Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 51 ein nýstárlegasta og merkileg- asta deildin í safninu. Freistuðu Boulez með nútíma- tónlistar- miðstöð í þessari miðstöð nútímatón- listar eiga að fara fram tón- listarrannsóknir í einhverri bezt útbúnu rannsóknastofu af því tagi, sem gerð hefur verið til þessa. Þar verður stunduð hljóðfræði, sálræn hljóðfræði, elektróník, tölvun, málfræði þjóðfélagsfræði o.fl. Pierre Boulez hefur haft forustu um tilhögun og mun verða yfir- maður þessarar miðstöðvar, sem er til húsa á fjórum hæðum neðanjarðar, við hlið- ina á aðalbyggingunni. Tón- listarmiðstöðin nefnist ..Institut de Recherche et de Coodrination Aoustique/- Musique (IRCAM) og þarna mun raunar loks viðtekin og staðfest sú byltmg í tónlist, sem hófst í byrjun aldarinnar. Þarna undir torginu hefur franska stjórnin tekið nútíma- tónlistina undir sinn verndar-1 væng og gefið henni tækifæri til að losna úr viðjum fortíðar- innar. Sagt er að miðstöðvar elektrónísku tónlistarinnar i Köln og í háskólunum í Princeton og Columbía séu frumstæðir útkjálkastaðir samanburði við þessa tónlistar- miðstöð. — Ekkert tónskáld getur horft fram hjá nýju elektróník- inni og tækninni í nútimatón- list, segir Boulez. Og enginn einstaklingur getur einn ráðið við slikt viðfangsefm. Til þess eru tækin alltof flókin. Við stöndum á þröskuldi stórkost- legrar þróunará hljóðinu í nýju tónlistarmiðstöðinm munu starfa 50 manns undir stjórn 1 5 alþjóðlegra tónlistar- manna og vísindamanna, og reiknað er með straumi tón- listarmanna og nema til að starfa þar. Útbúnaðurinn býður upp á margvíslegar nýjungar og rannsóknaaðstöðu. Þar er salur með hreyfanlegu lofti, veggjum og gólfi, svo hægt sé að gera tilraunir og rannsóknir á hljóðinu og elektró- hljóð- fræðideild með rannsókna- deild. Raunar er útbúnaðurinn svo flókinn að hann fer fyrir ofan garð og neðan hjá venju- legu nútímafólki En kannski verður hann jafn handgenginn fólki framtíðarinnar og fiðla eða píanó eru okkur. Nútímasafnið flutti Myndlistasafmð er aftur á móti nokkuð hefðbundið í stil, sem kom nokkuð á óvart, þar sem Pontus Hulten ræður þar rikjum. Hefur nútimasafnið i París, Musee de Art Moderne, verið flutt i heilu lagi úr bygg- ingunni við Avenue Wilson og fær yfir 1 7 þúsund ferm rými, auk þess sem sérsýningar verða á 3500 ferm. svæði. Hulten forstjóri nútímalista- safnsins flytur sig með þvi. Hefur hann og menn hans skapað í þessu mikla opna rými heilt völundarhús af litlum sýn- mgarsölum. Um tilhögun mun að hluta til komið til móts við gefendur listaverka, einkum Þessi teikning gefur hugmynd um þessa risamenningarmiðstöð/ sem Frakkar hafa reist sér. Sjá má hvernig gestir koma að og fara upp rennistiga í sívalningunum utan á húsinu og stíga af þeim í listasafninu á efstu hæðunum, upplýsingabókasafninu á miðhæð- unum eða iðnaðarsafninu og barnavinnustofunni neðst. Þeir geta líka lagt leið sína i tónlistarmiðstöðina á nokkrum hæðum neðanjarðar til hægri á myndinni. Nútímalistasafnið er í nokkuð hefðbundnum stíl, enda flutti Moderne-safnið i Paris í heilu lagi í þessa nýju menningarmiöstöð og forstjori þess, Pontus Hulten, kom með því og skipulagði það. erfingja að myndum Rosaults, Braques og Laurens, 'enda á einn þeirra að hafa sagt: Maður hlustar ekki á Palestrina í diskóteki! En í fasta safninu eru vart annað en meistaraverk. Höfuðmarkmiðið virðist hafa verið að koma vel fyrir og sýna almenningi alþjóðasafn með verkum, sem næðu yfir tíma- bilið frá 1 905 og fram á okkar daga. Það er gert með 1200 völdum myndum, sem hanga á veggjum. En með því að fletta upp og styðja á hnapp á gesturinn að geta fengið fram nokkur hundruð verka til við- bótar, ef hann óskar þess. Auk fasta safnsins eru salar- kynni fyrir skammtímasýning- ar. Helzta sýningin af því tagi við opnunina bauð upp á 200 verk eftir Marcel Duchamps. í annarri sýningu, sem kennd var við svonefnda „conceptual- list", sýndu m.a. fjórir íslend- ingar, sem starfa í Hollandi, þeir Sigurður Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Hreinn Friðfinnsson og Þórður Ben Sveinsson. Sjálfsaf grei ð sla í bókasafninu Þriðji stóri þátturinn í lista- miðstöðinni nýju og ekki sá veigaminnsti er bókasafnið, sem er til húsa á 1 500 fer- metrum á þremur hæðum I norðurenda byggingarinnar. Það hefur opnað með 300 þús. bindum, en mun brátt stækka í millj. bindi. Þvi er þannig fyrir komið, að gesturmn á að geta gengið inn, fundið sér bók með hjálp tölvu, flett henni að vild, án þess að þurfa að gera grein fyrir sér og afgreitt sig sjálfur. Þarna verður alltaf opið sex daga vikunnar frá kl. 10 að morgni til kl. 1 0 að kvöldi. En í húsinu er þannig aðvörunar- kerfi og það gerir strax viðvart, ef gesturinn ætlar út með bók eða annað Fyrir utan bækurnar eru þarna ýmiskonar nýsigögn svo sem hljómplötur, Ijós- myndir, litskuggamyndir og upplýsingakvikmyndir. Binda menn miklar vonir við þetta upplýsingasafn Kvikmynda- salur fyrir 1 50 manns tilheyrir safninu og þar er lika sérstakt bókasafn fyrir börn. En hug- myndir er að fólk geti komið þarna og leitað án aðstoðar heimilda og upplýsinga um hvað ema. Kvikmyndasafn með gamlar myndir Á efstu hæðinm er aftur á móti mikið kvikmyndasafn, þar sem stöðugt verða sýndar gamlar, sigildar kvikmyndir. Hinn kunni nýlátni kvikmynda- sérfræðingur Henri Langois, sem allir kvikmyndaáhuga- menn kannast við, hafði safnað þessum myndum á langri ævi og bjargað mörgum dýrgripn- um. Hefur kvikmyndasafnið fram að þessu verið til húsa í Chaillothöll við Trocadero í ónóguhúsnæði. En Langois hafði skipulagt nýja safnið áður en hann dó. Börnin læra að finna fyrir listinni. Eitt af þvi sem gerir þessa menningarmiðstöð sérstæða er „Atelier fyrir börn” á þús- und fermetra svæði á götu- hæðinni. Þar er ætlast til að 4—12 ára börn komi og kynnist listum og bókmennt- um í leik. Er þeim leiðbeint við að teikna og lita, kynn- ast músík, tjá sig með mynd- segulböndum og á blaði, og læra að umgangast söfn. Vísir að slíkri vinnustofu hefur verið til í tvö ár í París og hefur stjórnandinn þar, Daniele Giraudy, mótað starfsemina á nýja staðnum. Munu börnin úr nágrenninu og skólabörn úr öðrum hverfum velkomin á þennan stað, stundum í hópum frá skólanum sínum Er þetta nokkurs konar antí-skóli, sem á að taka sér fyrir hendur að fylla upp í það, sem gleymist að kenna i skólanum, ems og sagt var emhvers staðar. Þarna á að kenna börnum að sjá, snerta, smakka og finna og fá tilfinn- ingu fyrir listaformum @ nú er eftir að vita hvort báknið mikla við Beaubourg á eftir að verða sú lifandi menn- mgarmiðstöð, sem vonir standa til Allt hefur verið gert til að gera aðkomuna sem. auð- veldasta og það er i gömlu hverfi með hefðbundnum svip. Sagt er að nú þegar séu lista- menn farnir að setjast að í gömlu húsunum i kring. Og aðsókn virðist ekki ætla að skorta, þvi straumur gesta hef- ur verið alla daga síðan opnað var. Parísarbúar koma þar og listaáhugafólk streymir til Parisar úr öllum áttum (E. Pá. tók saman.) í upplýsingabókasafninu á gesturinn að geta fundið bækur og efni um hvað eina með hjálp tölvu og afgreitt sig sjálfur. Hér er framkvæmdastjóri þess, Jean Pierre Seguin, i safninu. 111 n n i i'M'i'ii l’l 1111 l'l'l1 WWWWIfWTTWW H II 1111II111III11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.