Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977
HINN þekkti blaðamaður
Arnaud de Borchgrave
átti nýlega viðtal við
Mobuto Sese Seko, for-
seta Zaire, og birtist það I
bandarlska vikuritinu
Newseek fyrir síðustu
helgi.
Á síðustu vikum hefur styrjöldin í
Zaire dregið að sér sivaxandi athygli
umheimsins. Þegar fyrstu fregnir bárust
um innrás í landið frá Angóla urðu
margir til að draga í efa að þær fregnir
ættu við rök að styðjast. Getgátur um að
hér væri um að ræða áróðursbragð
Mobutos til að verða sér úti um efna-
hags- og hernaðaraðstoð annarra ríkja
urðu furðu háværar, en þegar sannað
var að átök ættu sér raunverulega stað
komu staðhæfingar um að í innrásar-
liðinu væri liðsmenn Tshombes —
Katangamenn — sem fylgt hefðu honum
í útlegðina til Angóla fyrir um það bil
einum og hálfum áratug.
Með tilliti til útþenslustefnu Sovét-
rikjanna og sívaxandi umsvifa þeirra i
Afríku, með aðstoð og fulltingi
kommúnistastjórnarinnar á Kúbu, vakti
innrásin í Zaire strax ugg þeirra ríkja,
sem hefta vilja framgang þeirra afla,
sem sækja hart að lýðræðinu, ekki sízt
hjá þjóðum sem tiitölulega nýlega hafa
tekið við stjórn eigin mála. Nýlendu-
við hjálpargögn, lyf og annað, sem ekki
getur talizt hernaðarlegs eðlis.
Mobuto forseti er einn þeirra, sem
halda því fram umbúðalaust að Sovét-
ríkin og Kúba standi á bak við innrásina
i Zaire, en viðtalið úr Newsweek fer hér
á eftir:
— Ilvers vegna kom innrásin I Shaba-
héraðið ykkur að óvörum?
Andstæðingarnir höfðu orðið sér úti
um nákvæmar upplýsingar um ferðir
minar. Þeir vissu, að 3. marz ætlaði ég að
leggja upp i fjögurra daga siglingu upp
með fljótinu ásamt nokkrum ráðherrum
og samstarfsmönnum til að ræða stefnu
stjórnarinnar á næstunni. Þá höfðu þeir
komizt yfir upplýsingar, sem e.t.v. voru
enn mikilvægari, —þ.e. að neyðarástand
var yfirvofandi vegna olíuskorts í Shaba
(áður Katanga), en upplýsingar um
þessa vitneskju þeirra komu til dæmis
fram í útvarpi. Innrásarliðið fékk skipun
um að hafa hraðann á og ná Kolwesi
(miðstöð koparvinnslu) áður en við gæt-
um flutt þangað eldsneyti fyrir orrustu-
vélar okkar og brynvarðar bifreiðar.
— Talað hefur verið um innrásar-
menn sem hcrlögreglumenn frá
Katanga. Suma þeirra herlögreglu-
manna, sem um gæti verið að ræða,
þekkti ég í byrjun sjöunda áratugarins.
Hljóta þeir ekki að vera orðnir nokkuð
gamlir til að standa I skæruhernaði nú?
ríkin fyrrverandi í Afriku eru í þessu
sambandi einna auðveldasta bráðin, og
er skemmst að minnast þróunarinnar í
Angóla á fyrstu mánuðunum eftir að
landið fékk sjálfstæði. Þar gengu Kúbu-
menn í lið MPLA-hreyfingar Agosthino
Netos, með þeim árangri að hann er nú
forseti landsins og kommúnistar hafa
tögl og hagldir í Angóla.
Vestræn ríki hafa verið mjög treg við
að aðstoða Zaire-stjórn við að halda aftur
af innrásarliðinu frá Angóla, en á síð-
ustu vikum hefur orðið æ ljósara, að
þörf er fyrir víðtæka aðstoð ef takast á
að halda aftur af því. í bardögum þar
hafa verið notuð sovézk vopn og mjög
hefur borið á Kúbumönnum í innrásar-
liðinu, enda er lýðum ljóst, að í Angóla
er enn mikill fjöldi Kúbumanna, svo og
Sovétmanna, sem bæði eru tæknilegir og
hernaðarlegir ráðgjafar.
Fyrir skömmu kom 1500 manna lið
Marokkómanna til aðstoðar Mobuto, og
hernaðaraðstoð hefur jafnframt borizt
frá Frakklandí og Belgíu. Aðstoð frá
öðrum ríkjum, s.s. Bandaríkjunum, hef-
ur fram að þessu eingöngu verið bundin
— Þetta er liður I þeim áróðursflaumi
marxista, sem vestrænir fjölmiðlar
gleyptu hráan. Byltingarsinnað tfmarit,
Afrique-Asie, sem fylgir Kúbumönnum
að málum en kemur út I París, segir í
nýjasta tölublaði að innrásarmennirnir
séu „hvorki herlögregla, Katangamenn
eða aðskilnaðarsinnar, heldur frelsis-
hermenn Þjóðfrelsishreyfingar Kongó“.
Við þekkjum allir þetta orðalag — sann-
leikann umbúðalausan. Ekkert Afrfku-
ríki getur samþykkt að ráðizt sé inn
fyrir landamæri þess og Angólamenn
hefðu aldrei af eigin rammleik getað
framkvæmt slfka aðgerð og hér er um að
ræða.
Ófremdarástand ríkir víðast hvar í
Angóla og marxistastjórn Netos stjórnar
vart nema einum þriðja hluta land-
svæðisins. Því þarf fyrst og fremst að
gera sér grein fyrir því hverjir það eru
sem kippa f spottana í Angóla, en það
eru Sovétmenn og Kúbumenn í samein-
ingu. Þeir byrjuðu að safna nýliöum
með leynd í Shaba í ársbyrjun 1975 og
nýliðarnir voru síðan fluttir til Angóla
þar sem Kúhumenn hafa sfðan þjálfað
þá fyrir þessa aðgerð. Þið getið ekki
neitað því að kommúnistar hugsa fram f
tfmann. Liðsforingjar og undirforingjar
eru vissulega gamlir herlögreglumenn
frá Katanga, en þeir hafa fengið endur-
hæfingu hjá Kúbumönnum. Við höfðum
upplýsingar um þessa þjálfun fyrir
meira en ári. Þeir kalla hver annan
„félaga".
— Ilvað hafa Bandarfkjamenn sagt?
Ilafið þið fengið skilaboð frá Carter for-
seta?
— Ég hef fengið skilaboð frá Vance
ráðherra um að ekki kæmi til mála að
láta mig afskiptalausan og fleira í þá
veru. En nokkuð áþreifanlegt hefur ekki
orðið úr þessu, að frátöldum tveimur
flugvélaförmum af vistum, lyfjum, fall-
hlífum, leistum og nærfötum, og öðrum
gögnum sem ekki verður beitt í hern-
aði... Ég verð að viðurkenna að við
erum afar vonsviknir vegna þessarar
afstöðu Bandaríkjamanna. Neto er peð
Rússa og Kúbumanna, en þið standið
ekki andspænis þeirri ógn. Hér er um að
ræða veikleika ykkar á móti afli þeirra
og viljastyrk.
Ef þið hafið ákveðið að láta undan og
skipta ykkur ekki af valdabaráttu Sovét-
manna og Kúbumanna í Afríku, þá held
ég að þið ættuð — okkar vegna og ann-
arra þjóða, sem eru ykkur vinveittar —
að viðurkenna það hreinskilnislega.
Andrew Young (sendiherra B:ndaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum) segir,
að ekki skipti máli þótt Afrikuríki kom-
izt undir yfirráð Marzista, — þau muni
eftir sem áður óska eftir viðskiptum við
Bandaríkin. Er þetta stefna Carters-
stjórnarinnar? Ef svo er, þá þyrfti að
skýra okkur frá þvi, þannig að við getum
snúið okkur beint að því að ganga frá.
uppgjafarskilmálum, sem yrðu væntan-
lega hagstæðari í dag en á morgun.
Einingarsamtök Afríkuríkja hafa lýst yf-
ir stuðningi við okkur. Þó hafa Angóla-
menn, Kúbumenn og Rússar það hug-
rekki að vara ykkur við að hafa afskipti
af málinu, og þið virðist taka mark á þvi.
— Hvað með Belga og Frakka? Hvorir
eru hjálplegri?
— Bæði Frakkland og Belgía hafa
reynzt okkur frábærlega vel í þessum
vanda, styðja okkur til hins ytrasta og
Eru menntamálin
þjóðfélagsófreskja?
Landsmálafélagið Vörður, samband félaga Sjálf-
stæðismanna í hverfum Reykjavíkur, hefur að
undanförnu efnt til funda um hina ýmsu þætti
menntamálanna. Þegar hafa verið haldnir fundir
um grunnskólann, framhaldsskóla og fjölbrautar
skólann, háskóla og æðri menntun í maí verður
efnt til pallborðsráðstefnu, þar sem fjallað verður
um efnið: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG
MENNTAMÁLIN.
DAGSKRÁ FJÓRÐA FUNDAR:
Skólakostnaöur
Mánudaginn 25. aprfl kl. 20:30 f Valholl, Bolholti 7.
Fundarefni: Skólakostnaður
Frummælandi: Ellert B. Schram, alþingismaður.
Almennar umræður.
Á fundinum fer einnig fram kjör fulltrúa á
landsfund Sjálfstæðisflokksins.
ÖLLU ÁHUGAFÓLKI BOÐIN ÞÁTTTAKA
■1
Einkaritari
Viljum ráða einkaritara nú þegar. Góð ensku-
og vélritunarkunnátta áskilin. Hraðritun á
ensku æskileg.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri.
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240
rHn Húsnæðismálastofnun
ú rikKins AUGLÝSIR
ÚTBOÐ
Húsnæðismálastofnun ríkisins efnir til útboðs
meðal íslenskra húseiningaverksmiðja, á fram-
leiðslu allt að 30 íbúða í einbýlis- rað- eða
parhúsum, víðs vegar um land.
Utboðsgögn verða afhent hjá Tæknideild Hús-
næðismálastofnunar ríkisins, Laugaveg 77,
Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 1 1 f.h.
mánudaainn 16 maí 1Q77
nuntelám«5ænáiH
OOr./r imi/ “v i o-j/i.0 iii. l MIMIiln ó