Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1977, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAÚUR 24 APRlL 1977 Á þessum umkringda lands- krika, hefur þreytt þjóð loks feng- ið hvíld. Þó er hvíld óhugsandi og aðeins að orði. Oft leitar sú spurn- ing á Gyðinga hvað ráði þvl að andúðin á Gyðingum er svo þrálát í heiminum. Meira að segja Kfn- verjar sem lftt þekkja til Israels eru yfirlýstir fjendur þeirra. Vissulega hafa Gyðingar ótal galla, en þeir fiafa ekki varpað fyrir róða ýmsum af fornum dyggðum sínum. En á þessum óró- leika- og umbyltingartfmum er heimurinn að mörgu leyti þreytt- ur á siðmenningunni og öllu því sem henni fylgir og þessi heimur er líka þreyttur á Gyðingum og tali þeirra um að fá leyfi til að lifa af. En Gyðingar krefjast þess að vita hvað samvizka heimsins seg- ir. Mér er sagt að Golda Meir hafi lagt þá spurningu fyrir sósíalista- leiðtoga Vesturlanda eftir októ- berstrfðió: „Er ykkur alvara með sósíalisma. Ef svo er, hvernig gát- uð þið þá snúið ykkur frá þegar hið eina slíkt riki í Miðaustur- löndum þurfti á ykkur á halda?“ Yitzak Rabin forsætisráð- herra býður mér og Alexöndru til hádegisverðar. Hann kemur mér fyrir sjónir sem hvunndagsmaður f opinberri stöðu. Sterklega byggður, meðalmaður, hálsdigur með há kollvik. Hann virðist gáf- aður og hugrakkur og reynir að láta allt koma heim og saman. Hann talar ensku með dálitlu kok- hljóði, en fjarska rétta ensku. Ungur blaðamaður fékk viðtal við forsetann. Á blaðamanni var hið mesta fát og fum. Þá er forset- inn sagður hafa hreytt út úr sér: „Hvers konar vitlleysis- og bjálfa- spurningar eru þér að leggja fyrir stjórnanda voldugasta rfkis heims?“ En Rabin lét mig ekki finna að ég væri að eyða af dýrmætum tíma hans. Hann sagði það sem hann gat sagt. En ég var ekki hingað kominn að ná í æsifrétt. Ég var hér til að sjá, skynja, sökkva mér niður f málin og ég hygg að Rabin hafi skilið það. Kona hans gerði það tvímælalaust og hún reyndi að hafa áhrif á gang samræðnanna, eftir að henni varð það ljóst. Framkoma Rabins sjálfs var bæði yfirveguð og tamin. Maður í hans stöðu verður að koma normalt fyrir sjónir. En það er hins vegar ekk- ert normalt við þá stöðu sem hann er í. Stjórn hans riðar til fails, hann verður að fást við efiðan og djúpstæðan ágreining innanlands og síðan kemur til þrýstingur ut- an frá svo og sú eilífa ógnun, sem hvílir yfir ísraelsríki frá ná- grannalöndunum. Rabin segir að Arabar muni aldrei gera sig ánægða með tak- markaðar tilslakanir. Þeir lfti á sig sem rétta eigendur landsins. í samfélögum Múhammeðstrúar- manna eiga Gyðingar og kristnir menn erfitt uppdráttar. Sú er þó vonin að eftir því sem Arabaríkin verði auðugri þurfí þeir minna á Rabin og kona hans. Það eru forljótar nýjar bygg- ingar i Jerúsalem, satt er það. Kollek finnst það auðmýkjandi og hann hefur leitað eftir ráðum er- lendra arkitekta og sérfræðinga. En þótt honum hafi-tekist að halda ýmsu af því sem hann hefur viljað gera, til streitu, hefur hann stundum orðið að sveigja und- an. Það er ekki allt í sómanum í ísrael. Þar eru skattar háir og æ erfiðara verður að láta enda ná saman fyrir venjulega launþega. Stjórnin hefur gert ráðstafanir I efnahagsmálum, sem koma harka- lega við marga. Við hittum fólk sem vinnur tvöfaldan vinnudag og berst þó f bökkum. Og hvað sem öðru líður finnst mér meiri draslarabragur á landinu og fólk- inu en þegar ég kom hingað árið 1970. Og líka meiri streita. í nær þvf hverju íbúðarhúsi er stríðsekkja, sem er að basla við að ala upp börnin sfn ein. Eða for- eldrar sem hafa misst syni. Návist óvinanna er næstum óþreifanleg og stundum er freistandi að biðja þeim bölbæna. Flestir eru skyn- samir og þolinmóðir og hefndar- ráðstafanir gegn Aröbum heyra til undantekninga. Við heyrum raddir sem segja: „Ef við bara mættum lifa, gætum við gert það — og það sæmilega vel. En okkur er ekki leyfður slfkur munaður." Bústaður hans er fábrotinn. Ef mennirnir með vélbyssurnar stæðu ekki á verði fyrir utan gæt- um við haldið að við værum á ósköp venjulegu heimili nánast hvar í heiminum sem er. Við drekkum sjérrí með Rabinshjón- unum og síðan kemur Rabin yngri, sem er hermaður og er í stuttu leyfi, ásamt stúlkunni sinni. Unga fólkið leggur ekki orð i belg meðan á máltíðinni stend- ur. Kona forsætisráðherrans er dökkhærð og grönn kona og skemmtileg f tali. En hún veit líka að við erum hingað komin til að heyra hvað maður hennar hefur að segja. / Og hvað segir þessi forystu- maður ókyrrasta rfkis heims við bandaríska gesti sína? Við getum gengið út frá þvf fyrirfram að hann gerir ekki annað en endur- taka það sem hann hefur sagt ótal sinnum á opinberum vettvangi. Hverra annarra kosta á hann völ? Ég er ekki blaðamaður. Ég er bara draumlyndur rithöfundur. En engu að sfður verður Rabin að sýna fylllstu aðgát þegar ég á i hlut. Hvað sjálfan mig snertir hef ég löngum verið hrjáður af því að íinnast ég vera að eyða tíma fólks sem er störfum hlaðið. Ég minnist þess sem ég heyrði einu sinni um Lyndon Johnson: ísraelsríki að halda. Þeir muni þá beina orkunni að aukinni fram- leiðslu og velmegun f sínum lönd- um og gefa frá sér bardaga. Ég segi ekkert. Ég vona að þetta sé rétt. En ég efa það stórlega. Rabin segir að styrkur Áraba muni dragast saman, eftir því sem náttúruauðlindir Evrópu og Bandaríkjanna þróist. Hversu langan tíma mun slíkt taka? Ég spyr sjálfan mig? Sex ár? Átta ár? Tfu ár? Og allan þann tfma verður ísrael að halda áfram að taka við milljörðum dollara frá Bandarfkj- unum, sem eiga þó einnig hags- muna að gæta f Arabaheiminum. En ég segi ekkert við Rabin. Ég er hingað kominn til þess að hlusta, ekki til að þvarga. Undir lok máltíðarinnar berst talið að mikilvægu efni, en bæði vanræktu og viðkvæmu: almenn- ingsálitinu. Rabin segir að það sé rétt að Israelum hafi ekki tekizt nægilega vel að rækta þann þátt. Ég segi að áróður Araba sé orðinn mjög áhrifamikill og máttugur og þeim hafi tekizt að vinna sér stuðning ýmissa sem áður voru á bandi ísraels. Rabin viðurkennir þetta, en gefur f skyn að þetta sé ekki mesta vandamál ísraels. Ég held ég sé honum ekki sammála, þvf að þar hefur ísrael áreiðan- lega gert afdrifaríka skyssu, sem getur komið rfkinu í koll. LIMPET plast-þakrennur Eigum ávallt fyrirliggjandi hinar þekktu Limpet Plast — þakrennur + Ekkert viðhatd + Auðveld uppsetning + Tvöföld gúmmíþétting á samskeytum + Hægt að mála + Heildsala — smásala + Sendum um allt land. + Einkaumboð á íslandi: SESAM H.F. Trönuhraun 6 — Hafnarfirði sími 521 28 Bestu kaupin eru heimilistæki frá Úrvals norsk heimilistæki frá KPS einum stærsta heimilistækjaframleiðanda á Norður- löndum. 3 litir: Hvítt, — Avocado, grænt og tízkulitur- inn Karry gulur. Einstaklega lágt verð. 3 hellna eldavélar i 3 hellna eldavélar í 4 hellna eldavélar i 4 hellna eldavélar i hvitu 87.730 - lit 93.480.- hvitu 102.420.- lit 108.520- Eigum einnig á lager kæliskápa, gufugleypa og uppþvottavélar í sömu litum. Greiðsluskilmálar. Skrigið eftir myndalista. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10A Simi 1-69-95 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.