Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 5 Atli Pálsson sýnir í Eden Á MORGUN, fimmtudag, opnar Atli Pálsson mál- verkasýningu í EDEN í Hveragerði. Á sýningunni verða sýndar um 30 olíumyndir allar málaðar á síðustu ár- um. Sýningin stendur yfir frá 16.—26. júní. Hljóðbókasafn vantar lesara HLJÓÐBÓKASAFN Blindra- félagsins og Borgarbókasafns hefur nú starfað um tveggja ára skeið. Rétt til afnota af hljóð- bókum safnsins hafa sjónskertir og aðrir er sakir bæklunar eða sjúkdóma hafa ekki full not af prentuðum bókum, og eru lán- þegar safnsins nú yfir tvö hundruð. Bókatitlarnir eru álfka margir og er þvl að sögn forráða- manna brýn þörf stórátaks við uppbyggingu bókakostsins. Innlestur fer fram í sjálfboða- liðsvinnu og hafa ýmsir lagt mikið af mörkum til að gera sjónskert- um og öðrum fötluðum kleift að njóta góðra bóka. Þar sem nú fer í hönd timi sumarfría má búast við, að margir sjálfboðaliðar leggi niður störf í bili. Starfsfólk hljóð- bókasafnsins beinir þvi þeim tilmælum til góðra lesara sem til þess hefðu stundir að hlaupa undir bagga með innlestur. Þeir sem hefðu hug á að verða við þessum tilmælum eru beðnir að hringja i hljóðbókadeild Blindraféiagsins eða Bor§arbóka- safn. Fyrir liggur listi um bækur sem áætlað er að lesa á næstunni en auk þess eru uppástungur frá lesurum vel þegnar. Herjólfur aftur í áætlun Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fór aftur í áætlun f gærmorgun. Þegar vélabúnaður skipsins var kannaður I fyrrakvöld kom f Ijós, að tengimúffa hafði losnað og sfð- an valdið útleiðslu í tveimur mæl- um, hlutfallsmæli og yfir- snúningshraðamæli, sem aftur olli þvf að stjórntölva skipsins brann yfir. Þegar gert hafði verið við bilunina var farið í reynslu- siglingu f fyrrakvöld og þá bar ekki á öðru en að allur stjórnbún- aður ynni eins og bezt verður á kosið. ábyrgð, að sögn Ólafs Runólfsson- ar fram kvæmdastjóra Herjólfs í Vestmannaeyjum. Hann sagði, er hann gaf Mbl. framangreindar upplýsingar í gær, að það hefði ekki verið alls kostar rétt, sem hann sagði blaðinu á mánudag, að Herjólfur hefði losnað aftur að eigin rammleik. Það var Lóðsinn sem kom ferjunni af strandstaðn- um. Það skal tekið fram, að frétt Mbl. í gær var að öllu leyti byggð á upplýsingum framkvæmdastjór- ans. Eins og skýrt var frá i Mbl. í gær kom norskur sérfræðingur, sá er hannaði stýrisbúnaðinn í Herjólf, til Vestmannaeyja sið- degis á mánudag. Fann hann bil- unina strax og tók viðgerðin skamma stund. Sérfræðingur þessi var um borð í Herjólfi í gær til að ganga úr skugga um, að ekkert færi úrskeiðis aftur. Allur vélabúnaður skipsins er enn i Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu fyrir skömmu þar sem rætt var um veiðiferðir skuttogara á Vest-. fjarðamið um s.l. áramót var rætt við þrjá sjómenn sem höfðu verið á þremur togurum. 1 fyrirsögn með fréttinni Hundruðum tonna af smáfiski hent í sjóinn, — segja þrír sjómenn, urðu þau mistök að tengja fyrirsögnina ölium þremur viðmælendum blaðsins þar sem einn þeirra, Ölafur Ólafsson, sem svaraði spurningum um áramota- túr Harðbaks, kvað ekki um neinn smáfisk að ræða í um- ræddri veiðiferð Harðbaks. I umræddri frétt er það sem Ólafur sagði haft innan tilvitnunarmerkja og fór þvi ekki á milli mála. Helgi Hálfdanarson: Leiðrétting Þegar grein mín „Slagbrand- ur“, sem birtist i blaðinu í dag, var prentuð, hafa fallið niður í umbroti tvær línur úr 2. dálki, svo að málsgrein varð lítt skiljanleg. En hún átti að vera á þessa leið: „Hitt er þó miklu verra, að nokkuð af mikilvægustu efnisatr- iðum verksins er strikað út at- hugasemdalaust; svo ekki sé á það minnzt, að fólk taki til að reka sig í gegn, þegar minns varir, rétt eins og að snýta sér.“ Þökk fyrir leiðréttingu. 14. 6. 1977 Ungmennafélag Borgarfjarðar eystri sextugt Ungmennafélag Borgarfjarðar I Borgarfirði eystri heldur upp á 60 ára afmæli dagana 17. og 18. júní. Klukkan 13 á lýðveldisdaginn er guðsþjónusta og að henni lok- inni skrúðganga frá kirkju að íþróttasvæðinu. Þar verður keppt í ýmsum léttum íþróttagreinum og að keppni lokinni eru kaffi- veitingar á boðstólum. Klukkan 20 um kvöldið verður flutt sérstök hátíðardagskrá og eru Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, og Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður, heiðursgestir kvöldsins. Þarna verða m.a. ein- gönu sungin lög eftir fyrsta for- mann félagsins, Inga T. Lárusson, og ýmsir atburðir úr sögu félags- ins verða rifjaðir upp. Siðar um kvöldið verður svo dansleikur. D:ginn eftir fer fram knatt- spyrnukeppni á íþróttavellinum og siðan frumsýning á Allra meina bót eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Afmælisdagskránni lýkur svo með dansleik að kvöldi þess 18. Mikið úrval tekið upp í dag af alls konar kakhi fatnaði Buxur — Jakkar — Skyrtur — Blússur — Pils — o.fl. Einnig: ^ \^ Army skyrtur og blússux./ j að gera innkaupin fyrir 17. júní(ídacfc) En þó er opið á morgun að LAUGAVEGI 66 TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptibordi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.