Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 31

Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 31 er rúmlega 50% aukning frá árinu á undan. 1969 nam útflutningsverðmæti Álafoss 21% af veltunni en hefur verið 58 til 64% 1973—76. Fyrirtækið fjárfesti fyrir um 200 milljónir króna á síðasta ári bæði í byggingum og vélum auk n ýrrar verzlunar í Aðalstræti. Áform eru um að fjárfesta fyrir um 230 milljónir króna á þessu ári, að sögn Péturs, en áætlað er að veltuaukning á þessu ári verði um 85% og að heildarveltan 1977 verði 2.400 milljónir. Áríðandi er orðið fyrir fyrirtækið að endur- nýja húsa- og vélaköst og koma spunaverksmiðjunni saman i eina heild. Þá er aðkallandi að byggja nýtt lagerhúsnæði, en lagerinn er nú dreifður á marga staði, sem veldur fyrirtækinu óþarfa kostn- aði. Mikill hluti af þeim fatnaði, sem ber vörumerki Álafoss, er framleiddur úr Álafoss-hráefni á prjóna- og saumastofum víða um land. Nú eru það 16 prjónastofur, sem framleiða fyrir Álafoss, auk þriggja, sem kaupa hráefni frá Álafossi. Pétur sagði, að meðal helztu vandamála fyrirtækis eins og Ála- foss væri það að efnahagsstjórn landsins væri fyrst og fremst miðuð við sjávarútveg og gengis- skraning væri því oft óhagstæð iðnaðinum. Annað vandamál sagði hann vera skort á menntuðu fólki. Það hefði verið vandamál að fá verksmiðjulært iðnfólk og tæknimenn, t.d. vantaði algerlega litunarsérfræðinga. Hefði fyrir- tækið stundum gripið til þess að senda menn utan til náms. Þessi menntunarskortur hefði leitt til þess að þegar fyrirtækið hefur ætlað að taka upp nýjungar hefur verið um eilífa tilraunastarfsemi að ræða. Manufactures Hanover Trust: Sér möguleika á auknum viðskiptum við Islendinga PT Umsjón: Pétur J. Eiríksson í VIKUNNI voru hér á ferð menn frá bandarfska stórbankanum Manufacturers Hanover Trust til viðræðna við nokkra viðskipta- vini sfna hér á íslandi. en bankinn rekur hér veruleg við- skipti. William G. Blake, vara- forseti alþjóðadeildar Mantrust, eins og bankinn er f daglegu tali nefndur, og Sig S. Binder, aðstoðarvaraforseti, sögðu í sam- tali við Morgunblaðið að bankinn hefði átt viðskipti við fslenzka aðila f heilan mannsaldur. „Mantrust hefur lagt rika áherzlu á Norðurlöndin þar á meðal Island í starfsemi sinni í Vestur-Evrópu. Það stafar bæði af viðskiptasjónarmiðum bankans og eins af því, að margir af yfir- mönnum hans eru af norrænum ættum, þar á meðal Gabriel Hauge, forseti bankastjórnar, og John Waage, varaforseti banka- stjórnar. Þess vegna höfum við átt mikil viðskipti við Norður- löndin og þá sérstaklega Island," sagði Blake. Binder, sem hefur umsjón með viðskiptum bankans á Norður- löndum, sagði að starfsmenn Mantrust kæmu til Islands alltaf með nokkurra mánaða millibili til að fylgjast með framvindu efna- hagsmála og til viðræðna við við- skiptavini sfna. „Við eigum hér nokkra stóra viðskiptavini svo sem Seðla- bankann, Landsbankann, Lands- virkjun, Loftleiðir og ísal auk annarra smærri. Við erum við- skiptabanki Loftleiða í Banda- rikjunum og aðstoðuðum þá í samvinnu við Eximbank við kaupin á tveimur DC-8 þotum. Viðskiptin við Loftleiðir hafa verið mjög ánægjuleg. Við erum mjög hrifnir af því hvernig þeim hefur tekist að ná góðri nýtingu út úr flugvélum sínum, enda er þetta eitt af fáum flugfélögum i heiminum, sem stendur fjárhags- lega undir sér. Okkur væri þess vegna ánægja að auka viðskipti okkar við Loftleiðir. Bið önnumst einnig bankaviðskipti fyrir ísal, sem stafar aðallega af þvi að við WHliam G. Blake, varaforseti Mantrust, Sig. S. Binder, aðstoðarvaraforseti, og aðstoðarmaður þeirra, Lazlo Adams. ijósm. Mbl. Fri«þj«rur erum helzti viðskiptabanki móðurfyrirtækis þess, Alusuisse, í Bandaríkjunum.“. „Þá höfum við átt viðræður við litlu viðskiptabankana hér og reynt að komast í samband við þá. Þessir bankar verzla ekki með erlendan gjaldeyri nú, en ef að því kemur þá þurfa þeir á alþjóð- legum samböndum að halda og gætu haft gagn af okkur.“ Blake sagði að Mantrust hefði ekki lánað jafn mikið fjármagn til neinnar þjóðar eins og íslend- inga, ef miðað væri við höfðatölu. Sagði hann að islendingar hefðu reynst bankanum áreiðanlegir og öruggir viðskiptavinir þannig að þeir nytu fyllsta lánstrausts og stæðu frekari lán til boða. Hins vegar væri það annað mál hvað íslendingar teldu skynsamlegast um frekari erlendar lántökur og kvaðst hann í því sambandi vlsa til ræðu Jóhannesar Nordal á árs- fundi Seðlabankans. Mantrust sækir nú allan sinn vöxt í alþjóðabankastarfsemi, að sögn Blakes, en litlir vaxtarmögu- leikar eru nú innan Banda- ríkjanna. Hefur fyrirtækið meir Flugfélagid og Loftleiðir sjóða sólina niður í Flugfélag íslands og Loftleiðir hafa tekið upp all nýstárlega aðferð við að auglýsa sólarlandaferðir sínar, sem er þannig að auglýsingin getur vart far- ið framhjá þeim sem hún á að ná til: Félögin ,,sjóða“ sólina niður í dós, þó ekki í bókastaflegri merkingu, og senda dósina í pósti til hugsanlegra viðskiptavina. Sólídós nefnist auglýsingin, sem gerð er úr myndskreyttri niðursuðudós, sem í er lítill kynn- ingarbæklingur um fjóra sól- skinsstaði, sem Flugleiðir bjóða ferðir til. Það er auglýsingastofan Grafik og hönnun, sem hefur gert þessa auglýsingu. Ernst Bachmann, auglýsingateiknari hjá Grafík og hönnun, sá um að teikna hana og útfæra. Sólídós var send ásamt dósa- lykli, seinni hluta vetrar i pósti til 3.000 aðila samkvæmt úrtaki, og þarf vart að gera því skóna að auglýsingin hafi farið framhjá nokkrum þeirra. Sólin f niður- suðudós. Flug- félagið og Loftleiðir ásamt Grafik og hönnun fara ótroðnar slóðir við markaðsöflun. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. en helming tekna sinna af erlendum viðskiptum. Blake sagði að eitt helzta vanda- málið I alþjóða bankastarfsemi væri það mikla fjármagn, sem þróunarlöndin hefðu fengið til að fjármagna viðskiptahallann eftir olíuhækkanir. Mörg þessara ríkja hefðu tekið hundruð milljóna eða milljarða dollara lán og margir óttuðust að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sinar. Bank- arnir þyrftu að gefa hugsanlegu gjaldþroti þessara ríkja veruleg- an gaum. Þvi færi Mantrust var- lega I að lána löndum, sem svo stæði á fyrir, neitaði þeim ekki um lán en veitti þeim aðeins lágar upphæðir. Sagði hann að þetta ætti fyrst og fremst við um lönd eins og Bangladesh, Sri Lanka og mörg Afríkuriki, en hins vegar væru önnur þróunarriki, sérstak- lega þau sem væru lengra á veg komin, eins og Mexikó, Venezuela og Brasilia, sem ættú góðan kost á lánveitinum. „Viðskiptabankarnir telja það tímabært að alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn og Opec taki meiri þáttT fjár- mögnun viðskiptahalla þróunar- rikjanna. Við teljum það enga frá- gangssök, þó að Opec-rikin noti uppsafnaðan oliuhagnað sinn meira til lánveitinga og aðstoðar við þróunarríkín. Þá teljum við að þessi riki ættu að snúa sér i rikara mæli til alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, og vinna með honum að áætl- un um lausn efnahagsvandamála sinna áður en þau koma til al- þjóða viðskiptabanka." „Annað vandamál i alþjóðleg- um bankaviðskiptum“, sagði Blake, „er skortur á upplýsingum frá mörgum hlutum heimsins, sem bönkum eru nauðsynlegar áður en þeir ákveða lánveitingar. Burns, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, hefur lagt til að komið verði á fót stofnun, sem safnaði upplýsingum, sem gætu legið til grundvallar mati um lánshæfni einstakra landa. Slík stofnun gæti komið okkur að góðum notum," sagði hann. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1966 2. flokkur Kaupgengi pr. kr. 100.- 1651.90 1967 -1. flokkur 1552.96 1967 2. flokkur 1542.92 1968 1. flokkur 1348.79 1968 2. flokkur 1268 77 1969 1. flokkur 947.97 1970 1. flokkur 872.36 1970 2. flokkur 641.73 1971 1. flokkur 607.23 1972 1. flokkur 529 28 1972 2. flokkur 456.79 1973 1. flokkur A 354.97 1973 2. flokkur 328.12 1974 1. flokkur 227 89 1975 1. flokkur 186 31 1975 2. flokkur 142.18 1976 1. flokkur 135.32 1976 2. flokkur 109.89 HLUTABREF: Flugleiðir HF Sölutilboð óskast Hvalur HF Sölutilboð óskast Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJ0ÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 254.00 (10% afföll) 1974 D VEÐSKULDABRÉF: 2ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxt-um (30% afföll) 3ja ára fasteignatryggð verðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll) HLUTABRÉF: Árvakur HF Kauptilboð óskast. PIÁRPEfTlflCARPCtAC íflflflDf Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 - R (Iðnaðarbankahúsiriu) Simi20580. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. naissTl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.