Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRIL 1977 47 Broslegur örugglega betrumbætt liststíl Mazurkys, þó hann þurfi enn nokkur skörp áratog til að komast i örugga höfn í veröld hínna útvöldu. Ferill Mazurkys sem leikara var hvorki langur né merkilegur. Aðal- skrautfjöðrin var að öllum líkindum eitt aðalhlutverkið í fyrstu mynd Kubricks, FEAR AND DESIRE. Að auki lék hann í myndunum TFIE BLACKBOARD JUNGLE og DEATH- WATCH. Næst tók hann sér fyrir hendur að skrifa þætti fyrir Dick Van Dyke sjónvarpsþættina. Siðan skrif- aði hann sitt fyrsta kvikmyndahand- rit I LOVE YOU ALICE B. TOKLAS, og þá var komið að þvi að hann leikstýrði sinni fyrstu mynd, sem var hin geysivinsæla og bráðskemmti- lega satira, BOB AND CAROL AND TED AND ALICE. Næsta mynd hans var öllu slakari, en það var ALEX IN WONDERLAND Hann endurheimti virðingu sína með BLUME IN LOVE. Því næst kom HARRY OG TONTO. sem er næsta mynþ hans á undan þessari, og sú mynd skipaði honum i fremstu röð bandariskra leikstjóra Á næstunni verður frumsýnd nýjasta mynd hans, AN UNMARRIED WOMAN, með Jill Clayburgh og Alan Bates, og þessa dagana er hann að hefja undirbúning að mynd- inni THE TEMPEST. Mazurky hefur tekist með ein- dæmum vel að draga fram löngu liðna daga, létt andrúmsloft upphafs fimmta áratugarins í bóhemahverf- inu, sem þá stóð enn undir þvi nafni og gerði fram á þennan áratug Skarpt mótaðar, marglitar persónur streyma fram úr hugskotum höfund- ar og birtast bráðlifandi á tjaldinu. Hér koma i Ijós bestu kostir Mazurkys: einlægnin sem ætið kem- ur i Ijós i gegnum bráðfyndna ádeil- una, réttlátur og sjaldnast háðsleg- ur. Winters er ýmist spaugileg eða brjóstumkennanleg. Hún ryðst öðru hverju inn i lif sonar síns, og þá á hinum óheppilegustu augnablikum Hálflangar til að koma að honum við eitthvert skammarlegt athæfi, þó smeyk við að komast til botns i hvað hann ætlast fyrir. Baker er frábær, undirleikur hinna klaufalegu og lík- amlega óaðlaðandi hetju, sem kemst áfram á meinfyndni sinni og orð- heppni. Ellen Greene er framúrskar- -andi sem vinkona Bakers Nægilega raunsæ til að kjósa frekar fóstureyð- ingu en vonlítið hjónaband, og óper- kvik-if w mijncJc %U /íðon i \ SÆBJÖRN VALDIMARSSON sónuleg til að sænga með vini þeirra beggja án nokkurrar eftirsjár. Þá er Antonio Fargas ágætur í erfiðu hlutverki kynvillta negrans, eins Lois Smith sem hin sjálfsmorðs- sjúka vinkona þeirra sem hefur gert svo margar hálf-volgar tilraunir til að svipta sig lífi að félagar hennar trúa tæpast sfnum eigin augum, þegar henni loksins tekst að stytta sér aldur. Þá verður einnig að geta verka þeirra, búninga- og leiktjaldahönn- uðanna, Albert Wolsky og Ed Stew- art. Þeir hafa átt drjúgan þátt í að endurlffga minningar Mazurskys; án þeirra framtaks hefði myndin orðið öllu ósannari. Baker sem Larry Lapinsky í ÆSKUFJÖR í LISTAMANNA- HVERFINU. Bond TÓNABÍÓ: LIFIÐ OG LÁTIÐ AÐRA DEYJA („Live and Let Die") Leikstj.: Guy Jamilton. Aðalhlutv.: Roger Moore, Yaphet Kotto ÞAÐ ER nú orðið langt um liðið síðan framleiðendur Bond- myndanna ætluðust til þess að hin ískalda hetja þeirra væri tekin alvar- lega. Það var reyndar ekki nema í fyrstu tveimur myndunum, eða svo. Síðan er Bopd búinn að ganga í gegnum margvíslegt breytingatíma- bil, þar sem reynt hefur verið að laga hann sem best að tíðaranda hvers tíma En ef ég man rétt, leit fyrsta Bondmyndin, DR. NO, dags- ins Ijós fyrir einum þrettán árum svo þær eru orðnar einn lengsti og vin- sælasti framhaldsmyndaflokkur, sem gerður hefur verið. Þá hafa einir þrír leikarar mótað og farið með hlutverkið. Sean Connery var ólíkt nær þeim Bond sem maður kynntist af lestri bóka lans Flemmings, og sem slík- ur, átti hann ómissandi þátt í yfir- bragði og velgengni hinna fyrstu Bond-mynda. Á hinn bóginn er ég ekki frá því að hinn sléttkembdi og. hýri Roger Moore, hæfi betur þeirri skopstælingu af Bond sáluga, sem þessi kaldrifjaða söguhetja er nú orðin í höndum kvikmyndagerðar- mannanna En þar sem búið er að gera Bond. karlinn, að grínfígúru, þá dugar eng- in rómantík, og það verður ekki annað sagt en að L.O.L.A.D hafi heppnast vel sem skop og óhætt að segja að hún sé stórskemmtileg sem gamanmynd. Hugmyndaflug hópsins sem stendur á bak við gerð myndaflokks- ins, hefur síður en svo minnkað og hér fer sáralítið fyrir öllu því tækni- glingri sem orðið var yfirþyrmandi í fyrri myndunum. En þeir áhorfendur sem lesið hafa þá bók Flemings, sem myndin dregur nafn sitt af, ættu að gleyma innihaldi hennar, því hér er á ferðinni ágætis grín- mynd, sem aðeins er lauslega byggð á sögunni. Moore, fellur ágætlega inní þessa nýju Bond ímynd, og kemst vel frá sínu. Sama verður sagt um Yaphet heitinn Kotto. Jane Seymour (THE ONEDIN LINE) er einn ásjálegasti kvenmaður sem sést hefur á hvíta tjaldinu síðan Laura Antonielli, en leikhæfileikar hennar virtust dapur- lega takmarkaðir. Þvi spái ég henni litlu brautargengi, því miður. Pagii ii aætiii uni sern terOast kost á afsláttar- Snúið ykkur til söluskrifstofa okkar, umboðsmanna eða ipulagða hópferð, ferðaskrifstofanna, og fáið nánari upplýsingar, um hverjum samtökum. ”Almennu sérfargjöldin” áður en þið skipuleggið fríið, og , , „ , þið munið komast að raun um að þau eru FARGJÖLD SEM ikvæmt almennum A _ 5% unglingaafslátt, SEM FENGUR ER AÐ. Fargjaldakostnadur fyrir einstakling til þriggja borga, báðar leiðir. Venjulegt fargjald kr: "Almennt sérfargj. kr: Mismunur kr: Afsláttur.. Kaupmannahöfn 80.960 53.740 27.220 33,62% London 71.820 45.840 25.980 36,16% Barcelona 110.760 65.860 44.900 40,54% Fargjaldakostnaður fyrir hjón með tvö börn til þriggja borga, báðar leiðir. Venjulegt fargjaJd kr: Mismunur kr: Afsláttur.. Kaupmannahöfn 242.880 161.220 81.660 London 215.460 137.520 77.940 36,16% 335.280 197.580 137.700 40,54% fwcfelac uimiiam ISLAXDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.