Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 Menningar- báknið mikia sem rísið er íParís p; , ...— , . . : : ............................................................... .......................................................................................................................................................................... ... í tónlistardeildinni erm.a, hljómlistarsalur með færanlegu lofti, veggjum og gólfi, þar sem gera má hvers konar tilraunir með hljóðið. Og þar eru líka hin flóknustu tæki fyrir elektróniska tónlist. „Ég á þá ósk heitasta að París eignist menningarsetur, sem í senn verði safn, skapandi menningarmið- stöð, þar sem myndlistin situr við borð með tónlistinni, kvikmyndum, bókum, hljóðmyndarannsóknum o.s.frv., sagði Pompidou heitinn Frakk- landsforseti í desembermánuði 1969. Menningar og listamiðstöð í París 31. janúar sl. opnaði núver- andi Frakklandsforseti þessa mennmgarmiðstöð I Beaubourg í París, að viðstödd- um 4000 gestum víðs vegar að úr heiminum og er þessi mið- stöð menningar- og lista kennd við hinn látna forseta. Á sviði menningar og lista er þetta óumdeilanlega talmn merkasti viðburðurársins, ekki aðeins í Frakklandi, heldur líka víðast annars staðar Aðsókn er gífur- leg, skrif og umtal ómælt og flestir eru sammála um að þarna hafi París aftur náð sæti sínu sem listamiðstöð heims- ins, eins og hún hefur lengst af verið á undanförnum öldum, þó nokkur lægð yrði eftir 1950, þegar borgir á borð við New York virtust fara fram úr París. Telja gagnrýnendur að þetta risafyrirtæki muni nú aft- ur draga til Parísar listamenn í ofannefndum greinum og þar með skapist frjósamur jarð- vegur fyrir þær, enda allt miðað við nútímalistir. Sumum Frökkum finnst þó nóg um, því sjöundi hlutinn af öllu þvi fé, sem fer til reksturs í menn- ingarmálum í landmu, verður bundinn við starfsemina. Reksturskostnaður er meiri en fer nú til allra annarra safna í Frakklandi. Óttast þeir að þetta komi niður á öðrum verk- efnum. Skoðanir eru líka nokkuð skiptar á þessari risabyggingu. A m.k. er hún allt öðru vísi en menn áttu von á. Sumir líkja henni við risastórt skemmti- ferðaskip og aðrir við olíu- hreinsistöð. Byggingin stendur ekki á jörðmni, heldur er hún hengd upp á súlur, eins og tengibrú. Burðarbitar og ál- pipur liggja utan á henni, sums staðar utan við glerveggi, og stórir sivalningar hlykkjast eins og ormar upp með húshlið- unum. í þeim eru rennistigar, sem dæla gestum upp um allt húsið. Eru hólkarnir glærir þeg- ar ofar dregur, svo að gott útsýni fæst á leiðinni upp yfir alla París, en af færiböndunum stigur gesturinn svo beint inn í miðjan sal, sýningu eða bóka- safn, sem eru á viðkomandi hæð. Salirnir eru opnir, engin súla eða skilrúm þar, og mikið svigrúm til að flytja til og byggja upp starfsemina á svæðmu. Flefur arkitektunum Richard Rogers frá Englandi og Renzo Piano frá Ítalíu, sem sigruðu i tillögusamkeppni, sannarlega tekizt að skapa byggingu, sem vekur athygli og sem flestir telja muni verða mjög hentug fyrir þá marg- brotnu starfsemi, sem henni er ætlað að hýsa. Og rýmið er ekki skorið við nögl. 800 starfsmenn og 10 þós. gestir á dag Byggingin er 100 þúsund 'fermetrar að stærð, á fimm hæðum, Húslengdin er 150 metrar og breiddin 60 metrar. Burðarbitarnir emir eru tvisvar sinnum þyngri en i Eiffelturninum. 250 loftræsti- vélar halda loftinu i bygging- unni hreinu og hæfilega þurru fyrir listaverkin og sjónvarps- vélar eru um allt til að fylgjast með þjófum. Um 800 manns munu starfa í byggingunm og 10 þúsund gestir rúmast þar auðveldlega á dag, án þess að skapa umferðarerhðleika, svo einhverjar tölur séu nefndar Þetta er i rauninni ekki undarlegt, þegar haft er í huga að í Georges-Pompidou- menningarmiðstöðinni munu 1 300 manns i einu geta leitað sér upplýsinga í milljón bókum og 300 þúsund hljóðmynda- plöggum, nútímalistasafnið í París haft þar fasta sýningu á sínum 1100 verkum, um leið og skammtímasýningar fara þarfram, iðnhönnunarmiðstöð- in boðið fram upplýsingar um- iðnaðarframleiðslu, sýningar í húsagerðarlist verið í gangi og tónlistarmiðstöðin starfað að hljóðrannsóknum i sínum neðanjarðarsalarkynnum. Svo ekki sé minnzt á starfsemi á borð við sýningar kvikmynda- safnsins, leiksýningar, al- menna fyrirlestra, uppeldisleik- svæði barna og veitingasali. Hin mikla bygging stendur þar sem áður voru ,,Les Halles", hinir frægu skálar í París með matvælamark- aðinum, þar sem bændur og framleiðendur komu með varn- ing sinn inn á nóttunni og seldu eigendum verzlana og veitingahúsa birgðir fyrir dag- inn en allt var á bak og burt á daginn. Þeir sem seinir voru í rúmið héldu þangað á litlu veitingastaðina að fá sér franska lauksúpu og eitthvað að drekka. En markaðurinn hef ur nú verið fluttur i nýtízku skála fyrir sunnan París og gömlu hallirnar rifnar. Lengi höfðu verið áform um að koma upp stóru bókasafni. Siðan sáu framámenn listasafnsins mögu- leika á fjármögnun með því að slá sig saman við safnið: Loks sáu Frakkar þarna tækifæri til að ná aftur heim til Frakklands sinu frægasta tónskáldi, Pierre Boulez, sem lengi hafði starfað erlendis, nú síðast sem hljóm- sveitarstjóri New York fil- harmoníunnar. Hans freistuðu þeir með því að bjóða honum hljóðrannsóknastofu og tón- listarmiðstöð, sem liklega er Parísarbúar horfa undrandi á þessa furðulegu mennmgarverksmiðju, sem risin er upp í gamla hverfinu í Beaubourg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.