Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 34

Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 Hjónin áBarkar- stöðum - Minning Marfa Sigurðardóttir. Fædd 20.9 1909 Dáin 20.4. 1977. Sigurður Tótnasson. Fæddur 19.12 1897. Dáinn 20.4 1977. Hjónin á Barkarstöðum, María Sigurðardóttir og Sigurður Tómasson, sem létust af slysför- um að kvöldi dags hinn 20. apríl, verða í dag kvödd hinstu kveðju frá kirkju sinni á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þessi mætu hjón hafa um svo langan aldur gert garðinn frægan og veið svo snar þáttur í samfélagi sínu, að við, sem eftir stöndum hérna megin móðunnar miklu, eigum erfitt með að sætta okkur við að þau séu ekki lengur á meðal okkar. En við stóran er að deila og þvl drúpum við höfði á kveðjustund í auðmýkt, virðingu og þökk. Þau María og Sigurður voru ættuð sitt úr hvorum landsfjórð- ungi en þau áttu það sameiginlegt að bæði voru þau fædd og upp alin í einhverjum fegurstu byggð- um lands okkar. Hún í Helgafells- sveit, þar sem sólin stafar geislum á eyjar og fjöll við bláan Breiða- fjörð, en hann i Fljótshlíð, þar sem sagan frá gullöld ómar í eyr- um og silfurblár Eyjafjallatindur er það fyrsta, sem augað nemur. Þau komu sitt úr hvorri áttinni, en mættust á fögrum degi og urðu samferða upp frá því í ást og tryggð og gagnkvæmri virðingu. Samfylgd þeirra varð bæði löng og gæfurík. Vitaskuld eru ekki allir dagar jafnbjartir í erfiði og erli líðandi stundar. Vera má að stundum hafi syrt að með éljum á lífsleið þessara hjóna. En sól- skinsdagarnir á ferð þeirra urðu svo óendanlega miklu fleiri en hínir, að fyrir okkur, sem áttum því láni að fagna að vera á leið ekki langt undan, virtist lífsganga þeirra líkust löngum, björtum og heiðríkum morgni. María Sigurðardóttir fæddist 20. sept. 1909 á Kársstöðum 1 Helgafellssveit á Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Ingibjargar Daðadóttur og Sigurðar Magnús- sonar, fyrrverandi hreppstjóra i Stykkishólmi. Sigurður Tómasson fæddist 19. des. 1897 á Barkarstöðum í Fljóts- hlíð í Rangárþingi, sonur hjón- anna Margrétar Árnadóttur frá Reynifelli og Tómasar Sigurðs- sonar, hreppstjóra, á Barkarstöð- um. Bæði hjónin ólust upp í föðurhúsum á annáluðum mynd- ar- og menningarheimilum, vönd- ust snemma öllum algengum störfum og fóru i skóla, hún í kvennaskóla og hann í búnaðar- skóla. Þau gengu I hjónaband 1. des. 1935 og tóku frá sama degi við jörð og búi á Barkarstöðum, þar sem þau siðan bjuggu með rausn og sóma upp frá því. Þeim Mariu og Sigurði varð sjö barna auðið. Tvær dætur þeirra önduð- ust í frumbernsku, en þau sem lifðu og eru nú öll fulltíða og mesta manndómsfólk, eru: Tómas Börkur, vegatæknifræðingur, kvæntur Eddu Emilsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þau eru búsett í Sviþjóð. Daði, ráðsmaður á Barkarstöðum, ókvæntur. Margrét, skrifstofumær í Reykja- vík, gift Einari Einarssyni, vél- fræðingi. Inga Sigrún, starfaði lengi sem flugfreyja, gift Jan Sandberg oé eru þau búsett í Svíþjóð. Þau eiga eina dóttur. Helga, skrifstofumær á Hvols- velli, gift Rúnari Ólafssyni og búa þau á Torfastöðum í Fljótshlíð. Þau María og Sigurður bjuggu búi sínu á Barkarstöðum i nær- fellt 42 ár. Heimilið var annálað fyrir myndarskap og snyrti- mennsku úti sem inni, svo að öll- um þótti aðdáunarvert. Þar var ekkert kynslóðabil i umhirðu og umgengni og gamalt og nýtt flétt- að saman i órofa listræna heild, svo að eindstakt má teljast. Jafn- an var Barkarstaðaheimilið stórt og mannmargt, gestkvæmt og glaðvært. Rikti þvilíkur andblær gleði, góðvildar og menningar umhverfis húsráðendur, að öllum þótti gott til þeirra að koma og með þeim að dveljast. María tók mjög þátt í félagsstarfi kvenna og var lengi formaður í kvenfélagi Fljótshlíðar. Hún var ljúf kona, hugkvæm og listræn með afbrigð- um. En þótt hún starfaði nokkuð af félagsmálum, þá vann hún þó jafnan heimili sinu mest og þvi helgaði hún krafta sina af ein- stökum myndarskap og fórnfýsi í stóru sem smáu. Sigurður var góður og gildur bóndi og verkmaður ágætur. Naut hann sín jafnan vel við bústörf, enda átti jörðin, íslensk mold, sterk ítök i huga hans. En það fór svo sem hann sakir hæfileika sinna og almannatrausts var brátt kjörinn til forystu meðal sveit- unga sinna og sýslubúa í margvís- legu opinberu lifi. Sigurður var drengur góður í orðsins fyllstu merkingu, vaskur og ódeigur félagshyggjumaður, sem ótrauður fylgdi hverju því máli sem hann vissi sannast og réttast. Hann starfaði lengi að ungmennafélags- málum i heimabyggð sinni. 1 hreppsnefnd Fljótshlíðarhrepps sat hann frá 1934 til 1974 eða í samfleytt 40 ár, þar af oddviti tvo síðari áratugina. í sýslunefnd Rangárvallasýslu sat hann frá 1946 til æviloka og í stjórn Vatna- félags Rangæinga var hann í ára- tugi og formaður lengi hin siðari ár. Gangnaforingi á Fljótshliðar- afrétti var hann í þrjá áratugi, enda alkunnur ferðagarpur. Þá átti hann lengi sæti í stjórn Sláturfélags Suðurlands, stjórn Meitilsins h/f i Þorlákshöfn og gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum i búnaðarsamtökum, samvinnuhreyfingu og mörgum öðrum félögum ög nefndum. Af opinberum störfum mun honum hafa verið hugleiknast að vinna fyrir Vatnafélag Rangæinga, en sá félagsskapur átti drýgstan þátt í að bjarga byggðum Rangárþings frá skemmdum og eyðileggingu af völdum vatnaágangs. Þá fór það ekki milli mála að hann naut þess að leggja fram starfskrafta sina fyrir málstað bindindis og reglu- semi. Kom það glöggt fram í orð- um hans og athöfnum á vegum félags áfengisvarnanefnda í Rangárvallasýslu, sem hann var lengi formaður fyrir. t Alúðarþakkir færum við þeim öllum nær og fjær er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför GUÐLAUGS HALLDÓRSSONAR, Kleppsvegi 32. Ragnhildur Friðriksdóttir, börn, tengdaborn, barnaborn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför INGUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Álftamýri 14. Ema Matthfasdóttir Matthildur Haraldsdóttir Þórunn Matthfasdóttir GuBmundur Haraldsson Brynhildur Matthfasdóttir og aSrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við fráfall og útför, HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR, Mávahlíð 14. Ingvar Magnússon Haraldur I. Ingvarsson Þórey Ingvarsdóttir Ásgeir Pétursson og bamabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS JÓNS GUÐBJÖRNSSONAR. Nýbýlavegi 96, Kópavogi. Ragna Björnsdóttir Sæunn Ólafsdóttir Kristján Jónsson Birna Ólafsdóttir Skúli Óskarsson Guðbjörn Ólafsson Elisabet Kolbeinsdóttir Þorbjörg Ólafsdóttir og barnabörn. Kristín Karólína Sig- urðardóttir - Minning Að morgni 9. april s.l. andaðist á Landspitalanum, Kristín Karó- lina Sigurðardóttir. Hún ar fædd 19. maí 1911 að Horni i Arnar- firði. Foreldrar hennar voru sæmdar- hjónin Sigurður, bóndi á ýmsum stöðum í Arnarfirði, síðast í Innstu-Tungu í Tálknafirði, Jóns- son bónda að Dynjanda i Arnar- firði, Bjarnasonar. Sigurður f. 29. ágúst 1878, d. 15. október 1966 á Hrafnistu í Reykjavik, og kona hans Sigríður f. 22. ágúst 1878, d. 14. júlí 1968 á Patreksfirði, Guðmundsdóttir frá Horni í Mos- dal i Arnarfirði, Gíslasonar. Kristín Karólína ólst upp í for- eldrahúsum meðal systkina sinna sem voru Þorbjörg, húsfrú hér í Reykjavík, gift Andrési Finnbogasyni, skipstjóra, Guð- mundur f. 22. nóvember 1913, er lést 2. maí 1928, við mikinn söknuð foreldra sinna, er tóku sér fósturson í hans stað, Guðmund Sigurð Guðmundsson búsettan í Tálknafirði. 13 ára gömui fór hún til Ágústs Sigurðssonar og konu hans Jakobínu Pálsdóttur í Valhöll á Bíldudal, en þau hjón fórust með vélskipinu Þormóði frá Bíldudal, nóttina milli 17. og 18. febrúar 1943. Hjá þeim dvaldi hún í stórum barnahópi og margmennu heimili að mestu unz hún giftist 31. okt. 1942, eftirlifandi manni sínum Theodóri Ólafssyni afgreiðslumanni hér í Reykjaþvik. Þau byrjuðu búskap á Bíldudal og áttu þar heima til ársins 1945, er þau fluttu til Reykjavikur. Börn þeirra eru Ásthildur gíft Ingimar Magnússyni skipstjóra í Tálknafirði, Jakobína gift Erlingi Guðmundssyni skipstjóra í Tálknafirði, Ólafur tækni- fræðingur, búsettur í Hnífsdal, kvæntur Finney Finnbogadóttur, Hafdís, skrifstofustúlka í Útvegs- bankanum á Isafirði, Sigurður f. 7. október 1947, d. 24. júlí 1966. Barnabörnin eru 12. Milli systr- anna, Línu eins og við kölluðum hana, og Þorbjargar var alltaf kærleikur og mikið samband, þótt í nokkur ár skyldi fjarlægð þær að, þegar þær á unga aldri fóru úr foreldrahúsum. En eftir að við Þorbjörg fórum að búa á Patreks- firði 1933 fjölgaði þeim stundum sem þær hittust, en sambandið var ekki stöðúgt fyrr en við vor- um orðin búsett i Reykjavík, og þau höfðu einnig flutt suður, sem var 1945. Eftir það var mjög náið samband milli fjölskyldnanna. Um nokkurt skeið bjuggum við á Laufásvegi 58, en þau á Skóla- vörðuholtinu. Þá var dóttir okkar Elva alltaf með annan fótinn þar. Börnin þeirra voru á svipuðum aldri og léku þau sér saman. Lína var henni alltaf eins og hún væri eitt af hennar börnum, og breyttist það ekki þótt árin liðu. Veraldlegir fjármunir munu oft hafa verið af skornum skammti i búi þeirra, einkanlega meðan börnin voru ung, en allt bjarg- aðist fyrir atorkusemi heimilis- föðurins og hagsýni húsmóður- innar, en þótt þröng væri i búi kom maður aldrei á heimili þeirra svo, að hin glaðværa lund hennar skipaði ekki öndvegi, og þótt við margs konar örðugleika væri að glíma var fórnfýsi og hjálpsemi við aðra mjög virkur þáttur í eðli hennar. Það mun hafa verið fyrir um 3 árum sem Lína fór fyrst að finna fyrir þeim sjúkdómi, sen endan- lega leiddi hana til síns skapa- dóms, en það kom þarna fram, eins og ávallt í lifinu, að hún bar Það var öllum ljóst, sem til þekktu, að hvar sem Sigurður lagði hönd að verki, að þar var enginn meðalmaður á ferð og heill hugur fylgdi jafnan máli. Hann var afreksmaður og einstak- lega vel til forystu fallinn. Hann gegndi líka kalli samferðamanna sinna og þurfi þess vegna mörgu að sinna utan heimilis. En þrátt fyrir það bjó hann jafnan vel, þvi að konan hans góða, María hús- freyja á Barkarstöðum, stýrði búi af dugnaði og öryggi í margri fjar- veru bónda sins, svo að vel var fyrir öllu séð. Þá dvaldist Árni, bróðir Sigurðar, jafnan á Barkar- stöðum og hefur unnið því heimili giftudrjúgt starf um langa ævi. Einnig hefur Ólafur Steinsson frá Barkarkoti, sem ungur kom á heimilið, dvalist þar siðan og starfað meðan heilsa entist. Er það áreiðanlega að vilja hjónanna á Barkarstöðum að þessara tveggja manna sér sérstaklega getið nú þegar leiðir skiljast. Einnig skal getið Daða, sonar þeirra, er verið hefur aðalmaður við bústörfin hin síðari ár. Það var að kvöldi síðasta vetrar- dags, sem þau María og Sigurður voru kölluð brott af þessum heimi. Við hið sviplega fráfall þeirra fyllumst við, sem þekktum þau og vorum vinir þeirra, sárum trega og söknuði. En við gerum okkur ljóst að nóttin er stutt, þeg- ar þessi árstimi er kominn, og að brátt birtir á ný. Við vitum að þegar sól hnígur á síðasta vetrar- dag er aðeins örskammur tími þar til hún ris að morgni sumardags- ins fyrsta. Og við trúum þvi, að í Ijóma þeirrar sólar munu þau hjónin á Barkarstöðum halda samfylgd sinni áfram i ást og tryggð á eilífðarvegum. Að leiðarlokum vil ég fyrir mina hönd og fjölskyldu minnar færa þeim Mariu og Sigurði á Barkarstöðum innilegar þakkir fyrir dýrmæt kynni og staðfasta vináttu um áratuga skeið. Veit ég að margir taka undir þau þakkar- orð og gera að sínum. Við vottum börnum þeirra og tengdabörnum, öldruðum foreldrum Maríu, systkinum þeirra og öðrum ást- vinum dýpstu samúð og biðjum ekki á torg það sem að henni sjálfri amaði, svo það duldist jafn- vel hinum nánustu lengi vel að hverju stefndi. Tæpt ár var hún mikið viðloðandi við sjúkrahús, og síðustu mánuðina rúmföst. Þótt engum dyldist að hverju stefndi, og ég held ekki henni sjálfri heldur. Þá var þó alltaf sama birtan yfir henni og aldrei kvartaði hún yfir liðan sinni, en hugurinn virtist bundinn yfir vel- ferð annarra. Slíkrar konu sem Línu er gott að minnast. Hún sóttist ekki eftir að láta á sér bera, en henni tókst að tendra vita góðvildar og kær- leika sem engum gleymist sem hana þekktu. Við hjónin, Elva, Steini og Andrés litli þökkum henni alla þá blíðu og góvild sem við urðum aðnjótandi frá henni. Við viljum trúa þvi að hún sé nú komin til fundar við foreldra, bróður, dótturbörn og elskaðan son sem á undan voru gengin yfir móðuna miklu, og að ljós góðvildar og fórnfýsi sem hún tendraði á meðal okkar megi lýsa henni á eilífðarbrautinni. Eiginmanni, börnum, fóstur- bróður, tengdafólki og barna- börnum vottum við okkar inni- legustu samúð. Andrés Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.