Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRlL 1977
20
Mývetningar æðrulausir en uggandi um framtíðina
„Kippirnir voru
eins og högg”
segir Egill Steingrímsson
starfsmaður Kísilið junnar
„ÉG KOM á vakt hér í Kísil-
iðjunni um klukkan hálf-
átta á miðvikudagskvöld,
og þá var buið að slökkva á
öllum tækjum, nema hvað
eldur var hafður á brennar-
anum," sagði Egill Stein-
grfmsson i viðtali við Mbl.
Sagði Egill, að mjög snarp-
ir kippir hefðu komið af og til
og þess á milli hefði verið
stanzlaus titringur." „Kippirn-
ir voru ems og högg, og eitt
sinn er ég stóð við rafmagns-
töfluna í verksmiðjuhúsinu,
sló hún mig svo, að ég hent-
ist frá henni."
Egill sagði, að þeir, sem
hefðu verið á vaktinni, hefðu
beðið aðgerðarlausir, þar til
þeim var sagt að yfirgefa
verksmiðjuna og þá hefði
hann drepið á brennaranum.
Síðan var vaktin kölluð út
aftur, en fram til þessa hefur
lítið verið hægt að gera sök-
um vatnsskorts.
Hann kvaðst sem minnst
vilja tala um frekari náttúru-
hamfarir." ,,Það er ef til vill
beygur í einhverjum, en við
verðum að vona það bezta.
Það virtist enginn vera
hræddur á meðan lætin voru
sem verst, nema hvað ein-
staka barn var svolítið ótta-
slegið," sagði Egill að lokum.
Frá gosstöðvunum norðan Leirhnúks, en umbrot þar hættu snemma
f gærmorgun. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
„Hugsum ekki um framtíðina, því
þá þýddi ekki að vera hér lengur”
segir Href na Jónsdóttir, símstödvarst jóri
Egill Steingrlmsson, starfsmaður KlsiliSjunnar
„Alltaf verið hrædd-
ari við mikla jarð-
skjálfta en eldgos”
MÖRGUM Mývetningum,
sérstaklega þeim, sem búa i
ReykjahlitSarhverfi, hrýs ef-
laust hugur við, er þeir
hugsa til þess, að náttúru-
hamfarir svipaðar þeim,
sem nú eiga sér stað, geti
komið aftur eftir nokkra
mánuði. Það fólk, sem Mbl.
ræddi við í gær, sagði yfir-
leitt, að ekkert þýddi að
hugsa um, hvað gæti gerzt,
því þá þýddi ekkert að
hugsa um frekari búsetu á
þessum slóðum i bili.
,,Ég get ekki sagt að mér
hafi liðið illa á meðan á
mestu látunum stóð, enda
gerðist ekki annað en það
sem ég átti von á," sagði
Snæbjörn Pétursson í Reyni-
hlíð, er Mbl. ræddi við hann.
„Ég hef alltaf verið hræddari
við mikla jarðskjálfta en eld-
gos, en það þýðir ekkert að
óttast. Það verður að taka því
sem að höndum ber."
Snæbjörn sagðist hafa leg-
ið á bekk á meðan mesta
skjálftahrinan gekk yfir síðari
hluta miðvikudagsins, svona
til að finna, hvernig skjálft-
arnir komu fram. „Þetta voru
frekar snöggir kippir, sem
gáfu högg, en oft koma jarð-
skjálftakippir eins og alda."
ÞEGAR hamagangurinn var
sem mestur á miðvikudag
hvíldi mikið starf á herðum
Hrefnu Jónsdóttur sfm-
stöðvarstjóra. Þegar Mbl.
ræddi við Hrefnu í gær var
hún búin að hvíla sig lítil-
lega — „mér leið bara
nokkuð vel á meðan mestu
ólætin voru, enda var alltof
mikið að gera til að vera
þreyttur. Þá er maður orð-
inn hertur i þessu starfi nú
að undanförnu," sagði
Hrefna.
„Það er nokkuð einkenni-
legt," segir Hrefna, „að ég
hef alltaf verið á símavakt,
þegar eitthvað hefur gerzt
hér. Ég var nýflutt hingað og
tekin við starfi simstjóra,
þegar gaus í Leirhnúk, en
hingað kom ég frá Húsavik
um mánaðamótin nóvember
— desember 1975. Var ég
þvi búin að vera hér í einn
mánuð þegar gosið kom."
Hrefna sagði, að á sím-
stöðinm hefði verið gífurlegt
álag allan miðvikudaginn og
þar til í gær. Stundum hefði
álagið verið svo mikið, að
ekkert hefði náðst út frá stöð-
Hrefna JAnsdóttir, slmstöSvar-
stjóri
inni. Það hefði því verið
þrautalendingin, eins og oft
áður, að skora á fólk um
útvarpið að nota símann sem
minnst og hefði það borið
árangur.
„Að mínu áliti hefur fólk
hér verið mjög rólegt og
maður gat ekki merkt
hræðslu á neinum manni.
Sjálf neita ég því ekki, að
það kom óhugur í mig, þegar
ég gaf mér tima til að
skreppa aðeins upp að
Bjarnaflagi í fyrrakvöld og
skoða ummerkin þar. Hins
vegar hugsa ég ekkert út í
hvað framtíðin ber í skauti,
því ef ég gerði það, þýddi
ekki að vera lengur á þessum
stað."
Þ.O.
Lízt bölvaii-
lega á blikuna”
r
segir Agúst Hilmarsson
„ÞETTA var allt ósköp svipað því.
sem gerzt hefur í fyrri landsigum.
nema að nú er þetta nær okkur,"
sagði Ágúst Hilmarsson, viðgerð-
Rætt vid Snæb jörn Pétursson í Reynihlíd
Þá sagðist hann hafa verið
staddur af tilviljun í Hvera-
gerði 1 948, þegar stóri kipp-
urinn kom þar, og enginn
kippanna i Reykjahlíðarhverfi
hefði komizt neitt í samlík-
ingu við þann kipp.
„Hér voru allir mjög róleg-
ir. Héðan fór enginn, nema
ein kona, sem átti heima
annars staðar í sveitinni. Ég
tel, að því meiri sem umbrot-
in verði núna, þeim mun
meiri líkur séu á að rólegra
verði í næstu umbrotum. En
það er ekki ótrúlegt, að eitt-
hvað gerist," sagði Snæbjörn
að lokum.
armaður hjá Klsiliðjunni. „Hins
vegar verð ég að játa, að mér lízt
bölvanlega á blikuna. ef næstu
umbrot verða nær en þessi" .
í samtalinu víð Mbl sagði Ágúst,
að hann hefði haldið heim tíl sín
strax og mönnum var sagt að hætta
að vinna á miðvikudaginn Kona
hans og börn voru heima og hefði
ekki verið hræðslu á þeim að sjá.
Sagði hann, að þau væru að byggja
einbýlishús í íbúðahverfinu og von-
uðust þau til að flytja inn I húsið I
haust Hann sagðist hafa búið i þrjú
ár I Mývatnssveit og kynni prýðisvel
við sig. en áður hefði hann búið I
Siglufirði
Snæbjörn Pétursson F Reynihllð
Reykjahlíðar-
hverfi — ekki
Reykjahverfi
í frásögnum Mbl. af atburðunum I
Mývatnssveit var I gær stöðugt talað
um Reykjahverfi. þegar átt var við
Reykjahlið Meðal annars var sagt i
fyrirsögn, að fimm manns hefðu
yfirgefið Reykjahverfi, en þar átti
auðvitað sem annars staðar að
standa Reykjahlíð.