Morgunblaðið - 24.04.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 24.04.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 37 Og heppnin var með Malla, þvf að kassann rak að árbakkanum skammt þaðan, sem hann hafði séð fólkið. Malli stökk á land. Nú fyrst fann hann, hve hann var svangur. Hann hljóp af stað, og ég reyndi að elta með mfnum hraða. Þið ættuð bara að vita, hvað gleði hans var mikil, þegar hann fann aftur foreldra sfna. Teikningar: Kristinn Rúnar (10 ára) og Hlynur örn (8 ára). Allir kofarnir voru horfnir, flóðið hafði tekið þá. En ekki yrði svo erfitt verk að reisa þá að nýju. Og flóðið mundi réna á nokkrum dögum. Malli fleygði mér hátt I loft upp af gleði, og mig snarsvimaði. Han'n var svo kátur yfir þvf, að allt fór vel, og að hann skyldi finna aftur foreldra sfna. Og þá kveðjum við, Malli og snigillinn Snar, þvf að hér lýkur sögunni af okkur og fljótinu. Krákan og sólskríkjan EINU sinni var kráka sem hitti fallega sólskríkju Sólskríkjan var bæði ung og góðleg. Krákan varð svo hrifin af sólskrfkjunni að hún bað hennar á stundinni. Sólskrfkjunni fannst krákan stór og glæsileg ásýndum, svo að hún svaraði „já" samstundis. Um kvöldið þegar þau sátu við kvöldverðarborðið spurði krákan unnustu sfna: „Segðu mér, hvers vegna ertu svona Iftil?" ,,Ég er ung ennþá," svaraði sól- skrfkjan. „Þú verður þá stærri?" „Auðvitað verð ég stærri. Þvf skyldi ég ekki stækka?" sagði sól- skrfkjan og hnykkti til höfði þótta- full. Eftir málsverðinn fór sól- skrfkjunni að leiðast, og hún geispaði stórum. „Mér leiðist," sagði hún, „get- ur þú ekki sagt mér sögu, sem getur haldið mér vakandi og kom- ið mér í gott skap?" „Jú, það get ég," svaraði krák- an, og svo hóf hún máls: „í þorpinu þar sem frændi minn á heima, hinum megin við skóg- inn, óx f fyrra baunatré, sem var svo hátt að snigill skreið upp eftir þvf þrisvar sinnum til þess að drekka úr regnskýi." „Eins og það sé eitthvað," sagði sólskrfkjan. í fyrra sá ég baunatré sem var svo hátt að engispretta klifraði upp eftir þvf til þess að kveikja á pfpu sinni með sólinni." „Fyrir þremur árum," sagði krákan, „fór að blása f byggðinni hinum megin skógarins, og rokið varð svo mikið, að fólkið þar varð að fara ferða sinna á fjórum fót- um. Og það liðu margir mánuðir þar til það vandist þvf aftur að ganga á tveimur fótum." „Eins og það sé eitthvað," sagði sólskrfkjan og tfsti yfirlætis- lega. „Fyrir fimm árum lenti ég f svo hvössum stormi, að vindmyll- urnar gengu svo hratt, að ekki var hægt að sjá mylluhjólin." En krákan lét ekki masgjörnu unnustuna sfna yfirbuga sig. „Fyrir tíu árum," hóf krákan máls aftur, „var kuldinn svo mik- >11, að öll grenitrén f skóginum sprungu alveg uppúr og niðurúr." „Uss, eins og það sé eitthvað merkilegt," hrópaði sólskrfkjan. „Fyrir um tuttugu árum þegar þriðji ungahópurinn minn hafði yfirgefið hreiðrið, varð svo kalt um nýár að deigið fraus fast f höndunum á konu, sem stóð við eldhúsgluggann og hnoðaði, bg súpan, sem sauð á öðrum megin f pottinum fraus og varð að fs hin- um megin." „Já, já, víst var kalt fyrr á ár- um," sagði krákan og andvarpaði. Sfðan bað hún sólskrfkjuna að hafa sig afsakaða. hún þurfti að fara út f nauðsynjaerindum. Krákan flaug leiðar sinnar og kom aldrei aftur. Þetta gat átt sig allt saman, baunatréð, kuldinn og það, hún kærði sig ekki um að eiga maka, sem hefði lifað allt þetta, onei. Og sé sólskrfkjan ekki flogin leiðar sinnar, þá situr hún eflaust og bfður eftir krákunni ennþá — og köttur úti í mýri, setti up á sig stýri — og úti er ævintýri. Þýtt. Lausn á 5 atriði „Þýzka sjónvarpsvarpið og kvikmyndun bókmennta" Þýzki leikstjórinn Rolf Hádrich heldur erindi um þetta efni að Hótel Esju, 2. hæð í kvöld kl. 20.30. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Germanía. AUGLÝSING Sjóðurinn „Gjöf Thorvaldsensfélgsins" hefur það markmið, að sérmennta starfslið stofnana fyrir vanheil börn, þ.e.a.s. dagvistarstofnana, vistheimila, sérskóla og sérdeilda þar sem eru afbrigðileg börn og unglingar til dvalar, kennslu og þjálfunar. Úr sjóðnum er veitt fé til: A. náms innanlands, svo sem almennra námskeiða fyrir tiltekna starfshópa undir handleiðslu sérfróðra manna B. náms erlendis í formi námsstyrkja til eintaklinga, er stunda framhaldsnám í skólum erlendis. Þeir, sem njóta styrks úr sjóðnum, skulu skuld- binda sig til að vinna a.m.k. tvö ár hérlendis. Styrlyjr til þeirra, sem ekki fullnægja þeirri vinnukvöð, er endurkræfur. Umsóknir um styrk úr sjónum skulu sendar undirrituðum fyrir 30. júní 1977, ásamt nauð- synlegum upplýsingum um fyrirhugað og þjálfun. Reykjavík, 20. apríl 1977 Hjálmar Vilhjálmsson, Drápuhlíd 7, Reykjavík — formadur sjóðsstjórnar GjafarThorvaldsens- félagsins. Innritun í grunnskóla Kópavogs Innritun 6 ára barna, fæddra 1971, í forskóla- deildir grunnskólanna í Kópavogi næsta vetur fer fram í skólunum þriðjudaginn 26. april kl. 1 5 — 17. Einnig verða innrituð á sama tíma eldri grunn- skólabörn, sem eiga að flytjast milli skóla og skólahverfa haustið 1 977. Nauðsynlegt er að fólk sem ætlar að flytjast í Kópavog á þessu ári, láti innrita börn sín i skólana sem allra fyrst. Skólaskrifstofan i Kópavogi. Hafiö þíð kynnst, pú og King oscar? King Oskar kipper síld er íslenzk framleiðsla og eitt alódýrasta og bezta áleggið á markaðnum í dag. Góð með brauði og kexi, ágætis uppistaða í salöt og margt fleira. KIPPER SNACKS 0F HERRIN6 * LIGHTLY SMOKED NET WT. 3V4 OZ. 92 g FILLETS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.