Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 39 irnir höfðu ekki tima til að bíða eftir mér. Felix: Þér sögðuð einu sinni, að þér hefðuð sótzt eftir vináttu karl- manna, af því að þér gætuð aðeins í karla hópi rætt um vandamál lífsins og tilverunnar að nokkru gagni. Herra Rubinstein, hvað hafið þér þá gert við hinar mörgu konur, sem þér hafið kynnzt á lífsleiðinni? Rubinstein: Elskað þær. Ein- faldlega elskað þær. Fyrir mér eru konur aðeins ástamál. Ef kona var falleg, vakti hún alltaf athygli mína. Sama hversu heimsk hún var. Þvi að ég vissi, að þar væri þó brjóst að finna. Hvernig skyldu þau vera, hugsaði ég mér, hvað skyldi koma í Ijós, þegar kjóllinn fellur? Skyldu þau vera stinn? Litil? Skyldu brjóst- vörturnar vera svartar, eða rós- rauðar, eldrauðar? Ég hafði feiki- legan áhuga á þessu. Konur, sem heilluðu mig, kunnu að brosa fallega, þær sem leyfðu mér að vera pinulítið nærgöngull — ég þarfnaðist þeirra allt mitt líf. Af hverju segi ég þarfnaðist? Ég þarfnast þeirra stöðugt enn þrátt fyrir mín níutíu ár. Ég heillast alltaf enn af konu, sem hefur fallegt hár eða segir eitthvað fallegt við mig. Einfaldlega af því að hún er kona. Konur þurfa að minni hyggju hvorki að vera sér- staklega gáfaðar eða bera mikla persónu. Þvert á móti, það truflar mig oft á tiðum. Þvi að þá verða þær allt í einu karlmannlegar. Ég hef sagt það einhvern tíma áður: Ég gæti kvænzt hvaða heimskri konu sem væri og orðið hamingju- samur með henni, bara af því að hún væri kona. Felix: Og andríkar konur? Rubinstein: Ég hef mjög gaman af þeim. Okkur karlmönnum líkar bezt við hispurslausar konur. Ef kona er ekki látlaus, þá er hún ekki kvenleg, og þá höfum við karlmennirnir ekki áhuga á henni. Felix: Á æskuárum yðar var það um árabil óljóst, hvort þér yrðuð heldur framúrskarandi píanóleikari eða einn hinna fram- úrskarandi glaumgosa á Vestur- löndum. Rubinstein: Þetta hljómar vel. Sannleikurinn er sá, að 90% af áhugamálum mínum voru konur. Og ég hafði mörg áhugamál. Hugsið yður aðeins bókmenntirn- ar. Það sem ég hef lesið um æv- ina, er vist meira en nokkur getur ímyndað sér* Þegar i æsku hafði ég lesið nær allt eftir Zola, Dostojevski, Tolstoj, Balzac, Goethe, Maupassant og Gogol. Ég skal segja yður, ég æfði mig á pianóið með vinstri hendi, en hélt á bók i hinni hægri. Felix: Og af hverju ákváðuð þér svo seint að leika með báðum höndum á pianóið? Rubinstein: Ég bar enga virð- ingu fyrir starfi mínu. Ég bar enga virðingu fyrir fólki eins og Padarevski, sem þá var frægur píanóleikari, en lék illa og samdi bull. Þriðja flokks tónlist, þvi sem næst „kabarettmúsík". Sjáið þér til, ég hefði aldrei látið mér nægja slikt, þannig vildi ég ekki verða. Og svo var ég sannarlega latur líka. Felix: Þér hafið að minnsta kosti fram að brúðkaupi yðar 1932 lifað samkvæmt lífsregl- unni: leika svolítið á hljóðfæri, borða góðan mat og elska margar konur. Þér voruð þó orðinn 43ja ára gamall, þegar þér kvæntuzt. Rubinstein: 44 ára. Felix: Skömmu eftir brúðkaup- ið sögðuö þér: „Hjónabandið hef- ur gjörbreytt mér.“ Hvernig gat það skeð? Rubinstein: Það er mjög ein- falt, á mannlegan hátt fann ég til ábyrgðar gagnvart annarri mann- eskju. En meðan ég var alveg einn. . . Felix:. . . voruð þér glaum- gosi.. . Rubin: Skiljið þér frönsku? Ég lifði samkvæmt reglunni: Aprés moi le deluge. Felix: Eftir mig kemur synda- flóðið. Rubinstein: Menn sögðu við mig: þú vinnur ekki nóg. Miklir listamenn sögðu oft, ó, ef þú myndir vinna, gætirðu leikið alla i kútinn. Ég hafði góðar námsgáf- ur, var fljótur að nema. Ef ég fékk nótur að verki eftir Liszt, kunni ég það utan að innan 2ja stunda. Felix: En þér höfðuð það ekki þar með í fingrunum. . . Rubinstein: . . . nei, ef eitthvað verk var erfitt, þá hugsaði ég sem svo: ég tek til við þetta á morgun. Mér fannst allt fremur auðvelt. Þá fór ég heldur á skemmtistað- ina i París, þar sem ég hitti oft Claudel eða Ravel. Ég undi mér vel að sitja þar fram til þrjú- fjögur að nóttu. Og síðan kannski borða morgunverð með fallegri konu. Það var mjög gaman. Ég sá lika allar óperur og flest leikrit. Ég fylgdist með öllu. En þegar ég hafði kvænzt, hugsaði ég sem svo, að frú Arthur Rubinstein ætti rétt á þvi að hafa sæmilega sið- samlegan karl við hlið sér. Ég hugsaði mér, að ég yrði þá að huga betur að frama minum sem pianóleikari. Þá byrjaði ég að læra eins og á að læra. Ég þurfti ekki að vinna mikið. Felix: Þá, á umbrotaárum yðar, sem voru nokkru fleiri en hjá venjulegum mönnum, voruð þér meistari í að sleppa nótum og leika falskt. Rubinstein: Já, ég var meistari hinna fölsku nótna. Þess vegna byrjaði ég að vinna. Ég skildi það allt i einu, að áheyrendurnir vildu heyra allar nóturnar fyrir pening- ana. Áður hafði það gert mér mjög gramt í geði. Þess vegna tók ég til að læra að leika allar nótur, alveg allar. Síðan hef ég haldið mér við það. Á slðustu árum og enn 88 og 89 ára gamall hef ég leikið betur en sextugur. Og áheyrendur hafa vitað það. Þeir hafa komið til mín og sagt: þú hefur aldrei leikíð þetta betur en í kvöld. Þá hef ég æft mig vel. Felix: Hve langan tíma tók það yður að verða það, sem þér eruð i dag? Rubinstein: Mörg ár. Þegar ég varð þess var, að vinnan væri alls ekki svo bölvuð, þá hafði ég sigr- að. Ég man vel eftir hesthúsi tengdamóður minnar, þar sem ég kom píanói fyrir til að æfa mig. Ég lék oft til klukkan þrjú-fjögur á nóttunni. Mér þótti mjög gaman að því, þegar ég varð þess var að fólk var að laumast í kringum hesthúsið til að hlusta. Felix: Það var árið eftir gifting- una. Þá var fyrsta barnið þegar fætt. Rubinstein: Já. Ég fór að spila miklu betur. Og þá þótti mér miklu meira gaman að spila. Og svo þótti mér gaman að spila enn betur. Og síðan vildi ég endilega spila betur en allir aðrir. Og smám saman fór ég svo að leika almennilega á píanó. Ég gat lika fljótt fylgzt vel með sjálfum mér — gegnum plötur, sem ég lék inn á. Þegar við leikum í hljómleika- sal, heyrum við ekki í okkur eiginlega. Allt í einu, þegar ég hafði leikið inn á fyrstu plötuna og hún var leikin fyrir mig, segi ég svo við sjálfan mig: „Guð almáttugur, þetta er allt saman hræðilegt, ég hef gleymt þessu hér og hinu þar, og bassinn heyr- ist ekki vel. Þetta hljómar ámát- lega. Ussuss." Allt í einu fór ég að læra. Eiginlega var ég bezti kenn- ari minn. Nær hver hljómplata, sem ég lék inn á, var mér kennslu- stund. Felix: Hvaða álit hafið þér á hinni feikilegu fullkomnun hinna ungu píanóleikara? Rubinstein: Það er ekki hægt að leika betur á pianó en þeir gera. En það er hægt að ná fram betri hljómlist. Hinir ungu menn leika einfaldlega nóturnar. Ég hef hlustað á marga þeirra, ekki aðeins á hljómleikum, heldur einnig heima hjá mér — Pollini, Askenasy og hvað þeir heita allir. Þeir búa yfir undraverðri tækni. Þeir leggja allt i sölurnar fyrir þessa fullkomnun. En þetta er „Arthur Rubinstein, sem varð bandarfskur rfkisborgari 1946, vill helzt búa f Parfs. 1 44 ár hefur frú Aniela staðið við hlið hans. Hún hefur alið honum fjögur börn, þar á meðal Alinu, sem starfar sem læknir i New York.“ „Inni á milli blómanna frá af- mælisdeginum með hinn venju- lega Havanna Monte Christo vindil f hendinni, situr Arthúr Rubinstein og gerir upp reikn- inga lffs sfns. Hann fæddist í Lods í Póllandi 1887. kom fyrst opinberlega fram 6 ára gamall, nam pfanóleik við tónlistarskól- ann f Varsjá 8 ára og fór 9 ára gamall til Berlfnar, þar hinn frægi fiðluleikari Joseph Joaehim studdi hann með ráðum og fé. 19 ára gamall fór hann fyrstu hljómleikaför sfna um Bandarfkin — en hún tókst miður. Hann kvæntist 44 ára, og þá fór hann „f alvöru að læra á pfanó“. ekki hljómlistarsköpun. Þessir menn eru ekki hljómlistarmenn, ekki pianóleikarar, sem unna hljómlistinni. Hljómlist þeirra á ekkert hjarta og enga sál. Þeir halda, að það sé nóg að æfa sjö til átta tíma á dag til að verða góður píanóleikari. Það er ekki gert með því að leika etýðu eftir Liszt þrisvar sinnum hraðar, en mælt er fyrir um. En svo koma þeir til min og segja: „Arthur, þú lékst þennan hæga þátt eftir Schu- mann svo vel, að ég varð snort- inn.“ Já, af því að ég lagði sál mína i túlkunina. Þessir ungu pianóleikarar halda sem svo, að það borgi sig ekki að leika neitt létt, þvi að þá er alls ekki hægt að sýna, hvað maður geti. Felix: Gagnvart hinni gifurlegu hæfni og kunnáttu manns eins og Pollinis til dæmis, virðist okkur þessi dómur of harður. Og svo hafa tímarnir einnig breytzt. Við lifum á mun hlutbundnari, tækni- legri tímum, á tímum fullkomn- unarinnar. Af hverju ættu þá ekki einnig pianóleikarar... Rubinstein: . . . breyting um- heimisins hefur einnig breytt stíl hljómlistarmannanna. Nú berst hljómlist inn í hvert hús. Nú þurfa menn ekki að fara til ein- hverrar stórborgar til að hlusta á frægan snilling. Nú er til úvarp og sjónvarp og auðvitað hljóm- plötur. Jafnvel naktir negrar í frumskógum Afriku geta nú hlustað á sónötur eftir Beethov- en. Felix: Þér hafið leikið kemmer- músik til dæmis með Casals eða fiðluleikaranum Heifetz. Hvernig gátu tveir jafn einþykkir hljóm- listarmenn og þér og Heifetz yfir- leitt leikið saman? Rubinstein: Það tókst, en með miklum þrætum ög rifrildi. Það var mér sönn ánægja að leika með svo fullkomnum fiðluleikara. Með svolitið af tilfinningu minni vildi ég reyna að.. . Felix: . . . gera hann að hljóm- listarmanni. Rubinstein: . . . fá hann á mitt mál, sannfæra hann. Oft tókst mér það. Einu sinni réðist ég á hann með hníf til að fá hann ofan af því að leika of hratt á vissum stað. Auðvitað í gríni, þó að ég væri allgramur. En einu sinni lék ég á hann, kom honum I vanda. Það var í Kreuzer-sónötunni eftir Beethoven. Ég hafði spilað hana hundrað sinnum áður, óg þess vegna sagði hann víst við mig: „Við tveir gætum spilað siðasta þáttinn hraðar en nokkrir aðrir.“ Ég sagði: „En til hvers?“ Beethoven vildi ákveðinn hraða, . presto, hratt, en ekki of hratt. Ég brann í skinninu og byrjaði með ógurlegum hraða. Ég vissi um stað, þar sem hann hlyti að hnjóta. Þar verður hann að leika litla nótu og áttund. Og ef of hratt er leikið, hljómar þessi litla nóta og áttundin saman. Og auðvitað Framhald á bls. 48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.