hafa uppi skýringar né afsakanir. Kollek, sem kann sig þó öðrum betur, á einnig til að láta allt slíkt lönd og leið þegar honum býður svo við að horfa. Ég get mér þess til að fáir borgarstjórar í heimi beri jafn mikla persónulega umhyggju fyrir kjósendum sínum. Aldrað- ur kaupmaður sagði mér frá þvi að einhverju sinni hefði átt að þrengja að verzlun hans og setja upp umferðarljós rétt við búðardyrnar hans. „Ég fór að, hitta borgarstjórann að máli,“ sagði gamli maðurinn. „Hann setti upp hatt sinn og kom taf- arlaust með mér að sjá hvernig háttaði til. Hann var öldungis sammála mér I því að þetta væri ótækt. Og lofaði að fjar- lægja götuljósin." Og er ekki að orðlengja að ljósin voru færð um set. Kollek er prýddur þeirri dyggð umfram aðrar, að hann er ekta, sannur i gegn. Kærleik- ur hans til borgarinnarog borg- aranna er uppgerðarlaus, þar getur enginn heilvita maður grunað hann um græsku, ekki Patriarkinn er gamall, al- skeggjaður, riðar örlitið i spori. Hann kyssir Kollek á báðar kinnar. Okkur er boðið kaffi og sjö stjörnu griskt koníak. Sam- ræðurnar fara fram á ensku og frönsku og eru ágæta fjörugar. Hans hávelborinheit sýnir þó fljótt þreytumerki. Hann er ný- kominn af biskuparáðstefnu i Amman. Mér heyrist að páfinn hafi stungið upp á ákveðinni dagsetningu fyrir páskana bæði fyrir grísk-kaþólsku og róm- versk-kaþólsku kirkjuna og griski biskupinn I Ámman er reiðubúinn að fallast á það. En patríarkanum er ekki rótt ef rómversk-kaþólska kirkjan á að vera aðalleiðarljós kristninnar í heiminum og hann fær ekki dulið það. Á veggnum hangir litmynd af patriarkanum með páfanum og er hún tekin þegar páfinn kom í heimsókn til Jerú- salem. Þegar patriarkinn vill leggja sérstaka áherzlu á orð sin um páskamálin, snýr hann sér að myndinni, eins og til að aðgæta hvaða áhrif hann hafi á páfann. Þegar hann heyrir að Alexandra var skirð til grisk- grannarikin eru þeim forboðin. Þeir fara því fljúgandi til Evrópu eða Ameríku. Þeir verða að fara og kynnast nýj- ungum, svo að þeir dragist ekki aftur úr. En fleira rekur þá af stað. Útþráin ein sér er rik i brjóstum þeirra. Og nú er þeim ekki hætta búin. Þeir bera isra- elskt vegabréf. Um stóra heim- inn fara þeir stóreygir og áfjáðir. Teddy Kollek nýtur alþjóð- legrar frægðar. Hann þekkir alla stórkallana, i stórum al- þjóðafyrirtækjum, bönkum, há- skólum, stjórnmálaflokkum. Hann þekkir fólk i Brasiliu, Finnlandi og Ródesíu, á virkta- vini hvort heldur er i Washing- ton eða Paris. Hann er inni á gafli hjá fjölmörgum frægum aðilum hvarvetna. Og þessi kunningsskapur er oft meira en bara nafnið tómt og vel það. Enda er Kollek einlægur í öllu, einnig i vináttu sinni. Áhugamál Kolleks er með- al annars viðamikil byggingar- áætlun sem sýnilega hefur sætt nokkru ámæli. En hann lætur hvergi hlut sinn þótt mörg spjót standi á honum. Enda þótt hann geti með léttum leik stjórnað leigubilstjóra með tvær rosknar konur innan- borðs, er langt frá því að vald hans sé algert. Hægrisinnaðir Gyðingahópar valda honum margri mæðu og ýnsir ásáka hann fyrir að afskræma Jerú- salem. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.