Morgunblaðið - 02.06.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977
17
íslenzk nytjalist
á KjarvaLsstödum
ÍSLENZK nytjalist heitir sýning. sem
nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Það er félagiS ListiSn, sem stendur
fyrir sýningunni, en þar sýna Helga
Björnsson fatahönnuður fyrir Louis
Feraud I Parls, Steinn Sigurðsson,
sem hannaði rafmagnsbílinn Rafsa,
og Einar Þ. Ásgeirsson, arkitekt, sem
sýnir þarna Ifkön af ýmsum nýstár-
legum hugmyndum f arkitektúr. T.d.
sýnir Einar Ifkan af sumarbústað
mjög ólfkum þeim, sem nú tiðkast og
á að byggja þann fyrsta nú f sumar.
Sýningin stendur til 12. júní og
sagði Gunnar Snæland, formaður sýn-
ingarnefndar, að hún yrði einn liður I
áframhaldandi sýningum á listrænni
hönnun. verksviði þeirra og vinnu-
máta. Þá bað Gunnar Snæland um
það, að forráðamönnum Kjarvalsstaða
yrðu færðar sérstakar þakkir fyrir lán á
húsinu til þessarar sýningar
Nokkrar teikningar eftir Helgu Björnsson fatahönnuð.
95 stúdentar frá
Verzlimarskólanum
Verzlunarskóla íslands var slitið
27. maí sl. og brautskráðust þá 95
stúdentar. Tveir hlutu ágætiseink-
unn, 30 fyrstu einkunn, 50 aðra
einkunn og 13 þriðju einkunn. Þetta
var 32. stúdentaárgangur skólans og
hafa nú 1029 stúdentar braut-
skráSst frá skólanum.
Aðalheiður Karlsdóttir hlaut hæstu
einkunn á stúdentsprófi, 9,22, og
Brynja Halldórsdóttir hlaut 9,01
Þúsundasti stúdent skólans var Ólaf-
ur Sveinsson og fékk hann bók frá
skólanum til minningar.
Formaður Verzlunarráðs íslands,
Gfsli Einarsson, flutti ávarp við skóla-
slitin, en verzlunarráðið heiðraði tvo
efstu stúdentana.
Nokkur peningarverðlaun voru veitt;
Margrét Friðriksdóttir fékk verðlaun úr
móðurmálssjóði Hjartar kaupmanns
Jónssonar og úr raungreinasjóði fengu
verðlaun Margrét Auður Pálsdóttir,
Margrét Friðriksdóttir, Aðalheiður
Karlsdóttir og Brynja Halldórsdóttir.
Þá fengu nokkrir nemendur bóka-
verðlaun frá skólanum og erlendum
sendiráðum fyrir málakunnáttu.
Óli Örn Tryggvason, 20 ára stúdent,
hafði orð fyrir afmælisstúdentum, sem
höfðu sameignazt um að gefa skólan-
um tæki til Ijósritunar.
40. sjómannadagurinn nk. sunnudag
Hin nýja Hrafnista f HafnarfirSi.
Hornsteinn lagður ad
Hrafnistu í Hafnarfirði
Sjómannadagurinn er nú hald-
inn hátíSlegur f 40. sinn og á fundi
meS fráttamönnum kynntu for-
ráSamenn SjómannadagsráSs
dagskrá hátiSahaldanna í Reykja-
vfk. Pétur SigurSsson, formaSur
SjómannadagsráSs. sagSi aS sjó-
mannadagurinn væri bæSi hátfSis-
dagur og fjáröflunardagur samtak-
anna, en merkja- og blaSasala
verSur á svæSi hátfSahaldanna f
Nauthólsvfk og vfSar.
Laugardaginn 4 júni hefst dag-
skrá við Hrafnistu í Hafnarfirði og
mun Pétur Sigurðsson flytja þar
ávarp og lesa hornsteinsskjal, en
Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra. mun leggja
hornstein að hinni nýju Hrafnistu og
flytja ávarp. Hefst dagskráin við
Hrafnistu kl 14, en áður mun
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika undir
stjórn Hans Ploder Franssonar,
Eftir að hornsteinn hefur verið
lagður mun biskup islands, herra
Sigurbjörn Einarsson, flytja vigslu-
orð og bæn og að lokinni athöfninni
verður húsið til sýnis almenningi til
kl. 1 9.
Framkvæmdir við Hafnistu f
Hafnarfirði hafa nú kostað alls um
340 milljónir króna. en gert er ráð
fyrir, að húsið kosti fullbúið riflega
500 milljónír og er búizt við að
notkun þess geti hafizt I haust Á
þremur hæðum hússins eru ibúðir
fyrir um 87 vistmenn, eins og
tveggja manna ibúðir, en á 1. hæð
og kjallara er ráðgert að hafa eins
konar dagheimili og þjónustumið-
stöð, svo sem fót- og hársnyrtingu
og þvllíkt auk þess sem bráða-
birgðaaðstaða er þar fyrir heilsu-
gæzlu. Henni er annars ætlaður
framtiðarstaður I 3. áfanga bygg-
inagarinnar, en ekki er enn vitað
hvenær 2. og 3. áfangi verða teknir
i notkun
í Reykjavlk hefjast hátíðahöld sjó-
mannadagsins með þvi að fánar
verða dregnir að húni á skipum I
Reykjavíkurhöfn kl 8 árdegis og kl
10 leikur Lúðrasveit Reykjavikur létt
lög við Hrafnistu. Klukkan 1 1 er
sjómannamessa I Dómkirkjunni I
Reykjavík, herra Siggrbjörn Einars-
son, biskup. messar og minnist
drukknaðra sjómanna og sr Hjalti
Guðmundsson þjónar fyrir altari
Magnús Jónsson, Dómkórinn I
Reykjavik og Dómkórinn í Gauta-
borg syngja, organisti er Ragnar
Björnsson. Að messunni lokinni
verður lagður blómsveigur að leiði
óþekkta sjómannsins I Fossvogs-
kirkjugarði. Pétur Sigurðsson sagði,
að nú væri gleðilegur munur frá fyrri
árum varðandi sjómenn, sem farizt
hefðu við störf, þeir væru 7 í ár en
hefðu oft verið á annan eða þriðja
tug
Hátíðahöld i Nauthólsvík hefjast
kl. 13:30 með leik Lúðrasveitar
Reykjavikur og ávörp flytja Matthias
Bjarnason sjávarútvegsráðherra,
Jónas Haraldsson, skrifstofustj
L.I Ú., Pétur Sigurðsson. fulltrúi sjó-
manna, og Garðar Þorsteinsson, rit-
ari Sjómannadagsráðs, sem einnig
heiðrar 5 sjómenn með heiðurs-
merki dagsins
Að ávörpunum loknum verður
m a kappsigling, kappróður, björg-
unar- og stakkasund. koddaslagur
og þyrla Landhelgisgæzlunnar mun
sveima yfir hátiðarsvæðinu Þá
verða til sölu merki Sjómannadags-
ins og Sjómannadagsblaðið. sem nú
kemur út i 40 sinn, á hátiðasvæð-
inu, en afhending þeirra til sölu-
barna fer fram úr bifreiðum við skóla
i Reykjavik og Kópavogi Þá eru
sérstakar strætisvagnaferðir frá
Hlemmi og Lækjartorgi frá kl 13 á
1 5 minútna fresti.
Sjómannadagsráð: frá vinstri: Hilmar Jónsson, Tómas Guðjónsson, Garðar Þorsteinsson, Pétur Sigurðsson og
Guðmundur H. Oddsson. Ljósm. Rax.
Ljósm. Mbl. RAX.
Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskóla fslands. ávarpar nemendur og kennara við slit skólans hinn 27. maf s.l.
Fyrsta útgerðartækn-
arnir brautskráðir
TÆKNISKÓLA íslands var slitið í
þrettánda sinn hinn 27. mai sl. Þá
voru í fyrsta sinn brautskráðir út-
gerðartæknar frá skólanum, nfu tals-
ins af tuttugu og einum nema, sem
stundar nám í útgerftardeild. Þá voru
brautskráðir tólf meinatæknar, nfu
véltæknar, tiu raftæknar, nftján
byggingartæknifræðmgar, en fyrstu
byggingartæknarnir verða braut-
skráðir frá skólanum fyrir næstu jól.
Almenna námið i undirbúningsdeild
skólans Stunduðu sextiu og átta, þar af
átta á Akureyri og sex á ísafirði Full-
nægjandi prófum luku þrjátíu og fjórir
í raungreinadeild stunduðu þrjátiu og
sex nemendur námið og fullgildum
prófum luku tuttugu.
Bjarni Kristjánsson rektor skólans
sagði m a við skólaslitin að fátæklegur
tækjabúnaður hefði staðið eðlilegri
þróun fyrir þrifum
Tillögur skólans um áfangakerfi i
stað núverandi annakerfis eru til athug-
unar í ráðuneytinu, en að þeim tillög-
um og fleiri reglugerðarbreytmgum var
unnið lengi vetrar af skólastjórn. nem-
endaráði og skólanefnd
Við skólaslitin sagði rektor enn frem-
ur Áætla má að í þessu þjóðfélagi sem
breytist með síauknum hraða, verði
áður en langt um líður fjöldi útgerðar-
tækna orðnir framkvæmdastjórar út-
gerðafyrirtækja en einnig eftirlitsmenn
og ráðgjafar eða skipuleggjendur á
opinberum stöðum Ég tel liklegt að
hér með sé brotið blað i atvinnusögu
þessarar þjóðar