Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 32
At (ilASINííASÍMINN EK: 22480 |Hor0tmbI«íiií> AKiLYSINÍÍASÍMINN EK: 22480 JHorfiunblnöit) MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNt 1977 Vesfirzku samn- ingarnir voru und- irritaðir í gærdag FULLTRÚAR Alþýðusambands Vest fjarða og Vinnuveitendafélags Vest- fjarða undirrituðu I gær á ísafirði kjarasamning sín á milli, sem gerir ráð fyrir að núgildandi kjarasamning- ur hækki um 30 þúsund krónur í fjórum áföngum og gildi til áramóta 1978—79. Flest verkalýðsfélag- anna fyrir vestan munu bera upp samninginn á félagsfundum I kvöld, en gert er ráð fyrir að yfirvinnubanni því sem í gildi hefur verið, verði aflétt þegar í dag. Friðrik tilkynnir ákvörðun sína í næstu viku „Ég mun tilkynna ákvörðun mína á blaðamannafundi I næstu viku," sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari þegar Mbl. spurði um það í gær, hvort hann ætlaði að gefa kost á sér sem forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik hefur undanfarna daga átt ýtarlegar viðræður við dr Max Euwe, forseta Alþjóða skáksam- bandsins, í gegnum síma og enn- fremur við forráðamenn Skáksam- bands íslands Hefur málið mjög skýrst í þessum viðræðum og Frið- rik mun nú búinn að taka ákvörðun samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram hafa komið Friðrik vildi í gær ekkert gefa upp um það hvort hann ætlaði að gefa kost á sér eða ekki. sagði að það myndi koma fram á blaðamanna- fundinum í næstu viku. Morgun- blaðið telur sig aftur á móti hafa góðar heimildir fyrir því að Friðrik hafi tekið jákvæða afstöðu til fram- boðs Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gerir kjarasamningur þessi ráð fyrir 16 þúsund króna hækkun þegar eftir undirritun hans. síðan 5 þúsund króna hækkun 1 janúar á næsta ári, 5 þúsund krónu hækkun 1 júlí á næsta ári og 4 þúsund króna hækkun 1. september 1978 Vísitölukerfið er hið sama og náðst hafði samkomulag um í heildarkjarasamningunum I Reykjavík. svo og er fyrirkomulag sérkrafna með þeim hætti sem þar náðist samkomu- lag um Morgunblaðið snéri sér til Jóns Páls Halldórssonar. formanns Vinnuveit- endafélags Vestfjarða og spurði hann hvað valdið hefði því að Vestfirðingarn- ir hefðu tekið sig út úr í samningsgerð- inni. „Ég vænti þess að öllum lands- mönnum sé Ijóst hvers vegna þessi háttur var hafður á,“ svaraði Jón Hann benti á. að nú hefði staðið yfir yfir- vinnubann í 1 og Vi mánuð og frekari verkfallsaðgerðir væri í sigti Aðgerðir af þessu tagi kæmu mun verr við fiskiðnaðinn en ýmsar aðrar atvinnu- greinar, svo sem þjónustu og verzlun, en um leið væru Vestfirðirnir háðari fiskiðnaðinum en flestir aðrir lands hlutar Þess vegna hefðu verkfallsað- gerðir Alþýðusambandsins komið harðast niður á Vestfjörðum, og þess vegna hefði þessi leið verið valin Jón tók það jafnframt fram, að algjör sam- staða væri meðal allra vinnuveitenda á Vestfjörðum um þennan kjarasamning í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, að flest verkalýðs- félögin á Vestfjörðum mundu bera upp nýgerðan kjarasamning á félagsfund- um í kvöld, en eitt félag, Sjómannafél- agið í Bolungarvik, hélt slíkan fund i gærkvöldi Pétur kvaðst búast við, að yfirvinnubanni því, sem verið hefur í gildi, yrði aflýst þegar i dag, enda hefði það engan tilgang lengur Um samkomulagið sjálft sagði Pét- ur, að hann vonaðist til að þetta spor sem þeir Vestfirðingarn- ir hefðu tekið, bæti orðið til að flýta fyrir og liðka til í heildarsamn- ingagerðinni syðra, og að tekið yrði mjúkum höndum á þessu tiltæki Vest- firðinganna, því að óneitanlega hefðu Framhald á bls. 18 VESTFJARÐASAMNINGARNIR UNDIRRITAÐIR — Við borðsendann sitja for- svarsmenn samningsaðila, Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða (t.v.) og Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. Gjörbreytt andrúms- loft á samningafimdum ALLT benti til þess á sáttafundi í Loftleiðahótelinu í gær að hreyfing væri að komast á samningaviðræðurnar. Sáttanefnd- in kom i gær á fundi fjögurra manna, tveggja frá hvorum aðila og sátu þeir fyrst á fundi að viðstöddum sáttasemjara Torfa Hjartarsyni, sem síðan vék af fundi. Ræddust fjórmenningarn- ir við frá klukkan um 14.30 til klukkan 17. Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvað um að ræða könnunarviðræður og engin tilboð hefðu farið á milli manna. Hann kvað viðræðurnar hafa verið gagnlegar, vinsamlegar og hafa farið fram í öðru og betra andrúmslofti en áður. Jón H. Bergs, formaðr VSÍ, kvað nú nauðsynlegt að aðilar lykju þessu samningaþófi, því að því lengur sem það drægist myndi harka færast í aðgerðir af beggja hálfu. Hann kvað það myndu geta skaðað viðræður og kvaðst því vona að samningsaðilar ynnu nú af fullum krafti að því að Ijúka samningsgerðinni. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær munu fjórmenningarnir, sem eru Jón H Mikil röskun við- skipta næstu 6 daga NÆSTU verkfallsaðgerðir, sem taka við, er allsherjarverkfalli I einn dag, 21. júní, lýkur, voru boðaðar I gær. Taka þær gildi frá og með 22. júní. Eins og sagði f Morgunblaðinu í gær, valda þessar aðgerðir því að algjör KSÍ setur hömlur á„útflutning,, knattspyrnumanna STJÓRN Knattspyrnusambands Islands ákvað á fundi á mánudaginn að samþykkja ekki félagaskipti fslenzkra knattspyrnumanna til er- iendra félaga nema með vissum skilyrðum. Ellert B. Schram, formað- ur KSÍ, staðfesti þetta f samtali við Mbl. f gær. Skilyrðin eru þau, að félag við- komandi leikmanns hér heima flutningastöðvun verSur, skip stöSv- ast og flugferSir bæSi innanlands og milli landa. Þá hefur allsherjarverk- fall veriS boSaS I álverinu I Straums- vfk I einn dag, 22. júnf. Hafnarverkfallið, sem boðað er frá 22. mun stuðva alla losun og lestun skipa i höfnum landsins. Þó er gerð undantekning sé um fiskiskip að ræða Þetta verkfall mun og stöðva öll hrá- efnisaðföng álversins, svo og að unnt sé að senda fullunnið ál til útlanda Næsti samningafundur I kjaradeilu stéttarfélaganna og íslenzka álfélagsins hefur verið boðaður á fimmtudag klukkan 10. Vegna þeirrar verkfallahrinu. sem nú stendur yfir verða verkföll i dag hjá bókagerðarmönnum og koma þvi dag- blöð ekki út á morgun og siðdegisblöð Framhald á bls. 18 Bergs, formaður VSI, Skúli J Pálma- son, formaður VMSS, B|örn Jónsson, forseti ASÍ, og Snorri Jónsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. hafa komizt að sam- komulagi um að halda áfram viðræð- um með þeim hætti að þeir þreifuðu sig áfram til samkomulags á þessum fundum, ráðfærðu sig þess á milli víð aðalsamninganefndirnar og tækist þeim að ná saman í óafgreiddum atrið- um kjarasamningsins, myndi sátta- nefnd ríkisins grípa inn i viðræðurnar og leggja fram hugmyndir að sættum, sem bornar yrðu upp í samninganefnd- unum Björn Jónsson sagði að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og þær hefðu skýrt málin. Um væri að ræða könnun- arviðræður, en menn hefðu ekki skipzt á tilboðum. Kvöldverðarhlé var slðan gefið um sexleytið í gærkveldi og var framhaldsfundur boðaður klukkan 21 Hassmálin nýju: og var þá búizt við að fjórmenningarnir héldu áfram fundum sínum ..Líkur benda til að málin séu nú að hreyfast eitthvað," sagði Björn Jónsson, en hann sagðist hins vegar ekki viss um hve mikil hreyfingin yrði — það ætti eftir að koma i Ijós Morgunblaðið spurðí Björn Jónsson um samkomulagið. sem undirritað var í gær á ísafirði milli Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða Björn sagði að þegar menn ræddu um það samkomulag, yrðu menh að hafa I huga skipulag ASÍ og þá staðreynd að valdlð væri hjá hverju félagi og vald þeirra væri ótvírætt. Því kvað hann ekki hafa komið til greina að leggja einhverjar hömlur á það. „Um þetta samkomulag eru hins vegar skiptar skoðanir," sagði Björn. „sumir telja að það geti komið hreyfingu á málín, en aðrir sjá annmarka á því. Ég tel t d samninginn í heild ekki nægi- lega góðan og á plani, sem við getum ekkí sætt okkur við ' Björn kvað hins vegar þá hreyfingu, sem samningurinn ylli jákvæða og veruleg atriði samningsins væru at- hyglisverð og jákvæð, Hins vegar kvað hann uppistöðu samningsins vera árangur þeirra viðræðna, sem fram hefðu farið milli Alþýðusambands ís- Framhald á bls. 18 AUGLVSINGAR sem birtast eiga í Morgunblaðinu föstu- daginn 17. júní, þurfa að hafa borizt auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 11 fimmtudaginn 16. júnf. mæli með gerð samnings og sé með í ráðum um gerð hans, tryggt verói að leikmaðurinn verði til- tækur fyrir landsleiki í heims- meistara- og Evrópukeppni og til greina komi, að samþykkja aðeins samninga með því skilyrði að þeir taki ekki gildi fyrr en að loknu keppnistímabili á íslandi. Á annan tug íslenzkra leik- manna munu nú vera hjá erlend- um liðum og lið erlendis munu nú vera á höttunum eftir enn fleiri íslenzkum leikmönnum. VEGNA starfsgreinaverk- falla eru ailar deildir Morgunblaðsins, nema rit- stjórnin, lokaðar í dag og keinur Morgunblaðið ekki út á morgun, fimmtudag. Hins vegar kemur Morgun- blaðí út á föstudag, 17. júní. 6 ungir menn sitjaígæzlu STÖÐUGT fjölgar gæzluvarð- haldsföngum vegna rannsóknar nýjustu ríkniefnamálanna. Tveir ungir menn, um og yfir tvitugt, voru sfðdegis f gær úrskurðaðir f gæzluvarðhald, annar f 30 daga en hinn f 20 daga. Nú sitja inni sex ungir menn vegna rannsóknarinnar. Aö sögn Arnars Guðmundssonar, fulltrúa við Fíkniefnadómstólinn, er hér um aö ræða tvö aðskilin mál, en en hann kvað ekki hægt aö skýra frekar frá málavöxtum að svo stöddu. Sumir þeirra, sem sitja nú í gæzluvarðhaldi voru viðriðnir stórt hassmál, sem upplýstist s.l. vetur og sátu þá einnig lengi í varðhaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.