Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 FRÁ LEnBEININGASTÖÐ HÚSMÆflRA ELDAVELAR, nauðsynlegasta heimilistækið, fást í mismun- andi gerðum nú orðið. Ódýr- ustu vélar kosta um 70.000 kr. en þær dýrustu tæplega 3000.000 kr. Á öllum eldavélum er unnt að elda með góðum árangri, en því dýrari sem elda- vélin er þeim mun margbrotn- ari útbúnaður fylgir henni enda hafa neytendur á siðustu árum verið mjög fúsir til að greiða hærra verð fyrir heimilistæki ef þau tryggja húsmóðurinni betri árangur og meiri tíma til annarra starfa. Framleiðendur gera sér grein fyrir þessum óskum neytenda og hafa kappkostað að fram- leiða eldavélar með allskonar útbúnaði eins og tímaklukkum, klukkurofum, steikarmælum, glóðarristum, sjálfhreinsandi ofnum og mörgu fleiru. Fram- leiðendur gera sér lika grein fyrir, að margir neytendur eru reiðubúnir að greiða mikið fé til þess að útlit vélarinnar sé sem glæsilegast. I þeim efnum hafa eldavélaframleiðendur sýnt mikla hugvitssemi. Að þessu sinni verður gerð grein fyrir hinum sjálfhreins- andi ofnum, kostum þeirra og göllum, en hinir sjálfhreins- andi eiginleikar eru ekki ókeypis. Eldavélar með sjálf- hreinsandi ofnum geta verið 10.000—50.000 kr. dýrari en vejulegar eldavélar. I Rád og Resulater" nr. 1 1977 eru birtar niðurstöður af rannsókn sem fram fór í Stat- ens Husholdningsrád um eigin- leika sjálfhreinsandi ofna og verður hér sagt frá niðurstöð- um. Framleiðendur hafa hagnýtt sér tvær mismunandi aðferðir til að fá fram hina sjálfhreins- andi eiginleika. í fyrsta lagi að setja glerung í ofnana sem þolir vel mjög hátt hitastig. Þar með er unnt að brenna óhreinindin burt með því að hita ofninn upp í 500° C; verða þau þá mest- megnis að ösku sem einungis þarf að sópa úr ofninum. 1 öðru lagi hafa framleiðend- ur látið i ofnana gljúpan gler- ung, sem meðal annars hefur að geyma málmoxið en þau efni ásamt hinu mikla yfirborði á glerungnum hafa þau áhrif að súrefni loftsins kemst betur að til að brenna burt óhreinindin. Sá bruni fer fram við venjulegt hitastig í bakarofni þegar hann er í notkun eða við 200—250° C. Slikur glerungur er að sjálf- sögðu mun dýrari en vejulegur glerungur. Þó að ofnhreinsunin fari fram á meðan ofninn er í notk- un, nægir sá tími ekki ætíð til þess að hreinsa ofninn. í besta tilviki þarf að hafa straum á ofninum í 'A klst til viðbótar í hvert skipti sem búið er að steikja kjöt í honum. Þar með eykst orkunotkunin um Vá. En jafnvel þótt logað hafi á ofnin- um í lengri tíma vérður hann ekki alveg hreinn. Það þarf ætið að hreinsa þá fleti I honum sem ekki eru húðaðir með þess- um sérstaka glerungi og þar að auki brenna ekki ætið öll óhreinindin burtu, sérstaklega þegar um sykur og fituslettur er að ræða. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að ending hinna sjálfhreinsandi eigin- leika virðist vera takmörkuð. Þeir koma ekki að verulegu gágni nema í 2—3 ár ef ofninn er notaður á eðlilegan hátt hjá 4-manna fjölskyldu. Eftir þanri tíma þarf að hreinsa ofninn á venjulegan hátt. Mjög erfitt er þá að halda honum hreinum þar sem glerungurinn er svo viðkvæmur og gljúpur. Þeir ofnar sem húðaðir eru með glerungi sem þolir mjög hátt hitastig eru hreinsaðir þannig að ofninn er hitaður upp í 500° C og eftir 3 klst. er hann orðinn tandurhreinn og alveg eins og nýr. Það þarf ein- ungis að þurrka burt dálitla ösku með rökum klút. Mikil orka fer í slíka hreinsun eða um 6—7 KWH. Nauðsynlegt er að einangra slíka miklu betur en venjulega ofna og þar með verða þeir sparneytnir á raf- magn en sú orka sem kann að sparast við notkun eyðist held- ur betur við hreinsunina. Ofninn er læstur á meðan hreinsunin fer fram, en ofnrúð- an að framanverðu verður mjög heit eða um 220°C, þar sem erfitt er að einangra hana. Litil börn geta brennt sig illa á ofn- hurðinni og eiga þvi ekki að vera i eldhúsinu á meðan hreinsunin fer fram. Ofnhurðum á venjulegum ofnum hættir einnig til að hitna of mikið. Hitastigið á ofnhurð- um á öðrum eldavélum sem voru rannsakaðar, var frá 144° til 185°, þegar kveikt var á ofninum. Þegar hitastigið fer fram úr 55ÖC, geta menn brennt sig á henni. S.H. Þetta er eðlilegt lunga með þeim gulleita blæ. Hvítl hlutinn efst á þessu lunga er krabbamein. sem ber heilbrigði þess vitni. sem hefur eyðilagt þetta líffæri. Samkvæmt vísindalegum rannsóknum er sannað að ef þú reykir eru líkurnar á því að þú verðir lungnakrabbameini að bráð margfalt meiri en hjá þeim sem reykja ekki. Ef þú ert einn þeirra íslendinga sem reykja enn gætu lungun í þér verið farin að líkjast lunganu á myndinni til hægri. Hugsaðu um það næst þegar þú kveikir þér í sígarettu ... ef þú gerir það þá oftar. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Einmenningur hjá Barðstrendingum 3ja kvölda einmenningur, úr- slit (2 umferð. Sigurbjörn Ármannsson 201 Hermann Ólafsson 196 Arnar Ingólfsson 193 Finnbogi Finnbogason 190 Ragnar Þorsteinsson 190 Þórarinn Árnason 190 ”Patton”-keppni í fullum gangi hjá Ásunum SL. mánudag hófst hjá Ásunum hraðsveitakeppni með svo- nefndu „Patton"- fyrirkomulagi, og er þetta mót kennt við fyrsta formann félagsins, Þorstein I. Jónsson skólastjóra í Reykholti, Biskupstungum. Hann er hinn eiginlegi „faðir" félagsins, en eins og kunnugt er klufu sig nokkrir félagar úr B.fél. Kópa- vogs á sínum tima, og stofnuðu BÁK árið 1969. Þátttaka í mót- inu er allgóð, eða 10 fullskip- aðar sveitir. Spiluð eru lo spil á milli sveita, án skiptingar inn- byrðis, alls 3 umferðir á dag. Staða efstu sveita að loknum 3 umferðum er þessi: 1. Sveit Skúla Einarssonar 73 stig 2. Sveit Sigmundar Stefáns- sonar 64 stig 3. Sveit Ármanns J. Lárussonar 63 stig 4. Sveit Kristjáns Blöndals 50 stig Meðalskor er 48 stig. Athygli er vakin á þvi, að ekki er spilað næsta mánudag vegna firmakeppni Bridgesambandsins. Sjálfsagt er að gefa félögum BÁK tæki- færi til að taka þátt I henni sem öðrum mótum á vegum BSÍ. Leiðréttur skal smámisskiln- ingur sem kom fram i siðasta bréfi minu, að sveit Jóns Andréssonar bar sigur úr býtum í „Patton“-keppninni í fyrra, en afturámóti er það rétt, að sveit Ólafs Lárussonar varð „Vormeistarar", þ.e.a.s. bar sig- ur úr býtum i lokamótinu í fyrra. Barometer í Breiðholti ÞRIGGJA kvölda barometer er hafinn hjá Bridgefálagi Breið- holts með þátttöku 22 para. Spilaðar eru 7 umferðir á kvöldi og 4 spil við parið. Staða efstu para: Jóhann—Gunnlaugur 71 Guðmundur—Jóhann 71 Guðlaugur — Óskar 51 Kristján — Sigfús 51 Meðalárangur 0. Ekki verður spilað á þriðju- daginn vegna firmakeppni BSÍ. önnur umferð verður spiluð 3. maí. Úrslit í fjögurra liða keppninni sem TBK hafði for- göngu um og vann EINS og fram hefir komið f þættinum hefir verið komið á fjögurra liða keppni milli félaga vfðs vegar að af landinu. Er þar um að ræða Tafl- og bridgeklúbbinn f Rvfk, Bridge- félögin á Akureyri og Horna- firði og Bridgefélag Egilsstaða- og Héraðsbúa. Fór fyrsta keppnin fram 1.—3. aprfl sl. og lauk þeirri viðureign með sigri TBK sem hlaut 14 vinninga, Akureyr- ingar fengu 11 vinninga, Egils- staða- og Héraðsbúar 9H vinn- ing og Hornfirðingar ráku lestina með 1 'A vinning. Mótsnefnd hefir sent frá sér pistil yfir úrslit einstakra leikja og fer hann hér á eftir. Hornfirðingar gegn T.B.K. 24 spil Borð 1 Árni Stefánsson Þórhallur Þorsteinsson 8—12 Borð 2 Jón Gunnar Gunnarsson Sigurbjörn Ármannsson 0—20 Borð 3 Jón Július Sigurðsson Rafn Kristjánsson 0—20 Borð 4 Magnús Árnason Eirikur Helgason 10—10 Borð 5 Sigurvin Ármannsson Erla Eyjólfsdóttir 0—30 Borð 6 Ingi Már Aðalsteinsson Haraldur Snorrason 0—20 Akureyringar gegn Horn- firðingur 24 spil Borð 1 Alfreð Pálsson Árni Stefánsson 20—0 Borð 2 Ævar Karlsson Jón Július Sigurðsson 20—0 Borð 3 Örn Einarsson Kolbeinn Þorgeirsson 20—0 Borð 4 Páll Pálsson Magnús Árnason 20—0 Borð 5 Stefán Vilhjálmsson Jón Gunnar Gunnarsson 20—0 Borð 6 Ingimundur Árnason Ingi Már Aðalsteinsson 20—0 Egilsstaða- og Héraðsbúar gegn TBK 16 spil Borð 1 Kristján Kristjánsson Bernharður Guðmunds- son 7—13 Borð 2 Þórarinn Hallgrimsson Þórhallur Þorsteinsson 1—19 Borð 3 Björn Pálsson Tryggvi Gíslason 14—6 Borð 4 Bergur Sigurbjrönsson Sigurbjörn Ármanns- son 17—3 Borö 5 Jónas Einarsson Guðrún Jörgensen 10—10 Borð 6 Bergur Ólafsson Bragi Jónsson 0—20 T.B.K. gegn Akureyringum 24 spil Borð 1 Gestur Jónsson Alfreð Pálsson 12—8 Borð 2 Bernharður Guðmunds- son Ævar Karlsson 17—3 Borð 3 Þórhallur Þorsteinsson örnEinarsson 20—0 Borð 4 Rafn Kristjánsson Páll Pálsson 1—19 Borð 5 Ólafur Adolfsson Stefán Vilhjálmsson 16—4 Borð 6 Kristin Þórðardóttir Ingimundur Árnason 14—6 Hornfirðingar gegn Egilsstaða- og Héraðsbúum 24 spil Borð 1 Árni Stefánsson Kristján Kristjánsson 6—14 Borð 2 Jón Július Sigurðsson Þórarinn Hallgrimsson 0—20 Borð 3 Kolbeinn Þorgeirsson Björn Pálsson 2—18 Borð 4 Magnús Árnason Bergur Sigurbjörnsson 0—20 Borð 5 Jón Gunnar Gunnarsson Jónas Einarsson 5—15 Borð 6 Sigurvin Ármannsson Bergur Ólafsson 12—8 Egilsstaða- og Héraðsbúar gegn Ákureyringum 16 spil Borð 1 Kristján Kristjánsson Alfreð Pálsson 8—12 Borð 2 Þórarinn Hallgrímsson Páll Pálsson 20—0 Borð 3 Björn Pálsson Örn Einarsson 12—8 Borð 4 Bergur Sigurbjörnsson Stefán Vilhjálmsson 4—16 Borð 5 Jónas Einarsson Ævar Karlesson 0—20 Borð 6 Bergur Ólafsson Ingimundur Árnason 0—20 Sýslumaðurinn í Austur- Skaftafellssýslu gaf veglegan farandbikar til keppninnar. Ákveðið hefir verið að næst verði spilað á Egilsstöðum næsta ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.