Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 Framkv; Útgefandi emdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjorn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. sfmi 10100. ASalstræti 6. sfmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 70.00 kr. eintakið. Heilbrigðis- og trygg- ingamál eru lang- stærstur útgjaldaliður fjárlaga líðandi árs, eða nálægt 28.000 milljónir króna, sem er um þriðjung- ur heildarútgjalda ríkisins. Tryggingamál spanna bróóurpart þessa útgjalda- liðar, eða rúmlega 21.000 milljónir króna, en beinn kostnaður við heilbirgðis- mál er áætlaður rúmiega 6.400 milljónir króna. Út- gjöld til heilbrigðismála hafa vaxið síðasta aldar- fjórðung frá því að vera 3% af vergri þjóðarfram- leiðslu á markaðsverði árið 1950, í það að vera um 7.1% 1975. Þessi vöxtur hefur einkum sagt til sín síðasta áratuginn. Hlut- deild heilbrigðisþjónustu í atvinnu landsmanna hefur vaxið úr 3.3% á árinu 1965 í nær 6% á árinu 1975. Arðsemi fjárfestingar í heilbrigðisgæzlu verður seint mæld áþreifanlegum tölum, eins og gjarnan er gert nú á tímum og nauðsynlegt er, þar sem því verður við komið, til að stýra takmörkuðu fjár- magni lítillar þjóðar þangað, sem það skilar sér fyrst og bezt aftur, til að fylgja fram nýjum verk- efnum í sókn þjóðarinnar til betri lífskjara. Að vísu má reikna út með nokkrum líkum ávinning þjóðar- búsins af heilbrigðara vinnuafli og fleiri skiluð- um vinnudögum, er rekja má til heilbrigðiskerfisins, og auka á verðmæta- sköpunina í þjóðarbúinu. fjármagns, sem spannar þriðjung ríkisútgjaldanna. Ekki í því skyni að rýra hlut þeirra öldruðu, se'm lokið hafa ævistarfi sínu í þágu þjóðfélagsins, eða draga úr læknisfræðilegri þjónustu í þágu þeirra sjúku heldur til að huga að því, hvort nýta megi þetta fjármagn betur en nú er gert. Er máske hægt að auka stuðning við sjúka og aldraða sem eru í mestri þörf fyrir aðstoð, án þess að auka heildarfjárveit- ingu, með skynsamlegri skiptingu hennar? Er ef til vill hægt að draga úr stjórnunarkostnaði eða kostnaði við aðra rekstrar- þætti, með auknu aðhaldi? Er. t.d. athugandi að ein- staklingar, sem njóta skammtímavistunar á sjúkrahúsum, greiði fæðis- kostnað sinn, eða hluta af honum, ef vistun fer ekki Aukin útgjöld til heil- brigðismála ganga naumast lengur til að lengja meðalævi lands- manna, ef marka má skýrslur um það efni. Þessi auknu útgjöld ganga fyrst og fremst til þess að fyrir- byggja sjúkdóma, leita þá uppi og reyna að lækna þá; en síðast en ekki sízt til þess að auka og bæta þjónustu við þá sem haldn- ir eru langvarandi eða ólæknandi sjúkdómum og meinum. Þar eru án efa stærstu hóparnir: aldraðir, geðsjúkir og þroskaheftir. Ekki er vafi á því að efla ber og styrkja hvers konar hóprannsóknir í landinu, s.s. á sviði hjartasjúkdóma, krabbameinssjúkdóma o.fl., til þess að finna sjúk- dóma á byrjunarstigi. Á þessu sviði hafa verið stig- in stór spor fram á veginn, Fyrirbyggjandi heilsugæzla Ávinningur sá, sem felst í aukinni heilbrigði fyrir lífshamingju ein- staklinganna verður hins vegar aldrei metinn til fjár eða mældur í krónum og prósentum. Um leið og fagna ber hraðri þróun heilbrigðis- mála þjóðarinnar, er rétt að staldra við, þegar sparn- aöar er þörf í rikis- búskapnum, og hyggja að ráðstöfun og nýtingu þessa yfir tiltekinn dagafjölda, eða ef viðkomandi missir ekki atvinnutekjur við sjúkrahússvistina? í öllu falli þarf svo kostnaðar- samur útgjaldaliður ríkis- sjóðs, sem tryggingar- og heilbrigðismál eru, sífellt að vera í rekstrarlegri end- urskoðun, til þess eins að fjárveitingar nýtist sem bezt og komi sem flestum að tilætluðu gagni í þjóð- félaginu. bæði vegna sjálfboðastarfs áhugamannafélaga, sem nánast hafa unnið þrek- virki og vegna opinbers stuðnings og vaxandi almannaskilnings. í þessu efni má þó efalítið betur gera. Rétt er að hvetja hinn almenna borgara til að styrkja umrædd áhuga- félög með ráðum og dáð. Jafnframt þarf að styrkja hvers konar rannsókna- starfsemi á sviði lækninga og fyrirbyggjandi aðgerða á heilbrigðissviði. Fram til þessa hefur megináherzla verið lögð á fjárveitingar til þeirra þátta heilbrigðisþjónustu sem fást við afleiðingar sjúkdóma. Minna hefur verið lagt upp úr því að efla fyrirbyggjandi heilsu- gæzlu. í því sambandi veður ekki komizt fram hjá þeirri staðreynd að lífs- venjur og neyzluvenjur fólks hafa mikil áhrif á heilsufar þess. Þetta á ekki sizt við um þá sjúkdóma, sem eru aðaldánarorsakir á íslandi í dag, hjartasjúk- dóma og krabbamein. Heil- brigðar lífsvenjur og neyzluvenjur gætu stór- lega fækkað sjúkdómstil- fellum af þessu tagi. Spurning er því, hvort ekki sé rétt að hnika til stefn- unni í heilbirgðismálum, þann veg, að beina hlut- fallslega meira fjármagni til bættrar almennrar og sérhæfðrar læknis- þjónustu, heilsuverndar og ekki sízt aukinnar upplýsingastarfsemi í skólum landsins og fjöl- miðlum, fyrst og fremst út- varpi og sjónvarpi. Slík upplýsingastarfsemi hefur þegar leitt margt gott af sér, þó meiri mætti vera. Það þarf að upplýsa okkur hvert og eitt, í gegnum fjölmiðla, um fyrir- byggjandi aðgerðir í dag- leri lífshegðan okkar, svo við getum sjálf leitt okkur til andlegs og líkamlegs heilbrigðis og hamingju- ríkara lífs. Ilalldór Laxness: BARN NÁTTÚRUNNAR. 4. útg. 220 bls. Rvfk 1977. UTGEFANDI Halldórs Laxness minntist sjötíu og fimm ára af- mælis skáldsins fyrir sitt leyti í vor með þvi aö gefa út Barn náttúrunnar og er það fjórða útgáfa bókarinnar. Barn náttúrunnar skipar heiðurssæti sitt fyrst og fremst sem frumraun Nóbelsskáldsins — fyrsta bók þess sem út kom. En það lifir líka í krafti eigin ágætis. Það eru tilþrif og atorka í þessari sögu, ósvikið æsku- fjör; skap og ástríður. Sjálfs- traust hins sautján ára gamla höfundar leynir sér ekki en er þó blessunarlega laust við mikilmennsku; ber með sér að höfundurinn hefur verið orð- inn vel þjálfaður, búinn að skrifa mikið þó þetta yrði fyrsta bókin sem skáldið taldi hyggilegt að láta á þrykk út ganga. Sjálfstraustið bjó auðvitað fyrst og fremst í brjósti skálds- ins sjálfs. En tímarnir voru lfka hagstæðir og hvetjandi til að gera mikia hluti. Bókmenntirn- ar nutu þess gullvæga andar- taks að vera orðnar alþjóðlegar án þess að hafa enn þokað fyrir þeim fjölmiðlum sem nú eru inní á gafli um allar jarðir. Fyrra stríði var nýlokið, stríð- inu sem háð var »til að binda enda á styrjaldir«, eins og menn hugsuðu og taluðu þá. Rithöfundur stóð og féll sem einstaklingur; varð að treysta á eigið framtak; átti enda allt undir að bækur sínar væru keyptar og lesnar. Og orð skálds máttu sín enn mikils á því herrans ári 1919. Það hlýtur að hafa verið skemmtilegt að vera ungt og upprennandi skáld í þá daga. Fróðlegt er að bera þessa fjórðu útgáfu saman við frum- útgáfuna. P’yrst útlitiö: Brotið á nýju bókinni er liðlega tvöfalt stærra en á frumútgáfunni. Menn kusu litið brot fyrir sex- tíu árum. Brotið á þessari er að sönnu stærra en almennt gerist á skáldsögum nú, enda er hér um nokkurs konar viðhafnarút- gáfu að ræða. Þykktin er lika næstum tvöföld mióað við frumútgáfuna sem helgast af því að pappírinn er efnismeiri sem því svarar. Hins vegar er lesmál á síðu hverri aðeins litið eitt fyrirferðarmeira, munar því sem letur nýju útgáfunnar er stærra. Lesmálssíðurnar í nýju útgáfunni eru líka nokkru færri. Frumútgáfan var bundin í shirting, þessi í plast — sem lítur út eins og skinnbandið fyrrum. Hvort tveggja efnið er dæmigert fyrir sinn tíma. En hvað um innihaldið, text- ann? Vafalaust er freistandi fyrir höfund sem á fullorðins aldri tekur að rýna í æskuverk sín, að breyta og bæta í sam- ræmi við fengna reynslu gegn- um árin. Sumir höfundar hafa gengið svo langt að endursemja æskuverk eða því sem næst. Það hefur Laxness ekki gert. Hann hefur látið við það sitja að víkja til orði og orði, strika út eina og eina setningu sem honum hefur þótt ofaukið, ann- að hefur hann fært til betra máls með því einu að hnika orömyndum. Greinarmerkjum hefur verið fækkað. Gæsalappir á undan og eftir setningum, sem söguhetj- um eru lagðar í munn, hafa t.d. verið felldar niður, einnig all- mörg strik (þankastrik) sem voru tískumerki fyrir sextíu ár- um. Upphrópunarmerki hafa Halldór Laxness. hins vegar fengið að blífa. Kommum hefur, sýnist mér, verið fækkað. Frumútgáfan er með stafsetningu síns tfma sem var'mun einfaldari en sú sem tekin var upp 1930. Breytt staf- setning frá fyrstu útgáfu yfir til núverandi Laxness- stafsetningar er því varla til að taka eftir. Orðalagi hefur skáldið sums staðar breytt en alls staðar með gát og hvergi svo að textinn breytist merkingarlega frá upp- runalegri mynd. Menn voru nokkuð hallir undir danska setningaskipun fyrir sextíu ár- um, hætti t.d. til að hafa at- vikslið og forsetningarlið á Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON undan sögn sem nú þykir ekki góð íslenska. Slíku hefur Lax- ness breytt til samræmis við það sem nú tíðkast. Ég leyfi mér að tilfæra hér tvö, þrjú dæmi um breytingar hans: Frumútg.: »Hann hafði á meðan orðið alt annar Rand- ver.« Endurútg.: »Hann hafði orðið alt annar Randver á meðan.« Frumútg.: »Ég hefi keypt handa henni dýrar bækur, — sem hún víst aldrei hefur les- ið.« Endurútg.: »Ég hef keypt henni bækur sem hún hefur víst aldrei lesið.« Frumútg.: »í fyrstu hafði það verið harmurinn yfir að missa Huldu, sem hafði þjakað hon- um, síðan harmurinn yfir dauðadæmdum áformum, og loks harmur yfir eigin ógæfu. Alt eintómur harmur.« Endurútg.: »í fyrstu hafði það verið harmurinn yfir að missa Huldu sem hafði þjakað honum, síðan harmurinn yfir dauðadæmdum áformum og loks harmur yfir eigin ógæfu.« í fyrsta dæminu er orðaröð vikið við. Annað dæmið felur einnig í sér breyting á orðaröð auk þess sem orð eru felld nið- ur. 1 þriðja dæminu er heil málsgrein felld niður — »Alt eintómur harmur.« Er sú niður- felling í samræmi við þann símaskeytastíl sem Laxness tamdi sér þegar fram i sótti. Breytingar af þessu tagi eru ekki ýkjamargar, blasa ekki við á hverri síðu, það verður að leita þær uppi. Sem dæmi um leiðréttar orðmyndir tek ég sögnina »dvelja« sem Laxness ritar svo í frumútgáfu en nú jafnan »dveljast«. Ég tek fram að á bak við þennan samanburð liggur ekk- ert sem heitið getur textarann- sókn, aðeins lauslegur, handa- hófskenndur samanburður, gerður fyrir forvitnis sakir en ekki í vísindatilgangi. Eigi að síður nógu nákvæmur til að fullyrða að Barni náttúrunnar hefur í engu verið umturnað i endurútgáfum, aðeins hefur frumtextinn verið lítils háttar endurbættur. Myndir Haralds Guðbergs- sonar eru að minum dómi ágæt- ar. Haraldur á ýmsa tóna. Hér ástundar hann einfaldleikann, dregur fáa drætti en hreina — og hef ég ekki í annan tíma séð betri bókaskreyting frá hendi hans. Þess er getið i kápuauglýs- ingu að bókin sé gefin út i þúsund eintökum aðeins. Þessi útgáfa kann þvi í fyllingu tím- ans að verða eftirsóttur gripur, kjörgripur fyrir bókauppboð svo dæmi sé tekið, þó hún nái tæpast frumútgáfunni hvað það varðar. Þeir, sem vilja eiga ritverk Laxness en telja sig ekki safn- ara og sælast ekki eftir fágæt- um eintökum heldur aðeins bók til að lesa, munu þó tæpast þurfa að örvænta því vafalaust verður Barn náttúrunnar eftir- leiðis gefið út eftir þörfum. Hins má lfka minnast þó ekki sé til umræðu hér og nú að boðskapur þessarar bókar: ein- falt líf í skauti náttúrunnar þar sem hver og einn aflar sér brauðs i sveita sins andlitis — skírskotar ekki siður til nútím- ans en þeirra kynslóða sem horfðu fram á veginn eftir lok fyrra stríðs. Það sannar að Lax- ness varð snemma framúr- stefnuhöfundur — f orðsins fyllsta skilningi, maður fram- tíðarinnar fyrir sextíu árum! Erlendur Jónsson Heim til upprunans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.