Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 BLÚM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. ® A sumarmálum „í nótt hefur vorið verið á ferli“ enda er sumar- dagurinn fyrsti ný liðinn og Harpa gengin í garð. Nú er sá tími kominn sem margir garðeigendur bíða með hvað mestri eftirvæntingu. Fyrstu vaxtar- broddarnir og lífsmerkin fara að sína sig í garðinum eftir því sem klakinn víkur fyrir hækkandi sól. Hvað hefur nú lifað og hvað hefur orðið vetrinum að bráð? Okkur verður tíðgengið út í garðinn til að gá hvort ekki sé farið að bóla á einhverju nýju síðan í gær. Sumir eru jafnvel svo óþolinmóðir að þeir fara að grafa í moldina með puttunum í leit að lífsmarki með einhverri uppáhaldsplöntunni. En við skulum fara varlega í það. Margur vaxtarsprotinn hefur verið eyðilagður með slíkri forvitni. Við skulum heldur ekki flýta okkur alltof mikið að hreinsa burtu lauf og visnaðar plöntuleifar úr beðunum og setja í safn- hauginn, þvi þó þetta „rusl“ gleðji nú ekki beinlínis augað þá er það til mikils skjóls fyrir nýgræðinginn. Þá er líka hyggilegt að hafa við hendina koppa og kyrnur til að hvolfa yfir það sem lengst er komið og viðkvæmast er, einkum ef næturfrost eru. Þar koma t.d. gamlir blómapottar að góðu gagni. Vorboði Nú eru fyrstu sumargestirnir sem óðast að koma. Vorboóinn fyrstur að venju, síðan vetrargosi, krókus og snæstjarna og má víða sjá fallegar blómabreiður í görðum, einkum móti suðri. Einn er sá gestur sem ekki er vanur að láta á sér standa með vorinu, en það er snigillinn. Þegar lítið er um æti hjá honum er hann harla djarftækur til nýgræðingsins og getur valdið miklum spjöllum. Þetta er því ákjósanlegur tími til að strá út snigla- korni og eitra fyrir hann, því lystin er í besta lagi hjá honum. Gulrótabeðið er náttúrlega tilbúið, varla þarf að spyrja að því. Kannske búið að sá? Og hvað um sumarblómin? Það er nú kominn tími til að fara að hugsa fyrir þeim. Sá í potta eða bakka inni, herða og dreifplanta í sólreiti, sem nú ættu að fara að verða hlýir og notalegir í vorsólinni. Þeir sem ekki eru búnir að fá húsdýraáburð eða skarna í garða sína ættu að gera það sem fyrst og dreifa í beð og á grasbletti. Vonandi eigið þið líka einhvern afgang af áburðinum frá i fyrra sem búið er að brjóta sig í vetur, til að blanda í pottamold og sólreitamold sem ekki má fá of sterkan áburð. Þá er gott að fara að hugsa fyrir tilbúnum áburði — blönduðum garðáburði — til að gauka að ýmsum átvöglum. í steinhæðinni eru ýmsar fjallaplöntur sem eru viðkvæmar fyrir umhleypingum á vorin. Þær eru vanastar því úr heimkynnum sínum að snjórinn skýli þeim eitthvað fram á sumarið. Þeim þyrfti að skýla eftir því sem föng eru á, fjallabúarnir borga skjólið ríkulega með auknu blómskrúði í sumar. Sem sagt, góðir hálsar, í garðinum er ekkert atvinnuleysi framundan og kaupið er alltaf jafn hátt ef við kunnum að meta það! Gleðilegt sumar! Ó.B.G. veruleikinn, gálgahúmorinn, og hin milda satirlska skoðun sem ein- kenndi HARRV OG TONTO. hefur einnig tóninn í myndinni NEXT STOP, GREENWICH VILLAGE Hún er einlæg og sannfærandi uppvakn- ing þess sem bóhemahverfið i New York hafði uppá að bjóða hinum tuttugu og tveggja ára gamla Brook- lyn-búa, Larry Lapinsky, þegar hann hélt i hina örlagariku lifsreisu sína, ákveðinn i að gerast leikari. Myndin nýtur góðs af stórleik tveggja leik- ara; Lenny Baker stendur sig með fádæmum vel sem miðpunktur myndarinnar, leikaraefnið, og Shelley Winters hefur ekki staðið sig eins vel um árabil og hér, í hlutverki hinnar uppnæmu og alltof- umhyggjusömu móður piltsins. N.S., G V. er frekar, fjölmargar, ágætar persónulýsingar, leiftur frá liðinni tið; skissur dregnar af hagleik og tilfinningu, en þó umfram allt af hressilegri, skrumskældri gaman- semi, — en samfelld frásögn. Myndin er byggð á endurminn- ingum Mazurkys, og því sjálfævi- söguleg Virðing hans fyrir maestro Fellini leynir sér ekki, og óneitan- lega svipar N.S.. G.V., um margt til AMARCORD. Það er athyglisvert að bera þessar tvær myndir saman, eins ólikar og umgjörð þeirra og andrúmsloft er. En þau áhrif, sem Fellini hefur haft á list Mazurkys (en hrifning hans fyrir hinum ítalska starfsbróður sínum kom fyrst i Ijós i myndinni ALEX IN WONDERLAND, — hvar Fellini sjálfur kom m.a.s. fram, og var hálf-dapurlegur skuggi af 8'/2), eru greinileg. Þau hafa Nú eiga allir sem hyggja á feröalög fargjaldi allt árið án þess aö fara í sk og án þess aö vera félagsbundinn í ein Til viðbótar allt að 40% afslætti, san sérfargjöldum”, veitum viö sérstakan 21 þeim sem eru á aldrinum 12-22ja ára. Atriði i hinu fraaga bóhemahverfi. Bohemian Rhapsody NYJA BIO: ÆSKUFJOR I LISTAMANNAHVERFINU (..Next Stop. Greenwich Village") Handrit. framleiðandi og leikstjóri: Paul Mazursky. Myndataka: Arthur Ornitz. Tónlist: Bill Conti. Búningar: Albert Wolsky. Leik- tjöld: Ed Stewart. Aðalhlutverk: Lenny Baker, Shelly Winters, Ell- en Green og Lois Smith. Banda- rísk, frá 20th Century-Fox. Gerð árið 1976. Sýningartími: 109 min. NÆMLEGA endurskapaður raun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.