Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 LOFTLEIOIR C 2 1190 2 11 38 Skuldabréf fasteignatryggð og sparisklrteini til sölu. Miðstöð verðbréfavið- skipta er hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasata Vesturgötu 1 7 Sfmi 16223. Þorleifur Guðmundsson heimasfmi 12469. Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum BÓLSTRUNi ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Simi 16807. r 'cuinai S^b^eimm Lf míBORGT HJOLBARÐAR FYRIR KERRUR OG TJALDVAGNA „HIGH SPEED Al íiLYSIMiASIMINN ER: 22480 3Ror0util)lníiiíi Utvarp Reykjavík AIIÐNIKUDKGUR 15. júnf MORGUNNIIMN 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir 'kl. 7.30, 8.15 (j>g forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl 8.00: Ingibjörg Þorgeirsdótt- ir les síðari hluta frásögu sinnar um kúasmalann. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: „Lof- ið drottin himinhæða“, kant- ata nr. 11 eftir Bach. Elisa- beth Brúmmer, Marga Ilöffgen, Hans-Joachim Rotzsch, kór Tómasar- kirkjunnar og Gewandhaus hljómsveitin í Leipzig flytja; Kurt Thomas stjórnar. Morguntónleikar kl. 11.00: Victor Schiöler leikur á píanó Fantasfu nr. 2 í c-moll (K396) eftir Mozart / Emil Gilels, Leonid Kogan og Mstislav Rostropovitsj Ieika Tríó í B-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló op. 97, „Erkihertoga- tríóið“, eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ_____________________ 14.30 Miðdegissagan: „Elenóra drottning" eftir Norah Lofts. Kolbrún Frið- þjófsdóttir les þýðingu sína (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Malcuzynski leikur á pfanó prelúdíu, kóral og fúgu eftir César Franck. Ferdinand Frantz syngur ballaöður eftir Carl Loewe; Hans Altman leikur á pfanó. Mircea Savlesco og Janos Solyom leika Sónötu í c-moll fyrir fiðlu og pfanó eftir Hugo Alfven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli barnatfminn. Guðrún Guðlaugsdóttir sér um tímann. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fjöllin okkar, Eirfkur Haraldsson kennari talar um Kerlingaf jöll. 20.00 Kórsöngur. Liljukórinn syngur; Jón Ásgeirsson stjórnar. 20.30 Sumarvaka a. Páskaleyfi á Snæfellsnesi Hallgrímur Jónasson rithöf- undur flytur þriðja og sfðasta hluta frásögu sinnar. b. „Saman hrúgar ekru á“ Ágúst Vigfússon les síðara þátt Játvarðs Jökuls Júlfus- sonar um kersknivfsur. c. Dugandi fólk. Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ á Selströnd segir frá búendum á Sæbóli á árum áður. Pétur Sumarliðason flytur. d. Einsöngur Árni Jónsson syngur. Fritz Weisshappel leikur á píanó. 21.30 Utvarpssagan: „Undir Ijásins egg“ eftir Guðmund Halldórsson. Halla Guðmundsdóttir les(2) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan; „í verum“ eftir Jón Rafnsson, Stefán Ögmundsson les (24). 22.40 Djassþáttur, f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25. Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 15. júnf 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Að deyja úr kulda. Það hefur löngum skilið milli feigs og ófeigs á ís- landi að vera vel búinn. Fræðslumynd um áhrif kulda á mannslíkamann á þvf ekki sfst við hér á landi. Meðal annars er sýnt, hvað gerist, er menn falla f sjóinn eða fara illa búnir á fjöll, sem ýmsir gera f sumarleyf- inu. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Onedin-skipafélagið (L). Breskur myndaflokkur. 4. þáttur. Undiralda. Svo virðist sem Albert Fraz- er hafi fundið upp nýja tækni við flutning á kjötí. Elísabet telur sig eiga fullan rétt á þessari uppfinningu, en fulltrúi fransks útgerðar- félags segir, að Albert hafi gert samning við sig. Fúll- trúinn, Legrand, og Elfsabet sigla saman til Suður- Amerfku, og James slæst f förina. Frazer gamli gerir erfðaskrá og arfleiðir Elfsa- betu og William son hennar að fyrirtækinu, þótt hann viti nú, að drengurinn er ekki sonarsonur hans. Skömmu sfðar deyr Frazer og i Ijós kemur, að uppfinn- ing Álberts var einskis virði. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.45 Stjórn álin frá strfðs- lokum. Franskur frétta- og fræðslumyndaflokkur. Þeg- ar sjöundi áratugurinn gengur f garð, er vfða ófrið- vænlegt í heiminum: Reist- ur er múr um þvera Berlín, sovésk vopn eru send tíl Kúbu, og Bandarikjamenn gerast virkir þátttakendur í styrjöldinni f Vfetnam. Þýðandi og þulur er Sigurð- ur Pálsson. 22.45 Dagskrárlok. F immt udagsleikrit ið: Ástareldur á sumarhátíð i Herjólfsdal Sunna Borg Sigurður Skúlason Glsli Alfreússon Þóra Borg Lilja Þórisdóttir Randver Þorláksson Rúrik Haraldsson ANNAÐ kvöld kl. 20.05 verður flutt f útvarpinu leikritið „ Brim- hljóð" eftir Loft GuBmundsson. Leikstjórn annast Baldvin Hall- dórsson, en með helztu hlutverk fara Sunna Borg. Sigurður Skúla- son, Gfsli AlfreSsson, Þóra Borg, Lilja Þórisdóttir, Randver Þorláks- son og Rúrik Haraldsson. Leikritið gerist I Vestmannaeyjum fyrir heimsstyrjöldina slðari. Það hefst á sumarhátlð I Herjólfsdal, þar sem margt manna er samankomið að venju. í hópi sjómanna er Bryn- geir formaður, duglegur og kapps- fullur. Hann lendir í útistöðum við Sighvat kaupmann út af stúlkunni, sem hann elskar, og það verður upphafið að rás atburða, þar sem aðeins er spurt að leikslokum Hafið kringum Eyjar, gjöfult og hættulegt I senn, myndar bakgrunninn að þeim hrikaleik mannlegrar náttúru, sem hér er háður. Fjöllin okkar — Kl. 19.35: Að deyja úr kulda — Kl. 20.30: Hver eru áhrif kulda á mannslíkamann? SÉRSTÖK ástæða er til að vekja athygli sjónvarpsáhorfenda á mynd. sem sýnd verður í sjónvarpi f kvöld kl. 20.30 og nefnist Að ÞVÍ miður gleymist það of oft hjá ungum sem öldnum að þegar lagt er upp f ferðalög er nauðsynlegt að vera þess minnugur að skjótt geta skipazt veður f lofti Þá er ekki alltaf auðvelt að nálgast hlýj- an fatnað. ef veður kólnar. deyja úr kulda. í mynd þessari er greint frá þeim áhrifum. sem kuldi hefur á mannsifkamann og á efni myndarinnar þvf ekki sfzt erindi til okkar íslendinga. Þýðandi og þul- ur myndarinnar er Ellert Sigur- björnsson og sagði hann, að myndin. sem er brezk, væri komin til sjónvarpsins fyrir tilstuðlan Slysavarnafélags islands. Ellert sagði, að I myndinni væri sýnt, hvað gæti gerzt þegar menn lentu f vosbúð og kulda. Þannig væri sýnt er menn féllu I sjó eða vötn og færu illa búnir i gönguferð- ir Þá kæmi það fram að þegar skipbrotsmenn lentu i hrakningum, væri algengara að kuldinn leiddi til dauða þeirra en þeir drukknuðu — Þvl miður gerir fólk sér ekki næga grein fyrir þeim hættum, sem þvi geta verið samfara að leggja upp I ferðalög án þess að vera undir það búið að mæta kulda og vosbúð Menn skyldu ekki gleyma því að kuldi getur verið llfshættulegur eins og brýnt er fyrir fólki f þessari mynd, sagði Ellert Eirfkur Haraldsson KERLINGAFJÖLL eru á dagskrá t þættinum Fjöllin okkar f útvarpinu kl. 19.35 f kvöld en þá talar Eirík- ur Haraldsson, menntaskólakenn- ari, um ýmis náttúrufyrirbrigði og gönguleiðir f og við Kerlingarfjöll. Ekki er Eirikur með öllu ókunnug- pr staðháttum i Kerlingarfjöllum þvi undanfarin 1 6 ár hefur hann I sam- vinnu við aðra rekið þar sklðaskóla A veturna starfar Eirikur við kennslu i Menntaskólanum i Reykjavlk og eru kennslugreinar hans leikfimi og þýzka í eríndi sihu segir Eirikur frá stað- háttum t Kerlingarfjöllum, fjölmörg- um gönguleiðum, sem þar er að finna, auk örnefna. Meðal annars gerir hann grein fyrir hverasvæðum þarna um slóðir og að ógleymdu Kerlingargljúfri Vinsældir Kerling- arfjalla sem ferðamannastaðar hafa stöðugt farið vaxandi og sagði Eirik- ur að ekki væri fjarri lagi að áætla að þangað kæmu árlega milli 3 og 5 þúsund manns, ýmist til sklðaiðkun- areða náttúruskoðunar. Skíðakappi talar um Kerlingarfjöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.