Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRIL 1977 anna og samræma lánskjör þau, sem atvinnuvegirnir njóta hver um sig. I lánsfjáráætlun var sú stefna mörkuð i peningamál- um, að peningamagn og útlán skyldu aukast heldur hægar en næmi aukningu þjóðarframleiðslu á verðlagi hvers tima. I samræmi við þetta var í samningum við viðskiptabankana ákveðið að stefna að 15% hámarks- aukningu útlána á árinu, en þá var reiknað með þvi, að þjóðarframleiðslan stæði nokkurn veginn i stað, en að hækkun innlends verðlags yrði ekki mikið yfir 15%. Eftir að launasamningarnir í febrúar lágu fyrir og einnig varð ljóst, að verulegar verðhækkanir höfðu frestazt vegna hertra ákvæða í verðlagsmálum á síðara helmingi ársins 1975, var fyrirsjáanlegt, að verðbólga yrði mun meiri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir i forsendum lánsfjáráætlunar. Þótti því óhjákvæmilegt að endurskoða útlánastefnuna með tilliti til aukinnar rekstrarfjárþarfar atvinnuveganna, og var í apríl um það samið að hækka útlánahámarkið á árinu úr 15% i 20%. Jafnframt var ákveðið að hækka bindiskyldu innlánsstofnana úr 23% I 25% af heildarinnstæðum, auk þess sem vextir voru hækkaðir með þeim hætti að taka upp nýja innlánsreikninga með nokkurs konar verðtryggingu í formi vaxtaauka. Mun ég víkja nánar að þessu hvort tveggja siðar. Á öðrum og þriðja ársfjórðungi virtust útlán innláns- stofnana stefna langt umfram þau mörk, sem um hafði verið samið, en mjög dró úr aukningunni síðustu mán- uði ársins, og yfir árið I heild reyndist útlánaaukningin 26%, sem er svipuð hlutfallsaukning og árið 1975. Þótt útlán innlánsstofnana færu þannig fram úr settu marki, hefur aukning þeirra varla verið þenslumyndandi á árinu, þar sem hún var verulega innan við hina al- mennu verðlagshækkun, 'sem nam yfir 30%. Einnig tókst innlánsstofnunum að bæta nokkuð stöðu sina gagnvart Seðlabankanum á árinu. Aukning peningamagns i þrengri skilningi, þ.e.a.s. samtala seðla og myntar I umferð ásamt veltiinnlánum, jókst aðeins um '23% á árinu. Hins vegar varð umtals- verð aukning á spariinnlánum, en þau hækkuðu um 36% samanborið við 27.3% aukningu árið 1975. Er þetta i fyrsta skipti síðan 1972, sem sparifé hefur aukizt að raungildi. Er litill vafi á þvi, að þessa breytingu má þakka hinum nýju vaxtaaukareikningum, sem teknir - með hóf samlegri stefnu í út- gjöldum ogtekjuákvörðunum mikilsverður árangur náðist í því að stemma stigu við þessari óheillaþróun i fjármálum rfkisins á siðastliðnu ári, þótt ekki tækist að bæta stöðuna við Seðlabankann, eins og að hafði verið stefnt. Til dæmis um umskiptin má nefna, að aðeins vantaði rúmar 100 milljónir á, að rekstrarjöfnuður næðist hjá ríkissjóði á árinu i stað yfir 8 milljarða halla árið áður. Vegna allmikilla breytinga á stöðu rikissjóðs gagnvart ýmsum viðskiptaaðilum ut- an rekstrarreiknings, endurspeglaðist bætt rekstraraf- koma ekki að fullu i stöðunni gagnvart Seðlabankanum, og jukust skuldir ríkissjóðs gagnvart bankanum á árinu um tæpar 1100 milljónir króna, ef gengisuppfærsla er frá talin. Engu að síður var hér vissulega um mjög mikla breytingu til batnaðar að ræða, miðað við fyrra ár, þegar skuldaaukning ríkissjóðs við bankann nam 5.6 milljörðum, reiknuð á sama hátt. Mikilvægt er, að áframhald verði á þessari þróun og ríkissjóður geti farið að bæta stöðu sina við Seðlabankann að nýju, þar sem hinar miklu skuldir rikissjóðs þrengja mjög svig- rúm bankakerfisins bæði til að bæta gjaldeyrisstöðuna við útlönd og að sinna þörfum atvinnuveganna fyrir aukið rekstrarfé. Auk bættrar stöðu ríkissjóðs sjálfs, var að því stefnt á árinu 1976 að draga úr lánsfjármögnuðum opinberum framkvæmdum bæði til þess að geta veitt atvinnuveg- unum meiri forgang um lánsfé og í þvi skyni að draga úr erlendum lántökum. Ekki tókst að ná þessu marki, þar sem opinberar framkvæmdir jukust enn á árinu, einkum vegna meiri kostnaðar við orkuframkvæmdir en áætlað hefði verið. A móti þessu kom hins vegar frestun framkvæmda við Járnblendiverksmiðjuna við Grundartanga, og fóru erlendar lántökur í heild því ekki fram úr settu marki. Reiknað i erlendum gjaldeyri minnkaði notkun nýs erlends lánsfjár um einn fimmta frá árinu áður. Utlán fjárfestingarlánasjóða höfðu farið mjög fram úr því sem að hafði verið stefnt á árinu 1975, og var því í lánsfjáráætlun siðastliðins árs lögð mikil áherzla á að samræma þauöðrumþáttum peningamála. Var upphaf- lega stefnt að þvi, að ný lán sjóðanna yrðu 13% meiri en árið áður. Ekki tókst að ná þessu marki, og varð útlánaaukning fjárfestingarlánasjóðanna i heild rúm- lega 20% miðað við fyrra ár. Þessi breyting var þó ekki meiri en sem svaraði þeirri verðþenslu umfram fors- endur áætlunarinnar, sem átti sér stað á árinu. Náðist því einnig í þessu efni viðunandi árangur, enda tókst að draga verulega úr erlendri lánsfjármögnun sjóðanna. Ýmis vandamál er þó ennþá við að etja í rekstri fjárfestingarlánasjóðanna, einkum vegna ófull- nægjandi eiginfjármyndunar. Haldið var áfram á árinu að endurskoða lánskjör sjóðanna i því skyni að færa þau til samræmis við kostnað þess fjármagns, sem þeir fá til endurlána. Nokkuð vannst á i þvi efni, en þörf er frekari breytinga bæði til þess að styrkja fjárhag sjóð- - fíæda Jóhannesar Nordals, sedlabankastjóra, formanns bankastjórnar Seð/abankans, fíutt I tilefni ársfundar bankans voru upp í malmánuði. Var þeim þegar vel tekið, og í árslok höfðu 10.8 milljarðar króna safnazt á þessa reikninga, en það samsvarar 20% af heildarinnlánum á sparisjóðsreikningum, en 77% af heildaraukningu þeirra á öllu árinu. Sýnir þessi reynsla glögglega, að mikil þörf var orðið fyrir innlánsform, er veitti spari- fjáreigendum sæmilega tryggingu gegn verðrýrnun sparifjár, en hún bendir einnig til þess, að vænlegasta leiðin til þess að auka að nýju fjármagnsmyndun innan bankakerfisins, sem dregizt hefur saman af raunveru- legu verðgildi um hátt i þriðjung á undanförnu verð- bólguskeiði, er að tryggja sparifjáreigendum viðunandi ávöxtun á fé sínu. Nýtt tíma- bil hafið Ég hef nú þegar gerzt nokkuð langorður um þróun þjóðarbúskaparins á siðastliðnu ári og framkvæmd stefnunnar í peninga- og lánsfjármálum. Tími er þvi kominn til þess að draga saman þræði þessa yfirlits og tengja þá efnahagsstöðunni í dag og þeim verkefnum og vanda, sem framundan biða. Það fer ekki lengur á milli mála, að ótvíræð þáttaskil hafa orðið i þjóðarbúskap tslendinga á siðari helmingi síðastliðins árs, og nýtt tímabil hagvaxtar og aukinna ráðstöfunartekna þjóðarinnar er hafið. I þessu efni eigum við samleið með eða siglum í kjölfar helztu viðskiptaþjóða okkar, sem hafa á undanförnu hálfu öðru ári verið að hefja sig upp úr mestu efnahagslægð eftirstríðsáranna. Þá bjartsýni, sem þessi umskipti hljóta að vekja í hugum manna, verðum við þó að tempra með raunsæju mati á efnahagslegri stöðu þjóðarinnar í dag og hagvaxtarhorfum I nánustu fram- tíð. Sannleikurinn er sá, að leiðin upp úr öldudalnum hefur reynzt flestum þjóðum heimsins torsóttari en oftast áður vegna þeirrar óvenjulegu verðbólgu og greiðslujafnaðarvandamála, sem umrót undanfarinna ára hefur skilið eftir sig. Þótt nú sé liðið hátt á annað ár, siðan efnahagsbatinn hófst meðal helztu iðnaðarrikja er 43 framleiðsluaukningin víða mjög hæg enn sem komið er og ekki horfur á, að aukning þjóðarframleislu nái nema þremur til fjórum prósentum á OECD svæðinu á þessu ári. Mun það ekki nægja til þess að draga, svo að teljandi sé, úr hinu alvarlega atvinnuleysi, sem nú ríkir viða um heim. Ekki er á það að treysta, að Islendingar eigi á næst- unni að vænta frekari bata í viðskiptakjörum og öðrum ytri skilyrðum útflutningsatvinnuveganna við þessar aðstæður. Hafa verður í huga, að hækkunin á verðlagi fiskafurða á heimsmarkaði hefur orðið mun meiri á undanförnu ári en við mátti búast með tilliti til almennrar þróunar eftirspurnar i heiminum. Verðlag þeirra er nú tiltölulega hátt og hefur hækkað meira en verð á öðrum hliðstæðum matvælum, svo að minni líkindi eru til, að það hækki enn frekar. Einnig bendir nú flest til þess, að sókn í ýmsa mikilvæga fiskstofna sé þegar komin á yztu þolanleg mörk. Hagstæð fram- leiðsluskilyrði, það sem af er árinu, ættu þó ásamt svipuðum viðskiptakjörum og nú ríkja og hóflegri aukn- ingu almennrar eftirspurnar að nægja til þess, að á þessu ári náist um 5% aukning þjöðartekna. Þótt nokkru af þessum hagvexti verði varið til þess að koma á jöfnuði í viðskiptum við útlönd, ætti i fyrsta skipti sfðan 1973 að vera fyrir hendi raunverulegt svigrúm til þess að auka þjóðarútgjöld án þess að það sé á kostnað stöðunnar við útlönd. Ekkert verkefni er nú brýnna í fslenzkum efnahagsmálum en að reyna að tryggja, að þetta svigrúm verði skynsamlega notað, en verði ekki gert að tilefni nýs kapphlaups úm óhóflega aukningu tekna og útgjalda. En hversu vel tekst til i því efni mun áreiðanlega ráðast öðru fremur af þeim launasamning- um, sem nú standa yfir. Samkvæmt þeim fyrirætlunum, sem felast í lánsfjár- áætlun, afgreiðslu fjárlaga og öðrum ákvörðunum um fjárfestingu og opinber útgjöld, er búizt við nokkrum samdrætti í fjár(estingu á þessu ári og tiltölulega lítilli aukningu samneyzlu. Svigrúm á þvi að vera fyrir hendi til þess, að á þessu ári verði umtalsverð aukning raun- tekna, eða sem svarar 4—5% miðað við fyrra ár. Og er vissulega eðlilegt, að reynt verði að veita þeirri kjarabót forgang i ráðstöfun þeirrar aukningar þjóðar- tekna, sem nú má gera ráð fyrir. Vandinn i þessum efnum er hins vegar ekki sizzt fólginn í þvi að koma í veg fyrir, að þessi kjarabót gerist með þeim hætti, að víxilhækkanir launa og verðlaga hefjist að nýju og verðbólgan taki aftur stefnu upp á við. Enginn vafi er á þvi, að það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál allra, sem hér eiga hlut að máli, launþega, atvinnurek- enda og stjórnvalda, að koma i veg fyrir þessa hættu. Árangursríkasta leiðin að því marki væri fólgin í því, að leunþegum væru tryggðar kjarabætur i öðru en beinum launahækkunum, t.d. með lækkun tekjuskatta og félgs- legum umbótum. Ekki skal dómur á það lagður hér. hvaða svigrúm er fyrir hendi til slíkra aðgerða án þess að það veiki fjárhagsstöðu ríkissjóðs um of, nema til komi aukin innlend fjáröflun, t.d. I formi verðbréfaút- gáfu eða nýrra skatttekna. Hér er þó svo mikið í húfi, að kanna verður hverja leið, sem leitt getur til skynsam- legra og heilbrigðra launasamninga. Uppsveifla Það er óneitanlega erfitt, á meðan svona mikil óvissa ríkir um launaákvarðanir og verðbólguþróun á þessu ári, að gera sér grein fyrir því, hverra aðgerða kunni að verða þörf í peningamálum til þess að tryggja þolanlegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Tvö atriði tel ég þó sér- staka ástæðu til þess að fjalla um á þessum vettvangi. 1 fyrsta lagi er mikil þörf á þvi, að bankarnir bregðist ekki i þvi aðhaldi að þróun útlána, sem að er stefnt i lánsfjáráætlun, en útlánatölur fyrstu þriggja mánaða þessa árs spá því miður ekki góðu í þvi efni. Þótt afturbatinn i þjóðarbúskapnum sé enn tiltölulega ska'mmt á veg kominn hefur aukning útflutningstekna og meiri bjartsýni um þróun framleiðslu og tekna, þegar haft I för með sér verulega eftirspurnarþenslu, sem greinilega má sjá af auknum viðskiptum og gjald- eyrissölu fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagstæðari gjald- eyrisþróun hefur um leið bætt lausafjárstöðu bank- anna, og ýtt undir aukna útlánastarfsemi. Hér fara saman öll merki uppsveiflu í eftirspurn og útlánum, eins og svo oft hefur átt sér stað hér á landi á þessu stigi hagsveiflunnar. Verði þessi uppsveifla mögnuð af gá- leysi i útlánastarfsemi bankanna eru öll líkindi til þess, að hvort tveggja gerist, verðbólga fari vaxandi og aukin eftirspurn eftir gjaldeyri leiði til þess, að viðskiptahall- inn aukizt á ný í stað þess bata, sem full ástæða er að vænta, ef hóflega er á málum haldið. Bankastjórn Seðlabankans vill þvi enn brýna það fyrir stjórnendum banka og annarra innlánsstofnana, að þeir geri sitt ýtrasta til þess að ná þeim markmiðum, sem sett hafa verið I þessu efni í lánsf járáætlun rikisstjórnarinnar, og samkomulag hefur orðið um að fylgja. I öðru Iagi vil ég fjalla nokkuð um þau vandamál, sem verðbólguþróunin hefur haft í för með sér i starfsemi bankakerfisins. Þótt menn hljóti enn að vona, að hófs verði gætt I þeim launasamningum, sem framiindan eru, er óhugsandi, að unnt verði að draga úr verðbólgu á þessu og næsta ári nema tiltölulega hægt, eins og launa- og verðlagsákvörðunum er háttað hér á landi. Eftir liðlega 20% verðbólgu á siðasta ári hefur verðþenslan sjatnað lítið eitt á fyrri hluta þessa árs, en verður þó varla undir 25%, þrátt fyrir tiltölulega hagstæð ytri skilyrði, en vegna batnandi viðskiptakjara hefur meðal- gengi krónunnar haldizt svo til óbreytt, það sem af er árinu. Bjartsýnustu spár, sem settar hafa verið fram i þessu efni gera þó ekki ráð fyrir því, að verðbólga komist niður fyrir 20%, fyrr en siðast á þessu ári, en lítið þarf út af að bregða til þess, að hún yrði verulega meiri. öll líkindi eru því til þess, að Islendingar muni Framhald á bls.44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.