Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRlL 1977
Sýning í Menningar-
stofnun Bandaríkjanna
Þessa dagana gefur að líta
sýningu á grafískum verkum
(Monoprints) i Menningar-
stofnun Bandaríkjanna við
Nesveg. Listamaðurinn, sem í
hlut á, heitir Joseph Goldyne
og fer dálítið óvenjulegar leiðir
í list sinni. Hannn er læknir að
mennt, en mun ekki hafa
starfað neitt sem slíkur. Enn-
fremur er hann vel verseraður í
Listasögu, en fæst heldur ekki
við nútímaspekulasjónir á þvi
sviði. Það segir um Joseph
Goldyne í formála í sýningar-
skrá, að hann stundi þessa teg-
und grafískrar listar í og með
til að hamla við því flóði af
vondri grafík, sem hellt sé yfir
heiminn þessi árin. Goldyne
virðist hafa persónulegar að-
ferðir við myndgerð sína, og því
nefnir hann afraksturinn
Monoprint, en ekki Monotype.
Á þessu tvennu er tæknilegur
mismunur, sem við skulum al-
veg láta liggja milli hluta, en
hjá Þessum listamanni mun
það reglan að gera aðeins eitt
eintak af mynd.'
Það eru skemmtilegar hug-
dettur, sem koma fram í þess-
um myndum. Þær eru tækni-
lega gamaldags, ef svo mætti að
orði kveða, og hafa svip ætinga,
enda ætingar að vissu marki.
Listamaðurinn leikur sér að því
að setja í einn og sama mynd-
heim mismunandi hugmyndir,
sem oftlega eru dregnar úr
verkum eldri meistara, eins og
ráða má til dæmis af titli eins
og „Redon’s Sky Coming Up
Over Ruysdale“ eða „Ribera
Sleeping Above Chagall’s
Garden". Þetta eru ekki titlar
út í bláinn. Listamðurinn not-
færir sér ýmislegt frá þessum
gömlu meisturum og gerir það
á skemmtilegan og snjallan
hátt. Það gæti verið, að fólk
héldi, að listamaðurinn væri
eingöngu að gamna sér við slíka
myndgerð, en svo er ekki. Það
er tilgangur í þessari mynd-
gerð, og Goldyne tekst að koma
þeim skilaboðum áleiðis, er
honum liggja á hjarta. Hér er
mikil kunnátta og tækni á ferð,
og ég er ekki hissa á, að þessi
sýning skuli vera á ferð meðal
þjóða á vegum þess opinbera í
Bandaríkjunum. Allt eru þetta
frekar lítil verk og láta ekki
mikið yfir sér. En þegar betur
er að gáð, kemur i ljós, að lista-
maðurinn þarf ekki á veiga-
meiri myndgerð að halda. Hann
sýnir okkur næmt auga fyrir
linu’ og lit, hann hefur vald á
myndfletinum, þótt djarft sé
teflt á stundum, fellur allt í
eina heild og hugmyndirnar
komast til skila. Þessi mynd-
gerð er ef til vill ekki sérlega
frumleg, en hvað um það, þetta
hefur ekki verið hér á ferð
áður.
Þetta er skemmtileg og
merkilega vel valin sýning, þar
sem listmaðurinn slær á nokk-
uð aðra strengi en samtiðar-
menn hans. Ég þakka fyrir
skemmtilega stund og mæli
með þessari sýningu.
MYND:No. 34.
mynd nr. 19: Portrett
Gunnar Örn
á Lof tinu
Karl T. Sæmundsson
í Bogasalnum
Það er afar sjaldgæft hér á
landi að listamenn haldi sýn-
ingu á teikningum einum
saman. Hvernig sem á því
stendur, er það staðreynd, að
varla sést teikning á sýningum
með oliumálverki, og það er
ekki langt síðan grafík fór að
gera sig gildandi hér á sýn-
ingum. Auðvitað hefur Alfreð
Flóki algera sérstöðu i 'þessu
efni, en hann er líka sá einasti
af listamönnum okkar, sem ein-
göngu stundar teikningu, og
þar af leiðir auðvitað. að sýn-
ingar hans eru eingöngu byggð-
ar upp af teiknuðum myndum.
Það hefur verið heldur lítið
um að vera á Loftinu hja Helga
Einarssyni að undanförnu, en
nú hefur hinn kjarkmikli og
duglegi ungi listamaður,
Gunnar Örn Gunnarsson, kom-
ið fyrir sýningu á teikningum
sínum þar á staðnum. Hann
hefur raunar áður haldið sýn-
ingu á teikningum sinum þar á
staðnum. Hann hefur raunar
áður haldið sýningu á teikn-
ingum sínum á sama stað, og ég
fullyrði, að hann gengur hér
fram fyrir skjöldu með gott for-
dæmi. Það er sannarlega kom-
inn tími til, að listamenn yfir-
leitt sýni teikningar sínar, því
að sannleikurinn er sá, að
teikning er ekki á nenn hátt
siðri listgrein en sjálft málverk-
ið og það er gap í listmenningu
okkar, að hafa ekki Iagt meiri
rækt við teikninguna en raun
ber vitni. Kjarval var afburða
teiknari, svo að lítið dæmi sé
nefnt. Og það má líka geta þess
hér, að ekkert olíumálverk
verður til án teikningar.
Gunnar Örn Gunnarsson er
feiknalega duglegur teiknari,
sem notar línuna til að koma
snöggum viðbrögðum og innri
átökum á framfæri í myndum
sínum. Það eru mannamyndir
og líkamshlutir, sem eru við-
fangsefni Gunnars að sinni.
Hann er um árabil búinn að
helga krafta sinum baráttunni
við byggingu líkamsforma í
myndflötinn. Það er ekki frá
því, að svolítillar þreytu gæti í
þessum viðfangsefni hjá Gunn-
ari Erni, og það liggur við, að
mann langi til að sjá hann
spreita sig á nýjum viðfangs-
efnum, hver svo sem þau yrðu.
Það eru kol og kínablek
(Túsk), sem hann notar við
þessa myndgeró, og ekki get ég
gert það upp við mig, hvort
efnið fer betur i höndum hans.
Sýningin sem nú er á Loftinu
er nokkuð frábrugðin þeirri, er
Gunnar Örn hélt þar í fyrra. Þá
voru það svokallaðar monotýp-
ur, er hann sýndi, en þær geta
Framhalri á bls. 24.
Karl T. Sæmundsson hélt ný-
verið sýningu á verkum sinum i
Bogasalnum. Nú hefur hann
efnt til annarrar sýningar á
sama stað og sýnir þar 26 olíu-
málverk og nokkrar olíupastel-
myndir. Viðfangsefnin eru
gamalkunn: nágrenni Reykja-
vikur, Hrafnabjörg, Húsafells-
skógur, Þingvellir, Heiðmörk
og Kaldidalur.
Karl mun lengi hafa haft það
fyrir tómstundaiðju að fáit við
málverk. Á þessari sýningu er
ýmislegt, sem bendir til þess, að
Karl hafi mikla ánægju af að
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
sýsla við að koma fyrirmyndum
sínum á léreft, en það fer
heldur ekki fram hjá neinum
þeim, sem brotið hefur heilann
um myndbyggingu, að hann
gerir minni kröfu til samspils
litar og forma en þess að skila
fyrirmynd sinni nokkurn
veginn óbrenglaðri, enda má
efast um listrænt gildi þessarar
myndgerðar. Af olíumál-
verkum á þessari sýningu þóttu
mér nr. 7, Vorþeyr, og nr. 16,
Séð til Bessastaða, snotur verk,
sem sýna viðkvæmni í litnum
og látlaust hugarþel málarans
til fyrirmyndarinnar. Annars
fannst mér þetta nokkuð þungt
og samlita. Málarinn virðist
tæpast hafa þau tök á viðfangs-
efni sínu, sem nauðsynleg eru
til að koma persónulegri tján-
ingu þeirra á framfæri.
Olíupastelmyndir Karls þóttu
mér yfirleitt miklu betri verk
en þau, sem hann vinnur með
olíulitum á striga. Þar nær
hann skemmtilegum tón, sem
fellur vel að fyrirmynd og
skapar visst andrúmsloft, sem
allir þekkja, sem haft hafa opin
augu fyrir litamergð náttúr-
unnar, til dæmis í vetrarskrúða
íslenskrar tilveru. Það virðist
nokkuð mikið bil milli þessara
olíupastelmynda og annars á
sýningu Karls, en þannig getur
stundum æxlast til, að einn og
sami maður nái árangri í með-
ferð eins efnis, en ekki annars.
Hér blasir einnig við okkur sú
staðreynd, að þeir, sem fást við
að mála myndir í frístundum,
eru misjafnlega undir það
búnir að koma opinberlega
fram með verk sín. Það er
skemmtileg iðja að mála
myndir og fást við listræn
vandamál, en það er vandi að
sjá og gera sér ljóst, hvenær
tími er kominn til að kveðja sér
hljóðs á opinberum vettvangi.
Ég er viss um, að sama gildir í
allri listsköpun, hvort heldur
um er að ræða málaralist,
skáldskap, hljómlist eða aðrar
listgreinar. Þá má einnig á það
minna í þessu sambandi, að það
er tvennt ólíkt að vera völ-
undur í höndunum og að megna
að tjá sig listrænt. Góður
hagyrðingur er oft litið skáld. í
landi, þar sem margir yrkja og
kasta fram stöku, held ég, að
flestir skilji, hvað ég á við.
mynd nr. 27 við Gróttu