Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 25
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JONl 1977 25 Ekki verður ófeigum íhel komið + „Það eina sem við getum sagt er að enn gerast krafta- verk,“ sögðu læknar er þeir sáu þessa litlu stúlku er komið var með til þeirra eftir bflslys. Litla stúlkan er 18 mánaða og á heima I Englandi. Ilún sat í barnastólnum sfnum á aftur- sætinu f bfl foreldra sinna sem bæði biði bana er bifreið þeirra lenti á vegartálma. Arekstur- inn var svo harður að bfllinn brotnaði f sundur f miðjunni. Sfðan valt hann niður bratta brekku og alltaf sat litla stúlk- an fastspennt f sætinu. Og þar hékk hún með höfuðið niður f sjö klukkustundir þar til hún fannst. Faðir hennar var klemmdur undir bflnum en móðir hennar fannst nokkra metra frá bflflakinu. Hún hafði greinilega reynt að skrfða upp brekkuna eftir hjálp. Einu meiðslin sem litla stúlkan hlaut voru glóðarauga og kúla á enninu. Það var hlýtt f veðri og það hefur átt sinn þátt f að hún beið ekki tjón af þvf að vera f bflflakinu alla nóttina. Hún var að sjálfsögðu flutt á sjúkrahús en eftir að læknarnir höfðu fullvissað sig um að hún væri ómeidd fékk amma hennar að fara með hana heim. Litla stúlkan og villti + Sagan um stúlkuna Majsan og litla hestinn Trampus hljómar eins og rímantísk barnasaga fyrir Þá sem þykir vænt um hesta. En sagan er ekki til- búningur eins og flest ævintýr heldur er hún sönn. Majsan Granquist, hljóðlát og feimin 14 ára telpa og Trampus. viltur smáhestur sem enginn full- orðinn gat tamið eru miklir vinir og vinna hvern sigur- inn á fætur öðrum á sænsk- um hindrunarhlaupabraut- um. Þau fundu hvort annað i hesthúsi ( reiðskóla og nú sigra þau þekkta hesta og knapa um þvera og endi- langa Svíþjóð. „Hann verð- ur alveg óður f hvert sinn sem hann sér hindrun," segir Majsan. „Þá vill hann bara stökkva og stökkva". Og hún situr sem fastast. Hún er f gúmfstfgvélum og gömlum gallabuxum. Trampus lyftir taglinu og reisir makkann eins og við sjáum á myndinni. Stfllinn er óvenjulegur en það er sagan um þau Ifka. Hans—Erik Grane eigandi reiðskólans keypti Trampus f Englandi ásamt fleiri hest- um f reiðskólann. Ég sá þennan litla hest stökkva yfir grindverk og ákvað strax að kaupa hann og greiddi fyrir hann 50 þús- und krónur. En Trampusi leið ekki vel f Svíþjóð. Hann stökk yfir girðingar f hvert sinn sem einhver reyndi að nálgast, hann var hesturinn hræddur og tortrygginn. „Það var ómögulegt að temja hann og ég gafst upp og lét hann eiga sig og hann varð eins og villi- hestur sem enginn getur komið nálagt," segir Grane. Svo var það dag nokkrun fyrir þrem árum að Majsan, sem þá var 11 ára kom hjólandi til að skoða hestana. Henni leist strax vel á Trampus og smátt og smátt vann hún traust hans. Hún kom á hverjum degi og sat lengi f námunda við hann. Væri Trampus inni sat hún f básnum hjá honum og talaði við hann og þannig þróaðist þessi merkilega vinátta milli stúlkunnar og hestsins. „Ég hef aldrei séð neitt Ifkt þessu," segir eigandi reið- skólans. „Gjörsamlega óður hestur sem enginn réði við verður Ijúfur sam lamb af þvf að Iftil stúlka talar við hann." Einn góðan veður- dag fékk svo Majsan að koma á bak Trampusi og hann skokkaði af stað eins og fulltaminn hestur og eft- ir að hafa riðið honum f tvö ár fékk hnún leyfi til að láta hann stökkva. Og nú eru þau næstum ósigrandi. Sjálf vill Majsan sem minnst segja um það hvað hafi f raun og veru gerst, en loks segir hún: „Ég sá strax að hann hafði falleg augu." Nýjar popp- ogsoulplötur Alice Cooper BoneyM BoneyM Bob Marley The Beach Boys Bad Company The Clash Commodores Dave Mason Detroit Spinners Gentle Giant Hudson — Ford lan Hunter John Mayall Kenny Loggins Leo Sayer The Moody Blues Poco Roger Daltrey Rough Diamond Smokie Steve Miller Supertramp Tawares 10cc Wild Cherry Lace and Whiskey Take the heat of me Love for sale Exodus Love you Burning sky (Punk Rock) Zoom Dance to the music Let it flow Smash hits Live playing the fool Daylight lan Hunter's overnight angels Lots of people Celebrate me home Endless flight Caught live + 5 Indian summder One of the boys Rough Diamond Midnight Café Book of dreams Evenin the quietest moments Love storm Deceptive bends Electrified funk Létttón/ist The Very Best of Roger Whittaker Vol, 1 og 2 Nat King Cole — At the Sands Freddy Breck — Die Sterne Neil Sedaka Steh'n Gut — 24 Rock'n'Roll Pat Boone Hits — The best of Fats Domino — Greatest Hits Chubby Checker's — Greatest Hits Original Artists 20 Great Heartbreakers — Golden Songs Nana Mouskouri — Greatest Hits Diana Ross — Greatest Hits Bugsy Malone Golden Gates vol 1 og 2 — Golden Greats Hammond tónlist Klaus Wunderlich Þaradauki Mikið úrvar harmónikkutónlistar með frönskum og þýskum harmonikkusnillingum og stóraukið úrval samkvæmisdansa. Nýjung! Franskar hljómplötur með listamönnum eins og Charles Aznavour, Jacques Brel, Frédéric Chicago o.fl. o.fl. Einnig frönsk þjóðlög t.d. frá l'Alsace, le Bour- bonnais, la Bourgogne, l'Auvergne svo eitthvað sé nefnt. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 OG LAUGAVEGI 24. ®

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.