Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 41

Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 41 TT ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI I fyrsta lagi má nefna að í mörg ár höfum við undirritaðir sótt Sundlaugarnar á hverjum degi og alltaf mætt mjög kurteislegri framkomu hjá öllu starfsfólkinu og því mótmælum við þessari árás á starfsfólkið. I öðru lagi er þessi Svava að tala um sóðaskap í búningsklef- um og á göngum, þar hefðu verið sígarettustubbar o.s.frv. Þessu viljum við mótmæla því það er stranglega bannað að reykja í búningsklefunum og á göngunum og þar fær enginn að reykja. Við höfum aldrei séð fólk með tóbak f búningsklefunum, svo þetta pass- ar ekki alveg hjá henni. Viðvíðkj- andi sóðaskap er það að segja að það eru tveir karlmenn, sem gera ekkert annað en gæta þess, að gestir fari úr sundskýlum og þvoi sér vel áður en farið er i laugina og þess á milli er alltaf verið að sópa gólfin með gúmmíkústi svo þau verði ekki skítug, svo það er ekki hægt að segja að starfsfólkið svikist um að gera það sem það á að hugsa um. 1 þriðja lagi er hún að kvarta um sóðaskap úti í laug og i heitu kerjunum. Vatnið i kerjunum og i sjálfri lauginni er alveg dásam- legt i alla staði og langt frá að það sé sóðalegt þar úti. Þvert á móti. Einnig er allt svæðið í kringum laugina „spúlað" á hverju kvöldi og allir klefar úti í sólskýlinu, sem Svava ræðir um eru einnig vel hreinsaðir á hverju kvöldi eftir að gestir eru farnir heim. Þá viljum við þakka öllu starfs- fólki i Sundlaugunum fyrir góða framkomu og góða viðkynningu. Öskar Pétursson Sigurður Jónsson Ragnar Jóhannsson Þorsteinn Löve Gústaf Þórðarson örn Herbertsson Pétur Kr. Jónsson Halldór Gfslason Karl Vilhjálmsson Jóhann Jónsson Jóhann Pálsson Sveinbjörn Markússon Pétur Bjarnason Ámundi Sveinsson Ingvi Guðtnundsson Haraldur Friðriksson Sturla Snorrason Ingibergur Vilmundarson. Frá Fósturskóla íslands Námskeið fyrir fóstrur verður haldið dagana 1.—4. júní n.k. Aðalnámsgreinar verða: hagnýt uppeldisfræði og þróunarsálfræði. Fóstrur sem brautskráðust fyrir 1972 ganga fyrir. Upplýsingar í síma 8381 6, frá kl. 2—4 e.h. Skólastjóri. Frá Fósturskóla íslands Umsóknarfrestur um skólavist fyrir skólaárið 1977 — 78,ertil 10. júní n.k. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um skólann fást á skrifstofu skólans Skipholti 37, sími 83816. Skólastjóri. Þessir hringdu . . . £ Lftil gæzla Sundlaugargestur: — Ég vil fá að þakka þeirri konu fyrir, sem skrifaði nýlega um Sundlaugarnar í Laugardal, þar sem hún ræðir um hreinlætið þar og fleira. Það hefur enginn af karlmönnum lagt orð i belg um þetta mál, svo vera má að það sé eitthvað hreinlegra hjá þeim en okkur konunum. Þá finnst mér að gæzlan megi vera betri, fólkið vera meira vakandi fyrir því sem það er að gera, en það kannski kemst ekki yfir að gera allt, sem þarf vegna fámennis. En ef borið er saman við Sundhöllina þá verð ég að segja að þrifnaður þar er mun betri en í Laugardalnum. Það eru greinilega mjög skiptar skoðanir um hreinlætið i Sund- laugunum, svo sem sjá má af þess- um tveimur umsögnum hér i dag. Það er alltaf erfitt að gera svo SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti 'Hollandi 1976 kom þessi staða upp í skák efnilegasta skákmanns hollendinga í dag, Johns Van der Wiel sem hafði hvitt og átti leik, og landa hans Van Maaren: 19. fxe6!! Dxh6 20. e7! og svartur gafst upp, þvi hann verður mát eftir 20. ... Rf6 21. Bc4+, og staða hans er gjörsamlega vonlaus eftir 20. ... De6 21. e8=D + ! Dxe8 22. Bc4+ Df7 23. Hxf7. öllum liki vel og það sem er fyrir einum hreinlæti getur verið sóða- skapur í augum annarra. 0 Þakkir fyrir útvarpsþátt Kona úr Kópavogi: — Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir góðan útvarpsþátt hjá Valborgu Bentsdóttur, Hin gömlu kynni. Hann hefur nú ver- ið í dagskránni um tima og er alveg. nauðsynlegur fyrir gamla fólkið. Það situr heima eða er á sjúkrahúsum og getur ekki verið á ferð og flugi og því held ég að það verði að ætla gamla fólkinu góðan tima fyrir útvarpsefni við þess hæfi. Það er mjög mikið af tónlist i útvarpi — sennilega of mikið — þvi þeir sem vilja mikið hlusta á tónlist gera það heima hjá sér í sinum hljómflutnings- tækjum. Tónlistin má ekki yfir- gnæfa allt annað og það verður að mínu mati að gera ráð fyrir mikl- um tima fyrir gamla fólkið I út- varpsdagskránni, þetta eru góðir hlustendur, sem eiga það skilið að vel sé gert við þá. HÖGNI HREKKVÍSI Takið eftir því, frú, hve vel hún nær bansettum kattarhárunum! Hann er býsna hörundsár? Frá Fósturskóla íslands í samvinnu við Barnavinafélagið Sumargjöf verður námskeið haldið fyrir fóstrur, sem hafa áhuga á að starfa á skóladagheimilum. Nám- skeiðið verður 6. —11. júní. Anders Bech for- stöðumaður skóladagheimilis í Danmörku stjórnar námskeiðinu. Upplýsingar verða gefn- ar í síma 83816, frá kl. 2—4 e.h. Skjólastjóri. tfgmtlrlitfrife

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.