Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRtL 1977 Getum tryggt batnandi lífskjör og sterkari stöðu þjóðarbús Á fundi bankaráðs Seðlabankans, er haldinn var í morgun, voru reikningar bankans fyrir árið 1976 stað- festir af viðskiptaráðherra. Um leið lagði bankastjórnin fram ársskýrslu bankans, sem birt verður í dag, en hún hefur að venju að geyma margvíslegar upplýsingar um starfsemi bankans á iiðnu ári og um þróun efnahags- mála. Koma þar fram nýjustu upplýsingar, sem nú liggja fyrir um þróun þjóðarbúskaparins á siðasta ári, en þar er öðru fremur fjallað um þá þætti hans, er tengjast starfssviði bankans, svo sem peninga- og láns- fjármál, greiðslujafnaðar- og gengismál. Ég mun nú að venju gera fyrir bankastjórnarinnar hönd nokkra grein fyrir efnahagsþróuninni á siðastliðnuári, en ræða síðan um nokkur þeirra vandamála, sem nú er við að fást og úrlausnar bíða á næstunni. Ég mun hins vegar að mestu leiða hjá mér umræður um starfsemi bankans á árinu, en formaður bankaráðs hefur þegar fjallað um rekstur hans og ýmis, skyld mál i ávarpi sínu hér á undan. Umskipti til batnaðar Mikil umskipti urðu tii batnaðar í þjóðarbúskap íslendinga á árinu 1976, og staðfestist það æ betur, eftir því sem fyllri upplýsingar liggja fyrir um þróun efna- hagsmála. Eftir hin tvö þungu ár, 1974 og 1975, þegar ytri skilyrði þjóðarbúskaparins fóru hríðversnandi, snerist þróunin til betri vegar á sfðastliðnu ári fyrir áhrif hvors tveggja í senn batnandi viðskiptakjara út á við og árangursríkari og betur samræmdrar hagstjórnar en um mörg undanfarin ár. Árangurinn kom gleggst fram í stórfelldri lækkun viðskiptahallans, sem verið hafði þyngsta áhyggjuefnið árin tvö á undan, en einnig dró nokkuð úr verðbólgu, þótt mun skemmra skilaði í þeim efnum en vonir stóðu til. Ekki er ástæða til þess að rekja hér enn á ný gang hinnar miklu hagsveiflu, sem gengið hefur yfir heims- byggðina undanfarin ár. Islendingum færði hún fyrst einstakt góðæri, en síðan á árunum 1974 og 1975 eina afdrifarikustu breytingu til hins verra í ytri skilyrðum þjóðarbúskaparins, sem dæmi eru um, en afleiðingarn- ar komu bæði fram í stórfelldri verðbólgu og mesta viðskiptahalla, sem þeir hafa nokkru sinni átt við að búa. Þrátt fyrir róttækar ráðstafanir til þess að koma jöfnuði, sem m.a. fólu i sér 8% lækkun þjóðarútgjalda á árinu 1975, varð viðskiptahallinn enn á þvi ári hátt i 12% af þjóðarframleiðslu og varð að jafna hann með stóraukinni skuldasöfnun erlendis auk enn frekari rýrnunar gjaldeyrisstöðunnar. Það hlaut því að vera meginmárkmið efnahagsstefnunnar i upphafi ársins 1976 að draga úr viðskiptahallanum með ýtrasta aðhaldi i þjóðarútgjöldum, ekki sizt að því er varðaði útgjöld ríkisins og opinberar framkvæmdir. Með Iánsfjáráætl- un rikisstjórnarinnar var að þvi stefnt að samræma betur en tekizt hafði árin á undan aðgerðir á öllum sviðum peninga- og lánsfjármála. Þótt greinilegra merkja afturbata í efnahagsþróun umheimsins væri farið að gæta undir Iok ársins 1975, virtist ekki ástæða til að ætla að viðskiptakjör og önnur ytri skilyrði þjóðarbúskaparins bötnuðu að verulegu marki á árinu 1976. Það var því ekki á þeim tima búizt við því, að unnt yrði að lækka viðskiptahallann nema um rúman þriðj- ung, þar sem hafa varð i huga þá hættu, að of strangt aðhald kynni að leiða til enn frekari lækkunar þjóðar- framleiðslu og jafnvel verulegs atvinnuleysis. Þetta snerist þó allt mjög til betri vegar. Þótt afturbatinn erlendis væri enn skammt á veg kominn, fór snemma árs 1976 að gæta hækkunar á hrávörumörkuðum, og varð sérstaklega mikil hækkun á matvælaverðlagi á öðrum ársfjórðungi. Fóru viðskipta- kjör Islendinga því verulega batnandi á árinu, en að meðaltali reyndust þau rúmlega 12% hagstæðari en árið áður, en þá höfðu þau hins vegar rýrnað um 15% frá árinu þar á undan. Með þessari breytingu náðu viðskiptakjörin svipuðu stigi og þau voru í á árinu 1972, en þau voru þó enn um 13% lakari en á árinu 1973. Hækkun útflutningsverðlags hafði fljótlega örvandi áhrif á innlenda tekjumyndun, og átti hún ásamt meiri fjárfestingu en við var búizt meginþátt í því að auka eftirspurn og framleiðslustarfsemi á síðari helmingi ársins. Á árinu 1975 hafði þjóðarframleiðsla dregizt saman um rúm 2%, en vegna rýrnunar viðskiptakjara reyndist lækkun þjóðartekna enn meiri, eða 6%, hvort tveggja metið á verðlagi ársins 1969. Samdráttur eftir- spurnar mun hafa haldið áfram fyrstu mánuði ársins 1976, en undir mitt árið fór þróunin að snúast við fyrir áhrif batnandi ytri skilyrða og aukinnar fjárfestingar. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningatölum hefur þjóðarframleiðslan aukizt á árinu 1976 um nálægt 2% frá fyrra ári, en vegna bættra viðskiptakjara reyndist aukning þjóðartekna rúmlega 5%. Með þvi aðhaidi, sem beitt var i fjármálum og peningamálum og tiltölulega hófsömum launasamningum, þar sem ekki var gert ráð fyrir teljandi breytingum á kaupmætti, tókst hins vegar að halda raunveruiegum þjóðarútgjöldum svo til óbreyttum á árinu, svo að öll aukning þjóðartekna nýttist til þess að draga úr viðskiptahallanum við út- lönd. Áætlað er, að einkaneyzla hafi aukizt um 1% á árinu. Sé hins vegar haft i huga, að um nokkurn samdrátt muni hafa verið að ræða í raungildi tekna og neyzlu á fyrra helmingi ársins, er enginn vafi á þvi, að umtals- verð aukning varð bæði á raunverulegum raðstöfunar- tekjum og einkaneyzlu á siðari helmingi ársins. Fjármunamyndun er taiin hafa minnkað um 3% á árinu 1976, og átti lækkunin öll rætur að rekja til minni fjármunamyndunar atvinnuveganna, en hún dróst sam- an um 17%. Munaði þar mest um minni innflutning fiskiskipa, en auk þess var veruleg lækkun á fjarfest- ingu i vinnslu sjávarafurða, en minni í landbúnaði og iðnaði. Á hinn bóginn varð litils háttar aukning i íbúðarbyggingum, en opinberar framkvæmdir jukust enn nokkuð, einkum vegna mikilla raforkufram- kvæmda. Sá afturbati í viðskiptakjörum og þjóðarframleiðslu samfara aðhaldi i þróun útgjalda og tekna, sem ég hef nú gert stuttlega grein fyrir, skilaði þeim meginárangri I þjóðarbúskapnum á síðastliðnu ári, að það tókst að lækka viðskiptahallann úr 11 —12% af þjóðarfram- leiðslunni, sem hann hafði numið i tvö ár í röð, niður i tæplega 2%. Þótt erlendar skuldir hafi enn vaxið veru- lega og gjaldeyrisstaðan sé veik, eins og ég mun víkja að nánar hér á eftir, urðu umskiptin í þessum efnum meiri en nokkur þorði að vona i upphafi ársins, og með þeim hefur verið tekið stórt skref frá þeirri bráðu hættu, semvofði yfir efnahagslegu sjálfstæði tslendinga, ef viðskiptahallinn við útlönd hefði haldizt á svipuðu stigi og árin tvö á undan. Mun 'eg nú stuttlega rekja helztu stærðir í þróun greiðslujafnaðar á árinu 1976. 15% í vexti og afborganir Heildarverðmæti vöruútflutnings nam 73,5 milljörð- um reiknað á meðalgengi ársins, en það samsvarar nálægt 37% hækkun frá fyrra ári, ef reiknað er til sama gengis bæði árin. Hlutfallslega varð aukningin mest á álútflutningi, eða 116%, en meðalaukning á út- flutningsverðmæti sjávarafurða, sem að sjálfsögðu eru þyngstar á metunum, nam 26%. Rúmlega tveir þriðju þeirrar aukningar stafaði af hækkun á verðlagi sjávar- afurða i erlendum gjaldeyri, en hún nam 18,2%, en tæpur þriðjungur var magnaukning. Utflutningur ann- arra iðnaðarvara en áls jókst um 33% á árinu, en landbúnaðarafurða um 20%. Verðmæti vöruinnflutnings nam á árinu 78,1 milljarði króna, reiknað fob. og á meðalgengi ársins, en það er 1,3% lækkun miðað við árið áður, reiknað til sama gengis. Stafaði öll lækkunin af innflutningi sér- stakra fjárfestingarvara, einkum skipa og minni rekstrarvöruinnflutningi vegna álbræðslunnar. A hinn bóginn varð nokkur aukning á verðmæti almenns vöru- innflutnings, eða rúm 4% miðað við fast meðalgengi. En þar sem innflutningsverðlag hækkaði um nálægt 5%, hefur annflutningur lækkað örlítið að magni. Kem- ur hér fram árangur þess aðhalds á þróun þjóðarút- gjalda, sem ég hef þegar vikið að. Hins vegar sýna innflutningstölur ljóslega, að eftirspurn eftir inn- flutningi fór verulega vaxandi, þegar á árið leið. Er það í samræmi við þá skoðun, að lágpunkti í eftirspurn og þjóðarframleiðslu hafi verið náð á fyrri hluta ársins, en endurvakinn hagvöxtur og uppsveifla í eftirspurn og ráðstöfunartekjum hafi farið að setja æ meiri svip á þróun efnahagsmála, eftir því sem seig á síðara helming ársins. Samkvæmt bráðabirgðatölum varð þjónustujöfnuður- inn hagstæður á síðastliðnu ári um 240 milljónir króna, en hafði verið óhagstæður um nálægt 900 millj. kr. árið 1975 reiknað til meðalgengis síðasta árs. Hlutfallslega varð mest aukning á nettótekjum af samgöngustarfsemi og viðskiptum við varnarliðið, en á móti jukust vaxta- greiðslur til útlanda verulega. Heildartekjur af þjón- ustuviðskiptum námu á árinu 32 milljörðum króna, en þjónustugjöld 31,8 milljörðum. Séu allar þær tölur, sem ég hef nú rakið, um viðskiþti með vörur og þjónustu, teknar saman, kemur í ljós, að viðskiptahallinn við útlönd hefur numið á árinu 4,4 milljörðum króna, en árið 1975 hafði hallinn numið rúmum 24 milljörðum, einnig reiknað til meðalvið- skiptagengis síðasta árs. Sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu lækkaði því viðskiptahallinn frá fyrra ári úr 11,5% af verðmæti þjóðarframleiðslunnar niður í að- eins 1,7%. Þótt þessar tölur ýki hinn raunverulega bata örlltið, þar sem nokkur hluti hans stafar af birgðabreyt- ingu hjá álverinu og minni innflutningi sérstakra fjár- festingarvara, breytir það ekki þeirri meginstaðreynd, að um stórfelld umskipti til hins betra var að ræða i viðskiptajöfnuði-á siðastliðnu ári. Enn stóð þó eftir verulegar viðskiptahalli, sem jafna varð með erlendum lántökum. Fjármagnsjöfnuðurinn, þ.e.a.s. nettóhreyfingar er- lendra lána og hvers konar annarra fjármagnshreyfinga gagnvart útlöndum, var hagstæður um 7,7 milljarða á árinu, sem er 3,3 milljörðum hærri fjárhæð en við- skiptahailanum nam. Batnaði þvi nettógjaldeyrisstaða bankanna sem nemur þeim mismun, þ.e.a.s. 3.350 millj. kr. Mikilvægustu fjármagnshreyfingar eru erlendar lántökur, en á árinu voru notuð ný erlend lán að fjárfið 19 milljarðar kr., em þar á móti komu endurgreiðslur eldri lána að fjárhæð 8,2 milljarðar, svo að heildar- skuldir þjóðarbúsins í formi fastra erlendra lána jukust um 10,8 milljarða á árinu, en það er um 40% minni skuldaaukning en á árinu á undan. I árslok voru þó heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis, reiknaðar á þá- gildandi gengi, komnar í 96 milljarða króna, sem jafn- gildir nálægt 430 þús. króna á hvert mannsbarn i landinu. Vegna aukinna útflutningstekna jókst greiðslubyrðin minna á árinu en við var búizt, en þó varð að verja nálægt 15% af heildargjaldeyristekjum ársins i vexti og afborganir af löngum erlendum lánum, og mun það hlutfall fara enn hækkandi á næstu árum. Vaxandi erlendar skuldir eru því enn eitt meginvanda- málið í íslenzkum efnahagsmálum. Eins og áður segir batnaði nettógjaldeyrisstaða bank- anna um 3.4 milljarða króna á árinu. Þótt þessi bati stafaði í reynd eingöngu af erlendum iántökum, var engu að síður um vel þegna breytingu að ræða eftir stórfellda rýrnun gjaldeyrisstöðunnar árin tvö á undan. Þrátt fyrir þennan bata, var þó gjaldeyristaðan enn neikvæð um 400 milljónir í árslok. Til þess að koma í veg fyrir, að þessi óhagstæða gjaldeyrisstaða hefði í för með sér hættulega skerðingu á lausafjárstöðu þjóðar- búsins út á við, hefur Seðlabankinn á undanförnum tveimur árum gert ráðstafanir til þess að styrkja gjald- eyrisforðann, einkum með lántökum hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Tókst með þessu að auka gjaldeyrisforð- ann verulega á síðastliðnu ári, og nam hann i árslok rúmum 15 milljörðum króna, sem er jafngildi um 80 millj. dollara. Til viðbótar þessu hefur Seðlabankinn yfir allverulegum ónotuðum lánsheimildum að ráða erlendis, sem eiga ásamt gjaldeyrisforðanum að tryggja greiðslugetu þjóðarbúsins út á við og forða þeirri hættu, að Islendingar geti ekki ætíð staðið við skuldbindingar sínar erlendis þrátt fyrir hugsanlegar sveiflur í gjald- eyrisviðskiptum. Hagstæð ytri skilyrði og aðhald Ég hef nú gert grein fyrir megindráttunum í heildar- þróun þjóðarbúskaparins á árinu 1976 og helztu stærð- um þjóðhagsreikninga og greiðslujafnaðar. Sá bati, sem þá átti sér stað, einkum í viðskiptajöfnuði, var vitaskuld að verulegu leyti að þakka hagstæðari ytri skilyrðum, en honum hefði þó ekki verið náð, nema einnig hefði komið til nauðsynlegt aðhald að þróun þjóðarútgjalda. Þetta tókst að tryggja með sæmilega viðunandi hætti, annars vegar með launasamningunum í febrúar, sem þrátt fyrir verulega krónuhækkun launa, fólu í sér viðurkenningu á þeirri staðreynd, að ekki var svigrúm til aukningar á rauntekjum, eins og þá horfði um greiðslujöfnuð og framleiðsluþróun, en hins vegar með betra aðhaldi að þróun útlána og opinberra útgjalda innan ramma lánsfjáráætlunar, sem lögð var fram sam- hliða lokaafgreiðslu fjárlaga. Með henni var sérstaklega að því stefnt að samræma aðgerðir í fjármálum og peningamálum, en á því hafði orðið mikill misbrestur árin tvö á undan. Þótt lánsfjáráætiuninfyrir árið 1976 væri frumsmíð og hún reyndist ekki að öllu leyti reist á réttum forsendum, einkum að þvf er varðaði verðlags- þróun, er lítill vafi á þvi, að gerð hennar var umtalsverð framför í skipulegri hagstjórn á sviði fjármála og peningamála. Mun ég nú rekja nokkra helztu þætti í þróun þessara mála á árinu. Eitt alvarlegasta vandamálið, sem við hafði verið að etja í stjórn fjármála á árunum 1974 og 1975 var mikill og vaxandi greiðsluhalli ríkissjóðs, en meginhluti hans kom fram í skuldasöfnun við Seðlabankann. 1 lok ársins 1975 voru nettóskuldir ríkissjóðs og ríkisstofnana við Seðlabankann orðnar rúmir 10 milljarðar króna, og hafði svo til öll sú skuld orðið til á tveimur árum. Mjög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.