Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 17

Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRlL 1977 17 IÐNAÐAR- MAÐUR ÍHU6UNAR Steindór Steindórsson fráHlöðum: Daniel Bruun —Þorvaldur Thoroddsen UNDIR þessari fyrirsögn birti þýzka blaðið „Die Welt" fyrir skömmu viðtal við Rolf Hádrich, sjónvarps- mann, sem nú er staddur hér á landi við að kvik- mynda bókmenntaáhuga Íslendinga, ef svo má að orði komast. Þar sem hérer um stutta kynningu á Rolf Hádrich að ræða, og Hall- dór Laxness „kemur inn í myndina", þykir ástæða til að birta hér meginefni við- talsins. „Eruð þér raunsæismaður, Hall- dór?" spurði Rolf Hádrich íslenzka skáldsagnahöfundinn Halldór Lax- ness, er upptaka var að hefjast á „Fiskakonsert", en sú mynd var byggð á skáldsögu Laxness. Hann bandaði frá sér I ofboði: „Nei, til þess er lífið of furðulegt." Þessi sjálfsögðu viðbrögð og tilsvar. segir Hádrich, voru síðan sem einskonar einkunnarorð allrar myndarinnar. Jafnbarnalegt og það væri að draga þá ályktun af þessu, að Laxness væri „furðulegur raunsæismaður", eins fráleitt væri það að llma nokkurt vörumerki á Hádrich sjálfan. Heitið sjónvarpsmaður myndi ekki einu sinni vera rétt. „Ég vinn lika fyrir sjónvarp" segir hann og leggur áherzlu á „líka". „Ég vinn líka fyrir sjónvarp, af þvi að það veitir mikla möguleika sem menningartæki." Rolf Hádrich frá Zwickau, Sax- lendingur sem sagt, árangur 1931, orti Ijóð með stuttum, meitluðum setningum (Um Hans Lothar: „Vertu / það sem þú ert / við komum / til þín ") Hann skrifaði og sviðsetti leikrit Frisch og Beckett í Schillerleikhúsinu i Berlin til dæmis, Dúrrenmatt i Frankfurt. Hann leik- stýrði útvarpsleikritum og fékk fern verðlaun fyrir kvikmyndina „Seink- un i Marienborn." Verðlaunin, sem hann hefur fengið, fylla heílan dálk. „Það má ekki ofmeta þau". segir hann, en brosir um leið og hristir Isinn i glasinu sínu: „En svona er maðurinn, þó að meira að segja kæmu sjálfkrafa, myndi maður hafa mjög gaman að þeim " Hvernig hann komst að sjónvarp- inu? „Ég er enginn svokallaður sjón- varpsmaður Fyrir mér er sjónvarpið einn af möguleikunum Og þegarég byrjaði, var það hinn mikli, vlðfeðmi möguleiki án þvingunar vegna pen- inga. Hefði ég verið marxisti, hefði ég sagt: Við vorum frjálsir, því að Rolf Hádrich við áttum framleiðslutækin Meðan bíómyndirnar voru háðar aðgöngu- miðasölunni og sýndar voru Stúlkur i Svartaskógi og þess háttar hlutir, unnum við að kvikmyndum Hin þýzka kvikmyndalist eftir striðið varð til i sjónvarpinu " „Hvaðvarðtil þar, Rolf?" „Við, sem þá vorum ungir, vorum svo lánsamir að hitta fyrir opinberan fjölmiðil, sem losaði okkur algerlega við þær sorpsýningar, sem þá tiðk- uðust Við gátum þá tekið til við viðfangsefni. sem þá voru ótæk í bíómyndum „Og hver þá?" „Frið I vorri borg, i kvikmyndinni snýr Gyðingur aftur til smáborgar sinnar eftir striðið — það var ekki efni i biómynd á þeim tima. Alveg eins fjarri þvi að vera efni i biómynd eins og „Hinir réttlátu" eftir Albrecht Goes. Ekkert slikt, ekkert svipað þvi átti sér stað i kvikmyndum." Það var upphaf sjónvarpsins. upp- haf, sem ekki aðeins i minningu Hádrichs lifir sem bjartur brautryðj- endatimi Þá var sá. sem hugsaði eitthvað upp og framkvæmdi það, einnig um leið húsbóndinn. En nú hefur hann mikið fyrir þvi einu að koma saman hlutverkalista. þvi að stofnanirnar og heimildirnar hafa greinzt I sundur. „Sandur í vélinni?" „Óþarfar málamiðlanir myndi ég kalla það " En hvað um það, málamiðlun hér, hæfni þar. En listinn yfir Hádrich- myndir er ekki aðeins langur, heldur ristir hann einnig djúpt alla jafna. Við teljum ýmsar upp. og svo erum við allt í einu komnir að áætluninni „Kvikmyndaðar bókmenntir". „Hver er tilgangur yðar með þvi?" Uppeldi, fræðsla, kennsla?" „Ekkert slikt. Við viljum beita hin- um nýja milljónamíðli, sjónvarpinu, sem miðli, miðlara, til miðlunar." „Bóksalarnir eru ánægðir " „Það er ekki minn bjór. En þegar aftur er farið að gefa út bækur eftir rithöfund, sem við vorum búnir að gleyma, eins og ijlendinginn Hall- dór Laxness, og meira en það, þær seljast og eru lesnar, þá er það nú þó nokkuð Svo að ekki sé nú minnzt á Fontane." Rolf Hádrich, rithöfundur og leik- stjóri, heimspekingur sjónvarpsins, hvað er hann eiginlega að gera, þegar hann skrifar kvikmyndahand- rit og annast leikstjórn? Hann lætur hlutina þróast, það er ef til vill nákvæmasta svarið Hann horfir á leikarann. hann hristir höfuðið, hann kallar til hans. leikarinn tekur sér stöðu aftur. Hádrich gefur bend- ingu, og sjáið til: Leikarinn nær þvi núna, allt fer samkvæmt áætlun og jafnvel ennþá betur vegna hins sér- staka látbragðs, sem leikarinn lagði til ósjálfrátt Hádrich er iðnaðarmaður af guðs náð. En hann er alltaf mannlegur. Hvað og hvenær sem þarf að saga, hefla, sverfa. þá er eitt umfram allt: Skapið verður að vera gott Húm- ornum verður að halda uppi Þannig hugsar hann á venjulegum virkum leikstjórnardegi I anda djúprar sjón- varpsheimspeki, sem getur verið langsótt. Hann vitnar gjarnan i Bernanos, sem telur heiðarlegt sam- ræmi hugsunar og ritaðs máls helg- ustu skyldu rithöfundarins: „Þeir. sem heldur vilja Ijúga, ættu að velja sér annað starf Til dæmis stjórn- mál." Og Hádrich bætir þvi við, að það sé vissulega réttur hvers manns að velja sér síðari kostinn. gerast farandvandlætrar gagnvart með- bræðrum sinum, bera áhyggjur og sorgir út af ástandinu hér á jörð á torg — en: Enginn skyldi þess vegna ætla sér þann rétt að mega drepa hláturinn, brosið, gleðina, hispursleysið Og talið berst að siðustu mynd hans, „Stechlin", sem byggð er á sögu eftir Fontane, en hann dó fyrir siðustu aldamót Það var djarft fyrir- tæki Hádrich vitnar I eftirlætishöf- und sinn, ef einhvern má kalla svo, Albert Camus: „Það er ekki hlutverk mitt að breyta heiminum eða mann- fólkinu. En það er ef tíl vill fólgið í þvi að vinna á minum stað I þágu þeirra einföldu verðmæta, sem breyttur heimur myndi heldur ekki vera þess virði að lifa E, ef hann væri án." Heimspekingur i stöðu leikstjóra? Bókmenntamaður i upptökusal? En óneitanlega hugmyndarikur, traust- ur iðnaðarmaður sýninga og Ihug- ana, þekkingarog hæversku — svá — þýddi. Fjölmiðlar hafa þessa slðustu daga skýrt frá þvf að Mennta- málaráð hafi veitþ allverulegan styrk til kvikmyndagerðar af ferðum Daniels Bruuns hiifuðs- manns um háiendi tslands. Ekki er nema gott eitt um það að segja. Daniel Bruun fór all- víða um óbyggðir, kannaði eyði- býli og rakti fornar slóðir og vegi, sem voru gleymdir eða að falla í gleymsku. Auk þessa kannaði hann marga menningarþætti ekki sfst f gamalli húsagerð og hafa myndir hans og teikningar bjargað miklum verðmætum atriðum. Og ekki má gleyma Steindór Steindórsson því að hann gaf út fyrstu leiðar- Jýsingarnar um landið og fyrsta ferðamannakortið. Allt þetta er nægilegt til að sýna að vel fer á þvf, að minningu hans sé fuilur sómi sýndur. En um leið og þetta er rifjað upp, hlýtur hugurinn að hvarfla til annars manns, sem leysti af höndum margfalt starf f könnun landsins og ekki síst óbyggðanna. En það var dr. þorvaldur Thoroddsen, prófessor. Á árunum 1882—1898 ferðaðist hann með fylgdarmanni sínum og aðstoðarmanni Ögmundi Sigurðssyni síðar skólastjóra, um langmestan hluta landsins, kannaði náttúrufar þess og gerði landslýsingar. Fyrir hans daga mátti kalla að mikill hluti hálendisins væri lands- mönnumr hvað þá öðrum, lokaður heimur. Einnig vissu menn furðulitið um ýmsar hinna afskekktustu sveita svo sem Hornstranda. Með nokkrum sanni má segja að hann ,,fyndi‘‘ heil svæði í hálendinu. t.d. öræfin suðvestur af Yatnajökli, sem áður voru sýnd sem hvítar skellur á hinum ágæta lands- uppdrætti Bjarnar Gunnlaugs- sonar. Mestan orðstir gat Þor- valdur sér þó fyrir eldfjalla- rannsóknir sínar. Má i þvi sam- bandi geta þess, að fyrir hans daga hafði alls um 30 eldstöðva verið getið i ritum, en er rann- sóknum Thoroddsens lauk voru um 130 eldstöðvar kunnar hér á landi. Hann gerði og fyrstur manna jarðfræðiuppdrátt af landinu, sem viðhlítandi var, og með hæðamælingum sinum fékk hann gert sæmilega skýra mynd af hæðahlutföllum landsins og sett á uppdrátt. Hann var jafnóþreytandi að skrifa um landið og fræða bæði landsmenn sina og útlendinga um það. Barst hróður hans víða, en óþarft er hér í stuttri grein að rekja fleira af störfum hans. En geta má þess, að meðal vis- indamanna var hann talinn í fremstu röð landkönnuða og eldfjallafræðinga samtíðar sinnar. Þegar nú hið ágæta Mennta- málaráð hefir sýnt Daniel Bruun verðskuldaðan heiður með að kosta gerð kvikmyndar um ferðir hans og störf, hversu miklu fremur bæri oss þá að sýna Þorvaldi Thoroddsen sam- svarandi heiður, er vér litum á störf hans og ferðir, sem margar voru hið mesta afrek þegar gætt er að öllum kringumstæðum í landi voru á þeim tíma. Því ætti að gera kvikmynd af ferðum hans og Ögmundar ef kleift er. Rúm hálf öld er liðin frá andláti Þor- valds Thoroddsens. Satt að segja hefir mér þótt vera hljóð- ara um minningu hans en sæmilegt má kallast um einn hinn mesta afreksmann þjóðar vorrar fyrr og siðar. Steindór Steindórsson Frá Hlöðum □ Tvöfalt n Þre □ falt EINANGRUNARGLER Við framleiðslu Ispan-einangrunarglers eru notaðar nýjustu fáanlegar vélar og tæki og jafnan fylgzt með nýjungum, sem fram koma erlendis viðvíkjandi gæðum og hagræðingu við framleiðsluna. PAIMTIÐ TÍMANLEGA Höfum eigin bll til glerflutninga ISPAN HF. FRAMLEITT Á AKUREYRI FURUVÖLLUM 5 — AKUREYRI SÍMI (96)21332 ■ EIN ANGRUN ARGLER ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.