Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 24

Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Þyrluslysið Leitarmenn þyrlunnar TF-AGN komnir á slysstaðinn á vélsleðum f gær. \ Mælaborð þyrlunnar var heilt Fyrirlestur um þróun bandarískra utanríkismála BANDARlSKI prófessorin n Robin W.E. Winks mun á mánu- dag flytja fyrirlestur sem nefnist Þróun bandarfskra utanríkismála í boði félagsvísindadeildar Ifáskóla íslands. Verður fyrir- lesturinn í stofu 201 í Lögbergi og hefst kl. 18.00. Er hann öllum opinn. Dr. Robin W.E. Winks er prófessor vió Yale háskólann í Bandaríkjunum og viökunnur fræðimaður á sviði stjórnmála og sögu. Meðal ritverka hans eru bækurnar Canada and the US.Civil War Years, Marshall Plan and American Economy, British Imperialism, History of Malaysia, The American Experience, Myth of American Frontier og Slavery. Prófessor Winks hefur auk þess skrifað fjölda greina í fræðitímarit og verið ritstjóri Journal of Modern Hislory. 8 ára dreng- ur tapaði launaumslagi ÁTTA ára drengur var svo ólánsamur í gær að týna launa- umslagi með 23 þúsund krónum, en hann hafði verið sendur eftir vikuiaunum f fiskiðjuverið að Kirkjusandi. Þetta gerðist um kl. 11.30 í gærdag og hefur hann tap- að umslaginu einhvers staðar á leiðinni frá Kirkjusandi að Berg- þórugötu 41. Finnandi umslags- ins er vinsamlega beðinn um að koma því til skila á lögreglu- stöðina og er fundarlaunum heit- ið. _ _____ Dönsk-norsk dagskrá í Nor- rænahúsinu ÞRIÐJUDAGINN 3. maf kl. 20:30 flytur danski leikarinn Jesper Langberg dansk-norska dagskrá f samkomusal Norræna hússins. Jesper Langberg, sem er þekktur fyrir leik sinn í kvik- myndum og á leiksviði, les upp úr verkum eftir Norðmanninn Peter Dass og eftir Danina Henrik Hertz, H.C. Andersen, Nis Petersen og Tove Ditlevsen. Ennfremur mun hann flytja ljóð og aríur úr „soargarleiknum" fræga: „Kærlig hed uden Strömper" (1772) eftir Norðmanninn Johan Henrik Welle. Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, leikur undir í aríunum. Aðgangur að þessari dagskrá er ókeypis og öllum heimill. — Gliðnun íveggjum... Framhald af bls. 2. en menn hefðu upphaflega reikn- að með. Hins vegar væri hér um annað svæði að ræða, og enginn gæti búrzt við að umbrotin væru með sama hætti á mismunandi svæðum. Þá sagði hann, að miklar breytingar hefðu orðið á sprungu- svæðinu frá Námafjalli suður fyr- ir Hverfjall. Sprunga lægi gegn- um fjallið og upp á þvi væru um það bil 40 sm. misgengi. Þá væru smásprungur i austurhlíðum fjallsins. Sigurður var spurður um hver- ina, sem munduðust beggja vegna þjóðvegarins, og sagði að á morg- un kæmi i ljós, hvort þeir yrðu varanlegir eða ekki, en yfirleitt væri það svo, að hverir af þessu tagi hyrfu þegar svæðið jafnaði sig á ný. — Suðurveggur styrktur... Framhald af bls. 2. efninu úr Mývatni, í þrær verk- smiðjunnar. Þaðan dælir prammi þvi svo inn i verksmiðjuna, þar sem kisilgúrinn er þurrkaður og aukaefni brennd burtu. Ársfram- leiðslan er um 24 þúsund tonn af kísilgúr, og er langmestur hluti framleiðslunnar seldur úr landi. Kísilgúr er notaur i alls kyns síur í matvæla- og lyfjaiðnaði. Kísiliðjan hefur verið rekin með hagnaði síðustu árin, og sagði Þorsteinn að hagnaður siðasta árs hefði numið um 25 milljónum króna, þegar afskriftir höfðu far- ið fram upp á 90 milljónir króna. Eins og Mbl. hefur skýrt frá hefur verið ákveðið að stjórn Kísiliðj- unnar komi saman til sérstaks skyndifundar til að ræða framtið fyrirtækisins, og sagði Þorsteinn að sá fundur yrði haldinn fljót- lega upp úr helgina. — Lífeyrismálin Framhald af bls. 44 verður hafður þar á. í kröfum ASÍ er gert ráð fyrir mælingu vísitöl,uanar frá 1. nóvember síðastliðnum og er því krafan um 100 þúsund króna laun því nú tæplega 111 þúsund krónur. Þau vandamál, hvenær visi- talan fer í gang, eru þess eðlis að allt bendir til þess að þau verði leyst á síðari stigum samningaum- leitanna eða þegar farið verður að ræða kauplið samninganna. Þá er einnig eftir að ákveða, hvort um prósentuhækkun verður að ræða upp launakerfið, þegar rætt er um verðbót á laun. Eins og fram hefur komið vill ASÍ hafa ákveðna krónutölu á laun, sem hærri eru en láglaun. Vinnuveit- endur hafa enn ekkert látið upp um skoðanir sínar á þessu atriði, en benda má á að þeir voru þessu mótfallnir í siðustu kjara- samningum, þar sem þeir telja að semja eigi um ákveðin launabil, en ekki eigi að láta óviðráðanlega verðbólgu eða því sem næst ráða launamismun í þjóðfélaginu. Einn vinnuveitenda orðaði það svo í samtali við Morgunblaðið, að þeir gerðu sér ljóst að slíkt mundi einungis hafa í för með sér launa- skrið þar sem launamarkaðurinn tæki mjög takmarkað við slíkri reglu um ákveðna krónutölu. Mundi slík regla því aðeins skapa þenslu á launamarkaðinum^ yfir- borganir og launaskrið. Niðurstöður fundanna í gær virðast því vera þær, að lifeyris- máiin eru frágengin að mestu leyti. Að vísu hafa samninga- nefndirnar ekki tekið afstöðu til þeirra, en á mönnum mátti heyra í gær, að aðeins væru eftir afgreiðsluatriði. Um er að ræða aukin útgjöld ríkissjóðs og líf- eyrissjóðanna, sem ríkisvaldið hefur enn ekki samþykkt, en búast má við að það geri það, þegar hilla fer undir lausn deilunnar í heild. — Svíþjóð Framhald af bls. 1 sjónvarps verði fjölgað úr 80 i 100 á viku, meðal annars með endurtekningu sjónvarpsefnis um miðjan dag, svo að fólk, sem vinnur vaktavinnu, hafi sama gagn af sjónvarpi og aðr- ir. Þá er lagt til að útendingar- stundum útvarpsins verði fjölgaó úr 360 í 400 á viku og dagskrám verði fjölgað úr þremur í fjórar. Nefndin gerið það að tillögu sinni, að lögum um einkarétt á útvarpi verði breytt þannig, að sjálfstæóar útvarpsstöðvar, sem ekki eru reknar með hagn- aðarsjónarmiði, geti með leyfi þingsins stundað útvarps og sjónvarpssendingar. Nefndin mælti hins vegar ekki með auglýsingaútvarpi eða sjón- varpi. — Myndlist... Framhald af bls. 10 þó hæglega flokkast undir teikningar. Ég hafði skemmtun af að sjá þessi verk eftir Gunnar Örn. Það er í þeim viss spenna, sem gefur ágæta hugmynd um þau átök, er eiga sér stað með þess- um unga listamanni. Hann er að vísu nokkuð misjafn í sumum þessara verka, en hvergi svo, að skyggi verulega á þá hæfileika, er bestu verk á þessari sýningu gefa til kynna. Það er enginn ný viska, að Gunnar Örn Gunnar hafi óvenjulega hæfileika á sviði myndlistar, enda eru miklar vonir við hann bundnar, og ég held, að ekki þurfi að minna hann á, að list er vinna og aftur vinna, axarsköft á axarsköft ofan, og þá verður árangur. Hann er vel aó þessari sýningu kominn og ég óska honum til hamingju með slíkan áfanga. Það erkkemmtilegt að líta inn á Loftið um þessar mundir. Þar eru átök, og þar getur að líta hluti, sem ég er ekki í neinum vafa um, að margir hafi skemmtun af að sjá. Valtýr Pétursson. — Þrær Kísil- iðjunnar... Framhald af bls. 44 þó sjálf tjón að 120 millj. kr. í hverju tilviki. Þrær Kisiliðjunnar falla því ekki undir lög um viðlagatrygg- ingu íslands, en unnt er að kaupa sérstakar tryggingar gegn nátt- úruhamförum. Er þá hvert dæmi metið út af fyrir sig og iðgjöld í hverju tilviki, en þess má geta, að áður en Viðlagatrygging íslands kom til voru iðgjöld af almennum jarðskjálftatryggingum á bilinu 1—2 prómill af tryggingarupp- hæðinni. Slíkar sérstakar trygg- ingar hefur Kisiliðjan ekki tekið vegna þrónna. Þorsteinn kvaðst ekki geta sagt til um verðmæti þrónna, en kvaðst þó telja, að það kostaði 60—80 milljónir að búa tii eina slíka. — Umhorf Framhald af bls. 28 málin, menntamálin og húsnæðis- málin. Nýir tímar — ný vinnubrögð Ég minntist áðan á það form, sem stjórnmálaflokkarnir hafa fyrir starfsemi sína í breyttu þjóðfélagi verður að aðlagast breyttum aðstæðum og gildir það jafnt um starfsemi stjórn- málaflokka sem annað Stjórnmála- flokkarnir hafa ekki fylgzt með þróuninni sem skyldi og bjóða oft og tíðum einungis upp á hálfdautt fundarform Það hlýtur þvi að verða stórt verkefni á næstu tímum fyrir stjórn SUS að leita nýrra leiða til að finna málefnum sínum farveg. Nú fjallar lokaritgerð þfn í námi um „íslenzkan skipasmíðaiðn að". Hvað olli þvf að þú valdir það verkefni? í litlu bæjarfélagi eins og hér á Akranesi alast börn upp almennt meira í tengslum við atvinnulifið en í fjölmennari bæjum. í gegnum atvinnu föður míns, sjómennskuna, fór ég mjög snemma að fylgjast með þvi sem að sjávarútvegi laut og áhuginn vaknaði. Með náminu vann ég é sumrin hjá skipasmiða- stöðinni og fór að gera mér grein fyrir mikilvægi þessarrar greinar í atvinnulífinu og stórkostlegum möguleikum hennar í framtíðarupp- byggingu atvinnuvegana. Það lá því beinast við að taka þetta efni fyrir i lokaritgerð og fjalla ég um það á þann hátt að gera grein fyrir möguleikum þriggja stærstu skipa- smíðafyrirtækjanna til eigin stefnu- mótunar. Hverng er búið að fslenzkum skipasmfðaiðnaði f dag? Svo virðist sem fslenzk stjórnvöld geri sér litla grein fyrir mikilvægi þessarar ’atvinnugreinar Má t d nefna. að stór hluti viðgerða flotans fer fram erlendis, en islenzkar skipasmíðastöðvar gætu tekið við því verkefni að miklu leyti, ef þær fengju sömu fjármálafyrirgreiðslu. Það á að vera stefna stjórnvalda að samkeppnisaðstaða íslenzkra fyrirtækja sé ekki lakari en hinna erlendu. Með því að efla þessa atvinnugrein getum við fært verk- efni frá erlendum aðilum til ís- lenzkra og þar með sparað gjaldeyri og skapað um leið enn fleiri at- vinnutækifæri fyrir íslendinga. Að lokum, — hvað er á döfinni f bæjarmálum Akraneskaup- staðar? Nú i vetur varð sú breyting á bæjarstjórninni. að meirihlutinn, sem fyrir var, splundraðist og sjálf- stæðismenn gengu til samstarfs með Alþýðuflokknum og Alþýðu- bándalaginu Eitt það höfuðverkefni, sem fram- undan er hjá bæjarfélaginu. er lagning hitaveitu til bæjarins, og er undirbúningur framkvæmda að hefjast. Þetta er brýnasta hags- munamál bæjarins nú, þar sem langflestir þurfa að hita hús sln með olíu. Annað stórt verkefni eru hafnar- framkvæmdir, en nú er unnið að gerð stórs varnargarðs til að skapa meira öryggi i höfninni. Gatnagerð hefur verið hálfgert hliðarverkefni um margra ára skeið, en nú er verið að undirbúa stórátak i þeim málum. Að undanförnu hefur verið unnið að aðalskipulagi bæjarins. Að lokum vil ég geta þess, að fyrir dyrum stendur endurskoðun bæjarmálefnasamþykktar Akraness- kaupstaðar og verður aðaláherzlan lögð á nýskipan félagsmála — Zaire Framhald af bls. 1 Tilgangurinn var einnig að verja brýrnar milli landamæra Angóla og þeirra svæða, sem stjórnarher- inn ræður yfir. Fallhlifarher- mennirnir hafa tekið niu fanga og að sögn Zairemanna hafa upplýs- ingar þeirra auðveldað sóknina. Mobuto, forseti Zaire, sagði í viðtali í dag, að hann hefði marg- sinnis boðið uppreisnarmönnum, sem eru hermenn úr Katanga eins Shaba hét áður, að setjast að í Zaire. „Nú hafa þeir svikið land sitt með hjálp annara þjóða, og við höfum því ekki um annað að velja en að taka þá til fanga“, sagði hann. Fréttastofan í Angóla, Angop, sagði i dag, að 20 trúboðar hefðu komið yfir landaærin frá Zaire til Angóla. Að sögn Angop sögðu trú- boðarnir, að íbúár Shabahéraðs hefðu gengið í lið með uppreisn- armönnum. — Callaghan Framhald af bls. 1 teljandi kosningabaráttu enda tapaði hann þingsæti sínu þar, sem hann hefur haldið 60 ár, i hendur íhaldsmanna. í Grimsby var hins vegar búizt við því að íhaldsmenn mundu vinna, ekki sízt vegna fiskveiði- samninga ríkisstjórnarinnar við íslendinga, sem sjávarútvegurihn taldi mjög óhagstæða. Verka- mannaflokknum tókst þó með að- eins 520 atkvæða meirihluta aó halda þingsæti sinu þar. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi fiokkurinn ráða nú yf- ir 327 þingsætum í neðri deild og þar af eru 13 frjálslyndir og þar á meðal eru sæti fjögurra óháðra, sem venjulega greiða atkvæði með rikisstjórninni. Sameinuð hefur stjórnarandstaðan hins vegar 303 af 635 sætum deildarinnar. Þá er eitt sæti laust, og sæti þingforseta, sem ekki greiða atkvæði, eru fjög- ur, enn. Helztu ástæður, em taldar eru vera fyrir fylgistapi Verkamanna- flokksins, eru verðhækkanir, hækkaðir skattar og andstaða gegn Efnahagsbandalaginu. Þá er talið að launamálastefna stjórnarinnar hafi haft mikil áhrif á úrslitin i Ashfield. Kjörsókn var aðeins um 60% I þessum kosningum en um 75% fyrir þremur árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.