Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 31 18 mörk í fjórum leikjum 1 ÞGIM fjórum leikjum sem fram fóru f 1. deildinni á mánudags- kvöldið voru skoruð 18 mörk og er það meira en f háa herrans tfð f 1. deildinni. Grimmastir við skorunina voru leikmenn FH og KR, en f Krikanum sigruðu FH-ingar Vesturbæingana með fimm mörkum gegn fjórum. Skrifað hafði verið um lið FH að það gæti allt nema skorað mörk eftir mikla deyfð við mark andstæðinganna f sfðustu leikjum, en nú hafa þeir greinilega öðlazt þekkingu á þvf sviði Ifka. Vegna plássleysis er ekki hægt að fjalla nákvæmlega um þá fjörugu leiki, sem fram fóru á mánudagskvöldið. Aðeins verður að stikla á því stærsta í sambandi við þessa leiki fjóra. í leiknum í Kaplakrika skor- aði Viðar Halldórsson fyrsta mark leiksins á 18. mfnútu, en Börkur Ingason svaraði fyrir KR á 21. mínútu. Þá fór skriðan af stað og FH gerði þrjú næstu mörk, Ásgeir Arnbjörnsson á 33. mínútu, Janus Guðlaugsson á 44. mínútu og loks skoraði Halldór Pálsson sjálfsmark á 55. minútu. Var nú komið að KR-ingum að skora, þó þeir væru orðnir einum færri, en Erni Guðmundssyni var vikið af velli fyrir gróft brot á 59. mínútu leiksins. örn Óskarsson gerði mark úr vitaspyrnu á 61. minútu, en Ásgeir svaraði fyrir FH.og breytti stöðunni i 5:2 á 65. mínútu. Magnús Jónsson skoraði siðan fyrir KR á 84. mínútu og síðasta orðið í Ieiknum átti Börkur Ingason, sem skoraði á 86. minútu, þannig að úrslitin urðu 5:4.Auk þess að gefa Erni rauða spjaldið, fékk Sigurður Indriða- son gula spjaldið hjá Val Bene- diktssyni dómara leiksins. Áhorfendur voru 325. SKAGAMENN EINNIG Á SKOTSKÓNUM Tvö af toppliðum 1. deildar- innar, ÍA og ÍBK, áttust við í Keflavík og var þar um öruggan sigur gestanna að ræða, 4:0 en sá sigur gefur ef til vill ekki rétta mynd af leiknum, því Keflvíkingar áttu einnig sín færi í leiknum. Gisli Torfason hefur verið kjölfestan í liði ÍBK í sumar, en þennan leik lék hann meiddur, meira af vilja en getu, og hafði það greinilega sín áhrif á leik Kefl- víkinganna. Það var Hörður Jóhannesson, sem kom Skagamönnum á blað á 40. minútu leiksins og rétt fyrir lok hálfleiksins skoraði siðan bezti maður vallarins, Pétur Pétursson. Pétur var aftur á ferðinni á 60. minútu er hann skoraði úr vítaspyrnu, sem hann fékk sjálfur, Kristinn Björnsson innsiglaði síðan sigur Skagaliðsins á 88. mínútu og ekkert lið hefur skorað jafn mörg mörk og Akranes, eða 14. SIGURLÁS BRAUT tSINN Vestmanneyingar höfðu ekki skorað eitt einasta mark i fjór- um leikjum i röð er þeir mættu til leiksins gegn Þór frá Akur- eyri i Eyjum í fyrrakvöld. En nú var ýmislegt breytt, Þórður Hallgrímsson lék að nýju í vörn Eyjaliðsins og stóð sig vel, Sig- urður Haraldsson, tslands- meistari i badminton, stóð í markinu, og síðast en ekki sízt var markaskorarinn Sigurlás Þorleifsson nú á ný meðal leik- manna tBV. Meiddist hann illa í fyrsta leik IBV i íslands- mótinu gegn Fram, en hefur nú náð sér aftur. Gerði Sigurlás það ekki endasleppt í þessum leik, hann gerði bæði mörk ÍBV i leiknum og tryggði liði sinu 2:1 sigur gegn Þór. Reyndar voru það norðan- menn, sem fyrstir skoruðu, Sig- þór Ómarsson skallaðí yfir Sig- urð Haraldsson á 32. mínútu. Við þessa vatnsgusu vöknuðu Eyjapeyjarnir til lífsins og hóf þunga sókn. Á 42. mínútu var brotið gróflega á Tómasi Páls- syni innan vítateigs og úr vita- spyrnunni, sem réttilega var dæmd, skoraði Sigurlás örugg- lega. Strax á þriðju minútu seinni hálfleiksins skoraði Elnkunnagiðfln FH: Þorvaldur Þórðarson 2, Andrés Kristjðnsson 2, Jóhann Rlkharðs- son 2. Logi Ólafsson 2, Gunnar Bjarnason 2, Magnús Teitsson 2, ViKar Halldórsson 3. Ólafur Danivalsson 2. Janus Guðlaugsson 3, Pðlmi Jónsson 3, Ásgeir Arnbjörnsson 4. Helgi Ragnarsson vm 2, Jón V. Hinriksson vm. 2. KR: Halldór Pðlsson 1, SigurSur Indriðason 3, Stefðn SigurBsson 2. Ottó Guðmuodsson 2. Börkur Ingason 3, GuSmundur Ingvason 1, Hðlfdðn Örlygsson 2. Örn Óskarsson 2, Haukur Ottesen 2, Vilhelm Frederiksen 2, Öm Guðmundsson 1, Magnús Jónsson vm. 2. Árni GuSmundsson vm. 1. Dómari: Valur Benediktsson 2. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 2. GuSjón Þórhallsson 2, Óskar Farseth 2, Gisli Grétarsson 2, Gisli Torfason 3, SigurSur Björgvinsson 2, Einar Ólafsson 2, Hilmar Hjðlmarsson 2, Karl Hermannsson 2, Ólafur Júliusson 3, Þórður Karlsson 2, Sigurbjörn Gústafsson (VM) 2. Ómar Ingvason (VM) 1. ÍA: Jón Þorbjörnsson 3, Guðjón ÞórSarson 3. Björn Lðrusson 2, Jón Gunnlaugsson 3. Jóhannes Guðjónsson 2. Jón AlfreSsson 3. Hörður Jóhannesson 3, Ámi Sveinsson 2. Kristinn Björnsson 3, Pðtur Péturs- son 4, Karl Þórðarson 3. Dómari: Amþór Óskarsson 3. ÍBV: Sigurður Haraldsson 2. Ólafur Sigurvinsson 3, Einar Friðþjófsson 2. Þórður Hallgrimsson 3, Magnús Þorsteinsson 2, Sveinn Sveinsson 2, Valþór Sigþórsson 2, Óskar Valtýsson 2, Sigurlðs Þorleifsson 4, Tómas Pðlsson 2, Karl Sveinsson 2. ÞÓR: Ragnar Þorvaldssn 2, Oddur Óskarsson 2, Sigurður Lðrusson 3. Sævar Jónatansson 2, Gunnar Austfjörð 2. Pétur Sigurðsson 2, Helgi Örlygsson 2, Einar Sveinbjörnsson 1. Sigþór Ómarsson 3. Jón Lðrus- son 2. Ámi Gunnarsson 2. Guðmundur Skarphéðinsson 1 (vm). Dómari: Hreiðar Jónsson 3. VÍKINGUR: Diðrik Ólafsson 2, Ragnar Glslason 2, Magnús Þorvaldsson 3, Eirikur Þorsteinsson 2, Kðri Kaaber 3. Helgi Helgason 2, Gunnar Öm Kristjðnsson 1, Viðar Eliasson 3, Jóhannes Bðrðarson 1, Theódór Magnússon 2, Hannes Lárusson 2. BREIÐABLIK: Ólafur Hðkonarson 2, Gunnlaugur Helgason 2. Bjarni Bjarnason 1, Valdimar Valdimarsson 3, Einar Þórhallsson 2, Þór Hreíðarsson 3. Hinrik Þórhallsson 1, Ólafur Friðriksson 1, Heiðar Breiðfjörð 2. ómar Guðmundsson 2 (vm), Vignir Baldursson 2, GIsli Sigurðsson 2. Dómari: Guðjón Finnbogason 2. Sigurlás aftur eftir :ð Karl Sveinsson hafði lagt knöttinn fyrir fætur hans. Þrumuskot Sigurláss var óverjandi. Mörg tækifæri sköpuðust í seinni hálfleiknum, Eyjamenn áttu flest framan af, en i lokin press- uðu norðanmenn nokkuð. Áhorfendur að þessum leik voru 612 og fengu Þórsararnir Oddur Óskarsson og Sævar Jónatansson gul spjöld i leiknum. CTLENDINGAR SKORUÐU FYRIR VÍKING Þeir Viðar Elíasson og Hannes Lárusson skoruðu mörk Víkinga i 2:0 leik liðsins gegn Breiðablik á Laugardals- vellinum. Báðir eru þeir Viðar og Hannes nýir leikmenn með Víkingi, léku áður með ÍBV og Val. Sigur Víkinga var sann- gjarn I þessum leik og hafa Víkingar enn aðeins tapað einu stigi minna en topplið IA, en leikið einum leik minna. Breiðabliksliðið leikur oft mjög vel úti á vellinum, en er leikmenn nálgast vitateiginn rennur allt út I sandinn og i fyrri hálfleiknum i fyrrakvöld áttu þeir varla marktækifæri. í seinni hálfleiknum sóttu þeir sig heldur, en ekki tókst þeim að skora. Vörn Blikanna er einnig óörugg/en það er hins vegar sterkasta hlið Víkinganna og hefur liðið aðeins fengið á sig 3 mörk í mótinu. Fyrra mark leiksins gerði Viðar Eliasson á 41. mínútu og kom það eftir aukaspyrnu Magnúsar Þorvaldssonar. Vörn Blikanna var illa á verði og Viðar óvaldaður er hann sendi knöttinn með góðu skoti i mark UBK með þrumuskoti af stuttu færi. Siðara markið kom á 43. mínútu seinni hálfleiksins og var þar um algjört gjafamark að ræða. Hannes Lárusson var eina 10 metra fyrir innan vörn Breiðabliks er knötturinn var sendur á hann. Ekkert var dæmt og Hannes skoraði auðveldlega framhjá mark- verðinum. Eftir atvikum var sigur Víkinga sanngjarn, þeir voru mun grimmari og ákveðnari. Þeir Ragnar Gislason og Einar Þórhallsson voru bókaðir í leiknum. Áhorfendur voru 436. Staðan i 1. deild íslandsmóts- ins er nú: Akranes 8 6 1 1 14:5 13 Vikingur 7 3 4 0 7:3 10 Valur 7 5 0 2 11:8 10 Keflavík 8 4 1 3 11:12 9 Breiðablik 8 3 1 4 11:11 7 KR 7 2 1 4 13:11 5 ÍBV 6 2 1 2 4:5 5 Fram 7 2 1 4 10:12 5 FH 8 2 1 5 9:14 5 Þór 8 2 1 5 9:18 5 Sumarbolir og sportsky rtur NYKOMIÐ FYRIR UNGT FOLK A OLLUM ALDRI BOLIR VERÐ FRÁ 795,- SKYRTUR FRÁ 1,950- Austurstræti 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.