Morgunblaðið - 15.06.1977, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977
vtte
KArFINU 1
rí1
Öf
GRANI göslari
Amor skaut ör að henni
mömmu þinni, og hann gat
ekki annað en hitt!
Það er rétt sem þú segir, það er sag!
%-ífr
Svona starfskrafta kann ég að
meta, vinur minn!
Herinn og eiturlyf
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
ímyndunarafl er ekki eina
hjálpartæki varnarspilarans, ef
svo má aó orði komast. En það
verður að vera með en I hæfilegu
magni þó.
I spili dagsins situr þú, lesandi
góður, við stýrið í vörn. Vestur
gaf en norður og suður eru á
hættu. Lítum fyrst á hendi þína, í
austur, og norðurs (blinds).
Norður
S. Á873
II. 4
T. ÁK542
L. 632
Austur
S. KDG942
II. 987
T. —
L. G1098
Vestur opnaði á þrem tíglum,
norður og austur pössuðu en suð-
ur stökk i fjögur hjörtu, sem varð
lokasögnin.
Útspil vesturs er tíguldrottning
og sagnhafi lætur lágt frá blind-
um. Hvaða spil lætur þú? Hvers
vegna lætur suður lágt frá blind-
um?
Sagnhafi bjóst greinilega við,
að austur ætti ekki tígul. Opnun á
þrem sýnir venjulega sjölit og
suður á því sennilega einn. Þú
trompar því tíguldrottninguna.
Ekki bara til að fá slaginn. Og
ekki til að búa til trompslag hjá
vestrí, félaga þínum. Nei, þú
trompar til að ráðast á spaðainn-
komu blinds áður en suður nær af
þér trompunum. Vestur myndi
sjálfsagt spila spaða, fengi hann
tækifæri til þess. En það er ekki
víst að hann geti það. Þú trompar
því og spilar síðan spaðakóng.
Norður
S. Á873
II. 4
T. ÁK542
L. 632
Vestur Austur
S. — S. KDG942
H. 65 II. 987
T. DG109873 T. —
L. K754 l. G1098
Suður
S. 1065
II. ÁKDG1032
T. 6
L. ÁD
Nú má vestur ekki eyðileggja
þetta með því að trompa spaða-
kónginn. Þá fær suður ellefu slagi
í stað níu.
„Mig langar til að leggja
nokkur orð í belg í sambandi við
alræði Þjóðviljans yfir baráttunni
gegn Nató og veru hersins hér á
landi. Ég vil byrja á því að taka
það fram að ég er alls ekki Al-
þýðubandalagsmaður, ég hefi
hingað til hallast að Alþýðu-
flokknum og þó ég sé ekki flokks-
bundinn honum þá er ég mjög
hrifinn af F.U.J. og finnst mér
rétt að taka fram að ég er ekki
neitt á móti Nató nema siður sé,
en eftir að hafa misst tvo af mín-
um beztu vinum á kaf í eiturlyfja-
neyzlu, sem siðar leiddu af sér
innbrot og fleira, þá er ég heitur
andstæðingur hersins hér á landi.
Því eiturlyfjaneyzla er komin frá
hermönnum af vellinum og ég
ætla ekki að lýsa þeirri óhugnan-
legu staðreynd, sem þessir her-
menn eru og þeirri pressu, morð-
hótunum og öðru sliku sem fylgdi
kynnum þessara félaga minna við
hermennina.
Herinn tel ég vera stórskaðleg-
an ungu fólki á Suðurlandi vegna
eiturlyfjaneyzlu, sem honum fylg-
ir þvi það er ekki nóg með að
hermennirnir geri islenzk ung-
menni að eiturlyfjaneytendum
heldur með morðhótunum og alls
konar þrýstingi eru islenzku ung-
mennin gerð að innbrotsþjófum
og fleiru til að afla sér peninga
fyrir lyfjunum eftir að þau eru
orðin háð þeim. Það er ekki að
ástæðulausu sem eiturlyfjaneyt-
endur eru í hæstu hlutfalli í
Keflavik af öllum landshlutum.
Ég tók þátt f Keflavíkur- og nú
siðast Straumsvikurgöngu vegna
þess að ég vil herinn burt af land-
inu. Hann má vera á floti allt i
kringum landið, bara ef hann fer
af sjálfu landinu með sin eiturlyf.
Mér finnst heldur mikið gert úr
Þjóðviljanum i sambandi við
gönguna, ég er alveg sannfærður
um það, að a.m.k. helmingur
ííi m
göngumanna hefur gengið vegna
áeggjunar Alþýðublaðsins, Neista
og Stéttarbaráttunnar. Alþýðu-
blaðið stóð sig vel með frétta-
flutning I sambandi við gönguna
og er alveg út í hött að eigna
Þjóðviljanum hana alla og þykir
mér hart að Morgunblaðið skuli
kynda undir stolti Þjóðviljans
sem er orðið svo mikið að sumir
blaðamenn hans eru farnir að
kalla sig Guð þegar þeir skrifa
fréttir.
Svo vil ég benda útvarpshlust-
anda á það I sambandi við hlut-
drægni útvarpsins að Svavar
Gests, sem er flokksbundinn i
Sjálfstæðisflokknum, var ráðinn
stjórnandi laugardagsþáttarins
fræga i stað þeirra sem áður
höfðu orðið mjög vinsæl sem
stjórnendur hans og ef „Ut og
suður“, eins og þátturinn hét í
fyrra, er borinn saman við „Alltaf
á sunnudögum" sem Svavar sá
um þá er ekkert vafamál að „Ut
og suður" hefur margfaldan vinn-
ing. Ef minnst er á hlutdrægni í
þessu máli þá segja ihaldsforkólf-
ar útvarpsins bara: „Við viljum
ekki láta sömu manneskjurnar
vera of lengi með þætti hjá okk-
ur.“ En ég spyr hvað er Kristin
Sveinbjörnsdóttir búin að vera
lengi með Öskalög sjúklinga eða
hvað er Þorsteinn Hannesson bú-
inn að vera lengi með sina þætti?
Nei, ég held að íhaldið ætti sizt
að vera að tala um hlutdrægni
útvarpsins. Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna.
Ólafur Kr. Kristjánsson."
0 Frábærir
knattspyrnumenn
„Mig langar til að koma á
framfæri þakklæti til þeirra leik-
manna er skipuðu unglingalands-
liðið sem lék í Belgiu fyrir nokkru
ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER
Framhaldssaga eftir Bernt
Vestre.
Jóhanna Kristjónsdóttir
37
— Það er gott, sagði Peter.
Hemmer yppti öxlum.
— Ég er búinn að hita kaffi,
viltu ekki sopa?
— Eftir smástund.
Hemmer horfði enn á mynd-
ina 1 senn forvitinn og ringlað-
ur.
— Faðir minn var að
hringja.
— Hvað var honum á hönd-
um?
— Hann vildi ég kæmí tafar-
laust.
— Sagði hann hvað um væri
að ræða?
— Nei. En mér skildist það
væri árfðandi.
— Þú ferð þá sennilega, er
það ekki?
— Get ég fengið bllinn?
— J
Peter hikaði við f dyrunum.
Átti hann að segja honum frá
þeim grun sfnum að heima hjá
föður hans sæti Frede og biði
komu hans.
— Eitthvað annað? spurði
Hemmer og sneri sér að hon-
um.
— Nei, sagði hann flaumósa.
Hemmer leit spyrjandi á
hann og Peter tautaði:
— Ekki eyðileggja myndirn-
ar.
— Nei. Ætlaðirðu bara að
segja það?
— Já.
Hann hraðaði sér út.
Kessel opnaði dyrnar 1 hálfa
gátt. Þegar hann sá hver kom-
inn var hleypti hann honum
inn. Frede kom f Ijós og hafði
staðið að hurðarbaki.
Hann hafði stungið hægri
hönd inn undir jakkann eins og
hann hefði slasað sig. t fölu
andlitinu virtust augun ákaf-
lega stór og dökk. Peter tók
eftir gráum yrjum f dökkum
hármakkanum. Svona hefur
Christina litið út. hugsaði
Peter.
-- Sæll, sagði Frede og
brosti.
— Meiddirðu þig f hendinni?
spurði Peter.
— Nei.
— Ég býst við að það hafi
verið þú sem baðst mig að
koma?
— Já.
— Hvað vittu?
— Ég þarf á hjálp að halda.
Ég vil að þú útvegir mér vistir
og sfðan verður þú að keyra
mig á ákveðinn stað.
— Hvers vegna á ég að keyra
þig? Vegna þess að þú ert
meiddur á hendi?
— Nei.
— Hvað á lögreglan vantalað
við þig?
— Mér skilst þeir hafi komið
tíl pabba.
— Þeir hafa meira að segja
verið á eftir mér og stoppuðu
mig f gær.
— Ertu á bflnum hans
pabba? spurði Frede.
— Já.
— Kannski við ættum frekar
að taka bflinn hans föður þfns?
— Sem betur fer er hann á
verkstæði, sagði Kessel. — Eig-
um við að standa hér f gangin-
um f allan dag?
— Hvað hefur komið íyrir?
spurði Peter.
Ilann fékk ekkert svar. Faðir
hans gekk inn f stofuna og
Frede á hæla honum. Kessel
stilltí sér upp við gluggann og
sneri baki f þá.
— Ég skal segja þér hvað
hefur gerzt, sagði Frede og lét
fallast f stól — Ég kom hingað
til hans föður þfns í dag og bað
um hjálp. Lögreglan er á hæl-
unum á mér, sagði ég, geturðu
hjálpað mér og látið mig fá
dálftíð af mat og lánað mér
peninga? En það gat hann faðir
þinn auðvitað ekki. Fyrst varð
hann að mínnsta kostí að vita af
hverju mín væri ieitað. Ég vildi
ekki gefa honum skýrsiu, ég
sagði bara að þetta væri mál
sem okkur kæmi báðum við. Þú
færð enga hjálp hjá mér, sagði
hann. Já, hann faðir þinn sagði
það. Fyrst hélt ég að mér hefði
mísheyrzt, En svo skildi ég að
honum var rammasta alvara.
— Mér fellur ekki við rugl-
aða stráklinga sem eru að leika
sér að byltingu, sagði Kessel
þurrlega.
— Þarna geturðu heyrt. Ef
einhver tekur hann aivarlega
verður hann skynsamur og mál-