Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRIL 1977 (Efst t.v.): „Tveimur dögum eftir nfræðisafmælið ræddi Felix Schmidt, blaðamaður við Welt am Sonntag, við Arthur Rubinstein í New York.“ Hann er elztur frægra hljómlistarmanna. Hann hélt níræðisafmæli sitt hátíðlegt með tertum og kampavíni. Hann fæddist, þegar Daimler fann upp bíl með fjórum hjólum. Rubinstein tengist hljómlistarsögu heillar aldar. Debussy tók í hönd honum, Ravel klappaði á öxlina á honum, hann skálaði við Stravinski og reifst við Heifetz. Rubinstein: Komið þér og setj- ist hérna beint á móti mér og eins nálægt og þér getið. Felix Schmidt: Getið þér séð mig núna? Rubinstein: Já, ég sé hálsbindi yðar og geri mér i hugarlund, hvar andlitið muni vera. Ég er heldur ekki alveg blindur. Ég sé móta fyrir útlínum, og ég gæti enn ferðast út af fyrir sig. Felix: Getið þér heyrt til mín? Rubinstein: Ef þér talið hátt og skýrt og eins nálægt eyranu og hægt er, þá get ég vel skilið yður. Felix: Herra Rubinstein, þér eruð nú orðnir 90 ára gamlir. Hvernig er það að vera niræður? Rubinstein: Það er nokkuð, sem snerfir mig ekki, skal ég segja yður. En ég veit, að níræður maður hefur ekki sömu mögu- leika og sextugur. Kallið getur komið, hvenær sem er. Dauðann óttast ég alls ekki. En ef einhver byði mér til uppskeruhátíðar, myndi ég hreinskilníslega spyrja hann: „Eruð þér á Guðs vegum? Eruð þér að spyrja um það, hvort ég geti komið?“ Lengur get ég ekki með fullri vissu sagt: Já, auðvitað kem ég. Felix: Hvernig eydduð þér af- mælisdeginum? Rubinstein: Ég var í símanum eitthvað um fimmtiu sinnum. Ég mátti ekki vera að því að borða, ég gat ekki einu sinni reykt mina vindla, ég gat ekki einu sinni klætt mig almennilega. Ég var eiginlega ailan daginn í simanum — til klukkan tvö um nóttina.. Felix: En það hlýtur þó að vera notaleg tilfinning að eiga svo marga vini í veröldinni. Rubinstein: Já, það snart mig mjög djúpt. Ég fékk um 200 skeyti. Frá öllu mögulegu fólki, meira að segja frá drottningu Belgíu og Hollandsdrottningu. Og það er þó sjaldgæft, að menn eigi nitugasta afmælisdag sinn án þess að vera bundinn við rúmið eða vera orðinn hálfruglaður. Felix: Hafið þér fengið góðar gjafir? Rubinstein: Já, mikil ósköp, fyrst og fremst tertur, alltof margar tertur, blóm og feikn af kampavíni. Sem betur fer vissi fóik um merki mitt: Dom Perign- on. Af þvi get ég drukkið heila flösku án þess að fá brjóstsviða á eftir. Felix: Herra Rubinstein, þér getið horft til baka yfir nær aldar- langa hljómlistarsögu. Hvaða kafli var merkilegastur eða er eftirminnilegastur? Rubeinstein: Guð minn góður, mér nægði ekki öll nóttin til að telja upp alla þá viðburði, sem hafa haft mest áhrif á mig. Ég minnist með mikilli ánægju, er ég heyrði fyrst „Meistarasöngvar- ana“, og „Niflungahringinn“, en það var í Bayreuth, og ég grét yfir „Parsifal". En reyndar laumaðist ég burt í öðrum þætti, þvi að mér þótti þetta heldur langdregið. En „Meistarasöngvarana“ met ég enn eins og forðum, þó að mér sé sama um allt annað, sem Wagner samdi, mér dauðleiðist það. En svo ég víki aftur að spurningu yðar: Hið merkilegasta, hið mark- verðasta er ekki til í minu lífi. Ef ég segði yður, að eitt eða annað hefði haft djúptæk áhrif á mig, þá væri ég um leið að gera minna úr öðru, sem ég hef lifað og reynt. Ég hef komizt að raun um það á þessum níutíu árum, að í lífi og list sé sérhver dagur hinn feg- ursti og markverðasti, einfaldlega af þvi að hann er alltaf öðruvisi en hinir, sem á undan eru gengnir. Felix: Það er deginum ljósara, en er þó ekki um neinn kafla hljómlistarsögu að ræða, sem hef- ur haft sérstök áhrif á yður? Rubinstein: Ef þér farið á mál- verkasýningu, þar sem verk Rem- brandts eru til sýnis, farið þér þaðan út fullvissir um, að hann sé mesti málarinn. Síðan sjáiðþér sýningu á verkum Vermeers, og þá skilst yður allt i einu, að hann sé mesti málari allratíma. Allt tóm vitleysa. Enginn er betri en annar. Rembrandt er heimur út af fyrir sig og Vermeer annar heimur. Og sama máli gildir um Beethoven og Mozart, Haydn, Schubert, Boulez og Stockhausen. Felix: Herra Rubinstein, ungur á árum kynntust þér jafnmerkum tónskáldum og Saint-Saens, Debussy, Ravel, Stravinsky. Hver hefur haft varanlegust áhrif áyð- ur? Rubinstein: Ég var um 16 ára gamall, þegar ég kynntist pólska tónskáldinu Karol Szymanovski. Hann var að vísu ekki enn eins þekktur og hann hefði átt að vera, en hann er bezta pólska tónskáld- ið eftir Chopin. Þar sem ég er fæddur Pólverji, var ég auðvitað mjög stoltur yfir því, að við hefðum aftur eignazt tónskáld, sem kvað að. Já, og síðan að sjálf- sögóu Stravinski og Prokofieff. Ráð þeirra voru mér mikils virði. Við Stravinski átti ég mikið sam- an að sælda, við vorum miklir vinir. Debussy hitti ég aðeins einu sinni. Umboðsmaður minn kynnti mig fyrir honum eftir hljómleika: „Þetta er hinn bráð- efnilegi ungi píanóleikari Arthur Rubinstein.“ Debussy sagði: „Ah“, rétti mér hendina og skipti sér siðan ekki af mér. Hann var mjög þóttafullur. Ravel, já Ravel var yndislegur vinur. Ég mat hann mjög mikils, það var gaman að sitja með honum á veitinga- húsi, reykja með honum vindil. Og þegar hann klappaði á öxl mér i kveðju skyni ogsagði: „Arthur, við verðum að hittast fljótt aft- ur“, þá var ég hamingjusamur hreint og beint. Felix: Herra Rubinstein, snemma á ævinni gerðuð þér yður far um að kynna hina Nýju hljóm- list. Þér lékuð verk eftir Strav- inski og Prokofieff, Skrjabin og Ravel. Rubinstein: Sjáið þér til, ég lagði mig mjög fram um að kynna hina nýju hljómlist á mínum yngri árum. Verk eftir Stravinski, Prokofieff, Szymanovski, Skrja- bin og auðvitað Ravel og Debussy. Þegar ég lék verk eftir Debussy í Varsjá 1904, blístruðu áheyrend- ur. Mér gramdist það ógurlega. Og þegar ég lék eitt sinn ýmis verk eftir Ravel í Madrid, tóku áheyrendur einnig til við að blístra. í seinni hluta hljómleik- anna lék ég rapsódíu eftir Liszt og vakti geysilega hrifningu. Ég varð að leika aukalög. Og hvað haldið þér, að ég hafi leikið? Ravel. Ég var orðinn svo reiður út í fólkið. Þá urðu slagsmál i salnum. Ungu mennirnir, sem voru á bandi Ravels, flugust á við hina gömlu. Lögreglan varð að skerast i leik- inn. Ég hef sannarlega barizt fyr- ir hina nýju hljómlist. Felix: En síðan hafið þér ein- skorðað yður við sígilda, róman- tiska tónlist. Hvers vegna? Rubinstein: Af leti. Einfaldlega af leti. Með aldrinum varð hin nýja tónlist mér einfaldlega of erfið. Ég hefði gjarnan viljað spila eitt og annað eftir Bartók. Ég vissi nákvæmlega að það myndi taka mig tvo mánuði að læra verk eftir hann að þvi marki, að ég gæti sagt: Þarna er það komið. Beethoven gat ég lært á tveimur dögum, einnig verk eftir Mozart á tveim dögum, Brahms á þremur dögum, Chopin á fimm dögum. Svo hugsaði ég sem svo, að ég léti hinum yngri mönnum eftir nýju hljómlistina, og af hverju ætti ég að leika verk, sem ég geri ekki vel? Felix: Svo að það er ekki af þvi, að þér hafið skipt um skoðun á hinni nýju tónlist? Rubinstein: Ekki á nokkurn hátt. Ég dáist mjög að hinni nýju tónlist, þér megið trúa því, ég bara var í rauninni of latur til að setjast niður og læra. Ég vildi líka lifa lifinu á minn hátt, fá eitthvað út úr þvi, fara í leikhús, lesa bækur. Og áheyrendur hafa tekið því vel, sem ég hef leikið fyrir þá. Ef ég segist ætla að leika „Appassionata" eftir Beethoven á hljómleikum á morgun og „Karnevel" eftir Schumann og ef til vill nokkrar etýður eftir Chop- in, þá kæmu áheyrendur, ekki satt, en enginn myndi segja, herra Rubinstein, ef þér leikið enga sónötu eftir Bartók, þá komum við ekki. Ég leik það, sem ég lék fyrir 60 árum, og mér hefur reynzt það vel. Felix: Hafa einhver tónskáld fallið í áliti hjáyður um dagana? Rubinstein: Ég hef þegar minnzt á það, að fyrir utan „Meistarasöngvarana" sé mér sama um Wagner. Við getum einnig gleymt Tschaikovski. Hann var mér mikils virði um fermingaraldur, því að undir hans músík var svo auðvelt að kyssa stelpur. Þar með er ekki sagt, að ég gæti ekki hlustað á 5. eða 6. symfóníu Tschaikovskis — ef hún væri vel leikin. Það er aðeins það, að ég er búinn að setja Tschaikovski áþann stað, þar sem hann á heima — allaftarlega. Það er heldur ekki svo langt síðan mér varð ljóst, að Mozart gat sagt mér meira með nokkrum nótum en Beethoven með heilli sónötu. Ég held, að Beethoven hafi líka sjálfur fundið þetta. Beethoven var maður, sem var mjög úr jafn- vægi, og þess verður vart í verk- um hans. Mér fellur það ekki alls kostar. En hann var mikill bygg- ingarmeistari tónlistar, stór- kostlegur. Sem slíkur var hann öllum fremri. Hann byggði sym- fóniu eins og hús, dásamlegt hús, sem stendur vel. En þegar Mozart samdi stef, þá fyllti það sál hans um leið. Svipað var um Schubert. Þessi hreina og tæra tónlist getur snortið mig, svo að mér vökni um augu. Felix: Herra Rubinstein. Það hefur vakið athygli að þér hafið sjaldan leikið verk eftir Bach. Rubinstein: Bach? Já, af þvi aó ég hef aldrei orðið alveg ásáttur við hann við píanóið. Og svo samdi hann ekki verk sín fyrir píanó, heldur fyrir sembal. Felix: Teljið þér, að ekki sé hægt að leika Bach á píanó? Rubinstein: Jú, það held ég. Ég spilaði mikið eftir Bach í útsetn- ingu Ferruccio Busonis. Ég lék aðallega einhverja chaconne. Annars hefur mér aldrei líkað við sólósónöturnar fyrir víólín og selló. Það er langsennilegast, að Bach hafi samið þær sem verk fyrir syni sína til æfinga. Hann hefur aídrei hugsað sér, eins og alltaf er að gerast, að einhver stilli sér upp fyrir framan 3000 manns og leiki þær sóló. Þegar ég hitti Bach gamla á næstunni á himnum og segi honum þetta, verður hann ekki beint hrifinn. Nei, þetta eiga menn ekki að leika á hljómleikum, menn eiga að æfa sig á þessu. Felix: Kannizt þér við Bach- hljómplöturnar með píanóleikar- anum Glenn Gould? Rubinstein: Eg hef hlustað á tilbrigði Goldbergs. Mjög vel leik- in. En heldur of hratt. En hvað um það. Maður hefur það á til- finningunni, að umfram allt vilji menn reyna að vera frumlegir. Samkvæmt.einkunnarorðunum: Hlustið nú, svona spila ég Bach. Menn eiga að leika af hógværð og litillæti. Glenn Goúld er enginn Bach-píanóleikarí. Fremsti Bach- píanóleikarinn að mínum dómi er enn eins og áður Busoni, dásam- legur Bach-píanóleikari, af því að hann likti svo eftir oregeli og sembal, að það hljómaði nærri því eins. Mér finnst, að Busoni hafi verið mestur allra píanóleikara. Við höfum ekki átt neinn síðan, sem jafnast á við hann. Felix: En Rubinstein? Rubinstein: Sleppið þér þessu. Ég hlustaði á Busoni á síðustu hljómleikum hans i London. Felix: Hvenær var það? Rubinstein: Það var um þrem- ur mánuðum fyrir lát hans. Felix: Sem sagt vorið 1924. Rubinstein: Þetta var stórkost- legur leikur, ótrúlegur, furðuleg- ur. Hann lék Goldberg-tilbrigðin og síðan pianósónötu Beethovens fyrir hálftómum sal. Svo lék hann allar Paganini-Liszt etýðurnar. Enginn hefði vogað sér slikt. Hann lék þetta, eins og ekkert væri. Á eftir drakk hann eina flösku af koniaki. Hann drakk skelfing mikið. Síðan viðurkenndi hann fyrir mér: „í rauninni er það aðeins eitt tónskáld, sem ég get virkilega fellt mig við: Moz- art.“ Þarna sjáið þér, þegar aldur- inn færist yfir okkur, komum við allir til Mozarts. Felix: Herra Rubinstein, þér voruð góður vinur Picassos, Thomasar Mann, Alberts Schweitzer, Einsteins, Casals og margra annarra merkra samtíma- manna. Rubinstein: Ég kynntist þeim vel. Það er annars merkilegt, að ég eignaðist aðallega vini meðal rithöfunda. Felix: Hvernig stóð á því? Rubinstein: Sennilega er skýr- ingin sú, að á æskuárum minum hafði ég kennara í Berlín, sem vakti áhuga minn á bókmenntum. Felix: Þér komuð til Berlinar þegar á tíunda ári fyrir aldamót- in. Rubinstein: Já, ég fór ekki i menntaskóla, því að það hefði tek- ið of mikinn tima. Ég varð að æfa mig. Þessi kennari, Dr. Altmann, uppgötvaði yfirleitt allt sem í mér leyndist. En hann var óður út af því, hvað ég væri lélegur nemandi í stærðfræði. Ég var ótrúlegasti og ómögulegasti stærðfræðinem- andi, sem nokkru sinni hafði fæðst á jörðinni. Ég þurfti ekki nema að heyra orðið stærðfræði, til þess að mér yrði óglatt. Einu sinni sagði ég öskureiður við hann: „Ég skal segja yður það hreint út, að sé ekki neitt vit í þvi, að þér séuó að láta mig reikna aftur út það, sem hinir miklu stærðfræðingar hafa þegar fund- ið út. Ég get ekki fundið upp neitt nýtt, þér vitið það.“ Síðan upp- götvaði hann, á hverju ég hafði áhuga: bókmenntum. Tónlistin var fyrir hendi í mér. Ég hafði engan tíma til að unna henni. Ég lifði á henni. Hún var alltaf með mér, alltaf. Ég þarf ekki að fara lengra en til morgunsins í dag. Ég fór á fætur og mér kom i hug ein af symfóníum Mozarts. Ég hlust- aði á fyrsta þáttinn í höfðinu á mér og fór síðan til morgunverð- ar. Konan mín sagði mér frá ein- hverju, og ég fór í simann. Og þegar ég hallaði mér i stólinn aftur, var ég í þriðja þætti symfóniunnar. Allan tímann, meðan ég var að borða morgun- verðinn og tala í símann, hafði ég haldið áfram að hlusta á symfóni- una innra með mér. Finnst yður það ekki broslegt? En þér vilduð heyra eitthvað af kynnum minum af rithöfundum, fyrirgefið, að ég fer alltaf út i aðra sálma. . . Felix: Þetta var mjög skemmti- legur útúrdúr. Rubinstein: Ég veit ekki hvers vegna, en hinir miklu rithöfundar hafa alltaf haft áhuga á mér. Til dæmis H.G. Wells. Hann sat einu sinni fyrir aftan mig í flugvél til London. Hann bankaði á öxlina á mér — ég vissi vel, hver hann var — og spurði: „Eigið þér góða vini í London?“ Ég sagði: „Já, ég kem mjög oft þangað." Og þá sagði hann: „Ég skal segja yður, að ef þér berjið að dyrum hjá mér, munið þér hitta mjög góðan vin fyrir.“ Það snart mig mjög. Sjáið þér til, þeir fundú einhver tengsl milli sín og mín. Nær allir rithöf- undar, sem ég kynntist, urðu einnig vinir mínir. Felix: Þér hafið lifað þá alla, þessa vini yðar! Hvað var yður efst i huga við jarðarför þeirra? Rubinstein: Vesalings menn- „Þáréðst égmeð hnífi að fiðlaranum"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.