Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
Tony Knapp aðstoðar Jón Pétursson við æfingar á Meiavellinum.
(Ljósm. RAX)
Göngumeistarinn
og Tony Knapp
aðstoða Jón P.
JÓN Pétursson, fyrirliði 1. deildarliðs Fram I knattspyrnu, hefur
æft vel undanfarið og stöðugt hafa æfingarnar orðið erfiðari. Jón
hefur þó ekki æft með féiögum sínum I Fram. Heldur hefur hann
hlaupið mikið einn, en einnig verið I æfingum undir leiðsögn
Haildórs Matthlassonar, íslandsmeistara I 15 km skíðagöngu, og
Tony Knapp landsliðsþjálfara.
— Ég var skorinn í hné i
byrjun marz og teknir báðir lið-
þófarnir í hægra hnénu, sagði
Jón er Morgunblaðið ræddi við
hann í gær.
— Þessa dagana reyni ég að
byggja vöðvana upp að nýju og
eftir þvi sem aflið vex þyngi ég
æfingarnar. Læknar segja mér
að það taki 8—10 vikur að fá sig
góðan eftir slíka uppskurði ef
allt gengur vel. Ég er að vona
að ég missi ekki marga leiki
með Fram-liðinu í íslandsmót-
inu, en það er þó ljóst að ég
verð einhern tíma í viðbót að fá
mig góðan og komast í æfingu
að nýju.
— Halldór Matthíasson,
skíðagöngumaður og sjúkra-
þjálfari, var með mig i
æfingum daglega eftir upp-
skurðinn, en þegar ég mátti
fara að auka álagið á löppinni
tók Tony Knapp landsliðsþjálf-
ari við. Ég lék mér I fyrsta
skipti eftir uppskurðinn með
bolta i gær og þetta er allt að
smákoma.
Ég er bjartsýnn á Framliðið i
sumar. Við eigum að geta orðið
íslandsmeistarar ef byrjunin
verður sæmileg hjá liðinu,
a.m.k. ef við miðum við siðasta
ár. Nei, ég tek ekki mikið mark
á Reykjavíkurmótinu sem við
eigum að vera öruggir með.
Liðin leggja greinilega ekki
eins mikið upp úr þvi nú og hér
áður fyrr, sagði Jón Pétursson
að lokum.
29 LEIKIR11. DEILD-
INNIÁ TÆPLEGA MÁNUÐI
Keppnin í 1. deild hefst næsta laugardag
ÞAÐ VERÐUR 1 mörgu að snúast fyrir knattspyrnuáhugamenn þegar boltinn fer að rúlla fyrir alvöru.
Fyrsti leikurinn 1 1. deild Islandsmótsins fer fram 7. maf næstkomandi eða annan laugardag, og verða
hvorki meira né minna en 29 leikir 11. deildinni fram til mánaðamóta mal-júnf.
Fyrsti leikurinn i 1. deildinni
verður 7. maí og verða þá þrír
leikir. Klukkan 14 hefst á Laugar-
dalsvellinum leikur Fram og IBV
og á sama tíma mætast ÍBK og
Þór frá Akureyri í Keflavík.
Verða því báðir nýliðarnir í 1.
deildinni í eldlínunni á útivöllum
í fyrstu tveimur leikjunum.
Gömlu „fjendurnir" úr íslenzkri
knattspyrnu, IA og KA, mætast á
Akranesi klukkan 16 þennan dag
og klukkan 16 mætast siðan
Breiðabliksmenn og Islandsmeist-
arar Vals i Kópavogi. Siðasti
leikur 1. umferðarinnar verður
sunnudaginn 8. maf og leika þá
Víkingur og FH á Laugardals-
vellinum klukkan 14.
Áfram heldur siðan mótið af
fullum krafti til 25. ágúst að
siðasti leikur 1. deildarinnar fer
fram. Leika þá Víkingur og Valur
á Laugardalsvellinum. Nokkur
hlé verða gerð á keppninni í 1.
deildinni vegna landsleikjanna
gegn N-Irum, Norðmönnum og
Svfum, en leikirnir gegn
Hollandi, Belgíu og N-lrum ytra
eru að lokinni keppninni í 1. deild
Islandsmótsins.
Fyrsti leikurinn í 2. deild
verður á milli Reykkjavíkurfélag-
anna Þróttar og Ármanns
fimmtudaginn 12. maí. Síðasti
leikur 2. deildarinnar verður hins
vegar 17. september. Slagurinn í
þriðju deild hefst 4. júní, en úr-
slitakeppni deildarinnar verður
2., 3. og 4. september. Hjá
konunum hefst keppnin 22. maí
og f yngri flokkunum 2. júní.
Þar sem talað er um Laugar-
dalsvöllinn og aðra grasvelli hér
að framan er með fyrirvara i
mótabókinni því ótrúlegt er að
grasvellirnir verði allir tilbúnir
fyrir knattspyrnumennina viku
af mai. Verður því trúlegast að
flytja flesta leikina til að byrja
með á malarvelli. Sá grasvöllur
sem mun vera i beztu ástandi nú,
er völlurinn í Kópavogi.
Nú leika í fyrsta skipti 10 lið í 1.
og 2. deild í knattspyrnunni og
verða þvf 90 leikir f 1. deild f
sumar og jafnmargir í 2. deild. I'
þriðju deild eru hins vegar 36 lið
og er þar leikið í sex riðlum.
Bikarkeppnin hefst þegar 31.
maí og á henni að ljúka með úr-
slitaleik á Laugardalsvellinum 11.
september.
Knattspyrnuunnendur er
eflaust þegar farið að dreyma um
knattspyrnuviðburði sumarsins
og látum við hér í lokin fylgja
með töflu, sem birt er i mótabók
KSl 1977, og hefur að geyma
upplýsingar um meðalfjölda
áhorfenda á hverjum stað sfðustu
fimm árin.
Reykjavíkurmótinu
lýkur á mánudaginn
REYKJAVIKURMOTINU 1 knattspyrnu lýkur á mánudagskvöldið, en
þrfr leikir verða 1 mótinu um helgina. I dag klukkan 14 mætast KR og
Fram, Vfkingur og Ármann leika á morgun klukkan 16 og Ioks leika
Valur og Þróttur á mánudagskvöld klukkan 19.
Framarar standa bezt allra lið-
anna í mótinu. Þeir hafa hlotið 8
stig í fjórum leikjum. Hafa þeir
gert eitt jafntefli, gegn Víkingi,
en bættu upp stigið sem þeir
misstu þar með aukastigi gegn
Ármenningum. Valsmenn hafa
tapað einum leik og gert eitt jafn-
tefli og ættu eftir þvf að hafa 5
stig, en aukastig gegn Armanni
færði þeim sjötta stigið. Víkingar
hafa ekki tapað leik en gert 3
jafntefli og unnið einn leik. Hafa
þeir því 5 stig og stefna að auka-
stigi gegn Armanni á morgun.
Þróttarar hafa jafn mörg stig og
Víkingar, hafa unnið 2 leiki, gert
1 jafntefli og tapað einum. KR-
ingar hafa aðeins 2 stig og
Ármenningar hafa enn ekki hlot-
ið stig.
Allt virðist því benda til þess að
Framarar verði Reykjavíkur-
meistarar, en vinni KR-ingar þá í
dag er þó möguleiki fyrir Val,
Víking og Þrótt á sigri i mótinu.
Flest mörk leikmanna hafa þeir
skorað Sumarliði Guðbjartsson,
Fram, og Ingi Björn Albertsson,
Val, 3 hvor. Birgir Guðjónsson,
KR, og Ágúst Guðmundsson,
Fram, hafa skorað 2 mörk hvor.
/ • \
aUK þess að vera með æfingar á Akranesi flesta daga vikunnar, þegar ekki hafa
verið leikir, hefur George Kirby haft reglulegar æfingar 1 Reykjavlk sfðan hann
kom til landsins fyrir rúmum mánuði. 1 Reykjavfk búa þrlr af þeim leikmönnum,
sem verða 1 meistaraflokkshöpi Kirbys i sumar og sennilega fastamenn f liðinu.
Eru þetta þeir Jón Þorbjörnsson markvörður, Kristinn Björnsson miðherji og
Jóhannes Guðjónsson miðvörður.
Jón Þorbjörnsson skipti úr Þrótti yfir f ÍA f vetur og kom það sér sérlega vel
fyrir Skagamenn, sem misstu markvörð sinn, Davfð Kristjánsson til Svfþjóðar
sfðastliðið haust. Jón er mjög vaxandi leikmaður og hefur hann leikið fleiri
unglingalandsleiki en nokkur annar knattspyrnumaður fslenzkur. Kristni
Björnssyni ætti sömuleiðis að reynast auðvelt að ná stöðu f Skagaliðinu, þvf þeir
Teitur og Matthfas skildu eftir sig skarð, sem erfitt hefur verið að fylla. Jóhannes
Guðjónsson hefur mörg undanfarin ár verið einn sterkasti miðvörður f knatt-
spyrnunni hérlendis og verður það sjálfsagt áfam f sumar.
En þó þessir leikmenn séu snjallir þá komast þeir ekki f lið frekar en aðrir
nema þeir æfi. Hafa þeir æft nokkrum sinnum með liðinu á Akranesi, en Kirby
hefur þess á milli komið f bæinn og verið með æfingu. Er Morgunblaðsmenn áttu
leið framhjá Háskólavellinum f vikunni voru Skagamennirnir á æfíngu þar og
drógu hvergi af sér en reyndar komst Jón ekki á æfinguna. Þeir eins og Kirby eru
sjálfsagt ákveðnir f þvf að Islandsbikarinn flytjist frá Hlfðarenda á Skipaskaga f
haust og yrði það þá þriðji Islandsmeistaratitillinn, sem Kirby næði f fyrir IA, en
bæði 1974 og 1975 varð IA Islandsmeistari undir hans stjórn.