Morgunblaðið - 02.06.1977, Page 4

Morgunblaðið - 02.06.1977, Page 4
Æbílaleigan '&IEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 28810 Hótal- og flugvallaþjónutta LOFTLEIDIR H 2 1190 2 11 «3 IIBÍLALEIGAN \mtim SIGTÚN 1. s. 14444. 25555 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 Öldruðum Hafnfirð- ingum boðið í ökuferð Kivanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði, sem undanfarin ár hefur m.a. staðið að skemmtiferð með aldraða borgara í Hafnar- firði, hefur ákveðið að næsta ferð skuli farin laugardaginn 4. júní n.k. Farið verður frá íþróttahús- inu við Strandgötu kl. 13.30 og haldið í skoðunarferð um Suður- nes. Áð verður í Grindavík og meðal þess sem skoðað verður er Keflavíkurflugvöllur. Á heimleið verður m.a. ekið um Voga. Væntanlegir þátttakendur eru berðnir um að láta skrá nöfn sín í Bókaverslun Olivers Steins, Strandgötu 31. Menntaskólakennar- ar á Akureyri and- mæla Morgunblaðinu Morgunblaðinu hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning. Aðalfundur I Akureyrardeild Félags menntaskólakennara haldinn 12.5. 1977 lýsir yfir ándúð sinni á endur- teknum skrifum Morgunblaðsins f vet- ur sem hafa miðað að þvf að tortryggja kennslu f þjóðfélagsfræðum. bók- menntum og Ifffræði/vistfræði, kennslu þar sem reynt er að fá nem- endur til að skoða umhverfi sitt í vfðu samhengi og vekja með þeim gagn- rýna umræðu Öll slík umræða er i eðli sínu pólitfsk hvort sem niðurstöður eru í samræmi við stefnu Morgunblaðsins eða ekki Skrif Morgunblaðsins hafa eingöngu snúist um þær niðurstöður i fræðum þessum sem eru andstæðar stefnu þess og hljóta þessi skríf því að skoð- ast sem tilraun til að standa vörð um þá einhliða innrætingu sem allt of lengi hefur einkennt kennslu i fslensk- um skólum Útvarp Reykjavfk V FIM41TUDKGUR 2. júní MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnír kl. 7.00, 8.15, og 10.10. Morgunleikfimí kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 og 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Baldur Pálmason heldur áfram að lesa „Æskuminningar smaladrengs" eftir Árna Ólafs- son (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt log milli atriða. Við Sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar á ný við Ólaf Björnsson útgerðarmann I Keflavlk. Tónleikar 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Pierre Fournier og Ernest Lush leika á selló og pfanó „ttalska svltu" eftir Igor Stravinskf við stef eftir Pergolesi / Erik Saedén og Elísabeth Söderström syngja söngva eftir Wilhelm Peterson- Berger við ljóð eftir Erik Axel Karlfeldt, Sig Westerberg leik- ur á pfanó / Sinfónfuhljóm- sveit Lundúna leikur Gymnó- pedfur nr. 1 og 2 eftir Erik Satie í hljómsveitarbúningi Debussys og „Blómaklukkuna" eftir Jean Francaix; André Previn stjórnar. Einleikari á óbó: John de Lancie. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ_____________________ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Nana“ eftir Emile Zola Karl tsfeld þýddi. Kristfn Magnús Guðbjartsdóttir les (18). 15.00 Miðdegistónleikar Fflharmónfusveit Berlfnar leikur Forleik op. 124 eftir Beethoven; Herbert von Karajan stjórnar. Alan Loveday og St. Martin- in-the-Fields hljómsveitin leika Fiðlukonsert f G-dúr (K216) eftir Mozart; Neville Marriner stjórnar. Sinfónuhljómsveitin f Cleveland leikur Sinfónfu nr. 96 f D-dúr eftir Haydn; George Szell stjórnar. 16.00Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir), 16.20 Tónleikar 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf áar aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar Gestur Guðfinnsson skáld talar um Esju. 20.05 Einsöngur I útvarpssal: Hreinn Lfndal syngur Pfanóleikari: Ólafur Vignir Albertsson. 20.30 Leikrit: „Raddir f tóminu" eftir Ferenc Karinthy Þýðandi: Eiður Guðnason Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur og leikendur: Stúlka / Helga Jónsdóttir, Karlmannsrödd / Erlingur Gfslason, Mjúkmáll / Lárus Ingólfsson, Gömul kona / Þóra Borg, Slepjurödd / Þor- grfmur Einarsson, Sfma- vörður / Geirlaug Þorvalds- dóttir, Loðmæltur / Pétur Einarsson, Gömul rödd / Valdemar Helgason, Kven- rödd / Sigríður Eyþórsdóttir, Kona / Sigrún Björnsdóttir, Þýzk rödd / Hilde Helgason, Barnsrödd / Jón Ragnar Örn- ólfsson. 21.25 Kórsöngur: Samkór Sel- foss syngur f útvarpssa) Söngstjóri: Dr. Hallgrfmur Helgason. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Vor f verum“ eftir Jón Rafnsson Stefán Ögmundsson les (17). 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTCDAGLR 3. júní 1977 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 „Með bláa grön og klaufalega fa>tur...“ Kvikmvndun Örn Harðar- son. L'msjón Eiður Guðnason. Áður á dagskrá vorið 1970. 20.45 Innlendur umræðuþátt- ur 21.35 Það má opna allar dvr (Háll alla dörrar öppna) Sænsk gamanmynd frá ár- inu 1973. Leikstjóri og höfundur handrits Per-Arne Ehlin. Aðalhlutverk Börje Ahlstedl og Kisa Magnus- son. Steve er ungur og kvenholl- ur lásasmiður. Ilann á sæg af vinkonum, og á erfitt með að gera upp á milli þeirra, en einn góðan veðurdag kynnist hann Lottu og verð- ur þá fyrst alvarlega ást- fanginn. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 23.10 Dagskrárlok. Leikrit vikunnar kl. 20.30: Leikið í síma í KVÖLD kl. 20.30 verður flutt leikritið „Raddir í tóminu“ eftir ungverska höfundinn Ferenc Kar- inthy. Þýðinguna gerði Eiður Guðnason, en Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri. Hlutverk eru allmörg, en 'þau stærstu eru leikin af Helgu Jónsdóttur og Er- lingi Gíslasyni. Flutningstími er 52 mín- útur. Stúlka hringir í al\ar áttir til að reyna að hafa Helga Jónsdóttir upp á manni, sem hún hafði ekið með nokkurn spöl. Hún man það eitt að hann var í rauðum fólks- vagni og svo tölurnar i símanúmeri hans, en ekki I réttri röð. Það get- Morgunstund barnanna, kl. 8.00: Venjuleg sveitasaga BARNASAGA útvarpsins um þessar mundir er sagan „Æsku- minningar smaladrengs" eftir Árna Ólafsson, en sagan sem er í morgunstund barnanna kl. 8.00 er lesin af Baldri Pálma- syni. I spjalli við Mbl. um sög- una sagði Baldur: „Þetta er sönn saga úr sveitinni. Hér seg- ir Árni heitinn Ólafsson frá þvf er hann var í sveit sem dreng- ur. Er þetta lýsing á því sem dreif á daga hans þá, og því bara svona ósköp venjuleg sveitasaga sem svo margir þekkja. En sagan segir náttúru- lega frá sveitalífi sem er tals- vert ólíkt því sem börn nútím- ans þekkja og því fróðleg fyrir yngstu hlustendurna. Árni fór fyrst í sveit sumarið 1901, þá 10 ára gamall, að Haukagili í Vatnsdal og fyrstu lestrarnir sögðu frá því.“ Um höfundinn sagði Baldur: „Sagan er eftir Árna nokkurn Ólafsson, sem nú er látinn. Upphaflega er Árni Blönduós- ingur, en varð síðar bóndi I Húnavatnssýslu. Hann fluttist til Reykjavíkur og hóf bókaút- gáfu. Gaf hann m.a. út Sögu- safn heimilanna." Brynja Benedlktsdóttir ur því dregist að hún hitti á það, enda talar hún við fólk af ýmsu tagi og í ólíkri stétt og stöðu. Það eru raddirnar f tóm- inu. Hér skal ekki sagt nánar, hvort hún finnur þann rétta, en hún ætti það a.m.k. skilið eftir alla fyrirhöfnina. Þetta er sérstætt leik- rit, þó ekki væri nema vegna þess að öll samtöl fara fram í gegnum síma. Erlingur Glslason Það hefur vakið athygli víða um lönd, og margar útvarpsstöðvar í Evrópu hafa flutt það. Einnig hefur það verið flutt í útvarpi í ísrael. Ferenc Karinthy hefur skrifað mörg leikrit, sem hafa orðið vinsæl á Vesturlöndum. Útvarpið hefur áður flutt eftir hann eitt leikrit, „Píanó til sölu“ 1973. Útvarp kl. 19.40: Esjan í brennidepli „ÉG MUN fjalla um Esjuna svona vítt og breitt. Ég mun helzt reyna að draga ýmislegt fram sem lítt hefur verið fjallað um áður. Þetta verður ekkert sérstakt tema, heldur efni úr ýmsum áttum og mjög mismunandi." Þannig mælti Gestur Guðfinns- son rithöfundur og blaðamaður er við spjölluðum við hann um þátt sem hann flytur í útvarpi kl. 19.40 I kvöld. Nefnist þátturinn Fjöllin okkar og segir I þessum þætti frá Esjunni, sem eins og kunnugt er er partur af bæjarmynd Reykjavíkur. Gestur sagði að efnið sem hann flytti væri frá ýmsum tímum, þ.á m. fyrsta þjóðsagan um Esjugöngu, en sú ganga var farin á 18. öld að sögn Gests, en sjálfur kvaðst hann telja að menn hefðu gengið á Esju allt frá landnámstíð. Þessi þáttur í kvöld er fyrstur í flokki erinda um þekktustu fjöll á Islandi. Gestur sagðist ekki vita um hverjir mundu sjá um þættina, enn væri hann aðeins viðriðinn þennan fyrsta þátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.