Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JtJNl 1977 17 milljónir dollara voru notuð til að styrkja útflutning, sem var aðeins til á pappírnum. Reace-málið fólst í spill- ingu I efnahagsráðuneytinu og á fleiri stöðum og hafði í för með sér að fimm menn dóu með voveiflegum hætti og gífurlegar birgðir af olffuolfu í eigu stjórnarinnar hurfu. Sofico-hneykslið dró nafn sitt af fyrirtæki, sem var reist á sandi, og við það voru riðnir stjórn- málamenn og fyrrverandi liðsforingj- ar. Með mikill auglýsingastarfsemi tókst að fá 30.000 menn til að leggja 180 milljónir dollara f fyrirtækið. Margt i sambandi við þessi og önnur hneyksli er á huldi, en blaðamenn, sem hafa fengið aukið frelsi, eru athafna- samir og stjórnmálahópar hafa hafið rannsóknarstarfsemi á dularfullri póli- tfskri fjármálastarfsemi og spilling er orðin stórmál á Spáni. Mikill meirihluti embættismanna er heiðarlegur, en kerfið þarfnast breytinga. Dómskerfið er til dæmis ekki sjálfstætt. Margir sem hafa „góð sambönd" hafa reist íbúðarblokkir og verksmiðjur í leyfis- leysi. Spænskir embættismenn eru hræddari við að bera ábyrgð en starfs- bræður þeirra í rótgrónum lýðræðis- rfkjum og líta.á sig sem tæki valdsins fremur en opinbera starfsmenn. I fyrra tók það upplýsingaráðuneytið sjö mánuði að svara venjulegri fyrirspurn, en það tók Portúgali viku að afgreiða sama mál. Skráning venjulegra lóða- kaupa getur tekið átta mánuði. Óviða hefur kirkjan haft eins mikil áhrif og á Spáni og notið meiri forrétt- inda, en 1970 sóttu aðeins 10% borgar- búa kirkju og flestum prestaskólum hefur verið lokað vegna skorts á prestaefnum. Aukinna vinstriáhrifa gætir í kirkjunni og nýlega tók erki- biskupinn í Madrid afstöðu gegn stjórnmálahópum sem kalla sig kaþólska. Nú orðið eru hörðustu and- stæðingar kirkjunnar hægrisinnaðir. Það sem frjálslyndir menn og vinstri- sinnar hafa helzt út á kirkjuna að setja er auðlegð hennar (munu að verðmæti 110.000 dollara eða um 21 millj. fsl. kr. var rænt úr tveimur dómkirkjum ný- lega og það voru taldir smáþjófnaðir), skólar hennar, sem flestir eru ríkis- styrktir, eru fleiri en ríkisskólar í öll- um borgum og krefjast skólagjalda sem eru mörgum fjölskyldum byrði, og and- staða kirkjunnar gegn getnaðarvörn- um, fóstureyðingum og hjónaskiln- uðum. Gagnrýni frjálslyndra og vinstrisinna nýtur mikils stuðnings innan kirkjunnar. Við blasa alvarlegar horfur í efna- hagsmálum. Greiðsluhallinn var í fyrra 4.000 milljónir dollar (500 milljónum meiri en 1975.) Gjaldeyrisvarasjóður- inn minnkaði i 4.950 milljónir dollara og var 950 milljónum dollara minni en 12 mánuðum áður. Skuldir við útlönd nema 11 milljörðum dollara og eru fjórum sinni meiri en fyrir fjórum árum. Þjóðartekur jukust um 1.8% 1976 miðað við 0.5 árið áður en verð- bólgan jókst í 20%. Verð á kjöti og fiski hefur hækkað um 30—45% á einu ári. Um það bil ein milljón eða 7.5% vinnu- færra manna eru atvinnulausir. Blöðin hafa birt stjarnfræðilega háar tölur um fjármagnsflótta úr landi og tollverðir gerðu upptækt 10 sinnum meira fé í fyrra en 1971. Efnahags- vandinn hefur magnazt við orkukrepp- una, þá verðbólgu án hagvaxtar sem er í heiminum, þjóðfélagsumrót innan- lands, pólitfska óvissu og hæfnisskort ríkisstofnana og starfsmanna þeirra Útflutningur nam i fyrra aðeins 46% af kostnaði innflutnings. Alfka margir ferðamenn komu og árið á undan eða 30 milljónir en eyddu 12% minna. Verkamenn erlendis sendu heim SPÁNVERJAR hafa búið við vaxandi hagsæld sfðan mikill uppgangur hófst í efnahagslffi þeirra um og eftir 1960. Frjálslynd efnahagsstefna hefur leyst haftastefnu af hólmi. Lífskjör hafa batnað og losnað hefur um trúarlegar og siðferðilegar hömlur. Gamlar hug- myndir um Spánverja eru orðnar úrelt- ar og ný þjóðfélagsvandamál hafa skot- ið upp kollinum. Tekjur af ferðamönnum jukust úr 246 milljónum dollara 1960 í 3.300 milljónir 1975. Tekjur af útflutningi jukust á sama tíma úr 725 milljónum dollara í 6.583 milljónir og þjóðartekj- ur á mann úr 248 milljónum dollara í 2.865 milljónir. Árið 1960 voru 10 bflar á hverja 1000 íbúa en 125 árið 1975. Avextir aukinnar hagsældar blasa við hvarvetna: verksmiðjur, íbúðar- byggingar, skrifstofubyggingar, stór breiðstræti og vatnsvirkjanir, en meng- un hefur aukizt við ströndina og í bæj- um. Þótt fátækt hafi minnkað á undan- förnum fimmtán árum er þjóðfélags- legt ranglæti ennþá mikið. Efling iðn- aðar og upbygging ferðamálastarfsemi hafa gengið fyrir, en húsnæðismál, menntamál og þjónustugreinar setið á hakanum. Síðan 1960 hafa þrjár milljónir Spán- verja flutzt til aðildarlanda Efnahags- bandalagsins og Sviss og fimm milljón- ir hafa flutzt úr þorpum og smábæjum til iðnaðar- og ferðamannasvæða Spán- ar, þannig að skapazt hafa geysimikil húsnæðisvandamál. Verð á lóðum er svo hátt að fáar fjölskyldur í borgum hafa efni á einbýlishúsum. Stórar íbúðarbyggingar hafa verið reistar og við þær eru ekki garðar og leikvellir. Engir skólar eru i mörgum útborgum sem hafa risið. Hröð iðnvæðing og flutningur fólks úr sVeitum til bæja hefur grafið undan gömlu verðmætamati og trúarlegri vissu. Sparnaður var talinn dyggð fyrir tveimur árum, en verðbólgan hefur gert fólk að eyðsluklóm. Þjófnaðir hafa aukizt og bankarán hafa verið framin tvisvar í viku siðan 1970. Ný vandamál hafa gert vart við sig eins og ofdrykkja, eiturlyfjasala og unglingavandamál. Þóeru færri afbrotamenn á Spáni en í öðrum löndum og aðeins 10.000 sátu i fangelsi í desember 1975 miðað við 40.000 í Bretlandi. Mikil spilling hefur verið i spænsk- um fjármálum og stjórnmálum og í embættismannastjórninni síðan borgarastríðinu lauk. Nokkur hneyksli á siðari árum hafa komizt i heimsfrétt- irnar. Þrír ráðherrar úr leynifélaginu Opus Dei og aðstoðarmenn þeirra voru viðriðnir Matesa-málið, sem var þess eðlis að opinber lán að upphæð 150 Gamli tíminn. . .nýi tfminn Juan Carlos konungur kyssir hönd Páls páfa. minna af peningum. Útlendingar keyptu færri eignir og festu minna fé i spænskum atvinnugreinum. Stjórnin þykir ekki hafa haldið vei á stjórn efnahagsmálanna. Eldsneytis- eyðsla hefur aukizt árlega siðan 1973 á Spáni sem er þar með undantekning frá 10 helztu iðnaðarríkjum Vestur- landa. Kaup- og verðstöðvunarstefna stjórnarinnar hefur ekki borið árangur. Ráðherrar stjórnarinnar hafa litið svo á, að harðar efnahagsráðstaf- anir verði að biða fram yfir kosningar. Helztu aðgerðirnar, sem um er rætt, eru strangar sparnaðarráðstafanir á öllum sviðum, hringborðsráðstefna að- ila vinnumarkaðarins og rikisstjórnar- innar og „sókn“ af hálfu stjórnarinnar til að skapa skilning verkamanna og millistétta á nauðsyn stillingar i kaup- kröfum og kyrrðar innanlands. í stað- inn er ætlunin að grípa til aðgerða til að draga úr þjóðfélagsmisrétti, ráðast gegn skriffinnsku og skattsvikum, hraða þróuninni í lýðræðisátt og þar fram eftir götunum. BorgacUf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.