Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður: Atlantshafsbandalagið skjaldborg um lýðræði og þingræði í heiminum Guðmundur H. Garðarsson, alþingis- maður, flutti ítarlega og athyglisverða ræðu á Alþingi nýverið, í umræðu um tillögu Al- þýðubandalagsins um úrsögn úr NATO og uppsögn varnarsamn- ingsins, en frá þeirri tillögu og umræðu hef- ur verið greint á þing- síðu og í almennum fréttum Morgunblaðs- ins. Blaðið hefur feng- ið leyfi þingmannsins til að birta meginkafla ræðunnar, sem munu birtast í tvennu lagi. Fyrri hluti þeirra fer hér á eftir. Ég er f mörgum atriðum ósam- máia þvf, sem kemur fram f þess- ari greinargerð og tel, að helztu rök hv. flm. fyrir úrsögn lslands úr NATO fái ekki staðizt. Sjálf- stæðisflokkurinn er þvf andvfgur tillögunni og væntir þess, að hún verði felld af hv. Alþingi. En sjálfsagt er æskilegt, að á hv. Alþingi fari jafnan fram um- ræða um varnar- og öryggismál þjóðarinnar f ljósi þeirra að- stæðna, sem eru f heimsmálunum á hverjum tfma með sérstöku til- liti til þess meginmarkmiðs allra fslendinga, að geta lifað einir og öruggir f landi sfnu, óháðir öllum varnar- og hernaðarbandalögum. — Þess vegna þurfa þessi mál að vera f stöðugri umræðu til þess að þjóðin fái rétta og sanna mynd af stöðu sinni, möguleikum og tak- mörkunum f þessu mikilsverða máli, sem getur ráðið úrslitum um frelsi og fullveldi fslendinga. 0 Stórstígar framfarir í vestrænum rfkjum Andinn i greinargerð með fram- lagðri þingsályktunartillögu er í samræmi við viðhorf harðlínu kommúnista á köldu- stríðsárunum og sjónarmið menntaðra öfgamanna, sem hafa verið að hazla sér völl innan Al- þýðubandalagsins á síðustu árum. Vonbrigðin út af velgengni vestrænna lýðveldisþjóða á síð- ustu þrem áratugum leynir sér ekki. Jákvæð uppbyggingarstarfsemi vestrænna þjóða, sem miðaði að því að bjarga tugum milljóna manna víðs vegar um heim frá hungursneyð og volæði, flokkast undir heimsvaldastefnu til þess að efla „vígstöðu styrkleikans", eins og það er orðað i greinargerð- inni. — Ekki er minnzt á það, hvert var upphaf síðustu heims- styrjaldar, né hvernig Banda- rikjamenn voru dregnir inn í hildarleikinn, þegar Japanir réð- ust að þeim óvörum i Pearl Harbour 7. des. 1941. — Fyrir þann tima lágu þeir undir ámæl- um Breta, Frakka og annarra Evrópuþjóða, sem fóru halloka fyrir möndulveldunum — þ.e. þýzku nasistunum og itölsku fas- istunum — fyrir einangrunar- stefnu sina og afskiptaleysi i utanríkis- og hermálum. Ekki minnast hv. flm. á það, hvernig Marshallaðstoðin, Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu, víðtæk tækni- og efnahagsaðstoð um allan heim o.fl. renndi styrk- um stoðum undir efnahags- og atvinnulíf hins frjálsa heims að styrjöldinni lokinni. Ekki er minnzt á það, hvernig riki V.-Evrópu komu á nánu sam- starfi í atvinnumálum, sem gjör- breytti allri framvindu mála til hins betra. Nefni ég í því sam- bandi Kol- og stáliðnaðarsamband Evrópu, Efnahagsbandalag Evrópu, Friverzlunarsvæði Evrópu, auk náins samstarfs Vestur-Evrópuþjóða á sviði félags-, stjórnar- og menningar- mála. % Bandaríkin og óvild kommúnista Að áliti Alþýðubandalags- manna er allt, sem áunnizt hefur hjá þjóðum Vestur-Evrópu í sam- starfi við Bandarikin og Kanada á liðnum áratugum, stórstigar framfarir og mikil almenn vel- megun, allt er þetta runnið frá hinu illa og höfuðóvinurinn er að sjálfsögðu Bandariki Norður- Ameríku: Þjóð, þar sem fólk býr við hvað mest freisi í heiminum. Þjóð, sem mynduð er úr tugum þjóðabrota. Þjóð, sem á sögulegan uppruna sinn í fólki ólíkra kynstofna, fjöl- breyttra trúarbragða og skoðana. Þjóð, sem að meginstofni er mynduð af fólki, sem flýði ein- ræði, pólitískar ofsóknir og kúg- un, fátækt og vesöld og myndaði sitt eigin frjálsa þjóðfélag — þjóðríki — í lítt byggðri álfu. En óvild kommúnista í garð Bandaríkja Norður-Ameríku og vestrænna bandamanna, þarf ekki að koma neinum á óvart. Hins vegar getur söguleg fölsun staðreynda verið hættuleg gagn- vart ungu fólki, sem þekkir ekki sannleikann um upphafið og aðdragandann að stofnun Atlants- hafsbandalagsins. tJlfur br'eytir hárum, en ei háttum Ofbeldishneigð og útþenslu- stefna sovézku kommúnistanna hófst undir forustu Stalins með árásinni á Finna árið 1938. Næsta stig þessarar stefnu var fólgin í árás Rússa á Pólverja árið 1939, er þeir í fóstbræðralagi við Hitler og þýzku nazistana skiptu þessu smáríki bróðurlega á milli sín. Og enn héldu Rússar þessari iðju áfram að heimsstyrjöldinni lokinni árið 1945, eða þar til vest- rænar þjóðir stofnuðu Atlants- hafsbandalagið árið 1949 og stöðv- uðu þessa þróun. Er styrjöldinni I Evrópu lauk vorið 1945, voru viðbrögð banda- manna gjörólík. Bandarfkjamenn hófu þegar mikla liðsflutninga til Bandaríkjanna og Asíu. Hluti heraflans var afskráður, en nokkrar hersveitir, herskipa- og flugfloti, var sendur til Asíu, þar sem hernaðarátök áttu sér enn stað milli Japana og bandamanna, annarra en Rússa. Það var kapps- Guðmundur H. Garðarsson, al- þingismaður. mál allra bandamanna, að endir væri bundinn á heimsstyrjöldina sem skjótast. Heimurinn þráði frið og þá ekki sizt við þær þjóðir, sem höfðu orðið hvað harðast úti af villimennsku styrjaldarinnar. Atti það ekki hvað sízt við um það fólk, sem byggði Evrópuhluta Sovétríkjanna, en talið er að um 20 milljónir sovét-borgarar hafi látið lífið af völdum styrjaldar- átakanna við Þjóðverja og banda- menn þeirra. — Sigur banda- manna — friður i heiminum — var forsenda þess, að unnt væri að græða á ný hina sviðnu jörð og hefja uppbyggingarstarf. 0 Sögufölsun kommúnista Það er þvf alvarleg sögufölsun, að kommúnistiskum sið, að halda þvf fram, eins og gert er í greinar- gerð með þeirri þingsályktunar- tillögu, sem hér er til umræðu, að kjarnorkusprengjurnar, sem sprengdar voru i Japan sumarið 1945 hafi verið sprengdar í þeim tilgangi að reyna þær — ég endur- tek orðalag þingsályktunartillög- unnar „að reyna þær á óbreyttum borgurum í Hírosima og Nagasaki og að það hafi ekki sizt verið gert til að sýna Rússum í tvo heimana og ógna þeim til að hafa sig hæga“. Ég hefi mikla óbeit á gjör- eyðingarvopnum og vopnaburði yfirleitt. Ég get því ekki sett mig i spor manna, sem gefa dauðanum ákveðið magngildi, eitthvað á þessa leið: það að drepa fáa getur verið I lagi, en það að drepa marga ekki. Ég skil ekki slíkan hugsunarhátt. 1 mínum huga er það að drepa einn mann of mikið, svo ekki sé talað um fleiri því sérhvert mannslíf hefur 100% gildi. Ég skil þess vegna ekki þann hugsunarhátt, sem birtist i greinargerð þingsályktunartillög- unnar, þar sem forráðamönnum Bandarikjanna er lýst sem morð- óðum mönnum, sem hafi gefið istum, fangelsaðir og sumir teknir I af lífi. — Frægt er, hvernig böðl-.l arnir myrtu Masaryk, þjóðhetju Tékka. — Masaryk, sem vildi náin tengsl við Vestur-Evrópu og borgaralegt lýðveldi í Tékkó- slóvakíu, var hent út um glugga og beið bana. Tímabilið 1948 — 1953 voru yfir 100.000 manns fangelsaðir og teknir til yfir- heyrslu i Tékkóslóvakíu fyrir pólitiskar skoðanir. Álitið er, að á þessu tímabili hafi um 20.000 | manns verið hnepptir í varðhald f eitt ár eða lengur i þessu landi af stjórnmálalegum ástæðum. Þann- ig var sósíalistiskt frelsi i fram- kvæmd á upphafsárum tékkneska alþýðulýðveldisins. fyrirskipanir um að drepa tugi þúsunda borgara í tilraunaskyni. Þvi er ekki hægt að mæla bót, nema síður sé, að gripið skyldi til þess ráðs að varpa kjarnorku- sprengjum á Nagasaki og Hirosima 1945, né get ég sett mig inn í kringumstæður stríðs- hrjáðra þjóða, þar sem gripið er til óyndisúrræða. En ég geri þær kröfur til samþingmanna minna, að þeir gæti sæmdar sinnar og séu ekki með dylgjur í garð vinveittra þjóða, sem ekki er fótur fyrir. — Það var á vitorði allra, sem eitt- hvað fylgdust með heimsmálum á þessum tíma, að hinar illræmdu kjarnorkusprengjur voru sprengdar að höfðu samráði og að viíja allra helztu leiðtoga banda- manna. — Það þýðir þess vegna ekki að sakfella einn en sýkna annan. Hins vegar er þvi ekki að neita, að maður kannast við þennan anda úr annarri átt. I tímaritinu Réttur, öðru hefti, 1976, standa þessi fleygu orð: „Höfuðatriðið er að halda hugan- um heiðum og hagnýta hvaða að- stöðu sem gefst til þess að hnekkja valdi og itökum voldug- asta og hættulegasta andstæðings sósialismans, auðvaldi Bandaríkj- anna og herveldi þess“. Hugsjónir sem þessar gera mönnum óefað létt fyrir að lag- færa sannleikann og færa hann i nýjan búning. 0 Innlimun Austur-Evrópu En snúum okkur aftur að sögu- legum staðreyndum um þróun mála að heimsstyrjöldinni lok- inni. Hvað var að gerast i Evrópu siðla árs 1945 og árið 1946, þegar liðsflutningar Bandarikjanna þaðan stóðu sem hæst? Sovétrikin héldu áfram að vera með óbreyttan herafla i þeim löndum, sem þeir höfðu frelsað úr klóm nazista í Austur-Evrópu. Enn stigmagnaði Stalin útþenslu- stefnu Sovétrikjanna á vestur- veg. — Rússar innlimuðu Eystra- saltsrfkin þegar inn í Sovétrikin og fluttu hundruðir þúsunda Eista, Letta og Litháa nauðungar- flutningi frá heimalöndum þeirra til Siberiu. 1 staðinn fluttust Rússar í ríkum mæli til Eistlands, Lettlands og Litháen og settust það að. t Austur-Evrópurikjunum voru kommúnistaflokkarnir endur- reistir með stuðningi Rússa. Til forustu voru settir kommúnista- foringjar, sem höfðu dvalizt i út- legð í Moskvu árum saman og notið handleiðslu Stalins. Fræg- astur þeirra var Walter Ulbricht, sem stjórnaði Austur-Þýzkalandi í áratugi. £ Örlög borgaralegra forustumanna Á sama tíma sem handbendi Rússa voru sett til valda i Austur- Evrópu, timabilið 1945 — 1948, í skjóli Rauða hersins, voru þús- undir forustumanna lýðræðis- flokkanna, stjórnmálamenn, verkalýðsleiðtogar, menntamenn o.fl., sem voru andvígir kommún- 0 (Jtþenslustefna kommúnista Það var þessi uggvænlega þró- un, yfirgangur Rússa og svik þeirra við Jalta-samkomulagið um, að frelsaðar þjóðir Evrópu skyldu sjálfar fá að ráða málefn- um sínum og stjórnarfari, að styrjöldinni lokinni, sem knúði vesturveldin til að endurmeta stöðu sina í Evrópu og annars staðar í heiminum. — Augljóst var, að Sovétríkin og kommún- istaflokkar heims ætluðu sér ann- an og stærri hlut í heimsyfirráð- um en fyrir seinni heimsstyrj- öldina. Greinilegt var, að þessir aðilar ætluðu ekki að beita lýð- ræðislegum aðferðum við valda- töku, þar sem það var fram- kvæmanlegt. Þessari nýju hættu urðu lýðræðisríkin að mæta. Þetta var ávöxtur byltingarinn- ar frá 1917 og kenningar Lenins um alheimsyfirráð kommúnista. Svo notuð séu orð úr greinar- gerð hv. flm. þingsályktunartil- lögunnar, þá var það „hið eitraða andrúmsloft" kommúnismans og útþenslustefna Sovétríkjanna, sem knúði Atiantshafsþjóðirnar til að stofna varnar- og öryggis- bandalag til verndar friði og öryggi í heiminum. Ríkin, sem mynda Atlantshafs- bandalagið, kæra sig ekki um að minnihlutahópar, styrktir með vopnum frá Sovétríkjunum, brjótist til valda undir gunnfána sósialistisks þjóðfrelsis. I augum sumra, sem aðhyllast þjóðfrelsissósialisma er borgara- legt frelsi og lýðræði létt á metun- um og þeim jafnvel þyrnir i aug- um. Sumt af þessu fólki setur sjónaukann fyrir blinda augað, eins og hinn nafntogaði brezki flotaforingi, Nelson, gerði forð- um. Það sér ekki hinar miklu blóðfórnir, sem barátta hinna svo- nefndu þjóðfrelsisafla krefjast viða um heim. 0 Sósfalísk þjóðfrelsisöfl og frelsið Reynslan sýnir, að svonefnd sósialisk þjóðfrelsisöfl, sem i mörgum tilfellum er raunveru- lega annað heiti á kommúnisma, sýna andstæðingum enga misk- unn. Sem betur fer hafa ís- lendingar enn sem komið er ekki kynnzt slikri tegund kommún- isma. Foringjar gamla islenzka kommúnistaflokksins, sem stofn- aður var árið 1930, voru sannar- lega róttækir og töldu sig vera byltingarmenn, en þeir virtu allt- af leikreglur borgaralegs þing- ræðis og lýðræðis. Hið sama má segja um flesta núverandi for- ustumenn Alþýðubandalagsins. — Þeir vilja koma á kommúnisma á tslandi, án ofbeldis, eftir lýð- ræðislegum leiðum. En þó er nú að finna í röðum þeirra fólk, sem greinilega gælir við aðrar hugmyndir. Fólk, sem dáir hinar grimmdarlegu aðferðir vinstrisinnaðra þjóðfrelsisafla og telur þær vænlegastar til árang- urs. I augum þess er borgaralegt lýðræði úrkynjað og það telur, að í vestrænum rlkjum riki frelsi, sem framkalli óæskilegar hvatir og þarfir hjá meginþorra Framhald á bls. 33 FYRRI HLUTI ÞINGRÆÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.