Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 Kosningar í Irska lýðveldinu á morgun ÞINGKOSNINGAR fara fram f írska lýðveldinu á morgun, fimmtudag, þar sem kjósendur munu kveða upp úrskurð um hvort þeir vilja samsteypu- stjórn Liam Crosgraves áfram við völd næsta kjörtfmabil eða Fianna Fail flokkinn undir for- sæti Jack Lynch. Þau mál, sem einkum valda írum áhyggjum f dag, eru svipuð mál og f öðrum Evrópurfkjum, verðhækkanir, atvinnuleysi og skattar. Svo virðist sem kjósendur séu að- eins sammála um eitt atriði og það er að N-írland er ekki kosn- ingamál, að þvf er Mary Hol- land segir f grein í brezka blað- inu Observer í sfðustu viku. 1 skoðanakönnun, sem Irish Times lét gera kom fram, að aðeins 2,3% kjósenda töldu N- Irlandsmálið mikilvægasta mál kosninganna. Stjórnmálamennirnir eru hins vegar ekki allir á sama máli og kjósendurnir. Conor Cruise O'Brian, atvinnumála- ráðherra í stjórn Crosgraves, hefur eins og oft áður haft for- ystu i umræðum um IRA, en hans mesti metnaður er að koma því í gegn að IRA hreyf- ingin verði miskunnarlaust brotin á bak aftur. Hvað þetta atriði snertir er líklegt aö fólkið f Irska lýðveldinu sé honum sammála, því að flestir eru Conor Cruise O’Brian dauðskelkaðir við ofbeldisverk- in á N-Irlandi. O'Brian er að þvi leyti ólíkur samborgurum sín- um og stjórnmálamönnum, að hann vill ekki einungis binda endi á ofbeldisverkin heldur einnig sigra í eitt skipti fyrir öll þá hugsjón, sem Provisional- armur IRA byggir á. Hann vill að írar endurskoði lýðveldis- hefðir sínar, þ.á m. heilögustu goðsagnir írskrar sögu og hann vil ef nauðsyn krefur að þeir leggi dóm á eigin sögu. Það er erfitt að biðja svo unga þjóð um slíkt. O’Brian hefur kosið að gera málið persónulegt og ráðast að þeim manni á stjórnarand- Charles Haughey. stöðubekknum, sem hann telur að túlki á hættulegastan máta þann tvískinnung, sem írar hafa sýnt I sambandi við lýð- veldishefðirnar og hina her- skáu félaga í Provisional-armi IRA. Charles Haughey, talsmaður Fianna Fail i heilbrigðismál- um, er einnig einn vinsælasti stjórnmálamaður flokksins og sumir segja i öllu landinu og er talinn líklegastur eftirmaður Lynch. Liklegt má telja að Haughey væri öruggur um sæti Lynch, ef hann hefði ekki verið rekinn úr embætti fjármálaráð- herra 1970 í stjórn Lynch og var síðan ákærður fyrir að hafa flutt ólöglega inn vopn fyrir Prosvisional-arm IRA. Hann var sýknaður af ákærunni, en O'Brian hefur með stöðugum blaðaskrifum og ræðuhöldum komið því inn hjá almenningi að margt dularfullt sé enn í sambandi við vopnamálið og þátt Haugheys i því. O’Brian heldur þvi fram að verði Haughey í næstu stjórn landsins hvað þá ef hann verð- ur í forsæti, muni stjórnin ekki aðeins sýna IRA linkind heldur magna stórlega grunsemdir mótmælenda á N-lrlandi í garð íbúa írska lýðveldisins og stofna samskiptum þess og Breta í mikla hættu. Haughey hefur vísað þessum ásökunum á bug og notið þar stuðnings Lynch. Þessar umræður hafa ekki orið að meiriháttar kosn- ingamáli, en hins vegar gera menn sér grein fyrir því, að málið er mikilvægt að því leyti að O’Brian hefur kosið að ráð- ast að Haughey ekki aðeins vegna þess að hann er áhyggju- fullur út af öryggismálum, heldur til að draga inn í sviðs- ljósið ósamræmið í afstöðu tra til fortíðarinnar og til hins al- varlega ástands sem nú ríkir á N-trlandi. Það er nú í tízku á írlandi að segja að Provisionalmennirnir séu ekki raunverulegir lýð- veldissinnar og að írsku upp- reisnarseggirnir, sem börðust og létu lífið í Páskauppreisn- inni 1916, myndu fyilast hryll- ingi yfir því, sem Provoarnir aðhafast nú í N-Irlandi. Þessu vísar O’Brian algerlega á bug sem tvískinnungshætti og til- raun til að komast fram hjá kjarna málsins með því að mála Framhald á bls. 18 mm KLÆÐNING A/K!æðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf þvi aldrei að mála. A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki. Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolirtöluvert högg án þess að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem hefur þurft aðsérsmíða fyrir aðrar klæðningar. A/Klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér * óhreinindum. " A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og hefur reynst vei í íslenskri veðráttu. Afgreiðslufrestur er alveg ótrúlega stuttur. Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum A/Klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. Litil von um samn- inga við Islendinga — segir Times BREZKA blaðið Times sagði á laugardag eftir fréttaritara sfnum I Briissel, Michael Hornsby, að eftir viðræður Gundelachs og Judds við íslenzka ráðamenn f Reykjavlk væri hægt að gefa upp allar vonir, sem menn hefðu alið með sér um að brezkir togarar kynnu að fá að snúa aftur á íslandsmið á þessu ári. Hefur fréttamaðurinn þetta eftir heimildum í Briissel. Segir hann, að menn hafi vonað að tslendingar myndu hugsanlega hleypa nokkr- um brezkum togurum inn fyrir 200 mílurnar skv. bráðabirgða- samkomulagi meðan unnið væri að gerð langtlmasamkomulags. Ljóst sé hins vegar eftir stutta yfirlýsingu viðræðuaðila eftir fundinn í Reykjavík, að þetta mál hafi ekki einu sinni verið rætt. Síðan segir fréttamaðurinn að EBE hafi veika samningsaðstöðu I þessu máli, þar sem bandalagið geti aðeins boðið Islendingum 30 þús. lestir af fiski innan sinna 200 mílna, en V-Þjóðverjar hafi samning við íslendinga upp á tvö- falt það magn. Segir frétta- maðurinn það almennt álit manna I BrOssel að ekki komi til greina að beita íslendinga þrýstingi t.d. í sambandi við tollamál til að fá þá til samninga. I Fréttabréfi EBE sama dag er sagt frá viðræðunum í stuttu máli og þar segir, að viðræðurnar í Reykjavík hafi farið fram í vin- semd og samband sé nú aftur komið á milli Islands og EBE. Hins vegar sé ágreiningur um tíma- setningu í sambandi við hugsan- legan fiskveiðisamning, íslendingar telji að slíkur samningur sé aðeins hugsanlegur í framtíðinni, en talsmenn EBE telji að stundin kunni að vera nær en íslendingar vilji vera láta. Segir að þar sem samband sé aftur komið á og viðræður hafi verið vinsamlegar hafi Gundelach neitað með öllu að EBE hygðist gripa til aðgerða gegn Islendingum í þessu máli. Stjórn Begins með 63 sæti á þingi Tel-Aviv, 14. júní. Reuter. ÞJÓÐERNISSINNAR og trú- aðir harðlínumenn, sem vilja halda yfirráðum yfir vestur- bakka Jórdanár verða ráðandi öfl I næstu rfkisstjórn ísraels, eftir að DMC-flokkurinn (Hægfara lýðræðishreyfingin fyrir breytingum) ákvað að taka ekki þátt f stjórnarsam- starfinu. Fær hin nýja sam- steypustjórn Likudflokksins og Þjóðlega trúarflokksins og tveggja annarra minni trúar- flokka þvf nauman meirihluta á þingi eða 63 sæti af 120. Að sögn heimilda f Tel-Aviv var ágreiningurinn milli Likud og DMC óyfirstíganlegur vegna harðlfnuafstöðu Begins verð- andi forsætisráðherra gagn- vart yfirráðunum yfir vestur- bakka Jórdanár. KGB yfir- heyrir bandarísk- an blaðamann IVIoKkvu, 14. júnf. Reuter. SOVÉZKA leyniþjónustan KGB yfirheyrði bandarfska fréttamanninn Róbert C. Toth frá Los Angeles Times í 4 klukkustundir i dag, en sovézka utanríkisráðuneytið hefur sakað hann um að hafa aflað leynilegra upplýsinga. Toth sagði eftir yfirheyrslurn- ar í dag, að sér hefði verið skipað að mæta aftur hjá KGB á morgun. Hann var handtek- inn á laugardag er hann tók við grein frá sovézkum vis- indamanni um sálarrannsókn- ir. Hann var látinn laus eftir 3ja klst. yfirheyrslur. Telja vestrænir diplómatar að hér sé urri að ræða lið í herferð sovézkra yfirvalda gegn vest- rænum fréttamönnum sem gagnaðgerð við skrifum þeirra um mannréttindi. Stórskota- liðshríð í Líbanon Beirút, 14. júní. Reuter. ÞRtR féllu og tfu særðust f stórskotaliðsárás hægrimanna f Lfbanon og Israela á Nabatiyehþorpið f Lfbanon, sem Palestínumenn hafa á sfnu valdi í suðurhluta lands- ins. Óttast menn f Lfbanon og Sýrlandi að Israelar kunni hugsanlega að gera árás yfir landamærin til að hreinsa út stöðvar Palestfnumanna á þessum slóðum. Ókyrrt í Soweto Jóhannesarborg, 14. júnf. Reuter. Sérþjálfað lögreglulið i Soweto í S-Afríku réðst i dag gegn hópi stúdenta í borginni, sem höfðu farið með grjótkasti um götur borgarinnar og vald- ið skemmdum á húsum og bif- reiðum i mótmælaskyni við handtöku 20 stúdentaleiðtoga um helgina. Voru leiðtogarnir handteknir vegna ótta yfir- valda við miklar óeirðir 16. þessa mánaðar á 1 árs afmæli hinna blóðugu óeirða í borg- inni, sem kostaði 500 blökku- menn lífið næstu 6 mánuði í óeirðum viða um S-Afríku. Hafa yfirvöld i landinu mikinn viðbúnað af þessu tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.