Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977 35 Myndgæöi PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar séröu alla hluti eins eölilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur leyst vandamáliö viö villandi og óeölilega liti og þaö er eins og aö vera sjálfur á staönum þar sem myndin er tekin, þegar þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Óþarft er aö koma meö upptalningu á tæknilegum atriöum hér en bendum aöeins á aö PHILIPS er stærsti framleiöandi litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir það ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja árið 1941 og hefur síöan stefnt markvisst aö tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum gerðum, með skermum frá 14” - 26”. Við viljum eindregiö hvetja væntanlega kaupendur litsjónvarpstækja til að kynna sér umsagnir hlutlausra aöila og þá veröur valið ekki erfitt. Það er og verður PHILIPS. ferðamannaleiðum og kenna margir ölinu öðru fremur. Kjarkur og sómi Björn Matthiasson endar grein sina með þvi að segja um hóp manna sem ég tel mig tilheyra: „Þeir vilja ekki eða þora ekki að snerta bjór og vilja ekki unna öðrum að velja sinn drykk í friði.“ Fyrst spur ég Björn Matthias- son hvort hann vilji unna öðrum að velja sér i friði hver þau nautnalyf sem þeir vilja? Svo er það kjarkurinn. Þegar ég var barn heyrði ég og las að það væri ósiður að hrækja á gólf. Vera kynni i hráka manns sóttkveikja sem bærist i andrúmsloftið þegar hrákinn þornaði og gæti síðan borizt í annan mann, sýkt hann og jafnvel orðið upphaf að hans dauðameini. Þetta snertir ekkert kjark eða kjarkleysi. Þetta er ekki spurning um að þora. Ég minni á þetta þvi að það er þessi sama hugmynd um siðgæði sem veldur því að bindindishreyf- ing er til. Við viljum ekki taka þátt í því sem getur orðið til þess að einhver byrji að neyta tóbaks eða áfengis. í upphafi skyldi end- inn skoða. Það hefur reynzt hrein og bein fifldirfska hjá mörgum góðum manni að hann þorði að venja sig á að neyta áfengis hvort sem það var bjór eða brennivín eða eitt- hvað annað sem á var byrjað. Ég vil ekki taka þátt i svo mann- skæðum leik. Það má hver sem vill kalla kjarkleysi. Ég veit að Björn Matthíasson verður- eð meta það svo sem hann hefur vitið til. Halldór Kristjánsson. litsjónvarp með eðlilegum litum Halldór Kristjánsson: Ekki bara litsjónvarp, heldur Kornin hans Björns Nokkur sannleikskorn um bjór heitir grein eftir Björn Matthías- son. Hún birtist í Morgunblaðinu 1. april og mun þó ekki eiga að vera neitt aprílgabb. Björn gerir þá grein fyrir komu sinni á ritvöllinn að honum þyki bjórandstæðingar standa sem sigurvegarar i umræðum og þykir þvi „mál til komið að aðrir leggi orð í belg.“ Hingað til finnst mér raunar að andstæðingarnir hafi ekki ræðst einir við en svo er hvert mál sem það er virt. 1. kornið. Fyrsta sannleikskornið sem grein Björns dregur nafn af er „að Svium og Finnum tókst ekki sem skyldi að meðhöndla þennan drykk.“ Gullsatt er orðið en Björn virðist álykta að það sé mönnun- um að kenna en ekki drykknum. Og víst er áfengi meinlaust þeim sem ekki neyta þess, ef allir sem þeim er annt um að láta það lika óhreyft. En hvar er sá að það eigi við? uð áfengisvandamál og við brugð- izt þveröfugt við þvi sem hérlend- ir bjórandstæðingar halda fram.“ Þetta er satt. Sama átti sér stað I Sviþjóð og Finnlandi. Allar eru þessar þjóðir nú reynslunni rik- ari. Þær hafa haft ómetanlegt óián af tiltækinu. Þeim hefur öll- um orðið það ómælanleg bölvun að gera það sem Björn vill nú láta okkur gera. Það er „kjarni máls- ins“ eins og Björn segir. 5. kornið. Nú fara kornin að smækka hjá Birni. Þau sjást naumast þegar hann talar um reynslu Norð- manna. Þó er það satt að „þar í landi er 4—5% bjór algengur." Samt ráða sveitarfélög þvi hvort þau leyfa ölsölu hjá sér og því er stöðugt strið um bjórinn i Noregi. Virðist mér helzt af lestri norskra blaða að það sé næsta almennt álit að bezt væri að vera laus við bjór- inn ef það væri hægt. Ómögulegt er mér að skilja hvað Björn á við þegar hann talar Um góða reynslu Norðmanna af bjórnum. Hitt veit ég að margt er talað um mikla drykkju og ölvun á feriunum norsku og öðrum 2. kornið. Annað sannleikskornið er um bjórdrykkju Belgíumanna að þar séu margir ofdrykkjumenn og áfengissjúklingar sem neyti bjórs. En Björn ályktar að þetta sé þó ekki að marka. Bjórinn er svo mikilvægur i vísitölunni þar i landi að hann er hafður ódýr og þvi er „hagstæðara" að drekka hann en annað áfengi. Skyldi nú ekki bjórinn hafa svipuð áhrif á þá sem drekka hann hvort sem þeir drekka hann vegna þess að hann sé ódýr eða bara af þvi að þeir halda að hann sé meinlaus? Ef Birni og sálu- félögum hans tækist að fá íslend- inga til að drekka bjór svo sem Belgar gera verður vist að gera ráð fyrir svipuðu „sambandinu milli alkóhólisma og bjórneyzlu" þar og hér. 3. kornið. Björn segir að brezkir kvekar- ar, — sjálfir bindindismenn, — hafi einhverntíma farið að brugga bjór og selja í þeim tilgangi að menn hyrfu frá brenndum drykkjum. Þetta má vel vera rétt. Fyrstu félagsleg samtök á Vesturlöndum gegn ofdrykkju voru hófsemdar- félög. Þau vildu takmarka neyzl- una við hina vægari drykki. Fyrir 150 árum var einmitt uppi í Bret- landi hreyfing sem stefndi að því að fá menn til að drekka bjór I brennivíns stað. Má fel vera að einhverjir kvekarar hafi verið þátttakendur i þvi sem Björn seg- ir. Hins vegar eru nú 100 ár síðan öllum var orðið ljóst að hófsemd- arfélögin náðu ekki tilgangi sin- um og raunar einum aldarfjórð- ungi betur siðan flestir áhuga- menn vissu það. Þá varð bindindishreyfingin til og hún hefur á vissum svæðum og vissum tímum borið glæsilega ávexti. Það er ekkert sannleikskorn i þvi þegar Björn segir að drykkju- venjur Breta séu „Iangtum sið- legri en venjur okkar íslend- inga.“ Drykkjuvenjur þeirra hafa ekki farið batnandi síðustu árin. Þvert á móti segja fræðimenn í þeim efnum að ef svo fari fram sem horfir verði ofdrykkjan óvið- ráðanlegt þjóðarböl innan fárra ára. Það er ekki korn af sannleika i því að bjórinn haldi böli frá Bret- um. 4. kornið. Fjórða sannleikskornið hjá Birni er það að „fyrir nokkrum árum hófu Sovétmenn að stór- auka bjórframleiðslu sina í þvi skyni að bjóða landsmönnum upp á aðrar og mildari veigar." Þetta er satt. En svo bætir Björn við að „þvi miður skorti upplýsingar um hvernig þessari tilraun hafi reitt af.“ Hvern skortir þær upplýsing- ar? Sovésk stjórnarvöld skýra svo frá að tilraunin hafi haft öfug áhrif við það sm ætlast var til. Sama sagan og i Sviþjóð og Finn- landi. Björn segir: „Kjarni málsins er sá að þarna héfur þjóð með svip-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.