Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 11 glænýju húsnæöi kéNÍ Nýttbarna- heimili á Kleppi NÝLEGA var tekið í notk- un nýtt barnaheimili fyrir börn starfsfólks á Klepps- spítala. Það er 430 fm. að stærð, teiknað af Guð- Fjórir nýir kjör- ræðismenn skipaðir UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ hef- ur tilkynnt að skipaðir hafi verið fjðrir kjörræðismenn tslands. Hinn 11. maí s.l. var Inder Sen Chopra skipaður kjörræðismaður Islands með aðalræðismannsstigi I Nýju Delhi ( Indlandi og er heimilisfang aðairæðisskrifstof- unnar: 25 A, Palam Marg, Vasant Vihar, New Delhi — 110057, India. Þá var Ingvar Nfelsson hinn 14. mal s.l. skipaður kjör- ræðismaður tslands með aðal- ræðismannstign I Singapore og er heimilisfang skrifstofunnar: 214, Queensway Shopping Centre, Singapore 3, P.O. Box 118, Farrer Road, Singapore 11. Hinn 11. maí var Khalifa Mahmodullah skipaður kjörræðis- maður íslands með aðalræðis- mannsstigi í Islamabad, Pakistan og er heimilisfang skrifstofunn- ar: Leaf Tobaccos (Pakistan) Ltd., 63—G—6/3, lst Street, P.O. Box 1104, Islamabad, Pakistan. Og hinn 11. maí var skipaóur kjör- ræðismaður íslands í Madrid, Fransisco Javier Péréz—Busta- mente de Monasterio. Gjöf til Óspaks- eyrarkirkju VIÐ messu sunnudaginn 5. júní í Óspakseyrarkirkju skýrði sóknar- presturinn frá því, að kirkjunni hefði borizt myndarleg gjöf frá frú Steinunni Guðmundsdóttur, Skriðnesenni, til minningar um eiginmann hennar, Jón Lýósson, sem andaðist 14. ág. 69. Höfðu þau hjón þá búið saman í farsælu hjónabandi i 46 ár. Gjöf Steinunnar er kr. 46.000,00 og skal peningunum varið til lýs- ingar kirkjunnar, þegar að því kemur að raflýsa hana. Pen- ingarnir eru geymdir i sparisjóði í Hólmavík. Frú Steinunn talar i gjafabréfi sínu, sem dagsett er 13. mai, á fæðingardegi mannsins hennar sáluga, mjög hlýlega um „litlu kirkjuna sína“. Enginn vafi er á þvi, að kirkjan og málefni hennar er hjartansmál Steinunni. Hún vill láta kirkjuna sina njóta gjafar sinnar. Þess skal getið hér, að kirkjan hér og allt safnaðarlif hefur ávallt verið ofarlega í huga Steinunnar og þeirra hjóna beggja, já, alls heimilis þeirra, alla tið. Um leið og ég hér skýri frá þessari gjöf þakka ég gefand- anum góða og gagnlega gjöf. Bið ég Steinunni guðsblessunar nú á efri árum hennar og þakka fyrir hönd kirkju og safnaðar hugul- semi og vinarhug hennar i garð kirkjunnar fyrr og síðar. Yngvi Þórir Árnason. ' mundi Kr. Guðmundssyni arkitekt í samráði við Þór- unni Pálsdóttur hjúkrun- arforstjóa. Illa hefur geng- ið að fá hjúkrunarfræðinga til starfa við spítalann vegna skorts á dagvistun- arrými, og kvaðst Þórunn vonast til að þar gæti nú orðið breyting á með til- komu þessa nýja barna- heimilis. Þar verður börn- unum ekki skipt niður í deildir eftir aldri eins og venja er, heldur verður þeim skipt niður í hópa óháð aldri þeirra. Er þessi skipting gerð með það fyrir augum að mynda eins kon- ar systkinasamfélag. Þetta mun vera nýmæli í bárna- heimilamálum. Þetta nýja heimili er mjög vel búið leiktækjum og þar starfa nú fjórar fóstrur og fjórar starfs- stúlkur auk forstöðukon- unnar, Mörtu Sigurðar- dóttur. ERNUI BAN KASTRÆT114 (á horni Bankastrætis & Skólavorustigs)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.