Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 — Ræða Jóhannesar Nordal Framhald af bls. 43 enn á þessu og líklega næsta ári búa við tvisvar til þrisvar sinnum meiri verðbólgu en allar helztu við- skiptaþjóðir þeirra. Verðbólgan mun því enn um skeið setja svip sinn á alla þróun efnahagsmála hér á landi, en hvergi koma áhrif hennar þó fram með jafn óheillavænlegum hætti og í starfsemi banka og annarra fjármálastofnana. Sést það bezt á þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í innlánum og útlánum bankanna í þeirri miklu verð- bólgu, sem hér hefur geysað siðustu fjögur árin. Ég tel nauðsynlegt til skilnings á þeim vandamálum, sem hér er við að etja, að rekja nokkra meginþætti þeirrar sögu, þótt ýmislegt af því hafi komið fram áður. 34 milljarða samdráttur Bankar og sparisjóðir eru að þvf leyti öðru visi settir en aðrar helztu fjármálastofnanir hér á landi, eins og t.d. fjárfestingarlánasjóðir og lffeyrissjóðir, að svo til allt ráðstöfunarfé þeirra byggist á frjálsum innlögum almennings og fyrirtækja. Það er því ekki að undra, þótt miklar verðlagsbreytingar og sveiflur í raunvöxt- á þökog veggi nýrra og gamalla bygginga. Nýja hússtálið er fáanlegt í ýmsum litum, lengdum og gerðum. Það er auðvelt að sníða, klippa og leggja. Hefur verið sett á allmörg hús hér á landi og líkar frábærlega vel. Verð þess er lægra en á mörgum öðrum tegundum klæóningar. Komið — hringið — skrifið, við veitum allar nánari upplýsingar. Komið meó teikningar, viö reiknum út efnisþörf og gerum verðtilboö. (3a) PLANN JA yM Sænsk gæðavara SAMBAND fSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGING ARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 um nafi skjótlega áhrif á fjárhagsgetu þeirra. Þetta hefur aldrei komið skýrar í ljós en á árunum 1973 — 1975, en á þvf tfmabili reis alda verðbólgunnar hæst og raunvérulegir vextir af sparifé urðu neikvæðir um allt upp í 24%. Hafði þetta ekki aðeins í för með sér minni sparifjármyndun, heldur verulegan flótta fjár af banka- reikningum yfir í kaup á fasteignum, bifreiðum og hvers konar neyzluvörum. Afleiðingarnar urðu þær, að raunverulegt ráðstöfunarfé bankakerfisins, reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á hverjum tíma fór sffellt lækkandi. Við upphaf þessa áratugs jafngiltu heildarinnstæður í innlánsstofnunum um 40% af þjóðarframleiðslu á verðlagi þess árs. Þremur árum séinna, 1975, hafði þetta hlutfall lækkað um nærri þriðjung og var komið ofan í 27%. Nokkur frekari lækkun átti sér stað á árinu 1976, en þó tókst á því ári bæði vegna minnkandi verðbólgu og bættra ávöxtunar- kjara á sparifé f formi vaxtaaukareikninga að stöðva frekari rýrnun að því er varðar innstæður á sparifjár- reikningum. Til að gefa betri hugmynd um áhrif þessarar þróunar á útlánagetu bankakerfisins má nefna eftirfarandi töl- ur. 1 lok sfðastliðins árs voru heildarinnstæður innláns- stofnana nálægt 69 milljarðar króna, en hefðu átt að vera um 103 milljarðar, ef þær hefðu haldizt f sama hlutfalli af verðmæti þjóðarframleiðslunnar, eins og þær voru í upphafi þessa áratugs, en mun hærri miðað við sum fyrri ár. Raunverulegur samdráttur ráðstöf- unarfjár bankakerfisins á þessu tfmabili nemur því um 34 milljörðum króna á núverandi verðlagi, og er ekki að undra, þótt þessi breyting hafi haft afdrifarík áhrif á getu bankakerfisins til þess að sinna lánsfjárþörfum atvinnuveganna. Að nokkru leyti hefur sá samdráttur innlends peningalegs sparnaðar, sem i þessu felst, kom- ið fram í auknum erlendum lántökum og rýrnun gjald- eyrisstöðu, en að nokkru leyti hlýtur hann að hafa þrengt að rekstrarfjárstöðu fyrirtækja. Jafnframt er á það að benda, að þessi samdráttur í útlánagetu bankanna hefur óhjákvæmilega haft áhrif á skiptingu lánsfjár milli atvinnuvéga og þá einkum þeim atvinnuvegum í óhag, sem r.jóta ekki aðgangs að reglu- bundnum afurða- og rekstrarlánum. Reglum um endur- kaup afurðalána hefur Iftið verið breytt undanfarin ár, nema að þvf er varðar aukin endurkaup iðnaðarvixla, en þessi lán hafa þó vegna aukins birgðahalds og verðbreytinga vaxið heldur hraðar en nemur verð- mætisaukningu þjóðarframleiðslunnar. Þessi hlutfalls- lega aukning endurkaupa samfara minnkandi raun- verulegu ráðstöfunarfé bankakerfisins hefur því leitt til þess, að endurkaupanleg afurðalán hafa farið ört hækkandi sem hlutfall af heildarútlánum bankanna. Þannig voru þau innan við 13% af útlánum 1971, en voru komin í nálægt 24% um sfðustu áramót. Sé við þetta bætt reglubundnum viðbótarlánum viðskipta- bankanna er Ifklega ekki fjarri, að 30% af heildarútlán- um viðskiptabankanna í lok siðastliðins árs hafi verið f formi reglubundinna birgðalána til atvinnuveganna. Hefur þessi þróun vitaskuld þrengt enn aðgang annarra aðila að lánsfé bankanna og um leið haft áhrif f þá átt að draga úr hreyfanleika fjármagnsins á milli atvinnu- vega. Til að standa undir hlutfallslega vaxandi endurkaup- um ár frá ári hefur Seðlabankinn á síðustu árum orðið að hækka innlánsbindingu svo að segja jafnt og þétt, og hefur hún þó tæpast staðið undir aukningu endur- kaupa. Er nú svo komið, að bindiskylda innlánsstofnana er komin upp f 25% af heiidarinnlánum, en það er það hámark, sem hún má verða lögum samkvæmt. Að óbreyttum lögum getur Seðlabankinn því ekki aukið endurkaup héðan f frá hraðar en nemur aukningu þess innlánsfjár, sem bindingin er reiknuð af. Verði innláns- þróunin óhagstæð á næstunni, gæti orðið óhjákvæmi- legt að lækka afurðalánin hlutfallslega miðað við afurðaverðmæti, nema lögum verði breytt og Seðla- bankanum leyft að auka bindiskyldu umfram 25%. Ekki má heldur gleyma þvf, að innlánsbindingunni er ekki ætlað það hlutverk eitt að fjármagna endurkaup Seðlabankans, heldur er hún almennt stjórntæki í pen- ingamálum til þess fallið að draða úr aukningu peninga- magns' og bæta gjaldeyrisstöðu. Þessa hvort tveggja getur einmitt orðið þörf nú á næstunni vegna vaxandi þenslu, sérstaklega ef ekki tekst að draga verulega úr skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann. Breytingar á vaxtakerfi Hér er því vissulega komið að miklum vanda. Kröfur um aukningu afurðalána hafa verið venju fremur háværar að undanförnu, ekki sfzt frá landbúnaðinum, og enn vantar allmikið á, að iðnaðurinn njóti í þessu efni sömu aðstöðu og hinir hefðbundnu atvinnuvegir. Það er því óhjákvæmilegt, að þetta vandamál verði tekið til gaumgæfilegrar athugunar á næstunni og afstaða tekin til þess, hvort æskilegt sé að breyta lögum í þá átt að auka svigrúm Seðlabankans til þess að hækka bindingu og þá um leið afurðalánafyrirgreiðslu sína við atvinnuvegina, eða hvort æskilegra sé að leita annarrar lausnar á þessum vanda. Mér virðist, að hér sé einkum um tvo kosti að velja. Fyrri kosturinn er reyndar sá, sem ég hef nú lýst, þ.e.a.s. aukning almennrar bindiskyldu og enn frekari útfærsla afurða- og birgðalánakerfisins til þeirra at- vinnuvega, sem taldir eru þurfa mest á þeim að halda. Ut frá hagsmunasjónarmiði þeirra sem forgangslána njóta, mundi slik breyting vafalaust vera talin hagstæð. Á hinn bóginn mundi hún enn auka þann hlut heildar- útlána, sem veittur væri með sjálfvirkum hætti án mats á raunverulegri lánsþörf hverju sinni. Jafnframt yrði bæði þrengdur kostur allra annarra lántakenda og dregið úr ráðstöfunarrétti stjórnenda banka og sparí- sjóða á því fjármagni, sem innstæðueigendur hafa trúað þeim fyrir. Eftir þessari leið væri þvf stefnt út í enn meiri og formfastari skömmtun lánsfjár en við höfum hingað til átt við að búa. Hin leiðin stefnir til gangstæðrar áttar, þar sem markaðsöflin, þ.e.a.s. framboð og eftirspurn á lánsfé verði látin ráða mun meira en nú um útlánadreifing- una. Til að svo yrði, þyrftu einkum tvenns konar breytingar að koma til frá þvi kerfi, sem við nú búum við. í fyrsta lagi yrði að stefna að því að tryggja eigendum sparifjár, sem raunverulega fjármagna útlán bankanna, sómasamlega ávöxtun á fé sínu, svo að innstæður í bönkum verði ætfð samkeppnishæfar við önnur sparnaðarform, sem almenningur á kost á. I öðru lagi þyrfti að stefna að því að jafna lánskjör sem mest, þannig að hætt yrði að ýta undir eftirspurn með óeðli- lega hagstæðum lánskjörum. Með þessum hætti gæti tvennt áunnizt. Annars vegar ætti útlánageta banka- kerfisins að geta aukizt verulega, en hins vegar ætti lánsféð að nýtast betur til arðbærs rekstrar og fjárfest- ingar, þar sem allir sætu við sama borð og eðlilegir raunvextir væru greiddir af öllu lánsfé. Það er skoðun bankastjórnar Seðlabankans, að reynslan undanfarinna ára vitni bezt um nauðsyn þess að fara í vaxandi mæli inn á sfðari leiðina, ef bankakerf- ið á að geta þróazt eðlilega og veitt öllum atvinnurekstri í landinu viðunandi þjónustu. A ég þar annars vegar við hækkun innlánsvaxta með upptöku vaxtaaukareikninga og hins vegar jöfnun lánskjara á viðbótarlánum við- skiptabankanna til atvinnuveganna. Ég er þeirrar skoð- unar, að halda verði áfram að þoka sig i sömu átt með enn frekari breytingum á vaxtakerfinu á næstu mánuð- um. En þvf er ég orðinn margorður um þessi mál, að allar breytingar á lánskjörum og reglum koma við hagsmuni margra aðila. Það er þvf nauðsynlegt, að sem almennastur skilningur sé fyrir hendi á tilgangi þeirra og nauðsyn. Árangurinn undir okkur sjálfum kominn Hin óhagstæða þróun ráðstöfunarfjár bankakerfisins, sem ég hef nú gert að umtalsefni, er gott dæmi um þann margvíslega vanda, sem undangengið verðbólguskeið hefur skilið eftir sig. Þess vegna hlýtur að reynast mun erfiðara en ella að tryggja, að i kjölfar afturbatans, sem kominn er, fylgi tfmabil eðlilegs hagvaxtar og stöðug- leika f íslenzkum efnahagsmálum. Ef þetta á að takast, þarf einkum tvennt að koma til. í fyrsta lagi verður að hafa hæfilegt taumhald á þróun tekna og útgjalda, svo að ekki stefni þegar út í nýtt tfmabii umframneyslu með vaxandi verðbólgu og greiðsluhalla. Eins og reynslan hefur þráfaldlega kennt okkur, skiptir í þessu efni hvort tveggja jafnmiklu máli, hófsemi f launaákvörðunum og aðhald i fjármálum ríkisins og peningamálum. Einnig er sérstök ástæða til að benda á, hve æskilegt er, að reynt verði að beita sjóðsöfnun fVerðjöfnunarsjóðfiskiðnaðarinstil sveiflu- jöfnunar, á meðan verðlag á erlendum mörkuðum helzt hagstætt. Þótt Verðjöfnunarsjóðurinn hafi ekki í undanfarinni hagsveiflu reynzt eins öflugt tæki til tekjujöfnunar og vonir stóðu til, gerði hann þó ótvírætt gagn bæði með því að jafna tekjur í einstökum greinum sjávarútvegsins og með því að stuðla að aukningu gjaldeyrisforðans, á meðan ytri skilyrði voru hagstæð. 1 öðru lagi er nauðsynlegt að tryggja bæði aukna innlenda fjármagnsmyndun og sem bezta nýtingu þess fjármagns, sem til ráðstöfunar er til fjárfestingar og atvinnuuppbyggingar. í ölduróti verðbólgunnar hefur óneitanlega margt farið úr skorðum f þessum efnum, raunhæft mat á arðsemi fjárfestingar hefur riðlazt, spákaupmennska setið f fyrirúmi fyrir ráðdeildarsemi og peningalegur sparnaður þorrið. Að svo miklu leyti sem ekki tekst að draga úr verðbólgunni, verður að treysta á raunhæfa ávöxtun fjármagns, hvort sem er f formi verðtryggingar eða hreyfanlegra vaxta, til þess að hvetja til aukinnar myndunar innlends fjármagns, svo og til arðÉærrar nýtingar þess. Eitt meginmarkmiðið í þessu efni er að draga úr notkun erlends lánsfjár með auknu framboði og hag- kvæmri notkun innlends sparnaðar. Einnig er ástæða til að ætla, að á næstu árum megi draga enn úr þeirri tegund fjárfestingar, sem háðust er erleridu fjármagni. Á undanförnum fjórum árum hefur fiskiskipafloti landsins t.d. eflzt svo, að frekari innflutningur skipa kemur vart til greina, fyrr en fiskstofnarnir við landið eru komnir úr þeirri hættu á ofveiði, sem nú vofir yfir. I raforkumálum og hitaveituframkvæmdum er einnig verið að ljúka eða langt komið áföngum, sem bæði spara mikla innflutta orku og skapa grundvöll almennrar framleiðsluaukningar. Einnig i þessum greinum má þvf búast við minnkandi þörf fyrir erlent lánsfé, frá þvi sem verið hefur nú að undanförnu. Ég er þá kominn að lokum þessa máls, þar sem ég hef reynt að draga upp nokkra mynd af þróun liðins árs og meta horfurnar framundan. Sú mynd hefur bæði ljósar og dökkar hliðar. Enn er við mikil vandamál að striða, sem rekja má til erfiðleika síðustu ára. Nú stefnir hins vegar ótvírætt til framfara á nýjan leik. Ef ekki slær f bakseglin varðandi ytri skilyrði þjóðarbúskaparins og fylgt er raunsærri og hófsamlegri stefnu i útgjöldum og tekjuákvörðunum, ætti að vera unnt að tryggja hvort tveggja í senn, batnandi lífskjör og sterkari stöðu þjóðarbúsins út á við. Eins og svo oft áður er árangur- inn fyrst og fremst undir okkur sjálfum kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.